Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur

Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.

Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Auglýsing

„Við erum alls staðar að sjá ríki grípa til hertra aðgerða,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu í dag, þar sem hertar sóttvarnaráðstafanir voru kynntar.

Þær taka gildi strax á miðnætti og munu gilda um land allt næstu vikur, eða til 17. nóvember, samkvæmt reglugerð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, sem rædd var og samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag.

Hvað breytist?

Helstu breytingar eru þær að einungis 10 manns mega koma saman í stað 20 áður, aukin áhersla verður á grímunotkun, íþróttastarf leggst alveg af og sviðslistir sömuleiðis. 

Auglýsing

Einungis apótek og matvöruverslanir eru undanþegnar þessum fjöldatakmörkunum, en þar mega 50 manns vera innan sama rýmis og að hámarki 100 ef verslanir eru mjög stórar. Tíu manna fjöldatakmarkanir gilda um aðrar verslanir.

Sundlaugar verða áfram lokaðar og krár og skemmtistaðir einnig og öll þjónusta sem krefst nálægðar og hefur verið bönnuð undanfarnar vikur er áfram bönnuð.

Veitingastaðir þurfa að loka dyrum sínum kl. 21 á kvöldin. Börn fædd 2015 og síðar eru þau einu sem verða undanþegin reglum um grímuskyldu, fjöldatakmörkunum og tveggja metra reglu. 

Skólar áfram opnir – nánar útfært síðar

Skólar verða áfram opnir, en von er á nánari útfærslu á sérstakri reglugerð um skólastarf eftir helgi. Búast má við því að eitthvað rask verði á skólastarfi, sérstaklega í elstu bekkjum grunnskóla, samkvæmt því sem ráðherrar sögðu á blaðamannafundinum.

Farið eftir tillögum sóttvarnalæknis

Heilbrigðisráðherra sagði á blaðamannafundinum í dag að einungis væri vikið að einu leyti frá tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hertar ráðstafanir – hann lagði til að 20 manns að hámarki mættu vera viðstödd útfarir en ríkisstjórnin samþykkti að 30 manns mættu koma til útfara.

Katrín Jakobsdóttir sagði aðspurð í viðtali við RÚV eftir blaðamannafundinn að full samstaða hefði verið um aðgerðirnar innan ríkisstjórnar, en auk hennar og Svandísar voru þær Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.

Frekari efnahagsaðgerðir ræddar

Forsætisráðherra sagði ljóst að þessar hertu aðgerðir myndu kalla á frekari efnahagsleg viðbrögð af hálfu stjórnvalda og ríkisstjórnin hefði meðal annars rætt útvíkkun tekjufallsstyrkja á fundi sínum í dag, en að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra myndi nánar fara yfir þau mál síðar í dag.

Helstu takmarkanir

 • 10 manna fjöldatakmörk er meginregla, en þó er heimild fyrir 30 manns í útförum en 10 að hámarki í erfidrykkjum. 50 manna hámarksfjöldi í lyfja- og matvöruverslunum en reglur um aukinn fjölda með hliðsjón af stærð húsnæðisins. Í öðrum verslunum mega mest 10 koma saman.
 • Fjöldatakmarkanir gilda ekki um almenningssamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug eða störf viðbragðsaðila.
 • Fjöldatakmarkanir gilda ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis og dómstóla.
 • 10 manna fjöldatakmörk eiga ekki við þegar fleiri búa á sama heimili.
 • Íþróttir óheimilar.
 • Sundlaugum lokað.
 • Sviðslistir óheimilar.
 • Krám og skemmtistöðum lokað.
 • Veitingastaðir með vínveitingaleyfi mega ekki hafa opið lengur en til 21.00.
 • Grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.
 • Börn fædd 2015 og síðar undanþegin 2 metra reglu, fjöldamörkum og grímuskyldu (gilti áður um börn fædd 2005 og síðar).

Á vef stjórnarráðsins segir að ráðherra geti veitt undanþágu frá takmörkunum vegna félagslega ómissandi innviða sem mega ekki stöðvast. Þar undir fellur m.a. heilbrigðisstarfsemi og félagsþjónusta. Ráðherra getur einnig veitt undanþágu við banni frá íþróttastarfi fyrir einstaka viðburði, til dæmis alþjóðlegra keppnisleikja.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent