Lagt til að hækka skyldusparnað í lífeyrissjóði um 29 prósent

Nýtt frumvarp leggur til að skyldusparnaður landsmanna í lífeyrissjóði verði aukin um tæpan þriðjung. Það gæti leitt til þess að lífeyrissjóðir stýri megninu af sparnaði einstaklinga og tækju þar af leiðandi flestar fjárfestingarákvarðanir.

Frumvarpsdrögin eru lögð fram af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarpsdrögin eru lögð fram af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Í nýju frum­varpi um laga­breyt­ingar vegna jöfn­unar líf­eyr­is­rétt­inda, sem nú er til kynn­ingar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda, er lagt til að hækkun á lág­marks­ið­gjaldi sem skylda er að greiða til líf­eyr­is­sjóðs verði hækkað úr tólf pró­sent í 15,5 pró­sent af heild­ar­laun­um. Þetta er gert í þeim til­gangi að jafna líf­eyr­is­rétt­ind­i. 

Um er að ræða aðgerð sem er hluti af þeim pakka sem stjórn­völd sam­þykktu að ráð­ast í vegna lífs­kjara­samn­ing­anna svoköll­uðu, sem und­ir­rit­aðir voru í apr­íl. Þar sögð­ust stjórn­völd ætla að setja það í for­gang að skylda greiðslur í líf­eyr­is­sjóð til að vera 15,5 pró­sent af heild­ar­launum en að heim­ilt yrði að skipta hinu lög­bundna iðgjaldi þannig að tólf pró­sent færi til öfl­unar rétt­inda í sam­trygg­ing­ar­deild líf­eyr­is­sjóðs og allt að 3,5 pró­sent gæti farið í öflun rétt­inda í svo­kall­aðri til­greindri sér­eign. 

Auglýsing
Sú til­greinda sér­eign, sem ráð­stafa má til hús­næð­is­kaupa, yrði skatt­frjáls. 

Eft­ir­laun gætu orðið hærri en loka­laun

Um mikla breyt­ingu er að ræða. Ef skyldu­sparn­aður er hækk­aður svona mikið mun það þýða að greiðslur vegna hans munu aukast um 29 pró­sent. Gunnar Bald­vins­son, fram­kvæmda­stjóri Almenna líf­eyr­is­sjóðs­ins og fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, hefur skilað umsögn um frum­varpið þar sem segir það stóra ákvörðun að hækka skyldu­sparnað svona mik­ið. Hann bendir á að í kynn­ingu á mál­inu komi ekk­ert fram um ætluð áhrif á eft­ir­laun fólks né áhrif á hag­kerfið í heild. Með útreikn­ingum sýnir hann fram á að eft­ir­laun geti orðið á mörkum þess að vera of mikil verði breyt­ingin á lög­um. Með sér­eign­ar­sparn­aði geti líf­eyrir orðið umtals­vert hærri en loka­laun, en almennt sé talið vel ásætt­an­legt að slíkur sé á bil­inu 60 til 80 pró­sent af þeim. 

Gæti eytt öllu svig­rúmi til sparn­aðar

Gunnar segir að þegar „eft­ir­laun­sparn­aður er orð­inn um fimmt­ungur launa er ólík­legt að ein­stak­lingur hafi svig­rúm til að vera með mik­inn eða ein­hvern annan sparn­að. Þvert á móti má benda á að lík­legra er að hækkun skyldu­sparn­aðar leiði til auk­innar skuld­setn­ingar ein­stak­linga framan af starfsæv­inni, til dæmis ef þeir vilja kaupa fast­eign til að búa í. Loks má færa sterk rök fyrir því að það sé óheppi­legt að líf­eyr­is­sjóðir og vörslu­að­ilar líf­eyr­is­sparn­aðar stýri megn­inu af sparn­aði ein­stak­linga en það getur leitt til eins­leitra fjár­fest­inga og að flestar fjár­fest­ing­ar­á­kvarð­anir séu teknar af fáum stórum stofn­ana­fjár­fest­u­m.“

Í ljósi þess að hversu stór breyt­ingin yrði, ef frum­varpið yrði að lögum og hækkun á skyldu­sparn­aði yrði hækkuð um tæp 30 pró­sent, leggur Gunnar til að málið verði und­ir­búið vel og að stjórn­völd vinni grein­ingu á sparn­að­ar­þörf ein­stak­linga og áhrifum hækk­un­ar­innar á fjár­mál ein­stak­linga. Auk þess verði lagt hag­rænt mat á stækkun líf­eyr­is­kerf­is­ins og þróun fjár­fest­inga­þarfar ásamt lík­legum áhrifum á hag­kerf­ið. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar