Heyrir „daglega um launaþjófnað, arðrán, misbeitingu, rugl og ógeð“

Tveir af þeim þremur sem létust í brunanum voru félagsmenn Eflingar, verkafólk af erlendum uppruna sem kom hingað til lands til að vinna verkamannastörf. Hér á landi „lentu þau í gildru einstaklings“ sem leigði þeim hættulegt húsnæði í óboðlegu umhverfi.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Efl­ing krefst þess að félags­mála­ráð­herra og rík­is­stjórnin efni taf­ar­laust lof­orð um hertar aðgerðir gegn brota­starf­semi á vinnu­mark­aði, þar með talið lof­orð um sekt­ar­heim­ildir vegna kjara­samn­ings­brota og önnur við­ur­lög. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu stétt­ar­fé­lags­ins vegna brun­ans á Bræðra­borg­ar­stíg í síð­ustu viku. 

Efl­ing krefst þess enn fremur að allar stofn­anir hins opin­bera sem fara með eft­ir­lit varð­andi öryggi og heilsu borg­ar­anna sýni til­ætl­aða árvekni og taki eðli­legt frum­kvæði að íhlutun þegar við á, en sýni ekki af sér van­rækslu og sinnu­leysi þegar lág­launa­fólk eða fólk af erlendum upp­runa á í hlut. 

Efl­ing krefst þess að borin sé eðli­leg virð­ing fyrir lífi, heilsu og öryggi alls verka­fólks og að bund­inn verði endir á kerf­is­bundna mis­munun gegn verka­fólki af erlendum upp­runa.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni sendir stétt­ar­fé­lagið dýpstu sam­úð­ar­kveðjur til aðstand­enda þeirra sem létu lífið í brun­anum á Bræðra­borg­ar­stíg 1 þann 25. júní síð­ast­lið­inn. Jafn­framt sendir félagið bata­óskir til þeirra sem urðu fyrir tjóni og áfalli vegna brun­ans. 

„Stað­fest er að tvö af þeim þremur sem lét­ust í brun­anum voru félags­menn í Efl­ingu, verka­fólk af erlendum upp­runa sem komu hingað til lands til að vinna verka­manna­störf. Hingað komin lentu þau í gildru ein­stak­lings sem leigði þeim hættu­legt hús­næði í óboð­legu umhverf­i. 

Nið­ur­stöðu úr rann­sókn lög­reglu er beð­ið, en Efl­ing getur þó ekki annað en sett brun­ann í sam­hengi við þá með­ferð sem aðflutt vinnu­afl verður fyrir á Íslandi. Eng­inn skortur hefur verið á ábend­ingum um lög­leysu og van­rækslu þegar kemur að stöðu erlends verka­fólks á Íslandi. Á það bæði við rétt­indi á vinnu­mark­aði og hús­næð­is­að­bún­að,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. Setti óeðli­legt sam­spil húsa­leigu­kjara og ráðn­ing­ar­sam­bands á dag­skrá í kjara­við­ræðum við SA

Þá er bent á að skrifað hafi verið ítar­lega um ástand eign­ar­innar á Bræðra­borg­ar­stíg í Stund­inni fyrir fimm árum síðan. Stundin fjall­aði einnig um búsetu fjölda fólks, þar á meðal barna, í iðn­að­ar­hús­næði í jan­úar 2019. Kveikur á RÚV fjall­aði um líf fátækra, m.a. í iðn­að­ar­hús­næði, í mars 2020. Kveikur fjall­aði þar áður um brot gegn rétt­indum erlends verka­fólks sem þríf­ast undir hatti starfs­manna­leiga í októ­ber 2018.„Efl­ing setti óeðli­legt sam­spil húsa­leigu­kjara og ráðn­ing­ar­sam­bands á dag­skrá í kjara­við­ræðum við Sam­tök atvinnu­lífs­ins vet­ur­inn 2018-2019. Auk þess var sett fram skýr krafa um stór­hertar refsi- og sekt­ar­heim­ildir gegn kjara­samn­ings­brot­um. Lend­ingin varð sú að rík­is­stjórnin setti fram mörg lof­orð um úrbætur á vinnu­mark­aðslög­gjöf­inni og hert við­ur­lög í skjal­inu „Stuðn­ingur stjórn­valda við lífs­kjara­samn­inga“. Efndir á þessum lof­orðum hafa enn ekki sést og sam­kvæmt upp­lýs­ingum Efl­ingar frá ASÍ standa Sam­tök atvinnu­lífs­ins ein­örð gegn þeim,“ segir í til­kynn­ing­unn­i.  

Efl­ing minnir jafn­framt á að öll þjón­usta félags­ins standi fórn­ar­lömbum brun­ans sem eru í Efl­ingu opin.

Verður að hafa raun­veru­legar afleið­ingar

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, seg­ist harmi lost­in. „Í starfi mínu síð­ustu tvö ár hef ég á hverjum ein­asta degi heyrt um launa­þjófn­að, arðrán, mis­beit­ingu, rugl og ógeð. „Besti vinnu­mark­aður í heimi“ er ekk­ert nema martröð fyrir mörg af okkar aðfluttu félög­um. 

Ég krefst þess að við hættum að þola skeyt­ing­ar­leysi þeirra sem völdin hafa yfir lífs­skil­yrðum félaga okkar sem þurfa mest af öllum á því að gengið verði í að bæta þeirra kjör og aðstæð­ur. Hinn hræði­legi harm­leikur verður að hafa raun­veru­legar afleið­ing­ar. Ég hef engin orð til að lýsa Íslandi ef að það ger­ist ekki,“ sagði Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður Efl­ing­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent