Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning

Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.

Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Auglýsing

Í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar vegna árs­ins 2021, sem kynnt var í morg­un, er gert ráð fyrir 310 milljón króna lækkun á fram­lögum til RÚV. Gert er ráð fyrir að rekstr­ar­fram­lag til fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins verði 4.515 millj­ónir króna á næsta ári. Þau voru 4.825 millj­ónir króna á yfir­stand­andi ári. 

Þessi lækkun á fram­lögum til RÚV kemur ofan í það að fyr­ir­tækið sér fram á allt að 300 millj­óna króna tekju­sam­drátt vegna sam­keppn­is­rekst­urs síns, sem felst aðal­lega í sölu aug­lýs­inga, á starfs­ár­inu 2021. Á árinu 2020 höfðu raun­tekjur vegna sam­dráttar í aug­lýs­inga­sölu þegar verið 150 millj­ónum króna undir áætl­uðum tekj­ur.

Þetta kom fram í bréfi sem Stefán Eiríks­son útvarps­stjóri sendi á starfs­fólk RÚV 26. júní síð­ast­lið­inn sem Kjarn­inn greindi frá. 

RÚV hagn­að­ist um 6,6 millj­­­ónir króna á árinu 2019. Tekjur fyr­ir­tæk­is­ins voru 6,9 millj­­­arðar króna. Þar af komu 4,7 millj­­­arðar króna úr rík­­­is­­­sjóði í formi þjón­ustu­tekna af útvarps­­­gjaldi, en 2,2 millj­­­arðar króna voru tekjur úr sam­keppn­is­­­rekstri, sem er að upp­­i­­­­stöðu sala aug­lýs­inga og kost­aðs efn­­­is.

Auglýsing
Rekstr­­ar­hagn­aður RÚV fyrir fjár­­­­­magns­­­gjöld, afskriftir og skatta var 290 millj­­­ónir króna í fyrra.

Afkoma RÚV á árunum 2013 til 2018 var jákvæð um 1,5 millj­­­­arða króna, en sú afkoma skýrð­ist fyrst og fremst af hagn­aði vegna sölu bygg­inga­réttar á lóð félags­­­­ins við Efsta­­­­leiti. Ef litið er á afkomu félags­­­­ins fyrir tekju­skatt og sölu­hagnað hefði heild­­­­ar­af­koma félags­­­­ins á þessu tíma­bili var hún nei­­­­kvæð um 61 milljón króna. Án lóða­­­­söl­unnar hefði RÚV ohf. orðið ógjald­­­­fært.

392 millj­ónir til einka­rek­inna fjöl­miðla

Heild­ar­fjár­heim­ild til fjöl­miðla er áætluð fimm millj­arðar króna. Það þýðir að 484 millj­ónir króna munu fara í eitt­hvað annað RÚV. Þar af fara 92 millj­ónir króna í rekstur Fjöl­miðla­nefndar en það sem út af stend­ur, 392 millj­ónir króna, er ætl­aður stuðn­ingur við einka­rekna fjöl­miðla. 

Slíkur stuðn­ingur hefur verið í deigl­unni árum saman og drög að frum­varp­inu voru fyrst kynnt af Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­inga­mála­ráð­herra, í lok jan­úar 2019. Það kom­st hins vegar ekki á dag­­skrá vor­þings þess árs vegna mik­illar and­­stöðu við málið hjá hluta þing­­flokks Sjálf­­stæð­is­­flokks. 

Í kjöl­farið voru gerðar breyt­ingar á frum­varp­inu til að koma til móts við þá and­stöðu. Í þeim fólst aðal­lega að stærstu fjöl­miðlar lands­ins myndu fá hærri styrkja­greiðslur en minni fjöl­miðlar myndu skerð­ast á mót­i. 

Gert ráð fyrir stuðn­ings­greiðslum til fjöl­miðla í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar fyrir árið 2020. 

Nýtt frum­varp, sem átti að leggj­ast fram í sept­em­ber 2019, lét þó á sér standa. Lilja mælti á end­anum ekki fyrir frum­varpi um að lög­festa slíkt styrkja­kerfi fyrr en í des­em­ber 2019. Frum­varpið var hins vegar svæft í nefnd, aftur að mestu fyrir til­stilli þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks, og fékk ekki afgreiðslu. 

Breytt í COVID-19 stuðn­ing

Þess í stað var ákveðið að taka þá fjár­muni sem búið var að heita í styrk­ina og breyta þeim í ein­skiptis neyð­ar­styrk vegna COVID-19. Lilju var falið að útfæra greiðslu þeirra í reglu­gerð. Það gerði hún í byrjun júlí. 

Í reglu­gerð­inni var sú breyt­ing gerð á upp­runa­legri úthlut­un­ar­að­gerð að sú upp­hæð sem stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins gátu sótt í rík­is­sjóð var tvö­föld­uð, úr 50 millj­ónum króna í 100 millj­ónir króna. Fyrir vikið skert­ust greiðslur sem upp­runa­lega voru ætl­aðar 20 smærri fjöl­miðla­fyr­ir­tækjum um 106 millj­ónir króna en sama upp­hæð flutt­ist til þriggja stærstu einka­reknu fjöl­miðla­­fyr­ir­tækja lands­ins, Árvak­­urs, Sýnar og Torgs. Árvak­ur, sem gefur út Morg­un­blaðið og tengda miðla, fékk mest allra, eða hámarks­styrk upp á 99,9 millj­ónir króna.

Ráð­herra væntir sam­stöðu

Lilja rit­aði grein í Morg­un­blaðið í morgun þar sem hún fjallar um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla. Þar boðar hún að frum­varp hennar um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla, sem tví­vegis hefur verið stöðvað af stjórn­ar­þing­mönn­um, verði lagt fram í þriðja sinn. 

Í grein­inni segir Lilja að í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar séu fyr­ir­heit um bætt rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla. Því verki sé ekki lok­ið. „Ég vænti þess að sam­staða náist um frum­varp­ið, enda hefur málið lengi verið á döf­inni og þörfin brýn. Reynslan af COVID-19-­stuðn­ingi við fjöl­miðla á þessu ári sýnir líka að hægt er að útfæra stuðn­ing af þessu tagi á sann­gjarnan hátt. Fjöl­miðlar gegna mik­il­vægu hlut­verki við að efla sam­fé­lags­lega umræðu. Stuðn­ingur gerir fjöl­miðlum kleift að efla rit­stjórnir sín­ar, vera vett­vangur skoð­ana­skipta og tján­ing­ar­frelsis og rækja hlut­verk sitt sem einn af horn­steinum lýð­ræð­is­ins.”Kjarn­inn er einn þeirra fjöl­miðla sem upp­­­­­fyllir þau skil­yrði sem sett eru fyrir stuðn­­­ings­greiðsl­­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Fatnaður, geimferðir og sjálfbærni: Þjóðfræðirannsóknir fyrir framtíðina
Kjarninn 26. janúar 2021
Einná ferð á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi.
Ísland fyrst Schengen-ríkja til að gefa út rafræn bólusetningarvottorð
Lönd sunnarlega í Evrópu vilja svör við því hvort að samræmd bólusetningarvottorð séu væntanleg á næstunni. Annað sumar án ferðamanna myndi hafa skelfilegar afleiðingar.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar