Síminn er að skoða að fjármagna Mílu sérstaklega

Síminn er með það skoðunar að fjármagna dótturfélag sitt Mílu sérstaklega, í stað þess að fjármagna samstæðu fyrirtækisins sem eina einingu. Afkoma Símans á fyrri helmingi árs litast mjög af stjórnvaldssekt frá Samkeppniseftirlitinu vegna enska boltans.

Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Auglýsing

Sím­inn er með það skoð­unar að fjár­magna dótt­ur­fé­lag sitt Mílu sér­stak­lega, í stað þess að fjár­magna sam­stæðu fyr­ir­tæk­is­ins sem eina ein­ingu. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu með árs­hluta­upp­gjöri Sím­ans, sem birt var í gær.

Í til­kynn­ing­unni er haft eftir Orra Hauks­syni, for­stjóra Sím­ans,  að rekstur Mílu sé „stöð­ugur og traustur sem endranær“ og að Míla muni taka við fleiri verk­efnum frá Sím­anum á næstu mán­uðum svo sem rekstri far­síma­dreifi­kerfis og IP-­nets og verða þannig stærra hlut­fall sam­stæð­unn­ar.

Míla á og rekur grunn­kerfi fjar­skipta á Íslandi, þ.e. kop­ar­kerfi , ljós­leið­ara- og örbylgju­kerfi sem nær til heim­ila, fyr­ir­tækja og stofn­ana um land allt. Sam­kvæmt fjár­festa­kynn­ingu Sím­ans er áætlað að á bil­inu 90-92 þús­und heim­ili á land­inu verði ljóðs­leið­ara­tengd í árs­lok.

Auglýsing

Tekjur vaxa en stór sekt litar afkom­una

Tekjur Sím­ans juk­ust um 3,2 pró­sent á fyrri hluta árs 2020 miðað við sama tíma­bil í fyrra, vegna mik­ils tekju­vaxtar í sjón­varps­þjón­ustu og upp­lýs­inga­tækn­i. ­Tekjur Sím­ans af bæði far­síma- og tal­síma­þjón­ustu dróg­ust þó saman á milli ára. 

Reiki­tekjur frá erlendum ferða­mönnum minnkað þar sem fáir ferða­menn hafa kom­ið. Þær lækka um 130 millj­ónir króna á milli ára og skýra sam­drátt­inn í far­síma­tekj­um, sem ann­ars eru í hægum vexti.

Afkoma fyr­ir­tæk­is­ins var þó mun lak­ari en á fyrri hluta síð­asta árs og lit­ast mjög af 500 milljón króna stjórn­valds­sekt frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu, sem reikn­ast inn í upp­gjör­ið.

Eins og áður hefur komið fram telur Sím­inn að ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, vegna meintra brota á sáttum félags­ins við eft­ir­litið hvað varðar útsend­ingar á enska bolt­an­um, sé röng. Búist er við að áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála úrskurði í mál­inu innan skamms.

Fram kemur í fjár­festa­kynn­ingu Sím­ans að áhrif COVID-19 á rekst­ur­inn hafi verið minni en búist var við. Sím­inn hefur ekki nýtt sér nein úrræði stjórn­valda vegna heims­far­ald­urs­ins og starf­semin er sögð hafa gengið hnökra­laust fyrir sig á meðan að starfs­menn unnu heima. 

Aug­lýs­inga­tekjur fyr­ir­tæk­is­ins hækk­uðu á milli ára á síð­asta árs­fjórð­ungi og eru sagðar í takt við áætlun félags­ins, sem greip til hag­ræð­ing­ar­að­gerða snemma í far­aldr­inum til að vega á móti tekju­missi. Sím­inn býst við því að aukið atvinnu­leysi í haust muni hafa áhrif á spurn eftir vörum fyr­ir­tæk­is­ins.

Hlut­hafar fengu 500 millj­óna arð­greiðslur í apríl

Sím­inn greiddi hlut­höfum sínum út 500 milljón króna arð í apr­íl­mán­uði, en arð­greiðslan var sam­þykkt á hlut­hafa­fundi Sím­ans í mar­s. 

Hagn­aður Sím­ans á síð­asta ári nam 3.070 millj­ónum króna og hefur félagið þá stefnu að greiða að lág­marki 50 pró­sent af hagn­aði eftir skatt í arð eða end­ur­kaup hluta­bréfa. End­ur­kaup hluta­bréfa hófust í maí og hafa þegar verið keypt bréf fyrir 900 millj­ónir króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent