Sterk króna setur þrýsting á útflutningsgreinar

Útlit er fyrir að gengi krónunnar geti orðið áfram nokkuð sterkt gagnvart helstu viðskiptamyntum, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. Það mun reyna á samkeppnishæfni þjóðarbússins.

islandsbanki-8_9954281574_o.jpg
Auglýsing

Lík­legt er að gengi krón­unnar gagn­vart helstu við­skipta­myntum verðir áfram sterkt, horft til næstu ára. Þetta getur sett þrýst­ing á útflutn­ings­greinar og dregið úr sam­keppn­is­hæfni þeirra. 

Þetta er meðal þess sem gert er að umtals­efni í nýrri þjóð­hags­spá Íslands­banka

Í skýrsl­unni kemur fram að flest bendi til þess að vaxta­stig verði lágt horft til næstu miss­era, enda hefur efna­hags­reikn­ingur þjóð­ar­búss­ins sjaldan eða aldrei litið betur út. 

Auglýsing

Evran kostar um þessar mundir 135 krónur en Banda­ríkja­dalur 124,3 krón­ur.

„Raun­gengi krónu er nú mun nær ­jafn­vægi en það var árin 2017–2018. Raun­gengið er þó fremur hátt í sam­an­burð­i við síð­ustu ára­tugi, sér í lagi á mæli­kvarða hlut­falls­legs launa­kostn­að­ar­. Við teljum að raun­gengið verði áfram hátt í sögu­legu sam­hengi. Hrein eigna­staða hag­kerf­is­ins er betri en hún hefur verið í sög­u lýð­veld­is­ins. Um mitt árið 2019 námu er­lendar eignir umfram skuldir ríf­lega 1/5 af VLF. Seðla­bank­inn hefur einnig úr ­mynd­ar­legum gjald­eyr­is­forða að spila til að af­stýra geng­is­hruni vegna tíma­bund­ins fjár­magns­flótta,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Gert er ráð fyrir að það dragi nokkuð úr þrótti hag­kerf­is­ins á þessu ári miðað árið á und­an, og að sam­dráttur verði í lands­fram­leiðslu upp á 0,1 pró­sent. Flestar hag­spár sem birst hafa að und­an­förnu gera ráð fyrir svip­uðum veru­leika. 

Gengisvísitala.

Það er að það verði stöðnun í hag­kerfi þegar kemur að lands­fram­leiðslu og að slíkt verði einnig uppi á ten­ingnum á fast­eigna­mark­aði, en þjóð­hag­spá Íslands­banka gerir ekki ráð fyrir að fast­eigna­verð hækki neitt á þessu ári, en að síðan þok­ist það hægt upp á við sam­hliða batn­andi efna­hag þjóð­ar­inn­ar. Hag­vöxtur verður 1,3 pró­sent á næsta ári og 2,8 pró­sent 2021, gangi spáin eft­ir. 

„Stoðir hag­kerf­is­ins eru í flestum skiln­ing­i ­traustar og horfur eru um ágætan vöxt til­ ­lengri tíma. Því ætti áhugi erlendra fjár­festa á Ís­landi að vera nægur til að vega upp það ­út­flæði sem verður vegna vilja líf­eyr­is­sjóð­anna til að fjár­festa út fyr­ir­ land­stein­ana og ekki verður fjár­magnað með­ við­skipta­af­gang­i. Veru­legar verð­lags- og launa­hækk­anir hér á landi umfram nágranna­lönd myndu hins ­vegar auka þrýst­ing á nafn­gengið til­ ­lækk­unar þar sem þær leiða til sam­svar­and­i hækk­unar á raun­gengi að öðru óbreytt­u,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Verðbólguþróun, eins og fjallað er um hana í skýrslu Íslandsbanka.

Gert er ráð fyrir að sam­dráttur verði í útflutn­ingi á þessu ári sem nemur um 6 pró­sentum miðað við í fyrra, og þar spilar nokkuð sterkt raun­gengi stóra rullu. Spáin gerir hins vegar ráð fyrir aukn­ingu um lítið eitt á næsta ári, eða 1,1 pró­sent. 

Spáin gerir ráð fyrir að raun­vaxta­stig verði áfram lágt, eða í kringum 1 pró­sent á næstu árum. Eins og greint var frá í morgun ákvað pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands að lækka meg­in­vexti í 3,25 pró­sent en verð­bólga mælist nú 3,1 pró­sent. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Helgi Hrafn Gunnarsson
Sönnunarbyrði yfirvalda
Kjarninn 4. apríl 2020
Hægt að banna arðgreiðslur banka og koma í veg fyrir endurkaup á hlutabréfum
Seðlabankinn ætlast til þess að viðskiptabankar nýti ekki það 350 milljarða króna svigrúm sem þeim hefur verið veitt með því að afnema eiginfjárauka til að greiða út arð. Fjármálaeftirlit hans getur bannað arðgreiðslur við ákveðnar aðstæður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Neftóbakssala ÁTVR hefur dregist saman um 66 þúsund dósir það sem af er ári
Heildsala ÁTVR á íslensku neftóbaki dróst saman um 32 prósent, eða 3,3 tonn, á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við söluna á sama tímabili í fyrra. Innfluttir tóbakslausir níkótínpúðar virðast vera að sópa til sín markaðshlutdeild.
Kjarninn 3. apríl 2020
Hjúkrunarfræðingar fá áfram greiðslur sem þeir áttu að missa um síðustu mánaðarmót
Vaktaálagsaukinn sem leggst ofan á laun hjúkrunarfræðinga, en var aflagður um nýliðin mánaðarmót með þeim afleiðingum að laun þeirra lækkuðu umtalsvert, hefur verið framlengdur.
Kjarninn 3. apríl 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar