Allir starfsmenn N1 fái sömu launahækkun og forstjórinn

Stjórn VR mun leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum fyrirtækisins skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk en laun hans voru 5,8 milljónir á mánuði á síðasta ári.

N1VR
Auglýsing

Stjórn VR hyggst leggja fram til­lögu á aðal­fundi N1 um að öllum starfs­mönnum fyr­ir­tæk­is­ins skuli tryggð sama kjara­hækkun og for­stjóri félags­ins fékk en laun hans voru 5,8 millj­ónir á mán­uði á síð­asta ári og hækk­uðu um 20,6 pró­sent á milli ára eða um rúma milljón á mán­uði.

Í til­kynn­ingu frá stjórn VR kemur fram að þau geti ekki setið aðgerða­laus hjá þegar N1 greiði for­stjóra fyri­tæk­is­ins 20,6 pró­senta hækkun í kjörum milli ára.

„Ef fyr­ir­tækið er svo vel rekið og í svo miklum blóma að það telji sér fært að skammta þeim sem stýrir því svo vel væri eðli­legt að það umbuni þeim sem sjálf verkin vinna með sama hætti. Það er sann­gjarnt og eðli­leg­t,“ segir í til­kynn­ing­unni.


Auglýsing

Til­lagan sem stjórn VR hyggst láta leggja fram hljóðar svo: „Að­al­fundur N1, hald­inn mánu­dag­inn 19. mars að Dal­vegi 10-14 Kópa­vogi, ályktar að öllum starfs­mönnum N1 skuli tryggð sama kjara­hækkun og for­stjóri félags­ins fékk á árinu 2017. Laun for­stjóra voru á árinu 2017 70,4 m.kr., eða 5,8 m.kr. á mán­uði, og hækk­uðu þau um 20,6% milli áranna 2016 og 2017.“

Stjórnin segir að þar sem stærstu eig­endur N1 séu líf­eyr­is­sjóðir launa­fólks hljóti það að vera eðli­leg krafa að einmitt hið dug­lega launa­fólk sem þar starfi skuli einnig njóta ávaxt­anna, „sér­stak­lega þegar svo vel gengur í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins að það telur sæm­andi að greiða for­stjór­anum sam­bæri­leg laun og launa­hæsta banka­stjóra lands­ins.“

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent