Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur

Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.

Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Auglýsing

„Við erum alls staðar að sjá ríki grípa til hertra aðgerða,“ sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra á blaða­manna­fundi rík­is­stjórn­ar­innar í Hörpu í dag, þar sem hertar sótt­varna­ráð­staf­anir voru kynnt­ar.

Þær taka gildi strax á mið­nætti og munu gilda um land allt næstu vik­ur, eða til 17. nóv­em­ber, sam­kvæmt reglu­gerð Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra, sem rædd var og sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag.

Hvað breyt­ist?

Helstu breyt­ingar eru þær að ein­ungis 10 manns mega koma saman í stað 20 áður, aukin áhersla verður á grímunotk­un, íþrótta­starf leggst alveg af og sviðs­listir sömu­leið­is. 

Auglýsing

Ein­ungis apó­tek og mat­vöru­versl­anir eru und­an­þegnar þessum fjölda­tak­mörk­un­um, en þar mega 50 manns vera innan sama rýmis og að hámarki 100 ef versl­anir eru mjög stór­ar. Tíu manna fjölda­tak­mark­anir gilda um aðrar versl­an­ir.

Sund­laugar verða áfram lok­aðar og krár og skemmti­staðir einnig og öll þjón­usta sem krefst nálægðar og hefur verið bönnuð und­an­farnar vikur er áfram bönn­uð.

Veit­inga­staðir þurfa að loka dyrum sínum kl. 21 á kvöld­in. Börn fædd 2015 og síðar eru þau einu sem verða und­an­þegin reglum um grímu­skyldu, fjölda­tak­mörk­unum og tveggja metra reglu. 

Skólar áfram opnir – nánar útfært síðar

Skólar verða áfram opn­ir, en von er á nán­ari útfærslu á sér­stakri reglu­gerð um skóla­starf eftir helgi. Búast má við því að eitt­hvað rask verði á skóla­starfi, sér­stak­lega í elstu bekkjum grunn­skóla, sam­kvæmt því sem ráð­herrar sögðu á blaða­manna­fund­in­um.

Farið eftir til­lögum sótt­varna­læknis

Heil­brigð­is­ráð­herra sagði á blaða­manna­fund­inum í dag að ein­ungis væri vikið að einu leyti frá til­lögum Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis um hertar ráð­staf­anir – hann lagði til að 20 manns að hámarki mættu vera við­stödd útfarir en rík­is­stjórnin sam­þykkti að 30 manns mættu koma til útfara.

Katrín Jak­obs­dóttir sagði aðspurð í við­tali við RÚV eftir blaða­manna­fund­inn að full sam­staða hefði verið um aðgerð­irnar innan rík­is­stjórn­ar, en auk hennar og Svan­dísar voru þær Lilja Alfreðs­dóttir mennta­mála­ráð­herra og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra á blaða­manna­fundi rík­is­stjórn­ar­innar í dag.

Frek­ari efna­hags­að­gerðir ræddar

For­sæt­is­ráð­herra sagði ljóst að þessar hertu aðgerðir myndu kalla á frek­ari efna­hags­leg við­brögð af hálfu stjórn­valda og rík­is­stjórnin hefði meðal ann­ars rætt útvíkkun tekju­falls­styrkja á fundi sínum í dag, en að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra myndi nánar fara yfir þau mál síðar í dag.

Helstu tak­mark­anir

 • 10 manna fjölda­tak­mörk er meg­in­regla, en þó er heim­ild fyrir 30 manns í útförum en 10 að hámarki í erfi­drykkj­u­m. 50 manna hámarks­fjöldi í lyfja- og mat­vöru­versl­unum en reglur um auk­inn fjölda með hlið­sjón af stærð hús­næð­is­ins. Í öðrum versl­unum mega mest 10 koma sam­an.
 • Fjölda­tak­mark­anir gilda ekki um almenn­ings­sam­göng­ur, hóp­bif­reið­ar, inn­an­lands­flug eða störf við­bragðs­að­ila.
 • Fjölda­tak­mark­anir gilda ekki um störf rík­is­stjórn­ar, rík­is­ráðs, Alþingis og dóm­stóla.
 • 10 manna fjölda­tak­mörk eiga ekki við þegar fleiri búa á sama heim­ili.
 • Íþróttir óheim­il­ar.
 • Sund­laugum lok­að.
 • Sviðs­listir óheim­il­ar.
 • Krám og skemmti­stöðum lok­að.
 • Veit­inga­staðir með vín­veit­inga­leyfi mega ekki hafa opið lengur en til 21.00.
 • Grímu­skylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægð­ar­mörk milli ein­stak­linga sem ekki eru í nánum tengsl­um.
 • Börn fædd 2015 og síðar und­an­þegin 2 metra reglu, fjölda­mörkum og grímu­skyldu (gilti áður um börn fædd 2005 og síð­ar).

Á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að ráð­herra geti veitt und­an­þágu frá tak­mörk­unum vegna félags­lega ómissandi inn­viða sem mega ekki stöðvast. Þar undir fellur m.a. heil­brigð­is­starf­semi og félags­þjón­usta. Ráð­herra getur einnig veitt und­an­þágu við banni frá íþrótta­starfi fyrir ein­staka við­burði, til dæmis alþjóð­legra keppn­i­s­leikja.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent