Eigandi Fréttablaðsins keypti hlutabréf fyrir tæplega 600 miljónir króna í fyrra

Félag sem eignaðist útgáfufélag Fréttablaðsins í fyrra metur eignir sínar á 592,5 milljónir króna, eða sömu upphæð og það fékk lánað hjá tengdum aðila til að kaupa hlutabréf á árinu 2019. Einu þekktu viðskipti félagsins í fyrra eru kaup á fjölmiðlum.

Fréttablaðið
Auglýsing

Félagið HFB-77 ehf. sem á fjöl­miðla­sam­steypuna Torg, keypti hluta­bréf fyrir 592,5 millj­ónir króna í fyrra. Torg, sem gefur meðal ann­ars út Frétta­­blaðið og tengdra miðla, er eina þekkta eign félags­ins og var keypt á síð­asta ári.

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi HFB-77 ehf. sem var nýverið birtur í árs­reikn­inga­skrá. 

Torg tap­aði 212 millj­ónum króna á síð­asta ári, sam­kvæmt frétt um upp­fjör sam­steypunnar sem birt­ist í Frétta­blað­inu í byrjun ágúst. Árs­reikn­ingi Torgs hefur enn ekki verið skilað inn til árs­reikn­inga­skrár þrátt fyrir að frestur til að gera slíkt sé lið­inn fyrir rúmum mán­uði síð­an. 

Rekstr­­ar­­tekjur Torgs voru 2,3 millj­­arðar króna en höfðu verið 2,6 millj­­arðar króna árið áður og dróg­ust saman um yfir tíu pró­­sent milli ára. Hjá Torgi starfa um 100 manns.

Hring­braut rennt inn

Frétta­blaðið og tengdir miðlar voru lengi vel hluti af stærstu einka­reknu fjöl­miðla­sam­steypu lands­ins, 365 miðl­um, sem var að uppi­stöðu í eigu Ingi­bjargar Pálma­dóttur og stýrt af henni og eig­in­manni henn­ar, Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni. Árið 2017 voru ljós­vaka­miðlar 365 miðla, ásamt frétta­vefnum Vísi.is, seldir til Sýn­ar. Eftir stóðu Frétta­blaðið og tengdir miðl­ar, sem voru færðir inn í Torg ehf. 

Auglýsing
Félag í eigu Helga Magn­ús­­­son­­­ar, fjár­­­­­festis og fyrr­ver­andi stjórn­­­­­ar­­­for­­­manns Líf­eyr­is­­­sjóðs verzl­un­ar­manna, keypti helm­ings­hlut í Torgi um mitt ár í fyrra. Kaup­verðið var trún­að­ar­mál.

Í októ­ber keyptu Helgi og sam­­starfs­­menn hans hinn helm­ing­inn auk þess sem sjón­­varps­­stöð­inni Hring­braut var rennt inn í rekst­­ur­inn. Aftur var kaup­verðið sagt trún­að­ar­mál.

Hring­braut hafði þá verið rekin í umtals­verðu tapi og var skil­­greind sem á fallandi fæti. Rekstr­ar­tap Hring­brautar var 84,3 millj­ónir króna í fyrra og 70 millj­ónir króna árið þar áður. Áður en að Hring­braut var tekin yfir af nýjum eig­endum var hlutafé í félag­inu lækkað úr 220 millj­ónum króna í 500 þús­und krónur til jöfn­unar á tap­rekstri þess árum sam­an.

Þau kaup voru gerð í gegnum nýstofnað félag, HFB-77 ehf. 

Bættu DV og tengdum miðlum við

Helgi á 82 pró­sent  í HFB-77 ehf. en aðrir eig­endur eru Sig­­­urður Arn­gríms­­­son, fyrr­ver­andi aðal­­­eig­andi Hring­brautar og við­­­skipta­­­fé­lagi Helga til margra ára, með tíu pró­­­sent hlut, Jón G. Þór­is­­­son, rit­­­stjóri Frétta­­­blaðs­ins, með fimm pró­­­sent hlut, og Guð­­­mundur Örn Jóhanns­­­son, fyrr­ver­andi sjón­­­varps­­­stjóri Hring­brautar og nú fram­­­kvæmda­­­stjóri sölu, mark­aðs­­­­mála og dag­­­­skrár­­­­gerðar hjá Torg­i, með þriggja pró­senta hlut.

Torg eign­að­ist síðan DV og tengda miðla af Frjálsri fjöl­miðlun í des­em­ber 2019. Þeirri sam­ein­ingu var form­lega lokið 1. apríl 2020.Helgi Magnússon er aðaleigandi HFB-77 ehf. sem á allt hlutafé í Torgi.

Ástæðan fyrir kaup­unum var sögð vera erfitt rekstr­­­ar­um­hverfi, en Frjáls fjöl­miðlun tap­aði 317,6 millj­­ónum króna í fyrra. Alls tap­aði félagið 601,2 millj­­ónum króna frá því að það keypti fjöl­mið­l­anna haustið 2017 og fram að síð­­­ustu ára­­mót­um, eða 21,5 millj­­ónum króna að með­­al­tali á mán­uð­i. 

Það var fjár­­­magnað með vaxta­­lausu láni frá Novator, fjár­­­fest­inga­­fé­lagi sem er að mestu í eigu Björg­­ólfs Thors Björg­­ólfs­­son­­ar. Inn­­­borgað hlutafé á árinu 2019 var 120 millj­­ónir króna en það hafði verið 190 millj­­ónir króna árið áður­. Alls nam hlutafé í félag­inu 340,5 millj­­ónum króna sem þýðir að um 900 millj­­ónir króna hafa runnið inn í rekst­­ur­inn í formi hluta­fjár og vaxta­­lausra lána.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að ekk­ert hafi verið greitt fyrir DV og tengda miðla, heldur rekst­ur­inn ein­fald­lega yfir­tek­inn. Fyrr­ver­andi aðal­eig­endur Hring­brautar fengu svo lít­inn hlut í HFB-77 ehf. þegar því fjöl­miðla­fyr­ir­tæki var rent inn í Torg. Helstu kaup á hluta­bréfum voru því þegar að HFB-77 ehf. keypti Torg. 

Í árs­reikn­ingi HFB-77 ehf. kemur fram að hluta­bréfa­eign félags­ins sé metin á 592,5 millj­ónir króna og að félagið skuldi ónafn­greindum tengdum aðila nákvæm­lega sömu upp­hæð. Í reikn­ingnum kemur fram að kaup­verð hluta­bréfa hafi verið 592,5 millj­ónir króna á síð­asta ári. 

Lestur í sögu­legri lægð

Frétta­blað­ið, frí­blað sem dreift er ókeypis í 80 þús­und ein­tökum á heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Akur­eyri, er flagg­skip Torgs. Það kemur nú út fimm sinnum í viku. Útgáfu­dögum þess var fækkað um einn í apríl síð­ast­liðn­um, þegar ákveðið var að blaðið myndi ekki lengur koma út á mánu­dög­um. Síð­asta breyt­ing á útgáfu­tíðni fyrir það hafði verið í jan­úar 2009, skömmu eftir banka­hrun­ið, þegar Frétta­blaðið hætti að koma út á sunnu­dög­um. 

­Blaðið var fyrst gefið út árið 2001 og náði fljótt mik­illi fót­festu á dag­blaða­mark­aði með til­heyr­andi sneið af aug­lýs­inga­tekjukök­unni. Vorið 2007 sögð­ust 65,2 pró­sent lands­manna lesa Frétta­blað­ið.

Undir lok árs 2015 fór lestur blaðs­ins í fyrsta sinn undir 50 pró­sent og tæpum þremur árum siðar fór hann undir 40 pró­sent. Nú mælist lestur Frétta­blaðs­ins 35,1 pró­sent. 

Lest­ur­inn hefur að mestu dreg­ist saman hjá yngri les­end­um. Vorið 2010 lásu um 64 pró­sent lands­manna í ald­urs­hópnum 18 til 49 ára blað­ið. Nú lesa 25 pró­sent lands­manna undir fimm­tugu það.

Þegar 400 millj­ónum króna var útdeilt í rekstr­ar­stuðn­ing til einka­rek­inna fjöl­miðla í síð­asta mán­uði, til að mæta efna­hags­á­hrifum heims­far­ald­­­urs kór­ón­u­veiru, fékk Torg alls tæp­lega 65 millj­ónir króna í sinn hlut.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar