Samdráttur í auglýsinga- og reikitekjum ráðandi í áframhaldandi tapi á rekstri Sýnar

Forstjóri Sýnar segir það fráleitt að takmarka aðgengi Íslendinga að besta 5G búnaðinum til þess að þóknast utanríkispólitík Donalds Trump. Þrátt fyrir mikinn taprekstur undanfarna ársfjórðunga sé það ætlun hans að skila fjármagni til hluthafa á næstunni.

Sýn - Fjölmiðlar
Auglýsing

Fjar­­skipta- og fjöl­miðla­­fyr­ir­tækið Sýn tap­aði 410 millj­ónum króna á fyrri hluta árs­ins 2020. Félagið tap­aði 1,7 ,millj­arði króna á árinu 2019 og hefur því tapað yfir tveimur millj­örðum króna á einu og hálfu ári. Þetta kemur fram í árs­hluta­reikn­ingi félags­ins sem birtur var í gær.

Inni í þeirri tölu er ein­skipt­is­hagn­aður vegna sölu á fær­eyska félag­inu Hey upp á 817 millj­ónir króna í byrjun árs í fyrra. Án hans hefði tapið auk­ist um þá tölu. 

Tapið á öðrum árs­fjórð­ungi, sem hófst í byrjun apríl og lauk í lok júní, nam 60 millj­ónum króna en það er umtals­vert minna tap en á sama árs­fjórð­ungi í fyrra þegar tapið var 215 millj­ónir króna.

Tekjur Sýnar vaxa enda milli ára. Þær voru 10,3 millj­arðar króna á fyrri hluta árs­ins en höfðu verið rétt um tíu millj­arðar króna á sama tíma­bili 2019. Tekju­hækk­unin er að öllu leyti til­komin vegna þess að tekjur End­or, upp­­lýs­inga­­fyr­ir­tækis sem stýrir ofur­­tölvum sem Sýn keypti í fyrra, komu inn í sam­stæðu­reikn­ing félags­ins í ár. Tekjur vegna hýs­ing­ar- og rekstr­ar­lausna voru því 1.315 millj­ónir króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2020 en þær voru engar í fyrra. 

Á sama tíma hafa tekjur af bæði fjar­skiptum og fjöl­miðlun dreg­ist sam­an. 

Enn drag­ast tekjur af fjöl­miðl­unum saman

Sýn keypti ýmsa fjöl­miðla af félag­inu 365 miðlum í lok árs­ins 2017. Um er að ræða ljós­vaka­miðla á borð við Stöð 2, Bylgj­una og tengdar útvarps­stöðvar og frétta­vef­inn Vísi. Kaup­verðið var 8,2 millj­arðar króna. 

Á milli áranna 2018 og 2019 lækk­uðu tekjur Sýnar af umræddum fjöl­miðlum um 446 millj­ónir króna og í upp­hafi árs 2020 var við­skipta­vild sem var til­komin vegna fjöl­miðl­anna sem voru keyptir lækkuð um 2,5 millj­arða króna. Mark­aðsvirði Sýnar í heild í dag er 6,9 millj­arðar króna, eða umtals­vert lægri upp­hæð en félagið greiddi fyrir fjöl­miðl­anna árið 2017, en fjöl­miða­starf­semi er um 35 pró­sent af tekju­straumum Sýn­ar.

Auglýsing
Tekjur af fjöl­miðlun voru 551 milljón krónum lægri á fyrri hluta yfir­stand­andi árs en á sama tíma í fyrra. Ef miðað er við fyrri hluta árs­ins 2018 voru tekj­urnar 637 millj­ónum krónum minni nú en þá. 

Sam­drátt­ur­inn var mestur á öðrum árs­fjórð­ungi og er það meðal ann­ars rekið til þess að aug­lýs­inga­tekjur hafi dreg­ist saman um 17 pró­sent milli árs­helm­inga. Í í fjár­festa­kynn­ingu Sýnar segir að þetta sé að stórum hluta vegna COVID-19 en þó til­tekið að aug­lýs­inga­sala hafi tekið aftur við sér á seinni hluta ann­ars árs­fjórð­ungs. Þannig hafi aug­lýs­inga­tekjur júní mán­aðar hærri en tekjur sama mán­aðar árið áður

Áskrift­ar­tekjur dróg­ust líka saman milli tíma­bila vegna áhrifa af verð- og dag­skrár­breyt­inga sem „vegið er upp með auknum tekjum af sjón­varps­dreif­ing­u,“ sam­kvæmt fjár­festa­kynn­ing­unn­i. 

Þá er Sýn með hluta af sínum kostn­aði í erlendri mynt, og þar vegur einna þyngst kostn­aður sýn­ing­ar­rétta á efni sem sýnt er á sjón­varps­stöðvum félags­ins. Um 14 pró­sent veik­ing krón­unnar það sem af er ári hefur .ví hækkað rekstr­ar­kostnað Sýn­ar. 

Reiki­tekjur hverfa með ferða­mönn­unum

Fjar­skipta­tekjur Sýnar drag­ast líka umtals­vert sam­an. Á öðrum árs­fjórð­ungi, þegar áhrif af COVID-19 komu sem mest fram,. lækk­uðu tekjur af far­síma­þjón­ustu til að mynda um 14 pró­sent og tekjur af fast­línu um næstum fjórð­ung. Tekjur af inter­neti hafa enn fremur dreg­ist saman um fimm pró­sent.Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar. 

Í fjár­festa­kynn­ing­unni kemur fram að það sé sam­drátt­ur­inn í far­síma­tekjum sé að stóru leyti bein­tengdur fækkun ferða­manna til lands­ins og sam­drætti í ferðum Íslend­inga erlendis vegna COVID-19. Það hafi hríð­lækkað svo­kall­aðar reiki­tekjur Sýn­ar, en í árs­hluta­reikn­ingi félags­ins segir að þær hafi lækkað alls um 84 pró­sent frá upp­hafi far­ald­urs­ins. „Ef sam­bæri­leg staða verður á aðgerðum stjórn­valda vegna far­ald­urs­ins við landa­mæri eins og þær eru núna þá má ætla að reiki­tekjur hverfi nærri að fullu seinni hluta árs­ins.“  Mögu­leg áhrif sam­dráttar í reiki­tekjum á fram­legð árs­ins 2020 er um 200 millj­ónir króna. 

Lægri tekjur í sölu á inter­neti eru útskýrðar með því að komið hafi verið til móts við við­skipta­vini með því að fella niður kostnað vegna umfram gagna­magns­notk­unar í sam­komu­bann­i. 

Vöru­sala hefur líka orðið fyrir umtals­verðum áhrifum af far­aldr­inum og tekjur vegna hennar dróg­ust saman um sjö pró­sent á öðrum árs­fjórð­ungi 2020, þar sem opn­un­ar­tíma versl­ana var breytt í sam­komu­bann­inu og verslun félags­ins í Kringl­unni lok­að. 

Frá­leitt að tak­marka aðgengi til að þókn­ast Trump

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands vegna birt­ingar á árs­hluta­upp­gjör­inu er haft eftir Heið­ari Guð­jóns­syni, for­stjóra Sýn­ar, að rekst­ur­inn hefði verið arð­samur ef COVID-19 hefði ekki komið til. „Bæði aug­lýs­inga- og reiki­tekjur minnk­uðu umtals­vert á tím­anum auk þess sem tekjur komu ekki inn að fullu af tveimur stærstu efn­is­rétt­un­um, EM í fót­bolta og Meist­ara­deild­inni, líkt og ráð hafði verið fyrir gert.“ 

Hann segir þar að enn sé beðið eftir athuga­semdum frá eft­ir­lits­að­ilum vegna hugs­an­legs sam­starfs allra þriggja stóru sím­fyr­ir­tækj­anna (Sím­ans, Sýnar og Nova) varð­andi sam­eig­in­lega upp­bygg­ingu 5G. „Þar teljum við að hags­munir almenn­ings og þjóðar­ör­yggi fari alger­lega saman því verið væri að útvíkka birgja­sam­bönd og tryggja sem besta samn­ings­stöðu við erlenda fram­leið­end­ur. Það væri frá­leitt að tak­marka aðgengi íslenskra einka­fyr­ir­tækja að besta og ódýrasta bún­að­inum til þess eins að þókn­ast utan­rík­is­póli­tík Don­alds Trump.“ Þar á Heiðar við vilja banda­rískra stjórn­valda um að koma í veg fyrir að kín­verska fyr­ir­tækið Huawei geti selt 5G-­búnað til vest­rænna landa. 

Heiðar segir að Sýn sé enn að  hag­ræða og sjái tæki­færi til að nýta betur fjár­magnið með samnýt­ingu fjár­fest­inga. „Í því augna­miði er verið að færa meiri rekstur og fjár­fest­ingar inn í Senda­fé­lag­ið, sem er rekið með Nova. Sam­þykki eft­ir­lits­að­ila liggur þegar fyrir hvað þetta varð­ar. Aðgerð­irnar munu bæta arð­semi rekstrar far­síma­kerf­is­ins. Það er svo til athug­unar að bjóða hluta far­síma­kerf­is­ins til sölu, sem myndi skila umtals­verðu fjár­magni til hlut­hafa.  Alþjóð­legir aðilar hafa mik­inn áhuga á fjár­fest­ingum í innviðum sím­fyr­ir­tækja og marg­fald­arar í við­skiptum eru mun hærri en ger­ist á almennum hluta­bréfa­mark­að­i.“

Í lok til­kynn­ing­ar­innar segir Heiðar að hlut­hafar Sýnar fari loks að fá þol­in­mæði sína verð­laun­aða, enda sé við­snún­ingur að koma fram. „Það er ætlun mín að skila fjár­magni til hlut­hafa á næstu miss­er­um.“

Ljóst er að upp­gjörið, og sú opin­berun að til standi að selja mjögu­lega hluta far­síma­kerf­is­ins, hefur haft jákvæð áhrif á eft­ir­spurn eftir bréfum í Sýn, en í fyrstu við­skiptum dags­ins í dag hækk­aði mark­aðsvirði félags­ins um tæp 16 pró­sent. Á meðal þeirra sem keypti bréf í dag er Heiðar sjálf­ur. Hann keypti sam­tals fyrir 134 millj­ónir króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent