Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní

Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.

Icelandair
Auglýsing

Icelandair flutti rúm­lega 18 þús­und far­þega í júní, en félagið byrj­aði að auka áætl­un­ar­flug sitt á ný 15. júní. Um er að ræða um það bil 97 pró­sent sam­drátt á milli ára, en í júní í fyrra flugu um 553 þús­und far­þegar með Icelanda­ir. Flug­fram­boð Icelandair var að sama skapi um 96 pró­sent minna en það var í fyrra.

Þrátt fyrir að veru­legt skarð hafi verið hoggið í far­þega­flutn­inga hjá félag­inu und­an­farnar vikur og mán­uði hafa frakt­flutn­ingar Icelandair dreg­ist mun minna sam­an.

Í júní nam sam­drátt­ur­inn í frakt­flutn­ingum ein­ungis um það bil 9 pró­sent­um, sam­kvæmt til­kynn­ingu Icelandair Group til Kaup­hallar í dag, en sam­drætti í far­þega­flugi hefur verið mætt með auknum ferðum frakt­véla félags­ins bæði til Banda­ríkj­anna og Evr­ópu.

Auglýsing

Inn­an­lands­flugið hefur sömu­leiðis átt undir högg að sækja vegna far­ald­urs­ins, en um 12 þús­und far­þegar fóru í loftið með Air Iceland Conn­ect í júní­mán­uði. Fækk­aði þeim um 52 pró­sent á milli ára, en fram­boðið á inn­an­lands­flugi hjá félag­inu minnk­aði um 63 pró­sent.

Fóru yfir 20 frakt­flug með lækn­inga- og hjúkr­un­ar­vörur frá Kína

Haft er eftir Boga Nils Boga­syni for­stjóra Icelandair Group í frétta­til­kynn­ingu að félagið hafi farið hægt af stað eftir langt tíma­bil yfir­grips­mik­illa ferða­tak­markana, en að fjöldi far­þega hafi þó auk­ist nokkuð á milli mán­aða.

Annað var kannski erfitt, þar sem í maí flutti Icelandair ein­ungis um það bil 3.000 far­þega.

Bogi leggur áherslu á að flutn­inga­starf­semin hafi gengið vel og segir að farið hafi verið tvær ferðar með íslenskar sjáv­ar­af­urðir til Banda­ríkj­anna og Evr­ópu flesta daga vik­unn­ar.

„Þá héldum við áfram í sér­verk­efnum í frakt- og leiguflugi og má þar til dæmis nefna yfir 20 frakt­flug með lækn­inga- og hjúkr­un­ar­vörur frá Kína til Evr­ópu og Banda­ríkj­anna fyrir aðila í heil­brigð­is­þjón­ustu. Við útvíkk­uðum flug­á­ætlun okkar í byrjun júlí og þrátt fyrir tölu­verða óvissu erum við til­búin að bregð­ast hratt við um leið og ástandið batnar og eft­ir­spurn tekur við sér,“ segir Bogi Nils.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra fer með málefni lista og menningu
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermarsundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent