Tveir lífeyrissjóðir bjóða vexti undir tveimur prósentum

Búið er að hækka verðtryggða vexti hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna í 2,12 prósent. Ákvörðunin kom til framkvæmda um mánaðarmót. Sjóðurinn er nú með fimmtu bestu verðtryggðu vextina.

hús
Auglýsing

Tveir líf­eyr­is­sjóð­ir, Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn og Birta, bjóða nú upp á verð­tryggða breyti­lega vexti sem eru undir tveimur pró­sent­um. Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn býður upp á bestu slíku vext­ina, eða 1,84 pró­sent, og lánar sjóðs­fé­lögum sínum sem greitt hafa í sjóð­inn síð­ustu þrjá mán­uði fyrir allt að 70 pró­sent af kaup­verði. Birta, sem er fjórði stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins, lánar hins vegar þeim sjóðs­fé­lögum sem greitt hafa í sjóð­inn síð­ustu þrjá mán­uði fyrir allt að 65 pró­sent af kaup­verði á 1,97 pró­sent verð­tryggðum breyti­legum vöxt­u­m. 

Auglýsing
Lífeyrissjóður verzl­un­ar­manna, sem er næst stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins, hækk­aði verð­tryggða breyti­lega vexti sína úr 2,06 pró­sent í 2,26 pró­sent um síð­ustu mán­aða­mót, eða um tæp tíu pró­sent. Ákvörðun um það var tekin á stjórn­ar­fundi 24. maí síð­ast­lið­inn og sam­hliða var ákveðið að hætta að að láta ávöxt­un­ar­kröfu ákveð­ins skulda­bréfa­­­­flokks stýra því hverjir vext­irnir eru og í stað þess myndi stjórn sjóðs­ins ákveða þá. Þegar þessi ákvörðun var tekin voru verð­tryggðir vextir Líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna þeir lægstu sem íbúð­ar­kaup­endum stóðu til boða. Eftir hækk­un­ina í lok síð­ustu viku eru verð­tryggðir breyti­legir vextir sjóðs­ins þeir fimmtu hag­stæð­ustu sem í boði eru. Líf­eyr­is­sjóð­irnir Stapi og Frjálsi bjóða báðir betri kjör en Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna auk Almenna líf­eyr­is­sjóðs­ins og Birt­u. 

Verð­bólga er sem stendur 3,1 pró­sent. 

Á leið fyrir dóm­stóla

Ákvörðun stjórnar Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna um að hækka vext­ina og því hvernig þeir eru ákveðnir reynd­ist afdrifa­rík vegna þess að stjórn VR, sem til­nefnir helm­ing stjórn­ar­manna í sjóðn­um, ákvað að leggja fram til­lögu í full­trúa­ráði VR um að aft­ur­kalla umboð allra stjórn­ar­manna í líf­eyr­is­sjóðn­um. Ástæðan var sögð algjör trún­að­ar­brestur milli stjórn­­­ar­­manna sem VR skipar og stjórnar félags­­ins vegna ákvörð­unar sjóðs­ins um að hækka breyt­i­­lega verð­­tryggða vexti sem sjóðs­fé­lögum bjóð­­ast til hús­næð­is­­kaupa um tæp tíu pró­­sent.

Umboðið var aft­ur­kallað á fundi sem hald­inn var í full­trúa­ráð­inu fimmtu­dag­inn 20. júní með 20 atkvæðum gegn tveim­ur. 

Fjár­mála­eft­ir­litið greip hins vegar inn í þá atburða­rás og komst að þeirri ákvörðun 3. júlí síð­ast­lið­inn að stjórn­ar­menn sem til­kynntir voru til þess í mars síð­ast­liðnum væru enn gild­andi stjórn­ar­menn. 

Auglýsing
VR hefur stefnt Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu og Líf­eyr­is­­sjóði verzl­un­ar­manna til ógild­ingar á þeirri stjórn­­­valds­á­kvörð­un. Hér­aðs­dómur Reykja­víkur sam­þykkti í síð­ustu viku að málið fengi flýti­með­ferð.

Óverð­tryggðir vextir komnir undir fimm pró­sent

Þrátt fyrir að hafa hækkað ódýr­ustu verð­tryggðu vexti sem sjóð­ur­inn býður sjóðs­fé­lögum sínum upp á þá hefur Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna lækkað fasta óverð­tryggða vexti sína mjög skarpt. Um miðjan síð­asta mánuð var til­kynnt um að þeir myndu fara úr 6,12 pró­sentum í 5,14 pró­sent, sem þýðir um 16 pró­sent lækk­un. 

Eftir þá breyt­ingu eru þeir vextir hag­stæð­ustu föstu óverð­tryggðu vextir sem standa íslenskum íbúð­ar­kaup­endum til boða. Birta býður hins vegar upp á betri breyti­lega óverð­tryggða vexti til þeirra sjóðs­fé­laga sem upp­fylla skil­yrði til lán­töku. Þeir geta fengið allt að 65 pró­sent af kaup­verði á 4,85 pró­sent vöxtum hjá þeim sjóði. Sú breyt­ing átti sér stað í byrjun júlí.

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Eiríkur Ragnarsson
Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið
Kjarninn 19. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar