Tekjur hótela í Reykjavík drógust saman um 98 prósent í lok mars

Í marsmánuði 2019 var herbergjanýting á hótelum í höfuðborg Íslands 82 prósent. Í síðustu viku marsmánaðar 2020 var hún 2,1 prósent.

Ferðamenn hafa verið mjög fyrirferðamiklir á Reykjavík undanfarin ár. Nú eru þeir vart sjáanlegir í höfuðborginni.
Ferðamenn hafa verið mjög fyrirferðamiklir á Reykjavík undanfarin ár. Nú eru þeir vart sjáanlegir í höfuðborginni.
Auglýsing

Nýt­ing á her­bergjum hót­ela í Reykja­vík fór úr því að vera að með­al­tali 72,3 pró­sent fyrstu vik­una í mars­mán­uði 2020 í að vera 2,1 pró­sent í síð­ustu viku mán­að­ar­ins. Tekjur hót­ela í borg­inni í síð­ustu vik­unni í mars voru sömu­leiðis ein­ungis tvö pró­sent af tekjum þeirra í saman mán­uði 2019.

Þetta kemur fram í nýrri Hag­sjá Hag­fræði­deildar Lands­bank­ans sem birt var í dag. 

Ástæðan er auð­vitað það ástand sem skap­ast hefur í heim­inum vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um, en vegna þess hafa helstu við­skipta­lönd Íslands flest lokað landa­mærum sínum og ferða­menn hætt að ferð­ast. 

Auglýsing
Í Hag­sjánni segir hins vega að her­bergj­a­nýt­ing hafi víða verið verri en hún var í Reykja­vík í síð­asta mán­uði. „Her­bergj­a­nýt­ing í höf­uð­borgum Norð­ur­land­anna og Eystra­salts­ríkja hefur einnig hrunið í mars­mán­uði. Her­bergj­a­nýt­ing í höf­uð­borgum Skand­in­avíu lá á bil­inu 24-26 pró­sent í mars en til sam­an­burðar var hlut­fallið 37,5 pró­sent í Reykja­vík og því tölu­vert hærra en í Skand­in­av­íu. Í mars í fyrra var her­bergj­a­nýt­ing í Skand­in­avíu á bil­inu 63-74 pró­sent en hún var 82 pró­sent í Reykja­vík.“

Þar er bent á að stórar hót­el­keðjur hér á landi hafi brugðið á það að ráð að loka hluta starf­sem­innar meðan mestu ferða­tak­mark­an­irnar verða í gildi. Þannig hafi stærsta hót­el­keðja lands­ins, Íslands­hót­el, til­kynnt að hún muni loka fimm af 17 hót­elum sínum bæði innan og utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Icelandair Hot­els og Center Hot­els hafa einnig lokað hót­elum tíma­bund­ið. 

Í fyrra voru gistinætur Íslend­inga tæp­lega tíu pró­sent af öllum gistin­óttum á hót­elum hér­lend­is, en það hlut­fall er þó afar breyti­legt eftir land­svæð­um. Hag­fræði­deild Lands­bank­ans telur að það verði athygl­is­vert að fylgj­ast með fjölgun gistinótta Íslend­inga á inn­lendum hót­elum þegar sam­komu­banni og fyr­ir­mælum um tak­mörkun ferða­laga inn­an­lands verður aflétt. „Upp frá því kann aukin gist­ing Íslend­inga á hót­elum að milda það högg sem brott­hvarf erlendra ferða­manna mun valda.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent