„Ef einhver sparkar í mig þá sparka ég þrisvar á móti“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, nýtti helgina í að fara yfir stöðuna með sínum lögmönnum og undirbúa varnir ef til málshöfðunar á hendur honum kemur. Von er á yfirlýsingu frá honum í dag eða á morgun.

Ragnar Þór segir að mótlæti hafi í gegnum tíðina eflt sig.
Ragnar Þór segir að mótlæti hafi í gegnum tíðina eflt sig.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, und­ir­býr nú ásamt lög­mönnum sínum varnir í máli sem hann telur að geti verið höfðað á hendur honum vegna ummæla sem hann sendir frá sér í síð­ustu viku. Ummælin lét Ragnar falla í við­tali við Frétta­blaðið síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. Þar sagði Ragnar að margt benti til þess að Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son og Davíð Þor­láks­son, starfs­menn Sam­taka atvinnu­lífs­ins, hefðu beitt sér fyrir því að líf­eyr­is­sjóðir hafi sett fjár­magn í end­ur­fjár­mögnun Lind­ar­vatns ehf. Félagið sér um upp­bygg­ingu hót­els á Lands­símareit við Aust­ur­völl. Icelandair heldur á helm­ings­hlut í félag­inu en Dals­nes ehf. á hinn helm­ing­inn.

Auglýsing

Um helg­ina birt­ist yfir­lýs­ing frá þeim Hall­dóri Benja­mín og Davíð á vef Sam­taka atvinnu­lífs­ins þar sem þeir óska þess að full­yrð­ingar Ragn­ars verði dregnar til baka og að hann biðji hlut­að­eig­andi afsök­unar á ummæl­un­um, ann­ars sé óhjá­kvæmi­legt að þau sem hafa orðið fyrir „órök­studdum dylgj­um“ Ragn­ars íhugi rétt­ar­stöðu sína. Þá segir í yfir­lýs­ingu þeirra Hall­dórs og Dav­íðs að það sé skýrt brot á lands­lögum að „ásaka sak­laust fólk um svo alvar­lega hátt­semi sem hann hefur nú gert.“Von er á yfir­lýs­ingu í dag eða á morgun

„Ég geri alltaf ráð fyrir hinu versta og ég hræð­ist það ekki. Við erum að und­ir­búa varnir í mál­inu, eðli­lega. Ef ein­hver hótar þér mál­sókn þá ætlum við ekki bara að bíða eftir því að hún ber­ist. Við erum að und­ir­búa varnir okkar í mál­in­u.“ segir Ragnar Þór í sam­tali við Kjarn­ann. Spurður að því hvort hann geri ráð fyrir að málið vindi upp á sig svarar Ragnar ját­andi. Von sé á yfir­lýs­ingu frá Ragn­ari og hans lög­mönnum í dag eða á morgun sem svari yfir­lýs­ingu Hall­dórs Benja­míns og Dav­íðs. Þá segir hann nýjar upp­lýs­ingar um málið koma fram í yfir­lýs­ing­unni.„Komið þið bara“

Ragnar segir að hann hafi fyrir löngu tekið ákvörðun um að ekki væri hægt að þagga niður í honum með hót­un­um. „Þetta er bara eitt­hvað sem ég tók ákvörðun um fyrir löngu, löngu síð­an. Það hefur auð­veldað mér í sjálfu sér mjög að taka þessa slagi. En svona mót­læti hefur eflt mig alveg gíf­ur­lega. Ef ein­hver sparkar í mig þá sparka ég þrisvar á mót­i.“Í yfir­lýs­ing­unni sem von er á komi fram nýjar upp­lýs­ingar um mál­ið, líkt og áður seg­ir. „Síðan þegar við grípum til varna í mál­inu, verði það höfð­að, þá höfum við frek­ari upp­lýs­ingar sem snúa að mun alvar­legri hlutum heldur en ég hef verið að benda á. Þannig að ég er ekki hrædd­ur, hræð­ist ekki þessa menn eða hót­anir þeirra, ég segi: Komið þið bara.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent