Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur

Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.

Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Auglýsing

„Við erum alls staðar að sjá ríki grípa til hertra aðgerða,“ sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra á blaða­manna­fundi rík­is­stjórn­ar­innar í Hörpu í dag, þar sem hertar sótt­varna­ráð­staf­anir voru kynnt­ar.

Þær taka gildi strax á mið­nætti og munu gilda um land allt næstu vik­ur, eða til 17. nóv­em­ber, sam­kvæmt reglu­gerð Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra, sem rædd var og sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag.

Hvað breyt­ist?

Helstu breyt­ingar eru þær að ein­ungis 10 manns mega koma saman í stað 20 áður, aukin áhersla verður á grímunotk­un, íþrótta­starf leggst alveg af og sviðs­listir sömu­leið­is. 

Auglýsing

Ein­ungis apó­tek og mat­vöru­versl­anir eru und­an­þegnar þessum fjölda­tak­mörk­un­um, en þar mega 50 manns vera innan sama rýmis og að hámarki 100 ef versl­anir eru mjög stór­ar. Tíu manna fjölda­tak­mark­anir gilda um aðrar versl­an­ir.

Sund­laugar verða áfram lok­aðar og krár og skemmti­staðir einnig og öll þjón­usta sem krefst nálægðar og hefur verið bönnuð und­an­farnar vikur er áfram bönn­uð.

Veit­inga­staðir þurfa að loka dyrum sínum kl. 21 á kvöld­in. Börn fædd 2015 og síðar eru þau einu sem verða und­an­þegin reglum um grímu­skyldu, fjölda­tak­mörk­unum og tveggja metra reglu. 

Skólar áfram opnir – nánar útfært síðar

Skólar verða áfram opn­ir, en von er á nán­ari útfærslu á sér­stakri reglu­gerð um skóla­starf eftir helgi. Búast má við því að eitt­hvað rask verði á skóla­starfi, sér­stak­lega í elstu bekkjum grunn­skóla, sam­kvæmt því sem ráð­herrar sögðu á blaða­manna­fund­in­um.

Farið eftir til­lögum sótt­varna­læknis

Heil­brigð­is­ráð­herra sagði á blaða­manna­fund­inum í dag að ein­ungis væri vikið að einu leyti frá til­lögum Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis um hertar ráð­staf­anir – hann lagði til að 20 manns að hámarki mættu vera við­stödd útfarir en rík­is­stjórnin sam­þykkti að 30 manns mættu koma til útfara.

Katrín Jak­obs­dóttir sagði aðspurð í við­tali við RÚV eftir blaða­manna­fund­inn að full sam­staða hefði verið um aðgerð­irnar innan rík­is­stjórn­ar, en auk hennar og Svan­dísar voru þær Lilja Alfreðs­dóttir mennta­mála­ráð­herra og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra á blaða­manna­fundi rík­is­stjórn­ar­innar í dag.

Frek­ari efna­hags­að­gerðir ræddar

For­sæt­is­ráð­herra sagði ljóst að þessar hertu aðgerðir myndu kalla á frek­ari efna­hags­leg við­brögð af hálfu stjórn­valda og rík­is­stjórnin hefði meðal ann­ars rætt útvíkkun tekju­falls­styrkja á fundi sínum í dag, en að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra myndi nánar fara yfir þau mál síðar í dag.

Helstu tak­mark­anir

 • 10 manna fjölda­tak­mörk er meg­in­regla, en þó er heim­ild fyrir 30 manns í útförum en 10 að hámarki í erfi­drykkj­u­m. 50 manna hámarks­fjöldi í lyfja- og mat­vöru­versl­unum en reglur um auk­inn fjölda með hlið­sjón af stærð hús­næð­is­ins. Í öðrum versl­unum mega mest 10 koma sam­an.
 • Fjölda­tak­mark­anir gilda ekki um almenn­ings­sam­göng­ur, hóp­bif­reið­ar, inn­an­lands­flug eða störf við­bragðs­að­ila.
 • Fjölda­tak­mark­anir gilda ekki um störf rík­is­stjórn­ar, rík­is­ráðs, Alþingis og dóm­stóla.
 • 10 manna fjölda­tak­mörk eiga ekki við þegar fleiri búa á sama heim­ili.
 • Íþróttir óheim­il­ar.
 • Sund­laugum lok­að.
 • Sviðs­listir óheim­il­ar.
 • Krám og skemmti­stöðum lok­að.
 • Veit­inga­staðir með vín­veit­inga­leyfi mega ekki hafa opið lengur en til 21.00.
 • Grímu­skylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægð­ar­mörk milli ein­stak­linga sem ekki eru í nánum tengsl­um.
 • Börn fædd 2015 og síðar und­an­þegin 2 metra reglu, fjölda­mörkum og grímu­skyldu (gilti áður um börn fædd 2005 og síð­ar).

Á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að ráð­herra geti veitt und­an­þágu frá tak­mörk­unum vegna félags­lega ómissandi inn­viða sem mega ekki stöðvast. Þar undir fellur m.a. heil­brigð­is­starf­semi og félags­þjón­usta. Ráð­herra getur einnig veitt und­an­þágu við banni frá íþrótta­starfi fyrir ein­staka við­burði, til dæmis alþjóð­legra keppn­i­s­leikja.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent