Eignir íslenskra lífeyrissjóða jukust um 223 milljarða króna í apríl

Eignir íslenska lífeyrissjóðakerfisins hafa aldrei aukist jafn mikið í einum mánuði og þær gerði í apríl, í miðjum heimsfaraldri. Mestu munar um hækkandi hlutabréfaverð erlendis og veikingu krónunnar.

Eigendur íslenskra lífeyrissjóða er fólkið sem borgar í þá, almenningur í landinu.
Eigendur íslenskra lífeyrissjóða er fólkið sem borgar í þá, almenningur í landinu.
Auglýsing

Eignir íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins juk­ust um 223 millj­arða króna í apr­íl­mán­uði. Þær hafa aldrei auk­ist um jafn háa upp­hæð í einum mán­uði áður. Sam­tals námu eign­irn­ar  5.173,2 millj­örðum króna í lok apr­íl­mán­að­ar. Til sam­an­burðar má nefna að eignir sjóð­anna dróg­ust saman um 209 millj­arða króna í októ­ber 2008, þegar íslenska banka­kerfið hrundi. Þá voru heild­ar­eignir íslensku líf­eyr­is­sjóð­anna þó mun minni, eða 1.659 millj­arðar króna, og hlut­falls­legi sam­drátt­ur­inn því mun meiri en hlut­falls­leg hækkun nú.

Þetta kemur fram í nýlegum tölum Seðla­banka Íslands um eignir líf­eyr­is­sjóð­anna.

Mestu mun­aði um að erlendar eignir sjóð­anna juk­ust um 171,4 millj­arða króna. Þær eru núna 1.656,5 millj­arðar króna og hafa aldrei verið meiri. Þar virka saman mikil hækkun á alþjóð­legum hluta­bréfa­mörk­uðum og veik­ing krón­unnar í apr­íl­mán­uði. Hækk­unin vekur ekki síður athygli vegna þess að í gildi er óform­legt sam­komu­lag um að líf­eyr­is­sjóð­irnir haldi að sér höndum í gjald­eyr­is­kaup­um, og þar af leið­andi erlendum fjár­fest­ing­um. Það var gert eftir að for­maður stjórnar Land­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, fund­aði með Ásgeiri Jóns­syni seðla­banka­stjóra 17. mars síð­ast­lið­inn. Sam­komu­lagið er ekki bind­andi heldur hvatn­ing en í til­kynn­ingu sem send var út vegna þess á sínum tíma sagði: „Sjóð­irnir eru í eigu almenn­ings og því mik­il­vægt að þeir sýni ríka sam­­fé­lags­­lega ábyrgð þegar kemur til fjár­­­fest­inga og við­bragða í okkar sam­­fé­lagi á óvissu­­tím­­um.“

Auglýsing
Innlendar eignir sjóð­anna hækk­uðu líka í apr­íl, alls um 51,6 millj­arða króna, og eru nú 3.516,7 millj­arðar króna. Þar mun­aði mest um inn­lend hluta­bréf og hlut­deild­ars­kirteini sem hækk­uðu um 28,2 millj­arða króna. Úrvals­vísi­talan, sem mælir hækkun þeirra tíu félaga í Kaup­höll Íslands sem eru með mestan selj­an­leika, hækk­aði um 5,2 pró­sent í apr­íl.

Lækk­uðu í febr­úar en tóku síðan kipp

Eignir kerf­is­ins fóru yfir fimm þús­und millj­­arða króna í jan­úar 2020, en lækk­­uðu um 88 millj­­arða króna í febr­­ú­­ar. Það var í fyrsta sinn síðan í des­em­ber 2018 sem að eignir kerf­is­ins dróg­ust saman milli mán­aða. Þá lækk­­uðu eign­­irnar um 100 millj­­arða króna en juk­ust svo aftur um 145 millj­­arða króna í næsta mán­uði á eft­­ir. Þar var því um mjög tíma­bundna nið­­ur­­sveiflu að ræða.

Eign­irnar juk­ust svo aftur í mars­mán­uði þrátt fyrir COVID-19 far­ald­ur­inn og þær miklu afleið­ingar sem hann hafði. Þá hækk­uðu eign­irnar um 30,7 millj­arða króna og voru metnar á 4.950 millj­arða króna í lok þess mán­að­ar. Í apríl juk­ust þær síð­an, líkt og áður sagði, um 223 millj­arða króna. 

Búast má við því að eign­irnar hafi hækkað áfram í maí mán­uði, þar sem alþjóð­legir hluta­bréfa­mark­aðir héldu áfram að hækka. Auk þess hækk­aði Úrvals­vísi­tala íslensku kaup­hall­ar­innar um 8,4 pró­sent í þeim mán­uði.

Erlendu eign­irnar aukast hratt

Alls eru 67 pró­­sent eigna líf­eyr­is­­sjóð­anna  inn­­an­lands. Frá því að fjár­­­magns­höftum var lyft snemma árs 2017 hafa þeir þó í auknum mæli beint sjónum sínum að fjár­­­fest­ingum utan land­­stein­anna, bæði til að auka áhætt­u­dreif­ingu sína og til að kom­­ast í fjöl­breytt­­ari fjár­­­fest­ingar en þeim býðst á Íslandi. Hlut­­fall inn­­­lendra eigna líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­is­ins var á þeim tíma 77 pró­­sent og hefur því hlut­­falls­­lega dreg­ist veru­­lega sam­­an.

Í apríl 2017, í kjöl­far þess að höft­unum var lyft, voru erlendar eignir kerf­is­ins 786 millj­­arðar króna. Í dag eru þær rúm­lega tvisvar sinnum meiri, eða 1.656,5 millj­­arðar króna. Frá byrjun árs í fyrra hafa þær auk­ist um 456 millj­arða króna, eða um 38 pró­sent. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar