Stærsta hótelkeðja landsins biður skuldabréfaeigendur um greiðslufrystingu

Íslandshótel hefur lagt til við skuldabréfaeigendur í tæplega 2,9 milljarða skuldabréfaflokki að samþykkt verði að engar greiðslur berist vegna skuldabréfanna fyrr en seinni hluta árs 2021.

Grand hótel í Reykjavík er eitt hótela Íslandshótela hf.
Grand hótel í Reykjavík er eitt hótela Íslandshótela hf.
Auglýsing

Íslands­hótel hf., sem rekur meðal ann­ars Grand hót­el, hefur lagt til breyt­ingar á greiðslu­ferli og skil­málum við þá sem eiga skulda­bréf í hót­el­keðj­unni, en breyt­ing­arnar fela meðal í sér greiðslu­fryst­ingu næstu fjóra gjald­daga, eða þar til á síð­ari hluta árs 2021. Um er að ræða skulda­bréfa­flokk upp á tæp­lega 2,9 millj­arða króna.

Hót­el­keðj­an, sem er sú stærsta á Íslandi með hátt í 2.000 hót­el­her­bergi til umráða, leggur til að loka­gjald­dagi skulda­bréf­anna verði færður aftur um eitt ár, eða til árs­ins 2048 og að vikið verði tíma­bundið frá fjár­hags­legum skil­yrðum varð­andi tak­mark­aða skuld­setn­ingu og 20 pró­senta eig­in­fjár­kvöð.

Í grein­ar­gerð með til­lögu Íslands­hót­ela segir að með þessu sé verið að biðja skulda­bréfa­eig­endur að veita félag­inu sam­bæri­legar til­slak­anir og við­skipta­banki þess hefur þegar gert og að COVID-19 heims­far­ald­ur­inn hafi haft veru­leg áhrif á ferða­þjón­ust­una um heim all­an.

„Ferða­tak­mark­anir og aðrar tak­mark­anir eru enn í gildi í ákveðnum löndum sem eru mik­il­væg fyrir ferða­þjón­ust­una á Íslandi. Ekki er hægt að sjá hvenær eft­ir­spurn eftir ferða­lögum mun kom­ast aftur á eðli­legt stig,“ segir jafn­framt í grein­ar­gerð hót­el­keðj­unn­ar. 

Auglýsing

Íslands­hótel segj­ast hafa brugð­ist við hrap­andi eft­ir­spurn eftir gist­ingu með því meðal ann­ars að loka hót­el­um, bjóða sértil­boð mark­aðs­sett fyrir inn­an­lands­mark­að, með víð­tækum upp­sögnum starfs­manna og almennri end­ur­skipu­lagn­ingu rekstr­ar­ins.

„Rekstur félags­ins hefur verið aðlag­aður að fram­boði ferða­manna og miðar stefna félags­ins að því að tryggja rekst­ur­inn og skapa sveigj­an­leika þannig að hægt verði að grípa skjótt til aðgerða um leið og ferða­þjón­ustan tekur við sér á nýjan leik,“ segir í grein­ar­gerð með til­lög­unni.

Skulda­bréfa­eig­endur hafa verið boð­aðir á fund á Grand hótel 28. ágúst þar sem þessar skil­mála­breyt­ingar verða lagðar fyrir og þarf sam­þykki frá 90 pró­sent þeirra skulda­bréfa­eig­enda sem til fund­ar­ins mæta til þess að til­lagan telj­ist sam­þykkt, en atkvæð­is­réttur mið­ast við fjár­hæð.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent