Síminn er að skoða að fjármagna Mílu sérstaklega

Síminn er með það skoðunar að fjármagna dótturfélag sitt Mílu sérstaklega, í stað þess að fjármagna samstæðu fyrirtækisins sem eina einingu. Afkoma Símans á fyrri helmingi árs litast mjög af stjórnvaldssekt frá Samkeppniseftirlitinu vegna enska boltans.

Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Auglýsing

Sím­inn er með það skoð­unar að fjár­magna dótt­ur­fé­lag sitt Mílu sér­stak­lega, í stað þess að fjár­magna sam­stæðu fyr­ir­tæk­is­ins sem eina ein­ingu. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu með árs­hluta­upp­gjöri Sím­ans, sem birt var í gær.

Í til­kynn­ing­unni er haft eftir Orra Hauks­syni, for­stjóra Sím­ans,  að rekstur Mílu sé „stöð­ugur og traustur sem endranær“ og að Míla muni taka við fleiri verk­efnum frá Sím­anum á næstu mán­uðum svo sem rekstri far­síma­dreifi­kerfis og IP-­nets og verða þannig stærra hlut­fall sam­stæð­unn­ar.

Míla á og rekur grunn­kerfi fjar­skipta á Íslandi, þ.e. kop­ar­kerfi , ljós­leið­ara- og örbylgju­kerfi sem nær til heim­ila, fyr­ir­tækja og stofn­ana um land allt. Sam­kvæmt fjár­festa­kynn­ingu Sím­ans er áætlað að á bil­inu 90-92 þús­und heim­ili á land­inu verði ljóðs­leið­ara­tengd í árs­lok.

Auglýsing

Tekjur vaxa en stór sekt litar afkom­una

Tekjur Sím­ans juk­ust um 3,2 pró­sent á fyrri hluta árs 2020 miðað við sama tíma­bil í fyrra, vegna mik­ils tekju­vaxtar í sjón­varps­þjón­ustu og upp­lýs­inga­tækn­i. ­Tekjur Sím­ans af bæði far­síma- og tal­síma­þjón­ustu dróg­ust þó saman á milli ára. 

Reiki­tekjur frá erlendum ferða­mönnum minnkað þar sem fáir ferða­menn hafa kom­ið. Þær lækka um 130 millj­ónir króna á milli ára og skýra sam­drátt­inn í far­síma­tekj­um, sem ann­ars eru í hægum vexti.

Afkoma fyr­ir­tæk­is­ins var þó mun lak­ari en á fyrri hluta síð­asta árs og lit­ast mjög af 500 milljón króna stjórn­valds­sekt frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu, sem reikn­ast inn í upp­gjör­ið.

Eins og áður hefur komið fram telur Sím­inn að ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, vegna meintra brota á sáttum félags­ins við eft­ir­litið hvað varðar útsend­ingar á enska bolt­an­um, sé röng. Búist er við að áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála úrskurði í mál­inu innan skamms.

Fram kemur í fjár­festa­kynn­ingu Sím­ans að áhrif COVID-19 á rekst­ur­inn hafi verið minni en búist var við. Sím­inn hefur ekki nýtt sér nein úrræði stjórn­valda vegna heims­far­ald­urs­ins og starf­semin er sögð hafa gengið hnökra­laust fyrir sig á meðan að starfs­menn unnu heima. 

Aug­lýs­inga­tekjur fyr­ir­tæk­is­ins hækk­uðu á milli ára á síð­asta árs­fjórð­ungi og eru sagðar í takt við áætlun félags­ins, sem greip til hag­ræð­ing­ar­að­gerða snemma í far­aldr­inum til að vega á móti tekju­missi. Sím­inn býst við því að aukið atvinnu­leysi í haust muni hafa áhrif á spurn eftir vörum fyr­ir­tæk­is­ins.

Hlut­hafar fengu 500 millj­óna arð­greiðslur í apríl

Sím­inn greiddi hlut­höfum sínum út 500 milljón króna arð í apr­íl­mán­uði, en arð­greiðslan var sam­þykkt á hlut­hafa­fundi Sím­ans í mar­s. 

Hagn­aður Sím­ans á síð­asta ári nam 3.070 millj­ónum króna og hefur félagið þá stefnu að greiða að lág­marki 50 pró­sent af hagn­aði eftir skatt í arð eða end­ur­kaup hluta­bréfa. End­ur­kaup hluta­bréfa hófust í maí og hafa þegar verið keypt bréf fyrir 900 millj­ónir króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent