Allir starfsmenn N1 fái sömu launahækkun og forstjórinn

Stjórn VR mun leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum fyrirtækisins skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk en laun hans voru 5,8 milljónir á mánuði á síðasta ári.

N1VR
Auglýsing

Stjórn VR hyggst leggja fram til­lögu á aðal­fundi N1 um að öllum starfs­mönnum fyr­ir­tæk­is­ins skuli tryggð sama kjara­hækkun og for­stjóri félags­ins fékk en laun hans voru 5,8 millj­ónir á mán­uði á síð­asta ári og hækk­uðu um 20,6 pró­sent á milli ára eða um rúma milljón á mán­uði.

Í til­kynn­ingu frá stjórn VR kemur fram að þau geti ekki setið aðgerða­laus hjá þegar N1 greiði for­stjóra fyri­tæk­is­ins 20,6 pró­senta hækkun í kjörum milli ára.

„Ef fyr­ir­tækið er svo vel rekið og í svo miklum blóma að það telji sér fært að skammta þeim sem stýrir því svo vel væri eðli­legt að það umbuni þeim sem sjálf verkin vinna með sama hætti. Það er sann­gjarnt og eðli­leg­t,“ segir í til­kynn­ing­unni.


Auglýsing

Til­lagan sem stjórn VR hyggst láta leggja fram hljóðar svo: „Að­al­fundur N1, hald­inn mánu­dag­inn 19. mars að Dal­vegi 10-14 Kópa­vogi, ályktar að öllum starfs­mönnum N1 skuli tryggð sama kjara­hækkun og for­stjóri félags­ins fékk á árinu 2017. Laun for­stjóra voru á árinu 2017 70,4 m.kr., eða 5,8 m.kr. á mán­uði, og hækk­uðu þau um 20,6% milli áranna 2016 og 2017.“

Stjórnin segir að þar sem stærstu eig­endur N1 séu líf­eyr­is­sjóðir launa­fólks hljóti það að vera eðli­leg krafa að einmitt hið dug­lega launa­fólk sem þar starfi skuli einnig njóta ávaxt­anna, „sér­stak­lega þegar svo vel gengur í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins að það telur sæm­andi að greiða for­stjór­anum sam­bæri­leg laun og launa­hæsta banka­stjóra lands­ins.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent