Síminn er að skoða að fjármagna Mílu sérstaklega

Síminn er með það skoðunar að fjármagna dótturfélag sitt Mílu sérstaklega, í stað þess að fjármagna samstæðu fyrirtækisins sem eina einingu. Afkoma Símans á fyrri helmingi árs litast mjög af stjórnvaldssekt frá Samkeppniseftirlitinu vegna enska boltans.

Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Auglýsing

Sím­inn er með það skoð­unar að fjár­magna dótt­ur­fé­lag sitt Mílu sér­stak­lega, í stað þess að fjár­magna sam­stæðu fyr­ir­tæk­is­ins sem eina ein­ingu. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu með árs­hluta­upp­gjöri Sím­ans, sem birt var í gær.

Í til­kynn­ing­unni er haft eftir Orra Hauks­syni, for­stjóra Sím­ans,  að rekstur Mílu sé „stöð­ugur og traustur sem endranær“ og að Míla muni taka við fleiri verk­efnum frá Sím­anum á næstu mán­uðum svo sem rekstri far­síma­dreifi­kerfis og IP-­nets og verða þannig stærra hlut­fall sam­stæð­unn­ar.

Míla á og rekur grunn­kerfi fjar­skipta á Íslandi, þ.e. kop­ar­kerfi , ljós­leið­ara- og örbylgju­kerfi sem nær til heim­ila, fyr­ir­tækja og stofn­ana um land allt. Sam­kvæmt fjár­festa­kynn­ingu Sím­ans er áætlað að á bil­inu 90-92 þús­und heim­ili á land­inu verði ljóðs­leið­ara­tengd í árs­lok.

Auglýsing

Tekjur vaxa en stór sekt litar afkom­una

Tekjur Sím­ans juk­ust um 3,2 pró­sent á fyrri hluta árs 2020 miðað við sama tíma­bil í fyrra, vegna mik­ils tekju­vaxtar í sjón­varps­þjón­ustu og upp­lýs­inga­tækn­i. ­Tekjur Sím­ans af bæði far­síma- og tal­síma­þjón­ustu dróg­ust þó saman á milli ára. 

Reiki­tekjur frá erlendum ferða­mönnum minnkað þar sem fáir ferða­menn hafa kom­ið. Þær lækka um 130 millj­ónir króna á milli ára og skýra sam­drátt­inn í far­síma­tekj­um, sem ann­ars eru í hægum vexti.

Afkoma fyr­ir­tæk­is­ins var þó mun lak­ari en á fyrri hluta síð­asta árs og lit­ast mjög af 500 milljón króna stjórn­valds­sekt frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu, sem reikn­ast inn í upp­gjör­ið.

Eins og áður hefur komið fram telur Sím­inn að ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, vegna meintra brota á sáttum félags­ins við eft­ir­litið hvað varðar útsend­ingar á enska bolt­an­um, sé röng. Búist er við að áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála úrskurði í mál­inu innan skamms.

Fram kemur í fjár­festa­kynn­ingu Sím­ans að áhrif COVID-19 á rekst­ur­inn hafi verið minni en búist var við. Sím­inn hefur ekki nýtt sér nein úrræði stjórn­valda vegna heims­far­ald­urs­ins og starf­semin er sögð hafa gengið hnökra­laust fyrir sig á meðan að starfs­menn unnu heima. 

Aug­lýs­inga­tekjur fyr­ir­tæk­is­ins hækk­uðu á milli ára á síð­asta árs­fjórð­ungi og eru sagðar í takt við áætlun félags­ins, sem greip til hag­ræð­ing­ar­að­gerða snemma í far­aldr­inum til að vega á móti tekju­missi. Sím­inn býst við því að aukið atvinnu­leysi í haust muni hafa áhrif á spurn eftir vörum fyr­ir­tæk­is­ins.

Hlut­hafar fengu 500 millj­óna arð­greiðslur í apríl

Sím­inn greiddi hlut­höfum sínum út 500 milljón króna arð í apr­íl­mán­uði, en arð­greiðslan var sam­þykkt á hlut­hafa­fundi Sím­ans í mar­s. 

Hagn­aður Sím­ans á síð­asta ári nam 3.070 millj­ónum króna og hefur félagið þá stefnu að greiða að lág­marki 50 pró­sent af hagn­aði eftir skatt í arð eða end­ur­kaup hluta­bréfa. End­ur­kaup hluta­bréfa hófust í maí og hafa þegar verið keypt bréf fyrir 900 millj­ónir króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 24. þáttur: Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi
Kjarninn 25. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Orðbólga
Kjarninn 25. maí 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
Kjarninn 25. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
Kjarninn 25. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ung vinstri græn: Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð
Landsstjórn Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands eindregið til að draga til baka ákvörðun sína um endursendingar flóttafólks og líta til mannúðarsjónarmiða og félagslegs ávinnings fyrir samfélagið.
Kjarninn 25. maí 2022
Muhammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Muhammad Gambari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Frumvarp um bann við olíuleit lítur dagsins ljós
Bann verður lagt við leit, rannsókn og vinnslu á olíu og gasi í efnahagslögsögu Íslands verði nýtt frumvarp umhverfisráðherra samþykkt. Engin leyfi tengd olíuvinnslu eru í gildi.
Kjarninn 25. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent