Hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði hefur aldrei verið jafn hátt

Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að það sem af er ári hefur hlutfall fyrstu kaupenda verið nærri 30 prósentum. Fasteignamarkaðurinn er einkar líflegur nú um stundir en umsvif eru að jafnaði minni á sumrin en á öðrum árstíðum.

Í skýrslu HMS segir að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 5,1 prósent milli ára.
Í skýrslu HMS segir að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 5,1 prósent milli ára.
Auglýsing

Hlut­fall fyrstu kaup­enda af fast­eigna­við­skiptum var nærri 30 pró­sent á fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins og um 28 pró­sent á öðrum árs­fjórð­ungi en hlut­fallið hefur aldrei verið hærra svo langt aftur sem gögn ná. Þetta kemur fram í nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) sem kom út í dag. Í skýrsl­unni segir að hlut­fall fyrstu kaup­enda hafi marg­fald­ast frá árinu 2010 þegar það var í lág­marki.  „Í kjöl­far efna­hags­hruns­ins má gera ráð fyrir að yngra fólk hafi ekki haft tök á að festa kaup á íbúð og hlut­fallið þá lágt vegna þess. Þegar hag­kerfið komst aftur á skrið eftir efna­hags­skell­inn má sjá hvernig hlut­fallið tók aftur að hækk­a,“ segir í skýrsl­unni.Fast­eigna­verð hækkar yfir­leitt í takt við hag­sveifl­una sem gerir það að verkum að veð­rými heim­ila eykst. Það gerir svo mörgum for­eldrum kleift að lána afkvæmum sínum fyrir útborgun fyrstu kaupa, að því er fram kemur í skýrsl­unni. „Hins vegar gætu auknar heim­ildir til nýt­ingar á sér­eign­ar­sparn­aði til fast­eigna­kaupa og skarpar lækk­anir á vöxtum und­an­farna mán­uði hafa auð­veldað þessum hópi að festa kaup á eigin hús­næð­i,“ segir í skýrsl­unni um mögu­legar ástæður þess­arar þró­un­ar.

Auglýsing


Mikil umsvif um þessar mundir

Fram kemur í skýrslu HMS að umsvif á fast­eigna­mark­aði eru mikil um þessar mund­ir. Þau umsvif eru sögð athygl­is­verð fyrir þær sakir að á sumrin eru umsvif fast­eigna­við­skipta að jafn­aði minni en á öðrum árs­tím­um. Sam­kvæmt skýrsl­unni var fjöldi þing­lýstra kaup­samn­inga í júlí nokkuð meiri en hann hefur verið í öðrum mán­uðum árs­ins og er fjölg­unin bundin við Reykja­vík. „Vís­bend­ingar eru um að afgreiðslu­tími þing­lýs­inga hafi auk­ist þó nokkuð á síð­ustu tveimur mán­uðum sem getur bent til þess að mæli­kvarð­inn fjöldi þing­lýstra kaup­samn­inga feli í sér van­mat á umsvifum á fast­eigna­mark­aði um þessar mund­ir,“ segir enn fremur í skýrsl­unni.HMS fylgist einnig með fram­boði á íbúðum í sölu. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi verið um 2.000 íbúðir til sölu í maí en fjöldi þeirra sé nú um 1.700. Íbúðum í sölu hefur því fækkað um 15 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og annað eins í nágrenni höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Á lands­byggð­inni hefur íbúðum í sölu fækkað um átta pró­sent á sama tíma­bili.Fastein­ga­verð hækkar á ný

Í skýrsl­unni kemur fram að vísi­tala paraðra við­skipta gefi til kynna að fast­eigna­verð hafi und­an­farið verið að rísa í öllum lands­hlut­um. „Síð­ustu mán­uði hefur hækkun fast­eigna­verðs verið hóf­leg víð­ast hvar á land­inu og framan af ári hægð­ist á hækk­un­ar­takt­inum en nú má sjá að leitni fast­eigna­verðs hefur tekið að hækka á ný,“ segir um verð­þró­un­ina í skýrsl­unni.Tólf mán­aða hækkun fast­eigna­verðs í júní hafi verið mest í nágrenni höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, þar hafi vísi­tala paraðra við­skipta hækkað um rétt tæp átta pró­sent að nafn­virði á milli ára. Á milli mán­að­anna maí og júní mæld­ist hækk­unin 1,7 pró­sent. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði íbúða­verð að nafn­virði um 5,1 pró­sent á milli ára. Þar var hækk­unin hins vegar mest á milli mán­aða en í júní hækk­aði fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 3,3 pró­sent frá því í maí. Árs­hækkun á lands­byggð­inni nam 3,5 pró­sentum en á milli mán­að­anna maí og júní lækk­aði íbúða­verð á lands­byggð­inni um 2,5 pró­sent.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent