Bjargvættur byggða eða skaðræði í sjónum?

Á meðan annar talaði um sjókvíaeldi sem mikilvæga viðbót við atvinnulíf á Vestfjörðum talaði hinn um að litið yrði á það og annan verksmiðjubúskap sem einn versta glæp mannkyns innan fárra kynslóða.

Sjókvíaeldi hefur verið lyftistöng fyrir atvinnulífið á Vestfjörðum að sögn Einars en Jón Kaldal segir það á kostnað lífríkisins.
Sjókvíaeldi hefur verið lyftistöng fyrir atvinnulífið á Vestfjörðum að sögn Einars en Jón Kaldal segir það á kostnað lífríkisins.
Auglýsing

Fisk­eldið á Vest­fjörðum er hin nýja við­spyrna, segir Einar K. Guð­finns­son, sem vinnur að fisk­eld­is­málum fyrir Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Lax­eldi í sjó­kvíum er meng­andi iðn­aður sem ógnar líf­ríki Íslands, segir Jón Kaldal, tals­maður Íslenska nátt­úru­vernd­ar­sjóðs­ins.Þessi tvö sjón­ar­mið voru rauði þráð­ur­inn í fram­sögum þeirra tveggja á fundi Land­verndar um fisk­eldi, umhverfi og sam­fé­lag, sem fram fór á fimmtu­dags­kvöld­ið. Fund­ur­inn var hluti af dag­skránni Vest­firðir – auð­lind­ir, nátt­úru­vernd og mann­líf sem sam­tökin stendur að.Umræðan um fisk­eldið hefur verið að breyt­ast mikið síð­ustu mán­uð­ina og eru „flestir farnir að gera sér grein fyrir því að fisk­eldi er komið til að ver­a,“ sagði Ein­ar. Hann full­yrti að fyr­ir­tæki í fisk­eldi á Íslandi vildu ganga um auð­lind­ina með ábyrgum hætti reyndu að gera sitt besta í því sam­hengi þó að ýmis­legt hafi farið úrskeið­is.Þörf væri á fjöl­breytt­ara atvinnu­lífi á Vest­fjörð­um, grein sem veru­lega mun­aði um, og fisk­eldið væri dæmi um það. „Fisk­eldið er ennþá mjög smátt í sniðum hjá okk­ur,“ sagði hann. Fram­leiðsla á laxi í ár yrði um 32 þús­und tonn en hún var um 25 þús­und tonn í fyrra. „Við erum að sækja í okkur veðrið og miðað við áhættu­mat Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar þá verður fisk­eldið kannski álíka stórt og í Fær­eyjum innan ekki mjög margra ára.“

AuglýsingÍsland hefur þá sér­stöðu, að mati Ein­ars, að fyrir um fimmtán árum var tekin sú ákvörðun að hafa „landið að lang­mestu leyti lokað fyrir lax­eldi í sjó“. Það var að hans mati skyn­sam­legt og gaf Íslend­ingum tæki­færi til að þróa sitt eldi með ákveðnum hætti, fyrst og fremst á Vest­fjörðum og Aust­fjörð­um.Hvað umhverf­is­á­hrifin varðar sagði Einar að tölur um slysa­slepp­ingar hér við land væru lág­ar, hvernig sem á þær væri lit­ið. Í áhættu­mati Hafró væri gengið „mjög langt í því að setja girð­ing­arnar varð­andi fisk­eldið þannig að við séum með var­úð­ar­nálgun í þessum efnum til að bregð­ast sér­stak­lega við áhyggjum manna um að lax­eldi sé ósam­rým­an­legt upp­bygg­ingu villtu laxa­stofn­anna“. Gögn sýndu að áhættan af fisk­eldi í sam­ræmi við matið væri mjög lítil og stað­bund­in.Sam­kvæmt áhættu­mat­inu sem Einar nefndi telur Hafró að firð­irnir þar sem eldi er heim­ilað geti borið rúm­lega 106 þús­und tonna eldi en fyrra mat var 71 þús­und tonn. „Guði sé lof þá erum við að sjá aukn­ingu. Hér á Vest­fjörðum er til að mynda verið að opna á [eldi] í Ísa­fjarð­ar­djúpi.“

Jón Kaldal (t.v.) og Einar K. Guðfinnsson, ræddu fiskeldi á fundi Landverndar. Mynd: SamsettEinar sagði lax­eldi hafa verið lítið framan af en að árið 2016 fór að muna um það. Þegar menn tali um að það sé „und­ar­legt að fisk­eldið sé ekki farið að greiða tekju­skatt“ þá skýrist það af því að mörg ár ein­kennd­ust af und­ir­bún­ingi og upp­bygg­ingu grein­ar­innar án þess að nokkrar tekjur sem um mun­aði kæmu inn. „Sem betur fer sjáum við til dæmis að Arn­ar­lax, stærsta lax­eld­is­fyr­ir­tæki okkar Íslend­inga, skil­aði hagn­aði upp á ein­hverjar hund­ruð millj­óna í fyrra.“Á síð­asta ári var útflutn­ings­verð­mæti eld­is­fisks 25 millj­arðar króna á sama tíma og verð­mætin af upp­sjáv­ar­fiski voru 49 millj­arð­ar. „Hér er ekki um neitt smá­ræði að ræða.“Sagði hann fisk­eldið eiga eftir að skipta máli á þeim erf­iðu tímum í efna­hags­líf­inu sem framundan væru vegna sam­dráttar í ferða­þjón­ustu og fleiri greina.

Marg­vís­legur skaði„Lax­eldi í sjó­kvíum er meng­andi iðn­aður sem ógnar líf­ríki Íslands,“ sagði Jón Kaldal. Slík starf­semi þurfi að fara í gegnum mat á umhverf­is­á­hrifum og með því þurfi að hafa eft­ir­lit. Um grafal­var­legt mál væri að ræða í ljósi þess að hnignun dýra­lífs jarðar hafi aldrei verið hrað­ari. Villti lax­inn væri ein af þeim dýra­teg­undum sem ætti nú undir högg að sækja vegna mann­anna verka. „Og helsta mann­gerða hættan – þar er sjó­kvía­eld­i,“ sagði Jón, „vegna skað­ans af sníkju­dýrum, sjúk­dómum og erfða­blöndun frá þessum iðn­að­i.“Hann sagði að það væri því ekki alls kostar rétt að í fisk­eldi fælist engin hætta. Nefndi hann sem dæmi að frá árinu 2016 hefði regn­boga­sil­ungur úr eldi gengið upp í næstum því hverja ein­ustu á á Íslandi. „Það er eðli fiska, þeir eru með sporð og þeir geta synt og þeir geta synt lang­t.“ Þetta ger­ist líka með eld­is­lax­inn og um það væru þegar dæmi.Um 45 millj­ónir eld­is­laxa verða í sjó­kvíum við Ísland ef fisk­eldið verður í takt við nýtt áhættu­mat Hafró. Miðað við for­sendur um hlut­fall fiska sem sleppa muni 85 þús­und fiskar sleppa út í hafið við Ísland á hverju ein­asta ári. „Það er um það bil sama tala og gjör­vallur villti stofn­inn hér tel­ur.“Vitn­aði hann í nið­ur­stöðu norska vís­inda­ráðs­ins um að flótta­fiskur úr eldi og laxa­lús væri mesta hættan sem steðji að villta lax­in­um. Í Nor­egi beri 65 pró­sent villtra laxa­stofna merki erfða­blönd­un­ar.

Skelfi­leg til­hugsunJón minnt­ist sér­stak­lega á Ísa­fjarð­ar­djúp þar sem stefnir í mikið fisk­eldi á næstu árum. Vitn­aði hann í því sam­bandi til nýrrar skýrslu þriggja óháðra sér­fræð­inga sem gerð var fyrir sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neytið og birt í lok ágúst. Í henni beina skýrslu­höf­undar því til Hafró að íhuga að nota lægri við­mið­un­ar­mörk í áhættu­mati sínu fyrir minni stofna en stærri. Ástæðan sé sú að fyr­ir­liggj­andi vís­inda­gögn bendi til þess að litlir og dreifðir stofnar séu hlut­falls­lega við­kvæm­ari fyrir inn­blöndun en þeir stærri og þétt­ari. Sagði Jón þetta einmitt eiga við um villta laxa­stofn­inn í Djúp­inu og að nið­ur­staðan væri vís­bend­ing um að Hafró hefði verið of fljót á sér í áhættu­mat­inu. Í skýrsl­unni er einnig að finna svör Hafró við gagn­rýni skýrslu­höf­unda og seg­ist stofn­unin ætla að skoða ábend­ing­arnar „mjög alvar­lega,“ sagði Jón.Að setja sjó­kvía­eldi niður í Ísa­fjarð­ar­djúpi finnst Jóni skelfi­leg til­hugs­un. Í næsta nágrenni Djúps­ins séu gjöf­ul­ustu fiski­mið lands­ins og mik­il­vægar upp­eld­is­stöðvar fyrir margar teg­und­ir. „Nú er verið að fara að gera til­raun í líf­rík­inu án þess að menn viti afleið­ing­arn­ar.“Einar hafn­aði þessu og sagði ekk­ert benda til þess að lax­eldi hefði nei­kvæð áhrif á afkomu ann­arra fiski­stofna heldur þvert á móti. Sjó­menn fyrir vestan hefðu sagt honum frá því að fisk­ur­inn væri að leita í fóð­ur­leifar þær sem sann­ar­lega féllu til frá eld­inu. „Það er ekk­ert sem bendir til þess að fisk­eldið hafi nei­kvæð áhrif á botn­fisk­stofn­ana, það væri þá auð­vitað búið að koma fram í þeim löndum þar sem fisk­eldi hefur verið stundað um ára­bil.“

Sníkjudýr eru að sögn Jóns tíðir gestir í sjókvíum og herja á laxana.Hvað meng­un­ina frá eld­inu varðar benti Jón á að sjó­kví væri ekk­ert annað en neta­poki sem hangi á grind. Allt fari í gegnum net og það geri fiskur líka ef netið rofn­ar. Ef 106 þús­und tonna lax­eldi yrði leyft hér við land þá myndi meng­unin jafn­ast á við skólp frá 1,7 millj­ónum manna. Byggði Jón þessa útreikn­inga á mati norsku umhverf­is­stofn­un­ar­innar sem segi að frá hverju tonni af lax­eldi renni ígildi skólp­meng­unar frá sextán mann­eskj­um.Nei­kvæðu áhrifin eru þó að mati Jóns ekki ein­göngu bundin við mengun og erfða­blönd­un. Sníkju­dýr á fiskum í eldi séu skæð og lyfin og eitrið sem notað er gegn þeim sé sömu­leiðis slæmt fyrir líf­rík­ið. „Þannig að við erum að tala um að það sem fer úr kví­unum eru fóð­ur­leif­ar, saur frá fisk­um, skor­dýra­eitur og lyfja­fóð­ur. Þetta er ekki umhverf­is­væn fram­leiðsla.“

AuglýsingJón ræddi einnig um dýrið sjálft sem verið er að rækta og benti á að bein­línis væri gert ráð fyrir því að 20 pró­sent lax­anna lifðu ekki af vist­ina í kví­un­um. Ár eftir ár hafi norsk eld­is­fyr­ir­tæki sagst ætla að reyna að draga úr þessum dauða en ekk­ert hafi áunn­ist. Einnig nefndi hann laxalús­ina. Hún væri mjög skæð þegar hún fyndi marga hýsla saman eins og í eld­iskví­um. Þá yrði nán­ast kjarn­orku­spreng­ing; lúsin fjölg­aði sér gríð­ar­lega hratt og æti sig svo inn í hold og jafn­vel heila dýr­anna.Líta ætti frekar til upp­bygg­ingar land­eld­is. „Við hjá Íslenska nátt­úru­vernd­ar­sjóðnum segjum að við getum byggt upp umhverf­is­vænt og sjálf­bært eldi á Íslandi sem ógnar hvorki umhverfi né líf­ríki lands­ins. Því við erum ekki á móti fisk­eldi heldur þeirri gam­al­dags aðferð sem sjó­kvía­eldi er og er skað­legt fyrir nátt­úr­una og umhverf­ið.“Hann og Einar voru þó sam­mála um að land­eldi gæti ekki orðið gríð­ar­lega umfangs­mikið hér á landi. Einar sagði að í raun væri þró­unin orðin sú að land­eldi væri að aukast, þ.e. seiðin eru alin upp á landi þar til þau verða það stór að minni hætta og skaði verði af því að þau sleppi úr kví­un­um. Þannig sé orðin til sam­bland af sjó­kvía­eldi og land­eldi.

Eng­inn arður ennSpurður hvert arður af starf­semi fisk­eld­is­fyr­ir­tækja á Íslandi muni fara sagði Einar að hann muni „auð­vitað lenda á Ísland­i.“ Þeir kostn­að­ar­liðir sem til féllu í rekstr­inum væru að stærstum hluta inn­lend­ir. „Ekk­ert af þessum [er­lendu] fisk­eld­is­fyr­ir­tækjum sem hafa verið að fjár­festa á Íslandi eru farin að fá arð. Hingað til hafa þeir verið að leggja fram fjár­muni og arð­greiðsl­urnar koma ekki fyrr en menn eru betur komnir fyrir vind.“Mik­il­væg­ast væri þó að íslenskt sam­fé­lag nyti góðs af fisk­eld­inu á margan hátt, m.a. vegna útflutn­ings­verð­mæta, upp­bygg­ing­ar­innar og starf­anna sem sköp­uð­ust. Að sögn Jóns er því  ósvarað hversu mikið af gjald­eyri fari úr landi vegna kaupa á ráð­gjöf, bún­aði og fóðri frá hinum norsku eig­endum á móti útflutn­ings­verð­mæt­unum sem Ein­ari væri tíð­rætt um. „Sjó­kvía­eldi, þessi aðferð við að fram­leiða mat­vöru, hún til­heyrir liðnum tíma,“ sagði Jón. „Ég held að það verði litið á verk­smiðju­bú­skap tutt­ug­ustu ald­ar­innar sem einn versta glæp mann­kyns innan örfárra kyn­slóða. Og sjó­kvía­eldi er klár­lega hluti af þeim skelfi­lega iðn­að­i.“

Hér að neðan er hægt að horfa á fund Land­verndar í heild.

Vest­firðir - fisk­eldi

Vest­firðir fisk­eldi

Posted by Land­vernd umhverf­is­vernd­ar­sam­tök on Thurs­day, Sept­em­ber 10, 2020
Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent