Tveir lífeyrissjóðir bjóða vexti undir tveimur prósentum

Búið er að hækka verðtryggða vexti hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna í 2,12 prósent. Ákvörðunin kom til framkvæmda um mánaðarmót. Sjóðurinn er nú með fimmtu bestu verðtryggðu vextina.

hús
Auglýsing

Tveir líf­eyr­is­sjóð­ir, Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn og Birta, bjóða nú upp á verð­tryggða breyti­lega vexti sem eru undir tveimur pró­sent­um. Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn býður upp á bestu slíku vext­ina, eða 1,84 pró­sent, og lánar sjóðs­fé­lögum sínum sem greitt hafa í sjóð­inn síð­ustu þrjá mán­uði fyrir allt að 70 pró­sent af kaup­verði. Birta, sem er fjórði stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins, lánar hins vegar þeim sjóðs­fé­lögum sem greitt hafa í sjóð­inn síð­ustu þrjá mán­uði fyrir allt að 65 pró­sent af kaup­verði á 1,97 pró­sent verð­tryggðum breyti­legum vöxt­u­m. 

Auglýsing
Lífeyrissjóður verzl­un­ar­manna, sem er næst stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins, hækk­aði verð­tryggða breyti­lega vexti sína úr 2,06 pró­sent í 2,26 pró­sent um síð­ustu mán­aða­mót, eða um tæp tíu pró­sent. Ákvörðun um það var tekin á stjórn­ar­fundi 24. maí síð­ast­lið­inn og sam­hliða var ákveðið að hætta að að láta ávöxt­un­ar­kröfu ákveð­ins skulda­bréfa­­­­flokks stýra því hverjir vext­irnir eru og í stað þess myndi stjórn sjóðs­ins ákveða þá. Þegar þessi ákvörðun var tekin voru verð­tryggðir vextir Líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna þeir lægstu sem íbúð­ar­kaup­endum stóðu til boða. Eftir hækk­un­ina í lok síð­ustu viku eru verð­tryggðir breyti­legir vextir sjóðs­ins þeir fimmtu hag­stæð­ustu sem í boði eru. Líf­eyr­is­sjóð­irnir Stapi og Frjálsi bjóða báðir betri kjör en Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna auk Almenna líf­eyr­is­sjóðs­ins og Birt­u. 

Verð­bólga er sem stendur 3,1 pró­sent. 

Á leið fyrir dóm­stóla

Ákvörðun stjórnar Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna um að hækka vext­ina og því hvernig þeir eru ákveðnir reynd­ist afdrifa­rík vegna þess að stjórn VR, sem til­nefnir helm­ing stjórn­ar­manna í sjóðn­um, ákvað að leggja fram til­lögu í full­trúa­ráði VR um að aft­ur­kalla umboð allra stjórn­ar­manna í líf­eyr­is­sjóðn­um. Ástæðan var sögð algjör trún­að­ar­brestur milli stjórn­­­ar­­manna sem VR skipar og stjórnar félags­­ins vegna ákvörð­unar sjóðs­ins um að hækka breyt­i­­lega verð­­tryggða vexti sem sjóðs­fé­lögum bjóð­­ast til hús­næð­is­­kaupa um tæp tíu pró­­sent.

Umboðið var aft­ur­kallað á fundi sem hald­inn var í full­trúa­ráð­inu fimmtu­dag­inn 20. júní með 20 atkvæðum gegn tveim­ur. 

Fjár­mála­eft­ir­litið greip hins vegar inn í þá atburða­rás og komst að þeirri ákvörðun 3. júlí síð­ast­lið­inn að stjórn­ar­menn sem til­kynntir voru til þess í mars síð­ast­liðnum væru enn gild­andi stjórn­ar­menn. 

Auglýsing
VR hefur stefnt Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu og Líf­eyr­is­­sjóði verzl­un­ar­manna til ógild­ingar á þeirri stjórn­­­valds­á­kvörð­un. Hér­aðs­dómur Reykja­víkur sam­þykkti í síð­ustu viku að málið fengi flýti­með­ferð.

Óverð­tryggðir vextir komnir undir fimm pró­sent

Þrátt fyrir að hafa hækkað ódýr­ustu verð­tryggðu vexti sem sjóð­ur­inn býður sjóðs­fé­lögum sínum upp á þá hefur Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna lækkað fasta óverð­tryggða vexti sína mjög skarpt. Um miðjan síð­asta mánuð var til­kynnt um að þeir myndu fara úr 6,12 pró­sentum í 5,14 pró­sent, sem þýðir um 16 pró­sent lækk­un. 

Eftir þá breyt­ingu eru þeir vextir hag­stæð­ustu föstu óverð­tryggðu vextir sem standa íslenskum íbúð­ar­kaup­endum til boða. Birta býður hins vegar upp á betri breyti­lega óverð­tryggða vexti til þeirra sjóðs­fé­laga sem upp­fylla skil­yrði til lán­töku. Þeir geta fengið allt að 65 pró­sent af kaup­verði á 4,85 pró­sent vöxtum hjá þeim sjóði. Sú breyt­ing átti sér stað í byrjun júlí.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Lúalegt bragð“ að ala á samviskubiti foreldra
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent borgarráði opið bréf vegna fyrirhugaðrar styttingar opnunartíma leikskóla í Reykjavíkurborg.
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður spyr Katrínu um hverjar skaðabótakröfur stórútgerðarinnar séu
Búið er að leggja fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra um hversu háa upphæð stórútgerðir eru að krefja íslenska ríkið vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kjarninn óskaði fyrst eftir þeim upplýsingum í fyrrasumar en ríkið vill ekki afhenda þær.
Kjarninn 21. janúar 2020
Rúmur hálfur milljarður í utanlandsferðir þingmanna og forseta þingsins á tíu árum
Rúmar 60 milljónir fóru í utanlandsferðir embættis forseta Alþingis og þingmanna árið 2018. Kostnaðurinn var minnstur árið 2009 – rétt eftir hrun.
Kjarninn 21. janúar 2020
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar