Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur

Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.

Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Auglýsing

„Við erum alls staðar að sjá ríki grípa til hertra aðgerða,“ sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra á blaða­manna­fundi rík­is­stjórn­ar­innar í Hörpu í dag, þar sem hertar sótt­varna­ráð­staf­anir voru kynnt­ar.

Þær taka gildi strax á mið­nætti og munu gilda um land allt næstu vik­ur, eða til 17. nóv­em­ber, sam­kvæmt reglu­gerð Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra, sem rædd var og sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag.

Hvað breyt­ist?

Helstu breyt­ingar eru þær að ein­ungis 10 manns mega koma saman í stað 20 áður, aukin áhersla verður á grímunotk­un, íþrótta­starf leggst alveg af og sviðs­listir sömu­leið­is. 

Auglýsing

Ein­ungis apó­tek og mat­vöru­versl­anir eru und­an­þegnar þessum fjölda­tak­mörk­un­um, en þar mega 50 manns vera innan sama rýmis og að hámarki 100 ef versl­anir eru mjög stór­ar. Tíu manna fjölda­tak­mark­anir gilda um aðrar versl­an­ir.

Sund­laugar verða áfram lok­aðar og krár og skemmti­staðir einnig og öll þjón­usta sem krefst nálægðar og hefur verið bönnuð und­an­farnar vikur er áfram bönn­uð.

Veit­inga­staðir þurfa að loka dyrum sínum kl. 21 á kvöld­in. Börn fædd 2015 og síðar eru þau einu sem verða und­an­þegin reglum um grímu­skyldu, fjölda­tak­mörk­unum og tveggja metra reglu. 

Skólar áfram opnir – nánar útfært síðar

Skólar verða áfram opn­ir, en von er á nán­ari útfærslu á sér­stakri reglu­gerð um skóla­starf eftir helgi. Búast má við því að eitt­hvað rask verði á skóla­starfi, sér­stak­lega í elstu bekkjum grunn­skóla, sam­kvæmt því sem ráð­herrar sögðu á blaða­manna­fund­in­um.

Farið eftir til­lögum sótt­varna­læknis

Heil­brigð­is­ráð­herra sagði á blaða­manna­fund­inum í dag að ein­ungis væri vikið að einu leyti frá til­lögum Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis um hertar ráð­staf­anir – hann lagði til að 20 manns að hámarki mættu vera við­stödd útfarir en rík­is­stjórnin sam­þykkti að 30 manns mættu koma til útfara.

Katrín Jak­obs­dóttir sagði aðspurð í við­tali við RÚV eftir blaða­manna­fund­inn að full sam­staða hefði verið um aðgerð­irnar innan rík­is­stjórn­ar, en auk hennar og Svan­dísar voru þær Lilja Alfreðs­dóttir mennta­mála­ráð­herra og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra á blaða­manna­fundi rík­is­stjórn­ar­innar í dag.

Frek­ari efna­hags­að­gerðir ræddar

For­sæt­is­ráð­herra sagði ljóst að þessar hertu aðgerðir myndu kalla á frek­ari efna­hags­leg við­brögð af hálfu stjórn­valda og rík­is­stjórnin hefði meðal ann­ars rætt útvíkkun tekju­falls­styrkja á fundi sínum í dag, en að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra myndi nánar fara yfir þau mál síðar í dag.

Helstu tak­mark­anir

 • 10 manna fjölda­tak­mörk er meg­in­regla, en þó er heim­ild fyrir 30 manns í útförum en 10 að hámarki í erfi­drykkj­u­m. 50 manna hámarks­fjöldi í lyfja- og mat­vöru­versl­unum en reglur um auk­inn fjölda með hlið­sjón af stærð hús­næð­is­ins. Í öðrum versl­unum mega mest 10 koma sam­an.
 • Fjölda­tak­mark­anir gilda ekki um almenn­ings­sam­göng­ur, hóp­bif­reið­ar, inn­an­lands­flug eða störf við­bragðs­að­ila.
 • Fjölda­tak­mark­anir gilda ekki um störf rík­is­stjórn­ar, rík­is­ráðs, Alþingis og dóm­stóla.
 • 10 manna fjölda­tak­mörk eiga ekki við þegar fleiri búa á sama heim­ili.
 • Íþróttir óheim­il­ar.
 • Sund­laugum lok­að.
 • Sviðs­listir óheim­il­ar.
 • Krám og skemmti­stöðum lok­að.
 • Veit­inga­staðir með vín­veit­inga­leyfi mega ekki hafa opið lengur en til 21.00.
 • Grímu­skylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægð­ar­mörk milli ein­stak­linga sem ekki eru í nánum tengsl­um.
 • Börn fædd 2015 og síðar und­an­þegin 2 metra reglu, fjölda­mörkum og grímu­skyldu (gilti áður um börn fædd 2005 og síð­ar).

Á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að ráð­herra geti veitt und­an­þágu frá tak­mörk­unum vegna félags­lega ómissandi inn­viða sem mega ekki stöðvast. Þar undir fellur m.a. heil­brigð­is­starf­semi og félags­þjón­usta. Ráð­herra getur einnig veitt und­an­þágu við banni frá íþrótta­starfi fyrir ein­staka við­burði, til dæmis alþjóð­legra keppn­i­s­leikja.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent