Lífeyrissjóðir tapa hundruð milljóna á fjárfestingu í breskri fatabúð

Duchamp var herrafataverslun sem stofnuð var árið 1989. Síðan að greiðslustöðvunin var veitt hefur dómskipaður matsmaður unnið að því að selja eignir félagsins.
Duchamp var herrafataverslun sem stofnuð var árið 1989. Síðan að greiðslustöðvunin var veitt hefur dómskipaður matsmaður unnið að því að selja eignir félagsins.
Auglýsing

Ell­efu íslenskir líf­eyr­is­sjóðir og fjórir aðrir íslenskir fjár­festar munu tapa meira en 500 millj­ónum króna á fjár­festu í fata­verslun í mið­borg London, Duchamp. Fjár­fest­arnir keyptu versl­un­ina í gegnum sjóð­inn Arev N II í mars 2015 á af félag­inu Föld­ungi, sem var í eigu slita­bús Glitn­is. Kaup­verðið var um 400 millj­ónir króna auk þess sem lán voru veitt. Duchamp var veitt greiðslu­stöðvun í byrjun júlí. Í Morg­un­blað­inu í dag segir að lík­legt sé að end­ur­heimtir fjár­fest­ing­ar­inn­ar, sem sam­an­lagt er yfir hálfum millj­arði króna, verði eng­ar. 

Duchamp var herra­fata­verslun sem stofnuð var árið 1989. Auk versl­unar í London rak fyr­ir­tækið fata­verslun á net­inu. Síðan að greiðslu­stöðv­unin var veitt hefur dóm­skip­aður mats­maður unnið að því að selja eignir félags­ins.

Mis­fellur til­kynntar til FME í sumar

Arev N II sjóðnum var stýrt af Arev verð­bréfa­fyr­ir­tæki. Hann komst í fréttir í sumarþegar greint var frá því að tvö félög sem tengj­­ast Arev verð­bréfa­­fyr­ir­tæki greiddu ekki hlutafé inn í sjóð­inn í sam­ræmi við það sem þau lof­uðu að ger­a. Þetta sagði Gunnar Sturlu­­son, hæsta­rétt­­ar­lög­­maður og einn eig­anda lög­­­manns­­stof­unnar LOGOS, við Kjarn­ann í júní þegar hann tók við sem er nýr stjórn­­­ar­­for­­maður Arev N II, ­sem hafði þá verið tek­inn úr stýr­ingu hjá Arev. LOGOS var sömu­leiðis falið að til­­kynna um það sem stofan álitur „al­var­­legar mis­­­fellur í rekstri Arev N II“ til­ Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins (FME).

Auglýsing

Hlut­hafar í Arev N II eru fimmtán tals­ins. Þar af eru ell­efu líf­eyr­is­­sjóð­­ir. Hlut­hafar skuld­bundu sig til að leggja sjóðnum til hlutafé sem ­kallað var eftir jafn­­óðum og fjár­­­fest var sam­­kvæmt ráð­­gjöf Arev verð­bréfa­­fyr­ir­tæk­­is. Alls átti nafn­verð hluta­fjár að vera tæp­­lega 660 millj­­ón­ir króna í byrjun des­em­ber síð­­ast­lið­ins.

Gunnar sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu í byrjun júní. Þar kom fram að á hlut­hafa­fundi fag­fjár­­­festa­­sjóðs­ins Arev N II þann 26. maí síð­­ast­lið­inn hafi verið sam­­þykkt að skipta um ábyrgð­­ar­að­ila og þar með stjórn sjóðs­ins. G­unnar tók þá við sem nýr stjórn­­­ar­­for­­maður sjóðs­ins. Í kjöl­farið rifti stjórnin samn­ing­i við Arev verð­bréfa­­fyr­ir­tæki um eigna­­stýr­ingu sjóðs­ins. Í frétta­til­kynn­ing­unn­i ­sagði: „Komið hafa í ljós alvar­­legar mis­­­fellur í rekstri Arev N II og var LOGOS lög­­­manns­­þjón­­ustu falið að til­­kynna um þær til­ Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins“.

Gunnar sagði í svari við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans um málið í júní að hinar alvar­­leg­u mis­­­fellur felist í því að hlut­hafar sjóðs­ins, sem eru meðal ann­­ars ell­efu líf­eyr­is­­sjóð­ir, voru ekki upp­­lýstir um að tvö félög í hlut­hafa­hópnum höfðu ekki ­staðið við hluta­fjár­­lof­orð sín. „Við teljum það mjög aðfinnslu­vert, ­sér­­stak­­lega í ljósi tengsla umræddra hlut­hafa við Arev verð­bréfa­­fyr­ir­tæki sem sá um eigna­­stýr­ingu.“ 

Arev var stofnað árið 1996 og eru hlut­hafar þess Eign­­ar­halds­­­fé­lagið Arev hf. (99,94 pró­­sent) og Jón Schev­ing Thor­­steins­­son (0,06 pró­­sent) sem jafn­­fram­t er eig­andi Eign­­ar­halds­­­fé­lags­ins Arev hf. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None