Heyrir „daglega um launaþjófnað, arðrán, misbeitingu, rugl og ógeð“

Tveir af þeim þremur sem létust í brunanum voru félagsmenn Eflingar, verkafólk af erlendum uppruna sem kom hingað til lands til að vinna verkamannastörf. Hér á landi „lentu þau í gildru einstaklings“ sem leigði þeim hættulegt húsnæði í óboðlegu umhverfi.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Efl­ing krefst þess að félags­mála­ráð­herra og rík­is­stjórnin efni taf­ar­laust lof­orð um hertar aðgerðir gegn brota­starf­semi á vinnu­mark­aði, þar með talið lof­orð um sekt­ar­heim­ildir vegna kjara­samn­ings­brota og önnur við­ur­lög. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu stétt­ar­fé­lags­ins vegna brun­ans á Bræðra­borg­ar­stíg í síð­ustu viku. 

Efl­ing krefst þess enn fremur að allar stofn­anir hins opin­bera sem fara með eft­ir­lit varð­andi öryggi og heilsu borg­ar­anna sýni til­ætl­aða árvekni og taki eðli­legt frum­kvæði að íhlutun þegar við á, en sýni ekki af sér van­rækslu og sinnu­leysi þegar lág­launa­fólk eða fólk af erlendum upp­runa á í hlut. 

Efl­ing krefst þess að borin sé eðli­leg virð­ing fyrir lífi, heilsu og öryggi alls verka­fólks og að bund­inn verði endir á kerf­is­bundna mis­munun gegn verka­fólki af erlendum upp­runa.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni sendir stétt­ar­fé­lagið dýpstu sam­úð­ar­kveðjur til aðstand­enda þeirra sem létu lífið í brun­anum á Bræðra­borg­ar­stíg 1 þann 25. júní síð­ast­lið­inn. Jafn­framt sendir félagið bata­óskir til þeirra sem urðu fyrir tjóni og áfalli vegna brun­ans. 

„Stað­fest er að tvö af þeim þremur sem lét­ust í brun­anum voru félags­menn í Efl­ingu, verka­fólk af erlendum upp­runa sem komu hingað til lands til að vinna verka­manna­störf. Hingað komin lentu þau í gildru ein­stak­lings sem leigði þeim hættu­legt hús­næði í óboð­legu umhverf­i. 

Nið­ur­stöðu úr rann­sókn lög­reglu er beð­ið, en Efl­ing getur þó ekki annað en sett brun­ann í sam­hengi við þá með­ferð sem aðflutt vinnu­afl verður fyrir á Íslandi. Eng­inn skortur hefur verið á ábend­ingum um lög­leysu og van­rækslu þegar kemur að stöðu erlends verka­fólks á Íslandi. Á það bæði við rétt­indi á vinnu­mark­aði og hús­næð­is­að­bún­að,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 



Setti óeðli­legt sam­spil húsa­leigu­kjara og ráðn­ing­ar­sam­bands á dag­skrá í kjara­við­ræðum við SA

Þá er bent á að skrifað hafi verið ítar­lega um ástand eign­ar­innar á Bræðra­borg­ar­stíg í Stund­inni fyrir fimm árum síðan. Stundin fjall­aði einnig um búsetu fjölda fólks, þar á meðal barna, í iðn­að­ar­hús­næði í jan­úar 2019. Kveikur á RÚV fjall­aði um líf fátækra, m.a. í iðn­að­ar­hús­næði, í mars 2020. Kveikur fjall­aði þar áður um brot gegn rétt­indum erlends verka­fólks sem þríf­ast undir hatti starfs­manna­leiga í októ­ber 2018.



„Efl­ing setti óeðli­legt sam­spil húsa­leigu­kjara og ráðn­ing­ar­sam­bands á dag­skrá í kjara­við­ræðum við Sam­tök atvinnu­lífs­ins vet­ur­inn 2018-2019. Auk þess var sett fram skýr krafa um stór­hertar refsi- og sekt­ar­heim­ildir gegn kjara­samn­ings­brot­um. Lend­ingin varð sú að rík­is­stjórnin setti fram mörg lof­orð um úrbætur á vinnu­mark­aðslög­gjöf­inni og hert við­ur­lög í skjal­inu „Stuðn­ingur stjórn­valda við lífs­kjara­samn­inga“. Efndir á þessum lof­orðum hafa enn ekki sést og sam­kvæmt upp­lýs­ingum Efl­ingar frá ASÍ standa Sam­tök atvinnu­lífs­ins ein­örð gegn þeim,“ segir í til­kynn­ing­unn­i.  

Efl­ing minnir jafn­framt á að öll þjón­usta félags­ins standi fórn­ar­lömbum brun­ans sem eru í Efl­ingu opin.

Verður að hafa raun­veru­legar afleið­ingar

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, seg­ist harmi lost­in. „Í starfi mínu síð­ustu tvö ár hef ég á hverjum ein­asta degi heyrt um launa­þjófn­að, arðrán, mis­beit­ingu, rugl og ógeð. „Besti vinnu­mark­aður í heimi“ er ekk­ert nema martröð fyrir mörg af okkar aðfluttu félög­um. 

Ég krefst þess að við hættum að þola skeyt­ing­ar­leysi þeirra sem völdin hafa yfir lífs­skil­yrðum félaga okkar sem þurfa mest af öllum á því að gengið verði í að bæta þeirra kjör og aðstæð­ur. Hinn hræði­legi harm­leikur verður að hafa raun­veru­legar afleið­ing­ar. Ég hef engin orð til að lýsa Íslandi ef að það ger­ist ekki,“ sagði Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður Efl­ing­ar.





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent