Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning

Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.

Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Auglýsing

Í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar vegna árs­ins 2021, sem kynnt var í morg­un, er gert ráð fyrir 310 milljón króna lækkun á fram­lögum til RÚV. Gert er ráð fyrir að rekstr­ar­fram­lag til fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins verði 4.515 millj­ónir króna á næsta ári. Þau voru 4.825 millj­ónir króna á yfir­stand­andi ári. 

Þessi lækkun á fram­lögum til RÚV kemur ofan í það að fyr­ir­tækið sér fram á allt að 300 millj­óna króna tekju­sam­drátt vegna sam­keppn­is­rekst­urs síns, sem felst aðal­lega í sölu aug­lýs­inga, á starfs­ár­inu 2021. Á árinu 2020 höfðu raun­tekjur vegna sam­dráttar í aug­lýs­inga­sölu þegar verið 150 millj­ónum króna undir áætl­uðum tekj­ur.

Þetta kom fram í bréfi sem Stefán Eiríks­son útvarps­stjóri sendi á starfs­fólk RÚV 26. júní síð­ast­lið­inn sem Kjarn­inn greindi frá. 

RÚV hagn­að­ist um 6,6 millj­­­ónir króna á árinu 2019. Tekjur fyr­ir­tæk­is­ins voru 6,9 millj­­­arðar króna. Þar af komu 4,7 millj­­­arðar króna úr rík­­­is­­­sjóði í formi þjón­ustu­tekna af útvarps­­­gjaldi, en 2,2 millj­­­arðar króna voru tekjur úr sam­keppn­is­­­rekstri, sem er að upp­­i­­­­stöðu sala aug­lýs­inga og kost­aðs efn­­­is.

Auglýsing
Rekstr­­ar­hagn­aður RÚV fyrir fjár­­­­­magns­­­gjöld, afskriftir og skatta var 290 millj­­­ónir króna í fyrra.

Afkoma RÚV á árunum 2013 til 2018 var jákvæð um 1,5 millj­­­­arða króna, en sú afkoma skýrð­ist fyrst og fremst af hagn­aði vegna sölu bygg­inga­réttar á lóð félags­­­­ins við Efsta­­­­leiti. Ef litið er á afkomu félags­­­­ins fyrir tekju­skatt og sölu­hagnað hefði heild­­­­ar­af­koma félags­­­­ins á þessu tíma­bili var hún nei­­­­kvæð um 61 milljón króna. Án lóða­­­­söl­unnar hefði RÚV ohf. orðið ógjald­­­­fært.

392 millj­ónir til einka­rek­inna fjöl­miðla

Heild­ar­fjár­heim­ild til fjöl­miðla er áætluð fimm millj­arðar króna. Það þýðir að 484 millj­ónir króna munu fara í eitt­hvað annað RÚV. Þar af fara 92 millj­ónir króna í rekstur Fjöl­miðla­nefndar en það sem út af stend­ur, 392 millj­ónir króna, er ætl­aður stuðn­ingur við einka­rekna fjöl­miðla. 

Slíkur stuðn­ingur hefur verið í deigl­unni árum saman og drög að frum­varp­inu voru fyrst kynnt af Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­inga­mála­ráð­herra, í lok jan­úar 2019. Það kom­st hins vegar ekki á dag­­skrá vor­þings þess árs vegna mik­illar and­­stöðu við málið hjá hluta þing­­flokks Sjálf­­stæð­is­­flokks. 

Í kjöl­farið voru gerðar breyt­ingar á frum­varp­inu til að koma til móts við þá and­stöðu. Í þeim fólst aðal­lega að stærstu fjöl­miðlar lands­ins myndu fá hærri styrkja­greiðslur en minni fjöl­miðlar myndu skerð­ast á mót­i. 

Gert ráð fyrir stuðn­ings­greiðslum til fjöl­miðla í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar fyrir árið 2020. 

Nýtt frum­varp, sem átti að leggj­ast fram í sept­em­ber 2019, lét þó á sér standa. Lilja mælti á end­anum ekki fyrir frum­varpi um að lög­festa slíkt styrkja­kerfi fyrr en í des­em­ber 2019. Frum­varpið var hins vegar svæft í nefnd, aftur að mestu fyrir til­stilli þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks, og fékk ekki afgreiðslu. 

Breytt í COVID-19 stuðn­ing

Þess í stað var ákveðið að taka þá fjár­muni sem búið var að heita í styrk­ina og breyta þeim í ein­skiptis neyð­ar­styrk vegna COVID-19. Lilju var falið að útfæra greiðslu þeirra í reglu­gerð. Það gerði hún í byrjun júlí. 

Í reglu­gerð­inni var sú breyt­ing gerð á upp­runa­legri úthlut­un­ar­að­gerð að sú upp­hæð sem stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins gátu sótt í rík­is­sjóð var tvö­föld­uð, úr 50 millj­ónum króna í 100 millj­ónir króna. Fyrir vikið skert­ust greiðslur sem upp­runa­lega voru ætl­aðar 20 smærri fjöl­miðla­fyr­ir­tækjum um 106 millj­ónir króna en sama upp­hæð flutt­ist til þriggja stærstu einka­reknu fjöl­miðla­­fyr­ir­tækja lands­ins, Árvak­­urs, Sýnar og Torgs. Árvak­ur, sem gefur út Morg­un­blaðið og tengda miðla, fékk mest allra, eða hámarks­styrk upp á 99,9 millj­ónir króna.

Ráð­herra væntir sam­stöðu

Lilja rit­aði grein í Morg­un­blaðið í morgun þar sem hún fjallar um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla. Þar boðar hún að frum­varp hennar um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla, sem tví­vegis hefur verið stöðvað af stjórn­ar­þing­mönn­um, verði lagt fram í þriðja sinn. 

Í grein­inni segir Lilja að í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar séu fyr­ir­heit um bætt rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla. Því verki sé ekki lok­ið. „Ég vænti þess að sam­staða náist um frum­varp­ið, enda hefur málið lengi verið á döf­inni og þörfin brýn. Reynslan af COVID-19-­stuðn­ingi við fjöl­miðla á þessu ári sýnir líka að hægt er að útfæra stuðn­ing af þessu tagi á sann­gjarnan hátt. Fjöl­miðlar gegna mik­il­vægu hlut­verki við að efla sam­fé­lags­lega umræðu. Stuðn­ingur gerir fjöl­miðlum kleift að efla rit­stjórnir sín­ar, vera vett­vangur skoð­ana­skipta og tján­ing­ar­frelsis og rækja hlut­verk sitt sem einn af horn­steinum lýð­ræð­is­ins.”



Kjarn­inn er einn þeirra fjöl­miðla sem upp­­­­­fyllir þau skil­yrði sem sett eru fyrir stuðn­­­ings­greiðsl­­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar