Lagt til að hækka skyldusparnað í lífeyrissjóði um 29 prósent

Nýtt frumvarp leggur til að skyldusparnaður landsmanna í lífeyrissjóði verði aukin um tæpan þriðjung. Það gæti leitt til þess að lífeyrissjóðir stýri megninu af sparnaði einstaklinga og tækju þar af leiðandi flestar fjárfestingarákvarðanir.

Frumvarpsdrögin eru lögð fram af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Frumvarpsdrögin eru lögð fram af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Auglýsing

Í nýju frum­varpi um laga­breyt­ingar vegna jöfn­unar líf­eyr­is­rétt­inda, sem nú er til kynn­ingar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda, er lagt til að hækkun á lág­marks­ið­gjaldi sem skylda er að greiða til líf­eyr­is­sjóðs verði hækkað úr tólf pró­sent í 15,5 pró­sent af heild­ar­laun­um. Þetta er gert í þeim til­gangi að jafna líf­eyr­is­rétt­ind­i. 

Um er að ræða aðgerð sem er hluti af þeim pakka sem stjórn­völd sam­þykktu að ráð­ast í vegna lífs­kjara­samn­ing­anna svoköll­uðu, sem und­ir­rit­aðir voru í apr­íl. Þar sögð­ust stjórn­völd ætla að setja það í for­gang að skylda greiðslur í líf­eyr­is­sjóð til að vera 15,5 pró­sent af heild­ar­launum en að heim­ilt yrði að skipta hinu lög­bundna iðgjaldi þannig að tólf pró­sent færi til öfl­unar rétt­inda í sam­trygg­ing­ar­deild líf­eyr­is­sjóðs og allt að 3,5 pró­sent gæti farið í öflun rétt­inda í svo­kall­aðri til­greindri sér­eign. 

Auglýsing
Sú til­greinda sér­eign, sem ráð­stafa má til hús­næð­is­kaupa, yrði skatt­frjáls. 

Eft­ir­laun gætu orðið hærri en loka­laun

Um mikla breyt­ingu er að ræða. Ef skyldu­sparn­aður er hækk­aður svona mikið mun það þýða að greiðslur vegna hans munu aukast um 29 pró­sent. Gunnar Bald­vins­son, fram­kvæmda­stjóri Almenna líf­eyr­is­sjóðs­ins og fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, hefur skilað umsögn um frum­varpið þar sem segir það stóra ákvörðun að hækka skyldu­sparnað svona mik­ið. Hann bendir á að í kynn­ingu á mál­inu komi ekk­ert fram um ætluð áhrif á eft­ir­laun fólks né áhrif á hag­kerfið í heild. Með útreikn­ingum sýnir hann fram á að eft­ir­laun geti orðið á mörkum þess að vera of mikil verði breyt­ingin á lög­um. Með sér­eign­ar­sparn­aði geti líf­eyrir orðið umtals­vert hærri en loka­laun, en almennt sé talið vel ásætt­an­legt að slíkur sé á bil­inu 60 til 80 pró­sent af þeim. 

Gæti eytt öllu svig­rúmi til sparn­aðar

Gunnar segir að þegar „eft­ir­laun­sparn­aður er orð­inn um fimmt­ungur launa er ólík­legt að ein­stak­lingur hafi svig­rúm til að vera með mik­inn eða ein­hvern annan sparn­að. Þvert á móti má benda á að lík­legra er að hækkun skyldu­sparn­aðar leiði til auk­innar skuld­setn­ingar ein­stak­linga framan af starfsæv­inni, til dæmis ef þeir vilja kaupa fast­eign til að búa í. Loks má færa sterk rök fyrir því að það sé óheppi­legt að líf­eyr­is­sjóðir og vörslu­að­ilar líf­eyr­is­sparn­aðar stýri megn­inu af sparn­aði ein­stak­linga en það getur leitt til eins­leitra fjár­fest­inga og að flestar fjár­fest­ing­ar­á­kvarð­anir séu teknar af fáum stórum stofn­ana­fjár­fest­u­m.“

Í ljósi þess að hversu stór breyt­ingin yrði, ef frum­varpið yrði að lögum og hækkun á skyldu­sparn­aði yrði hækkuð um tæp 30 pró­sent, leggur Gunnar til að málið verði und­ir­búið vel og að stjórn­völd vinni grein­ingu á sparn­að­ar­þörf ein­stak­linga og áhrifum hækk­un­ar­innar á fjár­mál ein­stak­linga. Auk þess verði lagt hag­rænt mat á stækkun líf­eyr­is­kerf­is­ins og þróun fjár­fest­inga­þarfar ásamt lík­legum áhrifum á hag­kerf­ið. 

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Eiríkur Ragnarsson
Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið
Kjarninn 19. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar