Tveir lífeyrissjóðir bjóða vexti undir tveimur prósentum

Búið er að hækka verðtryggða vexti hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna í 2,12 prósent. Ákvörðunin kom til framkvæmda um mánaðarmót. Sjóðurinn er nú með fimmtu bestu verðtryggðu vextina.

hús
Auglýsing

Tveir líf­eyr­is­sjóð­ir, Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn og Birta, bjóða nú upp á verð­tryggða breyti­lega vexti sem eru undir tveimur pró­sent­um. Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn býður upp á bestu slíku vext­ina, eða 1,84 pró­sent, og lánar sjóðs­fé­lögum sínum sem greitt hafa í sjóð­inn síð­ustu þrjá mán­uði fyrir allt að 70 pró­sent af kaup­verði. Birta, sem er fjórði stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins, lánar hins vegar þeim sjóðs­fé­lögum sem greitt hafa í sjóð­inn síð­ustu þrjá mán­uði fyrir allt að 65 pró­sent af kaup­verði á 1,97 pró­sent verð­tryggðum breyti­legum vöxt­u­m. 

Auglýsing
Lífeyrissjóður verzl­un­ar­manna, sem er næst stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins, hækk­aði verð­tryggða breyti­lega vexti sína úr 2,06 pró­sent í 2,26 pró­sent um síð­ustu mán­aða­mót, eða um tæp tíu pró­sent. Ákvörðun um það var tekin á stjórn­ar­fundi 24. maí síð­ast­lið­inn og sam­hliða var ákveðið að hætta að að láta ávöxt­un­ar­kröfu ákveð­ins skulda­bréfa­­­­flokks stýra því hverjir vext­irnir eru og í stað þess myndi stjórn sjóðs­ins ákveða þá. Þegar þessi ákvörðun var tekin voru verð­tryggðir vextir Líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna þeir lægstu sem íbúð­ar­kaup­endum stóðu til boða. Eftir hækk­un­ina í lok síð­ustu viku eru verð­tryggðir breyti­legir vextir sjóðs­ins þeir fimmtu hag­stæð­ustu sem í boði eru. Líf­eyr­is­sjóð­irnir Stapi og Frjálsi bjóða báðir betri kjör en Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna auk Almenna líf­eyr­is­sjóðs­ins og Birt­u. 

Verð­bólga er sem stendur 3,1 pró­sent. 

Á leið fyrir dóm­stóla

Ákvörðun stjórnar Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna um að hækka vext­ina og því hvernig þeir eru ákveðnir reynd­ist afdrifa­rík vegna þess að stjórn VR, sem til­nefnir helm­ing stjórn­ar­manna í sjóðn­um, ákvað að leggja fram til­lögu í full­trúa­ráði VR um að aft­ur­kalla umboð allra stjórn­ar­manna í líf­eyr­is­sjóðn­um. Ástæðan var sögð algjör trún­að­ar­brestur milli stjórn­­­ar­­manna sem VR skipar og stjórnar félags­­ins vegna ákvörð­unar sjóðs­ins um að hækka breyt­i­­lega verð­­tryggða vexti sem sjóðs­fé­lögum bjóð­­ast til hús­næð­is­­kaupa um tæp tíu pró­­sent.

Umboðið var aft­ur­kallað á fundi sem hald­inn var í full­trúa­ráð­inu fimmtu­dag­inn 20. júní með 20 atkvæðum gegn tveim­ur. 

Fjár­mála­eft­ir­litið greip hins vegar inn í þá atburða­rás og komst að þeirri ákvörðun 3. júlí síð­ast­lið­inn að stjórn­ar­menn sem til­kynntir voru til þess í mars síð­ast­liðnum væru enn gild­andi stjórn­ar­menn. 

Auglýsing
VR hefur stefnt Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu og Líf­eyr­is­­sjóði verzl­un­ar­manna til ógild­ingar á þeirri stjórn­­­valds­á­kvörð­un. Hér­aðs­dómur Reykja­víkur sam­þykkti í síð­ustu viku að málið fengi flýti­með­ferð.

Óverð­tryggðir vextir komnir undir fimm pró­sent

Þrátt fyrir að hafa hækkað ódýr­ustu verð­tryggðu vexti sem sjóð­ur­inn býður sjóðs­fé­lögum sínum upp á þá hefur Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna lækkað fasta óverð­tryggða vexti sína mjög skarpt. Um miðjan síð­asta mánuð var til­kynnt um að þeir myndu fara úr 6,12 pró­sentum í 5,14 pró­sent, sem þýðir um 16 pró­sent lækk­un. 

Eftir þá breyt­ingu eru þeir vextir hag­stæð­ustu föstu óverð­tryggðu vextir sem standa íslenskum íbúð­ar­kaup­endum til boða. Birta býður hins vegar upp á betri breyti­lega óverð­tryggða vexti til þeirra sjóðs­fé­laga sem upp­fylla skil­yrði til lán­töku. Þeir geta fengið allt að 65 pró­sent af kaup­verði á 4,85 pró­sent vöxtum hjá þeim sjóði. Sú breyt­ing átti sér stað í byrjun júlí.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirmaður Max mála hjá Boeing rekinn
Tilkynnt var um brottreksturinn á stjórnarfundi Boeing í San Antonio í Texas. Forstjóri félagsins hrósaði Kevin McAllister fyrir vel unnin störf.
Kjarninn 22. október 2019
Tímaáætlun um Brexit felld í breska þinginu
Boris Johnson forsætisráðherra segir að nú sé óvissa uppi hjá bresku þjóðinni. Hann lýsti yfir vonbrigðum, en sagði að Bretland myndi fara úr Evrópusambandinu, með einum eða öðrum hætti.
Kjarninn 22. október 2019
HÚH! Best í heimi
Hnitmiðað, áleitið, fyndið!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um HÚH! Best í heimi þar sem leikhópurinn RaTaTam er í samvinnu við Borgarleikhúsið.
Kjarninn 22. október 2019
Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung
Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.
Kjarninn 22. október 2019
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp muni rýra kjör almennings
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp, sem meðal annars fellir niður heimild þess til að skjóta málum til dómstóla, valda miklum vonbrigðum. Það mun leggjast gegn samþykkt þess.
Kjarninn 22. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu
Kjarninn 22. október 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Skýrsla um tilkomu Íslands á gráa listann væntanleg
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að kynna skýrslu um aðdraganda þess að Íslandi var sett á gráa lista FAFT og hvernig stjórnvöld ætli að koma landinu af listanum.
Kjarninn 22. október 2019
Kvikan
Kvikan
Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank
Kjarninn 22. október 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar