Sterk króna setur þrýsting á útflutningsgreinar

Útlit er fyrir að gengi krónunnar geti orðið áfram nokkuð sterkt gagnvart helstu viðskiptamyntum, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. Það mun reyna á samkeppnishæfni þjóðarbússins.

islandsbanki-8_9954281574_o.jpg
Auglýsing

Lík­legt er að gengi krón­unnar gagn­vart helstu við­skipta­myntum verðir áfram sterkt, horft til næstu ára. Þetta getur sett þrýst­ing á útflutn­ings­greinar og dregið úr sam­keppn­is­hæfni þeirra. 

Þetta er meðal þess sem gert er að umtals­efni í nýrri þjóð­hags­spá Íslands­banka

Í skýrsl­unni kemur fram að flest bendi til þess að vaxta­stig verði lágt horft til næstu miss­era, enda hefur efna­hags­reikn­ingur þjóð­ar­búss­ins sjaldan eða aldrei litið betur út. 

Auglýsing

Evran kostar um þessar mundir 135 krónur en Banda­ríkja­dalur 124,3 krón­ur.

„Raun­gengi krónu er nú mun nær ­jafn­vægi en það var árin 2017–2018. Raun­gengið er þó fremur hátt í sam­an­burð­i við síð­ustu ára­tugi, sér í lagi á mæli­kvarða hlut­falls­legs launa­kostn­að­ar­. Við teljum að raun­gengið verði áfram hátt í sögu­legu sam­hengi. Hrein eigna­staða hag­kerf­is­ins er betri en hún hefur verið í sög­u lýð­veld­is­ins. Um mitt árið 2019 námu er­lendar eignir umfram skuldir ríf­lega 1/5 af VLF. Seðla­bank­inn hefur einnig úr ­mynd­ar­legum gjald­eyr­is­forða að spila til að af­stýra geng­is­hruni vegna tíma­bund­ins fjár­magns­flótta,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Gert er ráð fyrir að það dragi nokkuð úr þrótti hag­kerf­is­ins á þessu ári miðað árið á und­an, og að sam­dráttur verði í lands­fram­leiðslu upp á 0,1 pró­sent. Flestar hag­spár sem birst hafa að und­an­förnu gera ráð fyrir svip­uðum veru­leika. 

Gengisvísitala.

Það er að það verði stöðnun í hag­kerfi þegar kemur að lands­fram­leiðslu og að slíkt verði einnig uppi á ten­ingnum á fast­eigna­mark­aði, en þjóð­hag­spá Íslands­banka gerir ekki ráð fyrir að fast­eigna­verð hækki neitt á þessu ári, en að síðan þok­ist það hægt upp á við sam­hliða batn­andi efna­hag þjóð­ar­inn­ar. Hag­vöxtur verður 1,3 pró­sent á næsta ári og 2,8 pró­sent 2021, gangi spáin eft­ir. 

„Stoðir hag­kerf­is­ins eru í flestum skiln­ing­i ­traustar og horfur eru um ágætan vöxt til­ ­lengri tíma. Því ætti áhugi erlendra fjár­festa á Ís­landi að vera nægur til að vega upp það ­út­flæði sem verður vegna vilja líf­eyr­is­sjóð­anna til að fjár­festa út fyr­ir­ land­stein­ana og ekki verður fjár­magnað með­ við­skipta­af­gang­i. Veru­legar verð­lags- og launa­hækk­anir hér á landi umfram nágranna­lönd myndu hins ­vegar auka þrýst­ing á nafn­gengið til­ ­lækk­unar þar sem þær leiða til sam­svar­and­i hækk­unar á raun­gengi að öðru óbreytt­u,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Verðbólguþróun, eins og fjallað er um hana í skýrslu Íslandsbanka.

Gert er ráð fyrir að sam­dráttur verði í útflutn­ingi á þessu ári sem nemur um 6 pró­sentum miðað við í fyrra, og þar spilar nokkuð sterkt raun­gengi stóra rullu. Spáin gerir hins vegar ráð fyrir aukn­ingu um lítið eitt á næsta ári, eða 1,1 pró­sent. 

Spáin gerir ráð fyrir að raun­vaxta­stig verði áfram lágt, eða í kringum 1 pró­sent á næstu árum. Eins og greint var frá í morgun ákvað pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands að lækka meg­in­vexti í 3,25 pró­sent en verð­bólga mælist nú 3,1 pró­sent. Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Lúalegt bragð“ að ala á samviskubiti foreldra
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent borgarráði opið bréf vegna fyrirhugaðrar styttingar opnunartíma leikskóla í Reykjavíkurborg.
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður spyr Katrínu um hverjar skaðabótakröfur stórútgerðarinnar séu
Búið er að leggja fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra um hversu háa upphæð stórútgerðir eru að krefja íslenska ríkið vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kjarninn óskaði fyrst eftir þeim upplýsingum í fyrrasumar en ríkið vill ekki afhenda þær.
Kjarninn 21. janúar 2020
Rúmur hálfur milljarður í utanlandsferðir þingmanna og forseta þingsins á tíu árum
Rúmar 60 milljónir fóru í utanlandsferðir embættis forseta Alþingis og þingmanna árið 2018. Kostnaðurinn var minnstur árið 2009 – rétt eftir hrun.
Kjarninn 21. janúar 2020
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar