Lögreglan

Minnisblöð Þórólfs: Frá tillögum til ráðlegginga

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur í tæplega tuttugu minnisblöðum sínum til heilbrigðisráðherra lagt til, mælt með og óskað eftir ákveðnum aðgerðum í baráttunni gegn COVID-19. En í því nýjasta kveður við nýjan tón: Mögulegar aðgerðir eru reifaðar en það lagt í hendur stjórnvalda að velja.

 Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur að til­lögu sótt­varna­læknis ákveðið að virkja heim­ildir sótt­varna­laga til að tak­marka sam­komur í fjórar vikur frá mið­nætti 15. mars næst­kom­andi. Með tak­mörkun er átt við við­burði þar sem fleiri en 100 manns koma saman og verða þeir óheim­il­ir.“ Svohljóð­andi til­kynn­ing var birt á vef heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins 13. mars, fyrir nákvæm­lega fimm mán­uðum síð­an. Þó að rætt hafi verið um þennan mögu­leika allt frá því að fyrsta inn­an­lands­smitið af nýrri kór­ónu­veiru greind­ist hér 6. mars, var mörgum brugð­ið. Nýr veru­leiki blasti við.

Nú, 212 dögum frá því sam­komu­bann var sett á hér á landi í fyrsta skipti í ára­tugi, er það enn við lýði þó að það hafi tekið ýmsum breyt­ing­um. Við fórum úr full­komnu sam­komu- og ferða­frelsi yfir í sam­komu­bann sem fyrst var tak­markað við 100 manns, svo 20, þá 50, síðan 200 og loks 500 áður en stigið var skref til baka og fjöld­inn aftur tak­mark­aður við 100.

Áhættu­svæði skil­greind

Á sama tíma hefur ýmis­legt gengið á við landa­mæri Íslands. Fyrsta smitið greind­ist hér 28. febr­úar og dag­inn eftir voru skíða­svæðin í Ölp­unum skil­greind sem áhættu­svæði og allir Íslend­ingar og aðrir búsettir hér sem þaðan komu beðnir að fara í sótt­kví. Ítal­ía, Íran, Suð­ur­-Kórea og Kína fóru sam­tímis á þann lista og á tíma­bil­inu 12.-18. mars bætt­ust Þýska­land, Spánn og Frakk­land við. Erlendir ferða­menn þurftu ekki að fara í sótt­kví. 

Þann 19. mars varð sú breyt­ing á að öll lönd og svæði heims voru skil­greind sem áhættu­svæði og rúmum mán­uði síðar var enn hert á reglum um sótt­kví: Öllum sem komu til lands­ins frá há-á­hættu­svæðum var gert að fara í sótt­kví. 

Þróun á skil­greindum áhættu­svæðum varð svo með þeim hætti að um miðjan maí var ákveðið að taka Fær­eyjar og Græn­land af list­anum og um miðjan júlí bætt­ust Dan­mörk, Finn­land, Nor­egur og Þýska­land í þann hóp.

Auglýsing

Allar þessar aðgerð­ir, sem hvílir á stjórn­völdum að taka ákvarð­anir um, eru byggðar á til­lögum sótt­varna­lækn­is. Frá því hann sendi fyrsta minn­is­blað sitt til heil­brigð­is­ráð­herra 12. mars, þar sem hann lagði til að sam­komu­bann yrði sett á, hefur hann sent mörg til við­bót­ar. 

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur í þessum minn­is­blöðum óskað eft­ir, lagt til, mælt með og hvatt til ákveð­inna aðgerða og hingað til hefur verið farið að hans til­lögum í hví­vetna, hvort sem það snertir fjölda­tak­mark­anir eða ráð­staf­anir á landa­mærum lands­ins. 

En í nýjasta minn­is­blaði Þór­ólfs, sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra á þriðju­dag, hefur orða­lagið breyst. Hann leggur til áfram­hald­andi aðgerðir inn­an­lands en reifar hins vegar „nokkrar aðgerðir á landa­mærum sem komið hafa til umræð­u,“ eins og það er orð­að. Ekki eru því, eins og áður í hans minn­is­blöð­um, settar fram ákveðnar til­lögur hvað þetta varð­ar. Hann gefur hins vegar sitt fræði­lega mat, byggt á sótt­varn­ar­sjón­ar­mið­um, á hverja og eina leið. 

Á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og land­læknis á mið­viku­dag ítrek­aði Þórólfur þetta og sagði að í fréttum af minn­is­blaði hans hefði því verið haldið fram að hann hefði lagt til eða viljað sjá tvær sýna­tökur og sótt­kví á milli í 4-6 daga hjá öllum far­þeg­um. „Þessi túlkun er ekki alls­kostar rétt því hið rétta er að ég lagði fram og reif­aði nokkra kosti varð­andi skimun­ina en taldi að út frá sótt­varna­legu sjón­ar­miði væri þessi kostur áhrifa­rík­ast­ur. Það er ekki það sama og að ég hafi komið með til­lögur um það eða viljað að það væri gert.“



Þórólfur og Svandís á blaðamannafundi í mars þegar tilkynnt var sú ákvörðun að setja á samkomubann.
Bára Huld Beck

Fyrir nokkrum dögum sagði Þórólfur í við­tali í Morg­un­út­varp­inu á Rás 2 að fleiri þyrftu að koma að þessum málum til fram­tíð­ar. Hans sjón­ar­mið sner­ust fyrst og síð­ast um sótt­varnir en málið væri líka póli­tískt og efna­hags­legs eðl­is. 

Í nýjasta minn­is­blað­inu minnir hann aftur á þessa skoðun sína.  „Að mínu mati er nú svo komið að við stöndum frammi fyrir ýmsum mögu­leikum á sótt­varna­að­gerðum bæði á landa­mærum og inn­an­lands sem miða að því að lág­marka áhætt­una á því að hér brjót­ist út alvar­legur far­aldur af völdum COVID-19. Þessar aðgerðir eru hins vegar mis­mun­andi íþyngj­andi fyrir íslenskt sam­fé­lag og íslenskan efna­hag og því blasir við að mínu mati, að stjórn­völd verði að grípa til þeirra aðgerða sem að þeirra mati veldur sem minnstum sam­fé­lags­legum skaða að teknu til­liti til fjölda þátta er varða sótt­varn­ir, lýð­heilsu almennt og sam­fé­lags­leg áhrif.“

Rík­is­stjórnin hefur boðað til blaða­manna­fundar klukkan 14 í dag, föstu­dag. Efni fund­ar­ins er: Skimun á landa­mærum – næstu skref.

Atburða­rásin – til­lögur og ákvarð­anir

Minn­is­blöð sótt­varna­læknis frá upp­hafi far­ald­urs­ins geyma ákveðna sögu um atburða­rás­ina og ákvarð­ana­tök­una. Inni­hald þeirra er áhuga­vert að rifja upp nú fimm mán­uðum frá því sam­komu­bann var sett á. Frá 12. mars til 11. ágúst hefur hann ritað ráð­herra að minnsta kosti 16 minn­is­blöð með til­lögum að aðgerðum í bar­átt­unni gegn far­sótt­inni og öll byggja þau á sótt­varna­legum sjón­ar­mið­um: Að lág­marka útbreiðslu veirunnar eins og frekast er unnt.



Auglýsing

Sam­komu­bann – 100 manns

12. mars sendi sótt­varna­lækn­ir fyrsta minn­is­blað sitt til heil­brigð­is­ráð­herra vegna far­ald­urs­ins. Þá höfðu 122 greinst með COVID-19. Efnið var skýrt og áríð­andi: „Sótt­varna­læknir að höfðu sam­ráði við land­lækni, rík­is­lög­reglu­stjóra og for­mann far­sótt­ar­nefndar Land­spít­ala óskar eftir því við heil­brigð­is­ráð­herra að gefin verði út fyr­ir­mæli um sam­komu­bann á Ísland­i.“ 

Til­laga sótt­varna­læknis var eft­ir­far­andi: Ráð­herra hefur ákveðið að virkja heim­ildir sótt­varna­laga til að setja á sam­komu­bann. Með sam­komu­banni er átt við skipu­lagða við­burði þar sem fleiri en 100 manns koma sam­an. Við öll manna­mót þarf auk þess að tryggja að nánd á milli manna verði yfir tveimur metr­um. Þessi fyr­ir­mæli ná til lands­ins alls.“

Þórólfur röktuddi til­lögu sína með því að yfir tutt­ugu inn­an­lands­smit hefur greinst. Fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar gæfu „sterkar vís­bend­ingar um að veiran sé mjög smit­andi og því sé umtals­verð hætta á útbreiddu sam­fé­lags­legu smit­i“. 

Dag­inn eft­ir, 13. var til­kynnt að Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefði „að til­lögu sótt­varna­læknis ákveðið að virkja heim­ildir sótt­varna­laga til að tak­marka sam­komur í fjórar vikur frá mið­nætti 15. mar­s“. 



Blaðamannafundur þar sem tilkynnt var að samkomubann yrði sett á.
Stjórnarráðið

Sam­komu­bann – 20 manns

21. mars, þegar sótt­varna­læknir sendir sitt annað minn­is­blað, höfðu 529 greinst með veiruna. Tíu lágu á Land­spít­al­an­um, þar af einn á gjör­gæslu. „Einn ein­stak­lingur hefur lát­ist, lík­lega af sjúk­dómn­um, og var það erlendur ferða­mað­ur,“ skrifar Þórólf­ur. Óskaði hann eftir því að gefin yrðu út ný fyr­ir­mæli um sam­komu­bann og nú um að aðeins tutt­ugu mættu koma sam­an. „Fyr­ir­mæli um sam­komu­bann munu hafa mikil áhrif á sam­fé­lagið en lík­legt verður að telja að heilsu­farsá­vinn­ingur sem af þeim hlýst rétt­læti þau áhrif,“ skrif­aði Þórólf­ur.

Í til­kynn­ingu heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins dag­inn eftir kom fram að að ráð­herra hefði ákveðið að fara að til­lögu sótt­varna­lækn­is, tak­marka sam­komur enn frekar en áður „vegna hraðrar útbreiðslu COVID-19 í sam­fé­lag­in­u“. 



3. apríl er sam­komu­bann fram­lengt. „Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur ákveðið að fram­lengja til 4. maí þær tak­mark­anir á sam­komum og skóla­haldi sem áttu að falla úr gildi 13. apr­íl. Ákvörð­unin er í sam­ræmi við til­lögu sótt­varna­lækn­is­.“ 



Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á einum af fyrstu upplýsingafundunum í vetur.

Sam­komu­banni verði aflétt í skrefum

Tíu dögum síðar eða 11. apríl skrifar Þórólfur nýtt minn­is­blað og fer yfir stöð­una. „Í dag hafa alls 1.698 ein­stak­lingar greinst með COVID-19 hér á landi en alls hefur 101 ein­stak­lingur lagst inn á sjúkra­hús, 29 á gjör­gæslu­deild, 16 ein­stak­lingar þurft á aðstoð önd­un­ar­véla að halda og átta lát­ist. Nýsmitum hefur hins vegar farið fækk­andi á und­an­förnum dögum og má telja víst að far­ald­ur­inn sé í rénun hér á land­i.“

Lagði hann til að tak­mörk­unum yrði aflétt í skrefum næstu mán­uði en þó að hámarki við 2.000 manns „að minnsta kosti út ágúst“.

Í minn­is­blað­inu hamr­aði Þórólfur á mik­il­vægi sótt­varna­að­gerða: „Ég legg hins vegar áherslu á að áfram þarf að greina hratt ein­stak­linga með COVID-19, ein­angra sýkta, rekja smit og beita sótt­kví á ein­stak­linga sem grun­aðir eru um smit. Þessu þarf að við­halda a.m.k. út árið 2020.“ Þá þyrfti jafn­framt að við­halda leið­bein­ingum til ein­stak­linga um sótt­varn­ir.

Einnig fjall­aði hann um mik­il­vægi þess að grípa til ráð­staf­ana til að veiran kæmi ekki til lands­ins með ferða­mönnum og minnti á að í gangi væri vinna starfs­hóps, sem hann skip­aði, undir for­ystu rík­is­lög­reglu­stjóra til að kanna hvernig slíkt mætti útfæra. „Þegar nið­ur­staða starfs­hóps­ins liggur fyrir er von á frek­ari til­lögum frá sótt­varna­lækni varð­andi þær aðgerð­ir.“

Hann lagði svo til að frá og með 4. maí myndu 50 mega koma saman í stað tutt­ugu.



Auglýsing

Sam­komu­bann – 50 manns

21. apríl til­kynnti heil­brigð­is­ráðu­neytið um breyttar reglur frá 4. maí og að það væri gert í sam­ræmi við til­lögur sótt­varna­lækn­is.



19. apríl sagði í minn­is­blaði Þór­ólfs til heil­brigð­is­ráð­herra: „Í dag er staðan sú að tek­ist hefur að mestu að ráða nið­ur­lögum COVID-19 far­ald­urs­ins hér á landi þannig að ein­ungis nokkur til­felli grein­ast hér dag­lega. Þetta hefur tek­ist með sam­eig­in­legu átaki og sam­stöðu þjóð­ar­inn­ar.“

Benti hann á að verk­efna­hópur um aðgerðir við landa­mærin hefði skilað sínum til­lög­um. „Sótt­varna­læknir telur mik­il­vægt að sem fyrst verði settar reglur í sam­ræmi við til­lögur verk­efna­hóps­ins. Lagt er til að und­an­þágur frá sótt­kví eða útfærsla sótt­kvíar verði í höndum sótt­varna­læknis og að regl­urnar muni gilda til 15. maí 2020. Að þeim tíma liðnum verði regl­urnar end­ur­skoð­aðar skv. til­lögum frá sótt­varna­lækn­i.“

22. apríl er reglum um sótt­kví breytt „í sam­ræmi við til­lögu sótt­varna­lækn­is“ og allir sem komu til lands­ins var skylt að fara í sótt­kví í 14 daga frá komu, en áður höfðu erlendir ferða­menn verið þar und­an­skyld­ir. 

4. maí er svo dag­ur­inn sem beðið hafði verið eft­ir: „Á mið­nætti tóku gildi nýjar reglur heil­brigð­is­ráð­herra um tak­mark­anir á sam­komum,“ sagði í til­kynn­ingu frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu. „Áfram gildir reglan um tveggja metra nálægð­ar­tak­mörk hjá full­orðnum og gæta þarf að hrein­læti og sótt­vörnum líkt og áður­.“ 



Í byrjun júní náðist sá áfangi í baráttunni gegn kórónuveirunni að í sjö daga greindist ekkert nýtt smit innanlands.
Grafík: Hilmar Gunnarsson

Rýmkaðar ferða­tak­mark­anir

„Í dag eru öll lönd utan Íslands skil­greind sem há-á­hættu­svæð­i,“ skrifar Þórólfur í minn­is­blaði sínu 11. maí og öllum sem þaðan komi skylt að fara í 14 daga sótt­kví. Staðan væri hins vegar sú að tek­ist hefði að ráða nið­ur­lögum far­ald­urs­ins þannig að „ein­ungis stök eða engin til­felli eru að grein­ast hér á degi hverj­u­m“. Því væri ljóst að aflétta þyrfti ýmsum höml­um, m.a. hömlum á ferða­menn til lands­ins. „Á sama tíma þarf að tryggja eins og kostur er að COVID-19 sjúk­dóm­ur­inn ber­ist ekki hingað til lands en víð­ast hvar geisar far­ald­ur­inn í mun meira mæli en hér á land­i.“

Lagði Þórólfur til að í nýjum reglum yrðu und­an­þágu­heim­ildir fyrir ein­stak­linga og starfs­menn fyr­ir­tækja og stofn­an­ana frá sótt­kví vegna ákveð­innar starf­semi og verk­efna en í sam­ræmi við leið­bein­ingar um sótt­varna­ráð­staf­an­ir. 

15. maí tóku nýjar reglur um sótt­kví og ein­angrun gildi, í sam­ræmi við til­lögur sótt­varna­lækn­is. „Kjarn­inn í breyt­ing­unni felst í því að skil­yrði fyrir vinnu­sótt­kví verða ekki lengur bundin við kerf­is­lega eða efna­hags­lega mik­il­væga starf­semi. Fyrst og fremst verður horft til þess að við­kom­andi umgang­ist ekki aðra meðan á sótt­kví stend­ur,“ sagði í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.



Sam­komu­bann – 200 manns og ný 2 metra regla

 „Í dag hafa alls 1.803 ein­stak­lingar greinst með COVID-19 hér á landi en alls hafa 115 ein­stak­lingar lagst inn á sjúkra­hús, 30 á gjör­gæslu­deild, 18 ein­stak­lingar þurft á aðstoð önd­un­ar­véla að halda og tíu lát­ist,“ skrifar Þórólf­ur í minn­is­blaði til ráð­herra 20. maí. „Nýsmitum hefur hins vegar fækkað veru­lega á und­an­förnum dögum og hafa ein­ungis fimm ein­stak­lingar greinst sem af er maí.“

Benti hann á að fyrsta aflétt­ing á sam­komu­tak­mörk­unum virt­ist ekki hafa leitt til aukn­ingar á til­fellum og lagði til að fjölda­mörk yrðu hækkuð úr 50 í 200 og að tveggja metra reglan skyldi gilda sam­kvæmt nýrri skil­grein­ingu: „Hug­myndin er að sett verði regla sem er svipuð og regla er varðar aðgengi fatl­aðs fólks að ýmissi þjón­ustu, þ.e. að gert sé ráð fyrir að ein­stak­ling­ar, sér­stak­lega við­kvæmir ein­stak­ling­ar, þurfi meira pláss eða aðrir og að einnig geti reglan verið val fólks. Þannig má fólk sitja eða standa þétt en bjóða þarf þeim sem það vilja að halda tveggja metra fjar­lægð.“ 

22. maí er tillkynnt á vef ráðu­neyt­is­ins að losað verði um tak­mark­anir 25. maí „í fullu sam­ræmi við til­lögur sótt­varna­lækn­is“.



Þórólfur og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hafa setið margan fundinn saman síðustu mánuði.
Lögreglan

Frek­ari losun ferða­tak­mark­ana - landamæra­skimun

1. júní sagði í minn­is­blaði sótt­varna­læknis að nokkur hund­ruð ein­stak­lingar hefðu nýtt sér vinnu­staða­sótt­kví (sótt­kví B) sem leið inn í landið „án þess að smit hafi komið upp“. Staða COVID-19 far­ald­urs­ins á Íslandi væri sú, að eitt eða engin til­felli væru að grein­ast á dag og lítil merki væru um útbreitt sam­fé­lags­legt smit. 

Þórólfur fór ítar­lega yfir mögu­leika á tak­mörk­unum á komu ferða­manna og til­lög­ur. Taldi hann mik­il­vægt að skimun á landamæra­stöðvum yrði hrint í fram­kvæmd til að fá reynslu á það fyr­ir­komu­lag á meðan ferða­manna­straumur væri ekki mik­ill. „Ég legg til að stefnt verði að því að hefja skimun með PCR prófum á landa­mærum á Íslandi þ. 15. júní n.k. Stefnt verði að því að vinnan standi yfir í a.m.k. 6 mán­uði með mög­leika á end­ur­skoðun á tíma­bil­inu og að skimunin verði skil­greind sem sótt­varn­ar­ráð­stöf­un.“

Taldi hann enn­fremur að vegna tak­mark­aðrar grein­ing­ar­getu sýkla- og veiru­fræði­deildar Land­spít­ala væri mik­il­vægt að leita til Íslenskrar erfða­grein­ingar um aðstoð við grein­ingu sýna og upp­lýs­inga­tækni­mála „strax frá upp­hafi“. 

2. júní, sagði í til­kynn­ingu fjög­urra ráðu­neyta að sam­kvæmt hag­rænu mati sem unnið hefði verið að beiðni for­sæt­is­ráð­herra „yrðu efna­hags­legar afleið­ingar þess að við­halda óbreyttu ástandi ferða­tak­mark­ana gríð­ar­legar og rétt að draga úr þeim sam­hliða sótt­varna­að­gerð­u­m.“  Einnig kom fram að heil­brigð­is­ráð­herra hefði ákveðið að fall­ast á til­lögu sótt­varna­læknis um breyt­ingu á reglum um komur ferða­manna til Íslands. „Komu­far­þegum mun standa til boða að fara í sýna­töku á Kefla­vík­ur­flug­velli frá og með 15. júní [...]. Að öðrum kosti þurfa þeir að fara í tveggja vikna sótt­kví eins og verið hef­ur.“



Þórólfur á einum af þeim hundrað upplýsingafundum sem haldnir hafa verið.
Lögreglan

Sam­komu­bann – 500 manns

8. júní er komið að enn einu minn­is­blaði sótt­varna­læknis og staðan í far­aldr­inum sögð sú að nýsmitum hafi fækkað veru­lega og að ein­ungis níu hafi greinst í maí og það sem af væri júní.

Í minn­is­blað­inu lagði hann m.a. til að fjölda­mörk færu úr 200 í 500 og að tak­mörk­unum á fjölda gesta í sund­laugum og á lík­ams­rækt­ar­stöðvum verði aflétt. Heil­brigð­is­ráð­herra gerði þessar til­lögur sam­dæg­urs að reglum sem giltu frá 15. júní.

8. júní var einnig birt til­kynn­ing á vef fimm ráðu­neyta um breyt­ingar á reglum um komur ferða­manna til Íslands frá 15. júní í sam­ræmi við til­lögur sótt­varna­lækn­is. „Farið verður af stað með ýtr­ustu aðgát til þess að stofna ekki í hættu þeim árangri sem náðst hefur við að ná tökum á far­sótt­inni af völdum COVID-19.“ 



Litla hópsmitið

29. júní hafði hópsmit komið upp út frá íslenskum ferða­manni sem hafði greinst nei­kvæður í landamæra­skim­un. „Frá því að skimanir fyrir COVID-19 á landa­mærum voru teknar upp hafa um 17.500 ferða­menn komið hingað til lands og sýni tekin frá um 12.500 ein­stak­ling­um,“ sagði í minn­is­blaði sótt­varna­læknis þennan dag. „Virk smit hafa fund­ist hjá fjórum ein­stak­lingum og hafa þeir verið settir í ein­angr­un. Einn þess­ara ein­stak­linga sem kom frá Banda­ríkj­unum náði að smita fjóra. Þessi ein­stak­lingur greind­ist ekki með veiruna við skimun á landa­mær­um.“

Lagði hann til að haldið yrði áfram að skima á land­mærum og að til greina kæmi að setja Íslend­inga og ferða­menn búsetta hér á landi sem koma frá löndum með mikla áhættu á COVID-19, í sótt­kví með mögu­leika á sýna­töku eftir 4-5 daga. „Hættan á smiti frá sýktum Íslend­ingi er marg­falt meiri en frá smit­uðum erlendum ferða­manni vegna útbreidd­ara tengsla­nets,“ ítrek­aði Þórólf­ur. 

Hann hafði rætt mögu­leik­ann á því að hækka hámarks­fjölda þeirra sem koma mættu saman en lagði þarna til að honum yrði haldið óbreyttum eða við 500 manns. Sömu­leiðis lagði hann til að afgreiðslu­tími skemmti- og veit­inga­staða yrði óbreyttur eða til kl. 23. „Áróður til almenn­ings um ein­stak­lings­bundnar sýk­inga­varnir verði efld­ur,“ stóð svo í einni til­lögu Þór­ólfs. 



Ráðherrar á fundi í Safnahúsinu þar sem farið var yfir næstu skref í aðgerðum vegna farsóttarinnar.
Bára Huld Beck

Heim­komusmit­gát

8. júlí lagði sótt­varna­læknir til að að emb­ættið fengi heim­ild til að færa lönd af lista yfir áhættu­svæði yfir á lista landa sem talin væru lág-á­hættu­svæði. Ferða­menn frá þeim lista yrðu svo und­an­þegnir sótt­kví og skimun á landa­mær­um. Einnig lagði hann til að frá 13. júlí færu Íslend­ingar sem búsettir væru erlendis sem og allt fólk búsett hér á landi í 4-5 daga „heim­komu-smit­gát“ í kjöl­far landamæra­skimun­ar. Á meðan henni stæði ætti fólk að gæta ítr­ustu var­úð­ar. „Boðið verður upp á nýtt skimun­ar­próf eftir 4-6 daga og losnar við­kom­andi úr smit­gát­inni ef nið­ur­staðan verður nei­kvæð.“

Sýna­taka tvö var komin til sög­unn­ar.

Fjölda­tak­mark­anir áttu enn að mið­ast við 500 en afgreiðslu­tíma vín­veit­inga­staða átti að end­ur­skoða í lok júlí.

Heil­brigð­is­ráð­herra fór að til­lögum sótt­varna­læknis og tóku regl­urnar gildi 13. júlí. 

15. júlí greina utan­rík­is- og heil­brigð­is­ráðu­neyti frá því að sótt­varna­læknir hafi ákveðið að fjar­lægja Dan­mörk, Nor­eg, Finn­land og Þýska­land af lista yfir áhættu­lönd. „Þar af leið­andi munu ferða­menn sem koma frá þessum löndum verða und­an­þegnir sótt­kví og skimun­ar­kröfum sem eiga almennt við um far­þega sem koma til Íslands.“





Sam­komu­bannið sem aldrei varð – 1.000 manns

Sótt­varna­læknir fór yfir stöð­una í minn­is­blaði sínu til ráð­herra 17. júlí er mán­uður var lið­inn frá því að landamæra­skimun hófst. Hann sagði að virk smit hefðu fund­ist hjá fjórtán ein­stak­lingum og inn­an­lands­smit frá þeim greinst hjá 11. Engin önnur inn­an­lands­smit hefðu greinst frá miðjum júní. „Ég tel að skimanir á landa­mærum séu nú komnar í gott horf og hefur opnun landamær­anna ekki leitt til aukn­ingar á inn­an­lands­smit­um. Því tel ég tíma­bært að huga að frek­ari til­slök­unum á tak­mörk­unum inn­an­lands.“

Lagði hann til að frá og með 4. ágúst mættu 1.000 manns koma saman í stað 500 og að frá og með þeim degi mættu skemmti- og vín­veit­inga­staðir hafa opið til mið­nætt­is.

Tíu dögum seinna var allt önnur stefna tek­in. „Á und­an­förnum dögum hefur orðið sú breyt­ing á far­alds­fræði COVID-19 hér á landi að inn­flutt smit hafa greinst hér í vax­andi mæli og dreif­ing hefur orðið inn­a­lands,“ stendur í minn­is­blaði þann 27. júlí. Í ljósi þessa lagði sótt­varna­læknir til að fjölda­tak­mark­anir héld­ust óbreyttar til 18. ágúst og sömu­leiðis afgreiðslu­tími vín­veit­inga­staða. Líkt og áður fellst heil­brigð­is­ráð­herra á til­lögur hans. 

Til baka

Tveimur dögum síðar sendi hann nýtt minn­is­blað. Nú var komið að því að stíga skref til baka. „Und­an­farna 10-14 daga hafa komið upp veik­indi vegna kór­óna­veiru meðal ein­stak­linga sem ekki hafa ferð­ast erlendis frá sjálfir og sem ekki hafa tengsl við inn­flutt til­felli hér á landi í fyrsta sinn frá því að far­aldur sem gekk hér í vor leið undir lok.“ 

Mælti hann með því að fjölda­tak­mörk yrðu aftur færð niður í 100 manns, að tveggja metra reglan yrði ekki lengur val­frjáls og að grímur yrðu not­aðar þar sem henni yrði ekki við kom­ið. 

„Smitin sem nú eru í gangi hafa að öllum lík­ind­um, byggt á rað­grein­ing­ar­mynstri, borist hingað til lands eftir að far­aldur hér gekk yfir í vor og það þrátt fyrir þær aðgerðir sem gripið hefur verið til við skimun á landa­mærum,“ skrifar Þórólfur og að þörf sé á að efla ráð­staf­anir á landa­mær­um. Hann mælti með að tvö­faldri sýna­töku yrði beitt á alla sem hingað kæmu frá áhættu­svæðum og myndu dvelja hér 10 daga eða leng­ur. 

Ef þessi ráð­stöfun bæri ekki árangur og inn­lend smit kæmu upp tengd komu­far­þegum þyrfti að herða enn frekar aðgerðir og „hug­leiða eft­ir­far­andi kost­i“:

1) Engin sýna­taka á landa­mærum, 14 daga sótt­kví fyrir alla sem koma frá áhættu­svæði. „Þetta úrræði var áður notað vegna ferða frá áhættu­svæðum frá upp­hafi far­aldrar fram til 15. júní og er talið hafa átt stóran þátt í því að tak­marka umfang far­ald­urs­ins í vor.“

2) Engin sýna­taka á landa­mærum, sótt­kví í 5-7 daga fyrir alla þar sem sýni í veiru­leit væri tekið á 5. degi, sótt­kví aflétt ef það er nei­kvætt. 

Ákvörðun heil­brigð­is­ráð­herra var birt dag­inn eftir og var hún í sam­ræmi við til­lög­urn­ar. 



Þórólfur slær á létta strengi á upplýsingafundi í vor.
Lögreglan

Í sínu nýjasta minn­is­blaði, dag­settu 11. ágúst, segir m.a. að þar sem ásókn í und­an­þágur frá sótt­kví hafi verið all­mikil sé ekki hægt að tala um að landið hafi verið lokað fram að 15. júní. „Ekki liggja fyrir upp­lýs­ingar um hversu vel ein­stak­lingar héldu reglur í sinni sótt­kví en engar sýk­ingar voru raktar til þess­ara ein­stak­linga.“

Þrátt fyrir umfangs­mikla skimun ferða­manna væru komnar upp tvær hóp­sýk­ingar af völdum tveggja und­ir­teg­unda af veirunni – teg­unda sem ekki höfðu fund­ist í landamæra­skim­un. 

Hann leggur í minn­is­blað­inu til áfram­hald­andi aðgerðir inn­an­lands en reifar leiðir sem hafa verið í umræð­unni um aðgerðir á landa­mær­un­um. 

Þórólfur hefur margoft sagt að það séu stjórn­völd – ekki hann – sem taki end­an­legar ákvarð­an­ir. Hingað til hafa stjórn­völd fylgt hans til­lög­um. En þó að mögu­legar aðgerðir sem hann reifar í minn­is­blað­inu séu ekki eig­in­legar til­lögur er það þó ein sem hann telur áhrifa­rík­asta til að koma í veg fyrir að veiran ber­ist hingað til lands: Að skima alla far­þega á landa­mærum, krefja þá um 4-6 daga sótt­kví og skima þá aftur að þeim tíma liðn­um.

Sótt­varna­svið land­lækn­is, sem Þórólfur Guðna­son fer fyr­ir, ber ábyrgð á því að veita ráð­legg­ingar á sviði sótt­varna til stjórn­valda, almenn­ings og ann­arra aðila sem koma að almanna­vörn­um, gera við­brags­á­ætl­anir í sam­vinnu við almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og grípa til opin­berra og ein­stak­lings­bund­inna aðgerða sem geta hindrað far­sóttir í land­inu. Í sótt­varna­lögum stendur að ráð­herra ákveði, að feng­inni til­lögu sótt­varna­lækn­is, hvort grípa skuli til sótt­varna­ráð­staf­ana.

Sú stað­reynd að sér­fræð­ingar en ekki stjórn­mála­menn hafi verið í fram­lín­unni við COVID-19 hér á landi hefur vakið athygli víða um heim. Sér­fræð­ingar hafi lagt lín­urnar sem stjórn­mála­menn­irnir svo fylgdu.

Ráð­legg­ingar Þór­ólfs og álit á fram­haldi aðgerða við landa­mærin liggja fyr­ir. En nú er komið að stjórn­völdum að velja. ­Rík­is­stjórnin hefur boðað til blaða­manna­fundar klukkan 14 í dag, föstu­dag. Efni fund­ar­ins er: Skimun á landa­mærum – næstu skref.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent