Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Lilju Alfreðs­dóttur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra var falið á nýliðnu þingi að útfæra með reglu­gerð fyr­ir­komu­lag við úthlutun 400 millj­óna króna sér­staks rekstr­ar­stuðn­ings við einka­rekna fjöl­miðla til að mæta efna­hags­legum áhrifum COVID-19. Reglu­gerðin liggur nú fyr­ir, hún hefur verið kynnt rík­is­stjórn og birt á vef Stjórn­ar­tíð­inda. Frá þessu er greint á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Reglu­gerðin er sett til að mæta efna­hags­legum áhrifum heims­far­ald­urs kór­óna­veiru sem sam­þykkt voru á Alþingi þann 11. maí. Þar er til­greint að við ákvörðun um fjár­hæð stuðn­ings verði litið til launa, fjölda starfs­manna og verk­taka­greiðsla vegna miðl­unar á fréttum og frétta­tengdu efni á rit­stjórnum árið 2019, ásamt útgáfu­tíðni mið­ils­ins og fjöl­breyti­leika.

Stuðn­ing­ur­inn verður að hámarki 25 pró­sent af stuðn­ings­hæfum rekstr­ar­kostn­aði umsækj­enda en stuðn­ingur til hvers umsækj­enda getur ekki orðið hærri en sem nemur 25 pró­sent af þeirri fjár­veit­ingu sem Alþingi hefur úthlutað til sér­staks rekstr­ar­stuðn­ings. Umsóknir skulu afgreiddar fyrir 1. sept­em­ber 2020.

Auglýsing

Sam­kvæmt mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu fellur beinn launa­kostn­aður umsækj­anda til blaða- og frétta­manna, rit­stjóra og aðstoð­ar­rit­stjóra, mynda­töku­manna og ljós­mynd­ara á árinu 2019 vegna miðl­unar á fréttum og frétta­tengdu efni og beinar verk­taka­greiðslur til sam­bæri­legra aðila undir stuðn­ings­hæfan rekstr­ar­kostn­að. Fari svo að heild­ar­fjár­hæð sam­þykktra umsókna um stuðn­ings­hæfan rekstr­ar­kostnað verði umfram fjár­veit­ingar Alþingis skerð­ist stuðn­ing­ur­inn til allra umsækj­enda í jöfnum hlut­föll­um.

Meðal skil­yrða fyrir sér­stökum rekstr­ar­stuðn­ingi eru:

  • Fjöl­mið­ill skal vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða mynd­miðl­unar
  • Efni sem birt­ist í fjöl­miðli skal vera fjöl­breytt og ætlað fyrir almenn­ing á Íslandi. Stað­bundnir fjöl­miðar eru und­an­þegnir þessu skil­yrði.
  • Fjöl­mið­ill skal hafa starfað með leyfi frá fjöl­miðla­nefnd, hafa staðið skil á árlegri skýrslu­gjöf til hennar og veitt nefnd­inni full­nægj­andi gögn og upp­lýs­ingar um eign­ar­hald sitt, þar með talin gögn um raun­veru­lega eig­end­ur.
  • Fjöl­mið­ill skal ekki vera í van­skilum með opin­ber gjöld, skatta og skatt­sekt­ir.

Umsjón með umsókn­ar­ferli og mat á umsóknum verður á höndum fjöl­miðla­nefndar og mun hún skila til­lögum um úthlutun stuðn­ings­ins til ráð­herra. Nán­ari upp­lýs­ingar verður að finna á vef fjöl­miðla­nefndar á næstu dög­um, að því er fram kemur á vef Stjórn­ar­ráðs­ins.

Kjarn­inn er einn þeirra fjöl­miðla sem upp­­­fyllir þau skil­yrði sem sett eru fyrir stuðn­­ings­greiðsl­um.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhann Páll Jóhannsson
Ríkisstjórnin magnaði kreppuna – nú þarf að skipta um kúrs
Kjarninn 24. nóvember 2020
Tíu staðreyndir um stöðu mála í íslensku efnahagslífi í COVID-19 faraldri
COVID-19 er tvíþættur faraldur. Í fyrsta lagi er hann heilbrigðisvá. Í öðru lagi þá hefur hann valdið gríðarlegum efnahagslegum skaða. Hér er farið yfir helstu áhrif hans á íslenskt efnahagslíf.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Sjálfstæðisflokkurinn fær langhæstu styrkina frá fyrirtækjum og einstaklingum
Stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkur, er í sérflokki þegar kemur að framlögum frá lögaðilum og einstaklingum. Í fyrra fékk hann hærri framlög frá slíkum en hinir fimm flokkarnir sem hafa skilað ársreikningi til samans.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent