Bjargráð – ekki bólur

Varaformaður Viðreisnar segir að Seðlabankinn verði að breyta stefnu sinni þannig að hann auki áherslu á að kaupa skuldabréf ríkis og sveitarfélaga til að auka rými þeirra til aðgerða, fremur en að fjármagna uppgang á fasteignamarkaði.

Auglýsing

Síð­ast­liðna viku hafa borist afar jákvæðar fréttir sem varða fram­tíð­ar­horfur heims­ins. Tvö lyfja­fyr­ir­tæki, Pfizer og Moderna, hafa til­kynnt um árangur af þróun bólu­efna gegn kór­ónu­veirunni. Ísland hefur tryggt sér aðgang að báðum gegnum sam­starf við Evr­ópu­þjóð­ir. Ekki er hægt að und­ir­strika nægi­lega hve jákvæðar og mik­il­vægar þessar fréttir eru. Nú er í fyrsta skipti hægt að tíma­setja hvenær yfir­stand­andi far­aldri líkur og lífið getur færst aftur í eðli­legt horf.

Íslenskt stjórn­völd hafa getað gripið til umfangs­mik­illa mót­væg­is­að­gerða í skjóli sterkrar stöðu rík­is­sjóðs og umfangs­mik­ils gjald­eyr­is­vara­forða. Aðgerð­irnar hafa samt lit­ast af óvissu um hvort og hvenær bólu­efni fynd­ist. Aðgerð­irnar hafa verið fjöl­breyttar og áætl­anir gert ráð fyrir að þær gætu staðið í nokkurn tíma. Nú þegar veru­lega hefur verið dregið úr þess­ari óvissu er mik­il­vægt að end­ur­meta þessar aðgerðir þannig að árangur þeirra verði sem mest­ur.

Fjár­mála­ráð hefur ítrekað bent á þá hættu sem getur fylgt stór­auknum umsvifum rík­is­ins. Séu slíkar aðgerðir til langs tíma er hætta á að þær nái yfir upp­gangs­tíma­bil í hag­kerf­inu og valdi þenslu. Fjár­mála­ráð hefur því lagt áherslu á að ríkið geri ráð fyrir reglu­legri end­ur­skoðun aðgerð­anna til að forð­ast það. Undir þetta verður að taka.

Hjarð­ó­næmi í okkar helstu við­skipta­löndum um og eftir mitt næsta ár mun opna að nýju fyrir þau við­skipti sem lok­uð­ust þegar far­ald­ur­inn skall á. Nær­tæk­ustu tæki­færin til að auka verð­mæta­sköpun og skapa störf er að end­ur­vekja þau við­skipti. Því ætti að end­ur­skoða áætl­anir stjórn­valda með það að mark­miði að gera þessar atvinnu­greinar í stakk búnar til þess að grípa aftur þau tæki­færi sem hurfu með far­aldr­in­um.

Þrátt fyrir sam­drátt og mikla aukn­ingu í atvinnu­leysi hefur kaup­máttur hald­ist nokkuð stöð­ugur frá því far­ald­ur­inn hófst. Það þýðir að mörg fyr­ir­tæki og ein­stak­lingar finna lítið fyrir nei­kvæðum efna­hags­legum afleið­ingum far­ald­urs­ins. Óþarfi er að grípa til aðgerða sem styðja þennan hóp. Almennar skatta­lækk­anir sem og inn­spýt­ing fjár­magns inn í banka­kerfið eru dæmi um slíkar aðgerð­ir. Raunar virð­ist inn­spýt­ing fjár­magns inn í banka­kerfið fyrst of fremst hafa leitt til upp­gangs og verð­hækk­ana á fast­eigna­mark­aði. Fjár­fest­ingar hins opin­bera sem ekki koma til fram­kvæmda fyrr en eftir mitt næsta ár eru einnig því marki brennd að skapa fremur hættu á þenslu en að leysa aðsteðj­andi vanda.

Auglýsing
Sértækar aðgerð­ir, sem bein­ast að þeim fyr­ir­tækjum sem orðið hafa fyrir tjóni og þeim ein­stak­lingum sem misst hafa vinn­una eru lík­legri til að koma að gagni. Hluta­bæt­ur, tekju­teng­ing atvinnu­leys­is­bóta, hækkun bóta, mennt­un­ar­úr­ræði og félags­legur stuðn­ingur við atvinnu­lausa eru dæmi um aðgerðir í þágu þeirra sem lík­legar eru að draga úr nei­kvæðum áhrifum krepp­unn­ar. Gagn­vart sjálf­stætt starf­andi ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum þarf að beita beinum stuðn­ingi. Nágranna­lönd okk­ar, t.d. Dan­mörk og Þýska­land, hafa þegar hafið slíkar aðgerð­ir. Þeim er ætlað að við­halda getu fyr­ir­tækja til að bregð­ast við þegar eft­ir­spurn eftir fram­leiðslu þeirra tekur aftur við sér upp úr miðju næsta ári. Vísir að þessu er þegar til stað­ar, t.d. gagn­vart lista­mönn­um. Aðgerð af sam­bæri­legri stærð­argráðu gagn­vart ferða­þjón­ust­unni er lík­lega örugg­asta leiðin til þess að tryggja að kreppan verði stutt.

Þessar aðgerðir þarf að fjár­magna. Í því sam­hengi virð­ist aug­ljós­ast að stefnu Seðla­bank­ans verði breytt þannig að hann auki áherslu á að kaupa skulda­bréf ríkis og sveit­ar­fé­laga til að auka rými þeirra til aðgerða, fremur en að fjár­magna upp­gang á fast­eigna­mark­aði. Slík útfærsla magn­bund­innar íhlut­unar mundi auð­velda ríki og sveit­ar­fé­lögum að grípa til nauð­syn­legra aðgerða, nú þegar enda­markið er í aug­sýn.

Höf­undur er vara­­for­­maður Við­reisn­­­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar