SA og SAF vilja frumvarp um ríkisábyrgð til Icelandair samþykkt í óbreyttri mynd

Samtök atvinnulífsins og Samtök Ferðaþjónustunnar sendu saman frá sér umsögn um frumvarp um ríkisábyrgð til Icelandair. Ríkisendurskoðun segir í sinni umsögn það vera möguleika í stöðunni að ríkið eignist hlut í félaginu en tekur ekki afstöðu til þess.

icelandair af fb.jpg
Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins og Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar styðja það og hvetja til þess að frum­varp fjár­mála­ráð­herra um rík­is­á­byrgð vegna Icelandair verði sam­þykkt í óbreyttri mynd. Þetta kemur fram í umsögn um frum­varpið sem sam­tökin sendu sam­eig­in­lega frá sér.Fyrstu umræðu um frum­varpið lauk á föstu­dag og mál­inu í kjöl­farið vísað til fjár­laga­nefnd­ar. Með frum­varp­inu til fjár­auka­laga er lögð til heim­ild handa ráð­herra til að veita Icelandair sjálf­skuld­ar­á­byrgð frá rík­is­sjóði á lánum vegna tekju­falls félags­ins  vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Gert er ráð fyrir að heild­ar­skuld­bind­ing rík­is­sjóðs jafn­gildi allt að 15 millj­örðum króna. Afskipti hins opin­bera megi ekki vera of mikil

Í umsögn­inni er tekið fram að sam­tökin bæði séu ekki fylgj­andi miklum rík­is­af­skipt­um. „Sam­tökin hafa alltaf verið þeirrar skoð­unar að afskipti hins opin­bera af atvinnu­líf­inu megi ekki vera of mik­il. Tvær hliðar eru á þeim pen­ingi. Ann­ars vegar að laga- og skattaum­hverfi megi ekki vera of íþyngj­andi fyrir atvinnu­lífið til að draga ekki um of úr sam­keppn­is­hæfni þess. Hins vegar að forð­ast eigi að beita íviln­unum fyrir ein­stök fyr­ir­tæki og atvinnu­grein­ar, heldur að skapa almennt gott rekstr­ar­um­hverf­i,“ segir þar. 

Auglýsing


Þar segir að nú sé uppi for­dæma­laus staða í íslensku efna­hags­lífi. Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hafi einna mest áhrif á ferða­þjón­ustu og í sam­an­burði við önnur vest­ræn ríki séu áhrif ferða­þjón­ustu á efna­hag einna mest hér á landi.Kerf­is­lega mik­il­vægt félag

Í umsögn sinni segja sam­tökin Icelandair vera kerf­is­lega mik­il­vægt fyrir Ísland að tvennu leyt­i:. „Ann­ars vegar sem hluti af mik­il­vægum sam­göngu­innviðum fyrir Íslend­inga til að gefa þeim kost á að ferð­ast til og frá land­inu. Hins vegar flytur eng­inn fleiri ferða­menn til lands­ins.“Ólík­legt sé að erlend flug­fé­lög myndu sinna þessu hlut­verki með sama hætti og að mati sam­tak­anna eru því líkur á að fjöldi áfanga­staða fækki og flug­tíðni lækki, fari svo að Icelandair hyrfi af mark­aðn­um. Þar að auki segja sam­tökin það skapa fleiri störf að hafa flug­fé­lag með bæki­stöðvar á land­in­u. Sam­tökin telja það að með því að veita ábyrgð á láni, í stað þess að leggja til lánsfé eða hluta­fé, sé áhætta skatt­greið­anda af stuðn­ingi við Icelandair lág­mörk­uð. „Tryggt er að ríkið verði síð­ast inn og fyrst út, eins og fjárm ála- og efna­hags­ráð­herra hefur orðað það. Sú útfærsla á stuðn­ingnum er því til fyr­ir­mynd­ar,“ segir um frum­varpið í umsögn­inni. Sam­tökin styðja það því bæði að frum­varpið verði klárað óbreytt.Mögu­leiki í stöð­unni að ríkið eign­ist hlut í félag­inu

Rík­is­end­ur­skoðun segir helsta álita­mál frum­varps­ins vera hvernig trygg­ingum fyrir lánið ætti að vera hátt­að. Í umsögn frá Rík­is­end­ur­skoðun segir að frum­varpið sé fáort um þetta en „Ijóst má vera að veð­hæfi félags­ins er orðið þannig að lítið er um hefð­bundin veð sem unnt væri að setja til trygg­ingar láni nema þá að vera aft­ar­lega í veð­röð.“ Að mati rík­is­end­ur­skoð­unar er ósenni­legt að þær eignir sem settar verði fram sem trygg­ing fyrir end­ur­heimt sam­kvæmt frum­varp­inu standi undir kröf­um, ef allt fer á versta veg í rekstri félags­ins. Það sé því ástæða til að velta fyrir sér hvort sviðs­myndir sem stjórn­endur Icelandair settu upp séu raun­hæfar að mati Rík­is­end­ur­skoð­un­ar.Annar mögu­leiki í stöð­unni væri sá að rík­is­sjóður eign­að­ist hlut í félag­inu ef gengið yrði á ábyrgðir sam­kvæmt umsögn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Hrein­lega gæti ríkið tekið rekstur félags­ins yfir með það fyrir augum að finna síðar mögu­lega eig­endur segir þar enn frem­ur. Það sé þó póli­tík­ur­innar að ákveða það: „Þetta eru á hinn bóg­inn ákvarð­anir sem byggj­ast á stjórn­mála­legum for­sendum sem umsögn þessi nær ekki til og rík­is­end­ur­skoð­andi tekur ekki afstöðu til.”Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Biðin eftir jólunum getur verið löng og ströng en félagssálfræðingur segir fullorðið fólk fullfært um að telja niður dagana og þurfi því ekki jóladagatöl líkt og börnin.
Fullorðna fólkið kann að telja og ætti ekki að þurfa jóladagatal
Jóladagatöl af ýmsu tagi hafa verið að festa sig í sessi á íslenskum markaði, rétt eins og afsláttardagar að bandarískri fyrirmynd. Prófessor í félagssálfræði segir fullorðið fólk kunna og telja og þurfi því ekki jóladagatöl.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent