Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning

Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.

Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Auglýsing

Í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar vegna árs­ins 2021, sem kynnt var í morg­un, er gert ráð fyrir 310 milljón króna lækkun á fram­lögum til RÚV. Gert er ráð fyrir að rekstr­ar­fram­lag til fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins verði 4.515 millj­ónir króna á næsta ári. Þau voru 4.825 millj­ónir króna á yfir­stand­andi ári. 

Þessi lækkun á fram­lögum til RÚV kemur ofan í það að fyr­ir­tækið sér fram á allt að 300 millj­óna króna tekju­sam­drátt vegna sam­keppn­is­rekst­urs síns, sem felst aðal­lega í sölu aug­lýs­inga, á starfs­ár­inu 2021. Á árinu 2020 höfðu raun­tekjur vegna sam­dráttar í aug­lýs­inga­sölu þegar verið 150 millj­ónum króna undir áætl­uðum tekj­ur.

Þetta kom fram í bréfi sem Stefán Eiríks­son útvarps­stjóri sendi á starfs­fólk RÚV 26. júní síð­ast­lið­inn sem Kjarn­inn greindi frá. 

RÚV hagn­að­ist um 6,6 millj­­­ónir króna á árinu 2019. Tekjur fyr­ir­tæk­is­ins voru 6,9 millj­­­arðar króna. Þar af komu 4,7 millj­­­arðar króna úr rík­­­is­­­sjóði í formi þjón­ustu­tekna af útvarps­­­gjaldi, en 2,2 millj­­­arðar króna voru tekjur úr sam­keppn­is­­­rekstri, sem er að upp­­i­­­­stöðu sala aug­lýs­inga og kost­aðs efn­­­is.

Auglýsing
Rekstr­­ar­hagn­aður RÚV fyrir fjár­­­­­magns­­­gjöld, afskriftir og skatta var 290 millj­­­ónir króna í fyrra.

Afkoma RÚV á árunum 2013 til 2018 var jákvæð um 1,5 millj­­­­arða króna, en sú afkoma skýrð­ist fyrst og fremst af hagn­aði vegna sölu bygg­inga­réttar á lóð félags­­­­ins við Efsta­­­­leiti. Ef litið er á afkomu félags­­­­ins fyrir tekju­skatt og sölu­hagnað hefði heild­­­­ar­af­koma félags­­­­ins á þessu tíma­bili var hún nei­­­­kvæð um 61 milljón króna. Án lóða­­­­söl­unnar hefði RÚV ohf. orðið ógjald­­­­fært.

392 millj­ónir til einka­rek­inna fjöl­miðla

Heild­ar­fjár­heim­ild til fjöl­miðla er áætluð fimm millj­arðar króna. Það þýðir að 484 millj­ónir króna munu fara í eitt­hvað annað RÚV. Þar af fara 92 millj­ónir króna í rekstur Fjöl­miðla­nefndar en það sem út af stend­ur, 392 millj­ónir króna, er ætl­aður stuðn­ingur við einka­rekna fjöl­miðla. 

Slíkur stuðn­ingur hefur verið í deigl­unni árum saman og drög að frum­varp­inu voru fyrst kynnt af Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­inga­mála­ráð­herra, í lok jan­úar 2019. Það kom­st hins vegar ekki á dag­­skrá vor­þings þess árs vegna mik­illar and­­stöðu við málið hjá hluta þing­­flokks Sjálf­­stæð­is­­flokks. 

Í kjöl­farið voru gerðar breyt­ingar á frum­varp­inu til að koma til móts við þá and­stöðu. Í þeim fólst aðal­lega að stærstu fjöl­miðlar lands­ins myndu fá hærri styrkja­greiðslur en minni fjöl­miðlar myndu skerð­ast á mót­i. 

Gert ráð fyrir stuðn­ings­greiðslum til fjöl­miðla í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar fyrir árið 2020. 

Nýtt frum­varp, sem átti að leggj­ast fram í sept­em­ber 2019, lét þó á sér standa. Lilja mælti á end­anum ekki fyrir frum­varpi um að lög­festa slíkt styrkja­kerfi fyrr en í des­em­ber 2019. Frum­varpið var hins vegar svæft í nefnd, aftur að mestu fyrir til­stilli þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks, og fékk ekki afgreiðslu. 

Breytt í COVID-19 stuðn­ing

Þess í stað var ákveðið að taka þá fjár­muni sem búið var að heita í styrk­ina og breyta þeim í ein­skiptis neyð­ar­styrk vegna COVID-19. Lilju var falið að útfæra greiðslu þeirra í reglu­gerð. Það gerði hún í byrjun júlí. 

Í reglu­gerð­inni var sú breyt­ing gerð á upp­runa­legri úthlut­un­ar­að­gerð að sú upp­hæð sem stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins gátu sótt í rík­is­sjóð var tvö­föld­uð, úr 50 millj­ónum króna í 100 millj­ónir króna. Fyrir vikið skert­ust greiðslur sem upp­runa­lega voru ætl­aðar 20 smærri fjöl­miðla­fyr­ir­tækjum um 106 millj­ónir króna en sama upp­hæð flutt­ist til þriggja stærstu einka­reknu fjöl­miðla­­fyr­ir­tækja lands­ins, Árvak­­urs, Sýnar og Torgs. Árvak­ur, sem gefur út Morg­un­blaðið og tengda miðla, fékk mest allra, eða hámarks­styrk upp á 99,9 millj­ónir króna.

Ráð­herra væntir sam­stöðu

Lilja rit­aði grein í Morg­un­blaðið í morgun þar sem hún fjallar um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla. Þar boðar hún að frum­varp hennar um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla, sem tví­vegis hefur verið stöðvað af stjórn­ar­þing­mönn­um, verði lagt fram í þriðja sinn. 

Í grein­inni segir Lilja að í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar séu fyr­ir­heit um bætt rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla. Því verki sé ekki lok­ið. „Ég vænti þess að sam­staða náist um frum­varp­ið, enda hefur málið lengi verið á döf­inni og þörfin brýn. Reynslan af COVID-19-­stuðn­ingi við fjöl­miðla á þessu ári sýnir líka að hægt er að útfæra stuðn­ing af þessu tagi á sann­gjarnan hátt. Fjöl­miðlar gegna mik­il­vægu hlut­verki við að efla sam­fé­lags­lega umræðu. Stuðn­ingur gerir fjöl­miðlum kleift að efla rit­stjórnir sín­ar, vera vett­vangur skoð­ana­skipta og tján­ing­ar­frelsis og rækja hlut­verk sitt sem einn af horn­steinum lýð­ræð­is­ins.

Kjarn­inn er einn þeirra fjöl­miðla sem upp­­­­­fyllir þau skil­yrði sem sett eru fyrir stuðn­­­ings­greiðsl­­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar