Nýtt vopnakapphlaup í uppsiglingu

Tveir stórir vopnasamningar milli máttugustu ríkja heims hafa rofnað á síðustu árum og útlit er fyrir að fleiri þeirra muni enda á næstunni. Hernaðarsérfræðingar óttast þess að nýtt vopnakapphlaup sé í vændum á milli ríkja í óstöðugu valdajafnvægi.

Óttast er að framleiðsla meðaldrægra kjarnorkuflauga aukist í Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína.
Óttast er að framleiðsla meðaldrægra kjarnorkuflauga aukist í Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína.
Auglýsing

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur verið iðin við að segja sig úr alþjóðlegum samningum og hótað frekari úrsögn, fari önnur ríki ekki að skilmálum hennar. Nýriftur samningur við Rússland er talinn skapa vettvang fyrir vopnakapphlaup, sem nú þegar virðist vera í startholunum, en óvíst er hvort nýr vopnasamningur náist sem myndi halda hergagnaframleiðslu í skefjum.

INF samningurinn

Síðasti föstudagur markaði formleg endalok vopnasamnings milli Rússlands og Bandaríkjanna um bann á framleiðslu meðaldrægra kjarnorkuflauga. Samkomulagið, sem í daglegu tali er kallað INF, var sett á árið 1987 og var mikilvægur þáttur í endalokum Kalda stríðsins á níunda áratugnum.

Hins vegar hefur samningurinn verið í uppnámi á síðustu árum. Bandaríkjastjórn ásakaði ríkisstjórn Rússlands um að hafa gengið á bak orða sinna með æfingaskotum árið 2014. Samkvæmt talsmönnum Bandaríkjahers hafa Rússar framleitt tegund kjarnorkuflaugar sem sérfræðingar telja að geti verið skotið upp í um 2 þúsund kílómetra fjarlægð frá áfangastað. Rússar neituðu ásökunum og svöruðu með því að ásaka Bandaríkjamenn um að hafa gerst sjálfir brotlegir á samningnum. 

Auglýsing

Hvorugt ríkið hefur birt sannanir um brot á samningnum opinberlega, en NATO tók undir með Bandaríkjamönnum á aðalfundi þeirra í fyrrasumar. Þar sögðu talsmenn hernaðarbandalagsins meint brot Rússa vera „sennilegasta túlkunin“ á þau gögn sem þeir bjuggu yfir.

Í október í fyrra hótaði svo Donald Trump forseti Bandaríkjanna því að rifta samningnum við Rússland vegna meintra brota, svari ríkisstjórn Rússlands ekki kröfum þeirra. Rússland stóð fast í sinni afstöðu og svo fór að Trump tilkynnti endanlega að samkomulaginu yrði rift með hálfs árs fyrirvara síðasta febrúar.

Ekki fyrir hernaðarskuldbindingar

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem sitjandi Bandaríkjaforseti gerist kröfuharðari í hernaðarmálum á alþjóðavettvangi. Á leiðtogafundi NATO í fyrra lét forsetinn í veðri vaka að Bandaríkin segðu sig úr hernaðarbandalaginu ef hin aðildarríkin myndu ekki auka fjárveitingar sínar í það. Einnig lét hann rifta svokölluðum kjarnorku-samningi við Íran í maí í fyrra, en samningnum var ætlað að stemma stigu við kjarnorkuframleiðslu landsins. 

Eftir nýliðin samningsslit milli Rússlands og Bandaríkjanna er aðeins einn vopnasamningur í gildi milli landanna, sem ber heitið New Start. Sá samningur kveður á um hámarksfjölda kjarnorkuodda í hvoru landinu, en samkvæmt blaðamanni Al Jazeera er útlit fyrir að að honum ljúki án endurnýjunar árið 2021.

Sorfið gæti til stáls milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vladimir Pútín, forseta Rússlands.

Vopnakapphlaup í uppsiglingu?

Sérfræðingar í hernaðarmálum segja riftun hernaðarsamninga Bandaríkjanna við Rússland auka líkurnar á alþjóðlegu vopnakapphlaupi. Bandaríkjaforseti virðist einnig hafa haft vopnakapphlaup í huga, en í rökstuðningi sínum fyrir ætlaða riftun INF samningsins í fyrra sagði hann það vera ósanngjarnt að Kína væri ekki hluti af hernaðarsamkomulaginu. Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur fylgst með vopnaframleiðslu þar í landi, en samkvæmt ársgamalli skýrslu þaðan hafa umsvif Kínverska hersins vaxið ört á undanförnum árum. Meðal annars hafa Kínverjar bætt við eldflaugum í vopnabúr sitt, sem myndu gera Bandaríkjunum erfitt fyrir ef til stríðs kæmi milli landanna. 

„Það er ástæða fyrir því að Kína og aðrir séu með þær, og það er ástæða fyrir því að Rússland sé að þróa þær,“ segir kjarnorkusérfræðingur um eldflaugarnar í viðtali við vefmiðilinn Vox.

Alþjóðlegt vopnakapphlaup virðist því vera í startholunum. Til að mynda sagðist Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, vilja flytja meðaldrægar eldflaugar til Austur-Asíu núna um helgina, rétt eftir að samningnum við Rússland hafði verið rift. Aðspurður hvort vopnakapphlaup sé í vændum, svaraði utanríkisráðherra Rússlands því að valið væri í höndum Bandaríkjanna. Hins vegar bætti hann við að ef til vopnakapphlaups kæmi myndu Rússar aldrei tapa. 

Hins vegar, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar, er ekki víst hvort yfirvöld í Bandaríkjunum og Rússlandi vilji taka þátt í vopnakapphlaupi. Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir að hann vilji gera nýjan vopnasamning og fá Kína að samningaborðinu. Rússnesk yfirvöld hafa einnig lýst því yfir að þau vilja halda núgildandi samninga í heiðri, þrátt fyrir ásakanir um meint samningsbrot á INF.

Annað mál gildir um Kína, en talsmaður utanríkisráðuneytisins þar í landi gaf út yfirlýsingu í síðustu viku þess efnis að „Kína muni á engan hátt samþykkja fjölhliða INF samning“. Samkvæmt stjórnmálafræðingnum Chris Miller útskýrist tregða Kínverja við að ná samningi um stöðvun á framleiðslu slíkra vopna á því að vopnabúrið þeirra er ekki jafnstórt og í Bandaríkjunum eða Rússlandi. 

Riftun hernaðarsamninga gæti því leitt til vopnakapphlaups milli þriggja valdamestu þjóða heimsins, fari svo að einhver þeirra vilji ekki ná nýju samkomulagi innan skamms. Þó er líklegt að Bandaríkin og Rússland vilji leita annarra leiða, en óvíst er með Kína, sem gæti viljað auka framleiðslu sína á eldflaugum þar til viðkvæmu jafnvægi er náð við hin tvö ríkin.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar