Heyrir „daglega um launaþjófnað, arðrán, misbeitingu, rugl og ógeð“

Tveir af þeim þremur sem létust í brunanum voru félagsmenn Eflingar, verkafólk af erlendum uppruna sem kom hingað til lands til að vinna verkamannastörf. Hér á landi „lentu þau í gildru einstaklings“ sem leigði þeim hættulegt húsnæði í óboðlegu umhverfi.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Efl­ing krefst þess að félags­mála­ráð­herra og rík­is­stjórnin efni taf­ar­laust lof­orð um hertar aðgerðir gegn brota­starf­semi á vinnu­mark­aði, þar með talið lof­orð um sekt­ar­heim­ildir vegna kjara­samn­ings­brota og önnur við­ur­lög. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu stétt­ar­fé­lags­ins vegna brun­ans á Bræðra­borg­ar­stíg í síð­ustu viku. 

Efl­ing krefst þess enn fremur að allar stofn­anir hins opin­bera sem fara með eft­ir­lit varð­andi öryggi og heilsu borg­ar­anna sýni til­ætl­aða árvekni og taki eðli­legt frum­kvæði að íhlutun þegar við á, en sýni ekki af sér van­rækslu og sinnu­leysi þegar lág­launa­fólk eða fólk af erlendum upp­runa á í hlut. 

Efl­ing krefst þess að borin sé eðli­leg virð­ing fyrir lífi, heilsu og öryggi alls verka­fólks og að bund­inn verði endir á kerf­is­bundna mis­munun gegn verka­fólki af erlendum upp­runa.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni sendir stétt­ar­fé­lagið dýpstu sam­úð­ar­kveðjur til aðstand­enda þeirra sem létu lífið í brun­anum á Bræðra­borg­ar­stíg 1 þann 25. júní síð­ast­lið­inn. Jafn­framt sendir félagið bata­óskir til þeirra sem urðu fyrir tjóni og áfalli vegna brun­ans. 

„Stað­fest er að tvö af þeim þremur sem lét­ust í brun­anum voru félags­menn í Efl­ingu, verka­fólk af erlendum upp­runa sem komu hingað til lands til að vinna verka­manna­störf. Hingað komin lentu þau í gildru ein­stak­lings sem leigði þeim hættu­legt hús­næði í óboð­legu umhverf­i. 

Nið­ur­stöðu úr rann­sókn lög­reglu er beð­ið, en Efl­ing getur þó ekki annað en sett brun­ann í sam­hengi við þá með­ferð sem aðflutt vinnu­afl verður fyrir á Íslandi. Eng­inn skortur hefur verið á ábend­ingum um lög­leysu og van­rækslu þegar kemur að stöðu erlends verka­fólks á Íslandi. Á það bæði við rétt­indi á vinnu­mark­aði og hús­næð­is­að­bún­að,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. Setti óeðli­legt sam­spil húsa­leigu­kjara og ráðn­ing­ar­sam­bands á dag­skrá í kjara­við­ræðum við SA

Þá er bent á að skrifað hafi verið ítar­lega um ástand eign­ar­innar á Bræðra­borg­ar­stíg í Stund­inni fyrir fimm árum síðan. Stundin fjall­aði einnig um búsetu fjölda fólks, þar á meðal barna, í iðn­að­ar­hús­næði í jan­úar 2019. Kveikur á RÚV fjall­aði um líf fátækra, m.a. í iðn­að­ar­hús­næði, í mars 2020. Kveikur fjall­aði þar áður um brot gegn rétt­indum erlends verka­fólks sem þríf­ast undir hatti starfs­manna­leiga í októ­ber 2018.„Efl­ing setti óeðli­legt sam­spil húsa­leigu­kjara og ráðn­ing­ar­sam­bands á dag­skrá í kjara­við­ræðum við Sam­tök atvinnu­lífs­ins vet­ur­inn 2018-2019. Auk þess var sett fram skýr krafa um stór­hertar refsi- og sekt­ar­heim­ildir gegn kjara­samn­ings­brot­um. Lend­ingin varð sú að rík­is­stjórnin setti fram mörg lof­orð um úrbætur á vinnu­mark­aðslög­gjöf­inni og hert við­ur­lög í skjal­inu „Stuðn­ingur stjórn­valda við lífs­kjara­samn­inga“. Efndir á þessum lof­orðum hafa enn ekki sést og sam­kvæmt upp­lýs­ingum Efl­ingar frá ASÍ standa Sam­tök atvinnu­lífs­ins ein­örð gegn þeim,“ segir í til­kynn­ing­unn­i.  

Efl­ing minnir jafn­framt á að öll þjón­usta félags­ins standi fórn­ar­lömbum brun­ans sem eru í Efl­ingu opin.

Verður að hafa raun­veru­legar afleið­ingar

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, seg­ist harmi lost­in. „Í starfi mínu síð­ustu tvö ár hef ég á hverjum ein­asta degi heyrt um launa­þjófn­að, arðrán, mis­beit­ingu, rugl og ógeð. „Besti vinnu­mark­aður í heimi“ er ekk­ert nema martröð fyrir mörg af okkar aðfluttu félög­um. 

Ég krefst þess að við hættum að þola skeyt­ing­ar­leysi þeirra sem völdin hafa yfir lífs­skil­yrðum félaga okkar sem þurfa mest af öllum á því að gengið verði í að bæta þeirra kjör og aðstæð­ur. Hinn hræði­legi harm­leikur verður að hafa raun­veru­legar afleið­ing­ar. Ég hef engin orð til að lýsa Íslandi ef að það ger­ist ekki,“ sagði Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður Efl­ing­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent