Eignir íslenskra lífeyrissjóða jukust um 223 milljarða króna í apríl

Eignir íslenska lífeyrissjóðakerfisins hafa aldrei aukist jafn mikið í einum mánuði og þær gerði í apríl, í miðjum heimsfaraldri. Mestu munar um hækkandi hlutabréfaverð erlendis og veikingu krónunnar.

Eigendur íslenskra lífeyrissjóða er fólkið sem borgar í þá, almenningur í landinu.
Eigendur íslenskra lífeyrissjóða er fólkið sem borgar í þá, almenningur í landinu.
Auglýsing

Eignir íslenska lífeyrissjóðakerfisins jukust um 223 milljarða króna í aprílmánuði. Þær hafa aldrei aukist um jafn háa upphæð í einum mánuði áður. Samtals námu eignirnar  5.173,2 milljörðum króna í lok aprílmánaðar. Til samanburðar má nefna að eignir sjóðanna drógust saman um 209 milljarða króna í október 2008, þegar íslenska bankakerfið hrundi. Þá voru heildareignir íslensku lífeyrissjóðanna þó mun minni, eða 1.659 milljarðar króna, og hlutfallslegi samdrátturinn því mun meiri en hlutfallsleg hækkun nú.

Þetta kemur fram í nýlegum tölum Seðlabanka Íslands um eignir lífeyrissjóðanna.

Mestu munaði um að erlendar eignir sjóðanna jukust um 171,4 milljarða króna. Þær eru núna 1.656,5 milljarðar króna og hafa aldrei verið meiri. Þar virka saman mikil hækkun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum og veiking krónunnar í aprílmánuði. Hækkunin vekur ekki síður athygli vegna þess að í gildi er óformlegt samkomulag um að lífeyrissjóðirnir haldi að sér höndum í gjaldeyriskaupum, og þar af leiðandi erlendum fjárfestingum. Það var gert eftir að formaður stjórnar Landsamtaka lífeyrissjóða, Guðrún Hafsteinsdóttir, fundaði með Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra 17. mars síðastliðinn. Samkomulagið er ekki bindandi heldur hvatning en í tilkynningu sem send var út vegna þess á sínum tíma sagði: „Sjóð­irnir eru í eigu almenn­ings og því mik­il­vægt að þeir sýni ríka sam­fé­lags­lega ábyrgð þegar kemur til fjár­fest­inga og við­bragða í okkar sam­fé­lagi á óvissu­tím­um.“

Auglýsing
Innlendar eignir sjóðanna hækkuðu líka í apríl, alls um 51,6 milljarða króna, og eru nú 3.516,7 milljarðar króna. Þar munaði mest um innlend hlutabréf og hlutdeildarskirteini sem hækkuðu um 28,2 milljarða króna. Úrvalsvísitalan, sem mælir hækkun þeirra tíu félaga í Kauphöll Íslands sem eru með mestan seljanleika, hækkaði um 5,2 prósent í apríl.

Lækkuðu í febrúar en tóku síðan kipp

Eignir kerf­is­ins fóru yfir fimm þús­und millj­arða króna í jan­úar 2020, en lækk­uðu um 88 millj­arða króna í febr­ú­ar. Það var í fyrsta sinn síðan í des­em­ber 2018 sem að eignir kerf­is­ins dróg­ust saman milli mán­aða. Þá lækk­uðu eign­irnar um 100 millj­arða króna en juk­ust svo aftur um 145 millj­arða króna í næsta mán­uði á eft­ir. Þar var því um mjög tíma­bundna nið­ur­sveiflu að ræða.

Eignirnar jukust svo aftur í marsmánuði þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn og þær miklu afleiðingar sem hann hafði. Þá hækkuðu eignirnar um 30,7 milljarða króna og voru metnar á 4.950 milljarða króna í lok þess mánaðar. Í apríl jukust þær síðan, líkt og áður sagði, um 223 milljarða króna. 

Búast má við því að eignirnar hafi hækkað áfram í maí mánuði, þar sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir héldu áfram að hækka. Auk þess hækkaði Úrvalsvísitala íslensku kauphallarinnar um 8,4 prósent í þeim mánuði.

Erlendu eignirnar aukast hratt

Alls eru 67 pró­sent eigna líf­eyr­is­sjóð­anna  inn­an­lands. Frá því að fjár­magns­höftum var lyft snemma árs 2017 hafa þeir þó í auknum mæli beint sjónum sínum að fjár­fest­ingum utan land­stein­anna, bæði til að auka áhættu­dreif­ingu sína og til að kom­ast í fjöl­breytt­ari fjár­fest­ingar en þeim býðst á Íslandi. Hlut­fall inn­lendra eigna líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins var á þeim tíma 77 pró­sent og hefur því hlut­falls­lega dreg­ist veru­lega sam­an.

Í apríl 2017, í kjöl­far þess að höft­unum var lyft, voru erlendar eignir kerf­is­ins 786 millj­arðar króna. Í dag eru þær rúmlega tvisvar sinnum meiri, eða 1.656,5 millj­arðar króna. Frá byrjun árs í fyrra hafa þær aukist um 456 milljarða króna, eða um 38 prósent. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar