47 hótel á Íslandi lokuð í maí

Í lok mars tóku mörg hótel á Íslandi þá ákvörðun að loka tímabundið og í apríl voru 75 hótel lokuð. Eitthvað vænkaðist hagur í maí en þá voru 47 hótel lokuð.

img_2822_raw_1807130271_10016424336_o.jpg
Auglýsing

Í lok mars tóku mörg hótel á Íslandi þá ákvörðun að loka tíma­bundið og voru 47 hótel lokuð í maí en 75 hótel voru lokuð í apr­íl. Fram­boð gisti­rýmis minnk­aði um 26,5 pró­sent frá maí 2019, mælt í fjölda hót­el­her­bergja, sem skýrist af lok­unum hót­ela. Her­bergj­a­nýt­ing á hót­elum í maí 2020 var 8,9 pró­sent og dróst saman um 46,8 pró­sentu­stig frá fyrra ári.

Þetta kemur fram á vef Hag­stof­unnar í dag. 

Þá segir að heild­ar­fjöldi greiddra gistin­átta í maí síð­ast­liðnum hafi dreg­ist saman um 89 pró­sent sam­an­borið við maí 2019. Þar af hafi gistin­óttum fækkað á hót­elum um 88 pró­sent og um 86 pró­sent á gisti­heim­il­um. Þá hafi 84 pró­sent fækkun verið á öðrum teg­undum gisti­staða á borð við far­fugla­heim­ili og orlofs­hús. 

Mynd: HagstofanEkki var hægt að áætla erlendar gistinætur á stöðum sem miðla gist­ingu í gegnum Air­bnb og svip­aðar síð­ur, að því er fram kemur hjá Hag­stof­unn­i. 

Greiddar gistinætur ferða­manna á öllum gisti­stöðum voru um 76.000 í maí en þær voru um 660.000 í sama mán­uði árið áður. Um 87 pró­sent gistin­átta voru skráðar á Íslend­inga, eða um 66.000, en um 13 pró­sent á erlenda gesti eða um 10.000 næt­ur. Gistinætur á hót­elum og gisti­heim­ilum voru um 51.300, þar af 37.100 á hót­el­um. Gistinætur á öðrum teg­undum gisti­staða voru um 24.000.

Auglýsing

Gistinætur á hót­elum í maí síð­ast­liðnum voru 37.100 sem er fækkun um 88 pró­sent frá sama mán­uði árið áður, sam­kvæmt Hag­stof­unni. Um 8 pró­sent gistin­átta á hót­elum voru skráð á erlenda ferða­menn, eða 3.000, en gistinætur Íslend­inga voru 34.100 eða 92 pró­sent.

Á 12 mán­aða tíma­bili, frá júní 2019 til maí 2020, var heild­ar­fjöldi gistin­átta á hót­elum um 3.788.000 sem er 15 pró­sent fækkun miðað við sama tíma­bil árið áður.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Kári Jónasson og Skúli Jóhannsson
Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin
Kjarninn 8. mars 2021
Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
6 milljarða samdráttur í rekstri fasteignafélaganna
Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik högnuðust öll á rekstri sínum í fyrra. Þó var hagnaðurinn töluvert minni en á síðasta ári, en samkvæmt félögunum leiddi heimsfaraldurinn til mikils samdráttar í tekjum.
Kjarninn 8. mars 2021
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum
Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent