Sterk króna setur þrýsting á útflutningsgreinar

Útlit er fyrir að gengi krónunnar geti orðið áfram nokkuð sterkt gagnvart helstu viðskiptamyntum, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. Það mun reyna á samkeppnishæfni þjóðarbússins.

islandsbanki-8_9954281574_o.jpg
Auglýsing

Lík­legt er að gengi krón­unnar gagn­vart helstu við­skipta­myntum verðir áfram sterkt, horft til næstu ára. Þetta getur sett þrýst­ing á útflutn­ings­greinar og dregið úr sam­keppn­is­hæfni þeirra. 

Þetta er meðal þess sem gert er að umtals­efni í nýrri þjóð­hags­spá Íslands­banka

Í skýrsl­unni kemur fram að flest bendi til þess að vaxta­stig verði lágt horft til næstu miss­era, enda hefur efna­hags­reikn­ingur þjóð­ar­búss­ins sjaldan eða aldrei litið betur út. 

Auglýsing

Evran kostar um þessar mundir 135 krónur en Banda­ríkja­dalur 124,3 krón­ur.

„Raun­gengi krónu er nú mun nær ­jafn­vægi en það var árin 2017–2018. Raun­gengið er þó fremur hátt í sam­an­burð­i við síð­ustu ára­tugi, sér í lagi á mæli­kvarða hlut­falls­legs launa­kostn­að­ar­. Við teljum að raun­gengið verði áfram hátt í sögu­legu sam­hengi. Hrein eigna­staða hag­kerf­is­ins er betri en hún hefur verið í sög­u lýð­veld­is­ins. Um mitt árið 2019 námu er­lendar eignir umfram skuldir ríf­lega 1/5 af VLF. Seðla­bank­inn hefur einnig úr ­mynd­ar­legum gjald­eyr­is­forða að spila til að af­stýra geng­is­hruni vegna tíma­bund­ins fjár­magns­flótta,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Gert er ráð fyrir að það dragi nokkuð úr þrótti hag­kerf­is­ins á þessu ári miðað árið á und­an, og að sam­dráttur verði í lands­fram­leiðslu upp á 0,1 pró­sent. Flestar hag­spár sem birst hafa að und­an­förnu gera ráð fyrir svip­uðum veru­leika. 

Gengisvísitala.

Það er að það verði stöðnun í hag­kerfi þegar kemur að lands­fram­leiðslu og að slíkt verði einnig uppi á ten­ingnum á fast­eigna­mark­aði, en þjóð­hag­spá Íslands­banka gerir ekki ráð fyrir að fast­eigna­verð hækki neitt á þessu ári, en að síðan þok­ist það hægt upp á við sam­hliða batn­andi efna­hag þjóð­ar­inn­ar. Hag­vöxtur verður 1,3 pró­sent á næsta ári og 2,8 pró­sent 2021, gangi spáin eft­ir. 

„Stoðir hag­kerf­is­ins eru í flestum skiln­ing­i ­traustar og horfur eru um ágætan vöxt til­ ­lengri tíma. Því ætti áhugi erlendra fjár­festa á Ís­landi að vera nægur til að vega upp það ­út­flæði sem verður vegna vilja líf­eyr­is­sjóð­anna til að fjár­festa út fyr­ir­ land­stein­ana og ekki verður fjár­magnað með­ við­skipta­af­gang­i. Veru­legar verð­lags- og launa­hækk­anir hér á landi umfram nágranna­lönd myndu hins ­vegar auka þrýst­ing á nafn­gengið til­ ­lækk­unar þar sem þær leiða til sam­svar­and­i hækk­unar á raun­gengi að öðru óbreytt­u,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Verðbólguþróun, eins og fjallað er um hana í skýrslu Íslandsbanka.

Gert er ráð fyrir að sam­dráttur verði í útflutn­ingi á þessu ári sem nemur um 6 pró­sentum miðað við í fyrra, og þar spilar nokkuð sterkt raun­gengi stóra rullu. Spáin gerir hins vegar ráð fyrir aukn­ingu um lítið eitt á næsta ári, eða 1,1 pró­sent. 

Spáin gerir ráð fyrir að raun­vaxta­stig verði áfram lágt, eða í kringum 1 pró­sent á næstu árum. Eins og greint var frá í morgun ákvað pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands að lækka meg­in­vexti í 3,25 pró­sent en verð­bólga mælist nú 3,1 pró­sent. Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar