Heyrir „daglega um launaþjófnað, arðrán, misbeitingu, rugl og ógeð“

Tveir af þeim þremur sem létust í brunanum voru félagsmenn Eflingar, verkafólk af erlendum uppruna sem kom hingað til lands til að vinna verkamannastörf. Hér á landi „lentu þau í gildru einstaklings“ sem leigði þeim hættulegt húsnæði í óboðlegu umhverfi.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Efl­ing krefst þess að félags­mála­ráð­herra og rík­is­stjórnin efni taf­ar­laust lof­orð um hertar aðgerðir gegn brota­starf­semi á vinnu­mark­aði, þar með talið lof­orð um sekt­ar­heim­ildir vegna kjara­samn­ings­brota og önnur við­ur­lög. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu stétt­ar­fé­lags­ins vegna brun­ans á Bræðra­borg­ar­stíg í síð­ustu viku. 

Efl­ing krefst þess enn fremur að allar stofn­anir hins opin­bera sem fara með eft­ir­lit varð­andi öryggi og heilsu borg­ar­anna sýni til­ætl­aða árvekni og taki eðli­legt frum­kvæði að íhlutun þegar við á, en sýni ekki af sér van­rækslu og sinnu­leysi þegar lág­launa­fólk eða fólk af erlendum upp­runa á í hlut. 

Efl­ing krefst þess að borin sé eðli­leg virð­ing fyrir lífi, heilsu og öryggi alls verka­fólks og að bund­inn verði endir á kerf­is­bundna mis­munun gegn verka­fólki af erlendum upp­runa.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni sendir stétt­ar­fé­lagið dýpstu sam­úð­ar­kveðjur til aðstand­enda þeirra sem létu lífið í brun­anum á Bræðra­borg­ar­stíg 1 þann 25. júní síð­ast­lið­inn. Jafn­framt sendir félagið bata­óskir til þeirra sem urðu fyrir tjóni og áfalli vegna brun­ans. 

„Stað­fest er að tvö af þeim þremur sem lét­ust í brun­anum voru félags­menn í Efl­ingu, verka­fólk af erlendum upp­runa sem komu hingað til lands til að vinna verka­manna­störf. Hingað komin lentu þau í gildru ein­stak­lings sem leigði þeim hættu­legt hús­næði í óboð­legu umhverf­i. 

Nið­ur­stöðu úr rann­sókn lög­reglu er beð­ið, en Efl­ing getur þó ekki annað en sett brun­ann í sam­hengi við þá með­ferð sem aðflutt vinnu­afl verður fyrir á Íslandi. Eng­inn skortur hefur verið á ábend­ingum um lög­leysu og van­rækslu þegar kemur að stöðu erlends verka­fólks á Íslandi. Á það bæði við rétt­indi á vinnu­mark­aði og hús­næð­is­að­bún­að,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. Setti óeðli­legt sam­spil húsa­leigu­kjara og ráðn­ing­ar­sam­bands á dag­skrá í kjara­við­ræðum við SA

Þá er bent á að skrifað hafi verið ítar­lega um ástand eign­ar­innar á Bræðra­borg­ar­stíg í Stund­inni fyrir fimm árum síðan. Stundin fjall­aði einnig um búsetu fjölda fólks, þar á meðal barna, í iðn­að­ar­hús­næði í jan­úar 2019. Kveikur á RÚV fjall­aði um líf fátækra, m.a. í iðn­að­ar­hús­næði, í mars 2020. Kveikur fjall­aði þar áður um brot gegn rétt­indum erlends verka­fólks sem þríf­ast undir hatti starfs­manna­leiga í októ­ber 2018.„Efl­ing setti óeðli­legt sam­spil húsa­leigu­kjara og ráðn­ing­ar­sam­bands á dag­skrá í kjara­við­ræðum við Sam­tök atvinnu­lífs­ins vet­ur­inn 2018-2019. Auk þess var sett fram skýr krafa um stór­hertar refsi- og sekt­ar­heim­ildir gegn kjara­samn­ings­brot­um. Lend­ingin varð sú að rík­is­stjórnin setti fram mörg lof­orð um úrbætur á vinnu­mark­aðslög­gjöf­inni og hert við­ur­lög í skjal­inu „Stuðn­ingur stjórn­valda við lífs­kjara­samn­inga“. Efndir á þessum lof­orðum hafa enn ekki sést og sam­kvæmt upp­lýs­ingum Efl­ingar frá ASÍ standa Sam­tök atvinnu­lífs­ins ein­örð gegn þeim,“ segir í til­kynn­ing­unn­i.  

Efl­ing minnir jafn­framt á að öll þjón­usta félags­ins standi fórn­ar­lömbum brun­ans sem eru í Efl­ingu opin.

Verður að hafa raun­veru­legar afleið­ingar

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, seg­ist harmi lost­in. „Í starfi mínu síð­ustu tvö ár hef ég á hverjum ein­asta degi heyrt um launa­þjófn­að, arðrán, mis­beit­ingu, rugl og ógeð. „Besti vinnu­mark­aður í heimi“ er ekk­ert nema martröð fyrir mörg af okkar aðfluttu félög­um. 

Ég krefst þess að við hættum að þola skeyt­ing­ar­leysi þeirra sem völdin hafa yfir lífs­skil­yrðum félaga okkar sem þurfa mest af öllum á því að gengið verði í að bæta þeirra kjör og aðstæð­ur. Hinn hræði­legi harm­leikur verður að hafa raun­veru­legar afleið­ing­ar. Ég hef engin orð til að lýsa Íslandi ef að það ger­ist ekki,“ sagði Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður Efl­ing­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent