Eigandi Fréttablaðsins keypti hlutabréf fyrir tæplega 600 miljónir króna í fyrra

Félag sem eignaðist útgáfufélag Fréttablaðsins í fyrra metur eignir sínar á 592,5 milljónir króna, eða sömu upphæð og það fékk lánað hjá tengdum aðila til að kaupa hlutabréf á árinu 2019. Einu þekktu viðskipti félagsins í fyrra eru kaup á fjölmiðlum.

Fréttablaðið
Auglýsing

Félagið HFB-77 ehf. sem á fjöl­miðla­sam­steypuna Torg, keypti hluta­bréf fyrir 592,5 millj­ónir króna í fyrra. Torg, sem gefur meðal ann­ars út Frétta­­blaðið og tengdra miðla, er eina þekkta eign félags­ins og var keypt á síð­asta ári.

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi HFB-77 ehf. sem var nýverið birtur í árs­reikn­inga­skrá. 

Torg tap­aði 212 millj­ónum króna á síð­asta ári, sam­kvæmt frétt um upp­fjör sam­steypunnar sem birt­ist í Frétta­blað­inu í byrjun ágúst. Árs­reikn­ingi Torgs hefur enn ekki verið skilað inn til árs­reikn­inga­skrár þrátt fyrir að frestur til að gera slíkt sé lið­inn fyrir rúmum mán­uði síð­an. 

Rekstr­­ar­­tekjur Torgs voru 2,3 millj­­arðar króna en höfðu verið 2,6 millj­­arðar króna árið áður og dróg­ust saman um yfir tíu pró­­sent milli ára. Hjá Torgi starfa um 100 manns.

Hring­braut rennt inn

Frétta­blaðið og tengdir miðlar voru lengi vel hluti af stærstu einka­reknu fjöl­miðla­sam­steypu lands­ins, 365 miðl­um, sem var að uppi­stöðu í eigu Ingi­bjargar Pálma­dóttur og stýrt af henni og eig­in­manni henn­ar, Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni. Árið 2017 voru ljós­vaka­miðlar 365 miðla, ásamt frétta­vefnum Vísi.is, seldir til Sýn­ar. Eftir stóðu Frétta­blaðið og tengdir miðl­ar, sem voru færðir inn í Torg ehf. 

Auglýsing
Félag í eigu Helga Magn­ús­­­son­­­ar, fjár­­­­­festis og fyrr­ver­andi stjórn­­­­­ar­­­for­­­manns Líf­eyr­is­­­sjóðs verzl­un­ar­manna, keypti helm­ings­hlut í Torgi um mitt ár í fyrra. Kaup­verðið var trún­að­ar­mál.

Í októ­ber keyptu Helgi og sam­­starfs­­menn hans hinn helm­ing­inn auk þess sem sjón­­varps­­stöð­inni Hring­braut var rennt inn í rekst­­ur­inn. Aftur var kaup­verðið sagt trún­að­ar­mál.

Hring­braut hafði þá verið rekin í umtals­verðu tapi og var skil­­greind sem á fallandi fæti. Rekstr­ar­tap Hring­brautar var 84,3 millj­ónir króna í fyrra og 70 millj­ónir króna árið þar áður. Áður en að Hring­braut var tekin yfir af nýjum eig­endum var hlutafé í félag­inu lækkað úr 220 millj­ónum króna í 500 þús­und krónur til jöfn­unar á tap­rekstri þess árum sam­an.

Þau kaup voru gerð í gegnum nýstofnað félag, HFB-77 ehf. 

Bættu DV og tengdum miðlum við

Helgi á 82 pró­sent  í HFB-77 ehf. en aðrir eig­endur eru Sig­­­urður Arn­gríms­­­son, fyrr­ver­andi aðal­­­eig­andi Hring­brautar og við­­­skipta­­­fé­lagi Helga til margra ára, með tíu pró­­­sent hlut, Jón G. Þór­is­­­son, rit­­­stjóri Frétta­­­blaðs­ins, með fimm pró­­­sent hlut, og Guð­­­mundur Örn Jóhanns­­­son, fyrr­ver­andi sjón­­­varps­­­stjóri Hring­brautar og nú fram­­­kvæmda­­­stjóri sölu, mark­aðs­­­­mála og dag­­­­skrár­­­­gerðar hjá Torg­i, með þriggja pró­senta hlut.

Torg eign­að­ist síðan DV og tengda miðla af Frjálsri fjöl­miðlun í des­em­ber 2019. Þeirri sam­ein­ingu var form­lega lokið 1. apríl 2020.Helgi Magnússon er aðaleigandi HFB-77 ehf. sem á allt hlutafé í Torgi.

Ástæðan fyrir kaup­unum var sögð vera erfitt rekstr­­­ar­um­hverfi, en Frjáls fjöl­miðlun tap­aði 317,6 millj­­ónum króna í fyrra. Alls tap­aði félagið 601,2 millj­­ónum króna frá því að það keypti fjöl­mið­l­anna haustið 2017 og fram að síð­­­ustu ára­­mót­um, eða 21,5 millj­­ónum króna að með­­al­tali á mán­uð­i. 

Það var fjár­­­magnað með vaxta­­lausu láni frá Novator, fjár­­­fest­inga­­fé­lagi sem er að mestu í eigu Björg­­ólfs Thors Björg­­ólfs­­son­­ar. Inn­­­borgað hlutafé á árinu 2019 var 120 millj­­ónir króna en það hafði verið 190 millj­­ónir króna árið áður­. Alls nam hlutafé í félag­inu 340,5 millj­­ónum króna sem þýðir að um 900 millj­­ónir króna hafa runnið inn í rekst­­ur­inn í formi hluta­fjár og vaxta­­lausra lána.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að ekk­ert hafi verið greitt fyrir DV og tengda miðla, heldur rekst­ur­inn ein­fald­lega yfir­tek­inn. Fyrr­ver­andi aðal­eig­endur Hring­brautar fengu svo lít­inn hlut í HFB-77 ehf. þegar því fjöl­miðla­fyr­ir­tæki var rent inn í Torg. Helstu kaup á hluta­bréfum voru því þegar að HFB-77 ehf. keypti Torg. 

Í árs­reikn­ingi HFB-77 ehf. kemur fram að hluta­bréfa­eign félags­ins sé metin á 592,5 millj­ónir króna og að félagið skuldi ónafn­greindum tengdum aðila nákvæm­lega sömu upp­hæð. Í reikn­ingnum kemur fram að kaup­verð hluta­bréfa hafi verið 592,5 millj­ónir króna á síð­asta ári. 

Lestur í sögu­legri lægð

Frétta­blað­ið, frí­blað sem dreift er ókeypis í 80 þús­und ein­tökum á heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Akur­eyri, er flagg­skip Torgs. Það kemur nú út fimm sinnum í viku. Útgáfu­dögum þess var fækkað um einn í apríl síð­ast­liðn­um, þegar ákveðið var að blaðið myndi ekki lengur koma út á mánu­dög­um. Síð­asta breyt­ing á útgáfu­tíðni fyrir það hafði verið í jan­úar 2009, skömmu eftir banka­hrun­ið, þegar Frétta­blaðið hætti að koma út á sunnu­dög­um. 

­Blaðið var fyrst gefið út árið 2001 og náði fljótt mik­illi fót­festu á dag­blaða­mark­aði með til­heyr­andi sneið af aug­lýs­inga­tekjukök­unni. Vorið 2007 sögð­ust 65,2 pró­sent lands­manna lesa Frétta­blað­ið.

Undir lok árs 2015 fór lestur blaðs­ins í fyrsta sinn undir 50 pró­sent og tæpum þremur árum siðar fór hann undir 40 pró­sent. Nú mælist lestur Frétta­blaðs­ins 35,1 pró­sent. 

Lest­ur­inn hefur að mestu dreg­ist saman hjá yngri les­end­um. Vorið 2010 lásu um 64 pró­sent lands­manna í ald­urs­hópnum 18 til 49 ára blað­ið. Nú lesa 25 pró­sent lands­manna undir fimm­tugu það.

Þegar 400 millj­ónum króna var útdeilt í rekstr­ar­stuðn­ing til einka­rek­inna fjöl­miðla í síð­asta mán­uði, til að mæta efna­hags­á­hrifum heims­far­ald­­­urs kór­ón­u­veiru, fékk Torg alls tæp­lega 65 millj­ónir króna í sinn hlut.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar