Bjargráð – ekki bólur

Varaformaður Viðreisnar segir að Seðlabankinn verði að breyta stefnu sinni þannig að hann auki áherslu á að kaupa skuldabréf ríkis og sveitarfélaga til að auka rými þeirra til aðgerða, fremur en að fjármagna uppgang á fasteignamarkaði.

Auglýsing

Síð­ast­liðna viku hafa borist afar jákvæðar fréttir sem varða fram­tíð­ar­horfur heims­ins. Tvö lyfja­fyr­ir­tæki, Pfizer og Moderna, hafa til­kynnt um árangur af þróun bólu­efna gegn kór­ónu­veirunni. Ísland hefur tryggt sér aðgang að báðum gegnum sam­starf við Evr­ópu­þjóð­ir. Ekki er hægt að und­ir­strika nægi­lega hve jákvæðar og mik­il­vægar þessar fréttir eru. Nú er í fyrsta skipti hægt að tíma­setja hvenær yfir­stand­andi far­aldri líkur og lífið getur færst aftur í eðli­legt horf.

Íslenskt stjórn­völd hafa getað gripið til umfangs­mik­illa mót­væg­is­að­gerða í skjóli sterkrar stöðu rík­is­sjóðs og umfangs­mik­ils gjald­eyr­is­vara­forða. Aðgerð­irnar hafa samt lit­ast af óvissu um hvort og hvenær bólu­efni fynd­ist. Aðgerð­irnar hafa verið fjöl­breyttar og áætl­anir gert ráð fyrir að þær gætu staðið í nokkurn tíma. Nú þegar veru­lega hefur verið dregið úr þess­ari óvissu er mik­il­vægt að end­ur­meta þessar aðgerðir þannig að árangur þeirra verði sem mest­ur.

Fjár­mála­ráð hefur ítrekað bent á þá hættu sem getur fylgt stór­auknum umsvifum rík­is­ins. Séu slíkar aðgerðir til langs tíma er hætta á að þær nái yfir upp­gangs­tíma­bil í hag­kerf­inu og valdi þenslu. Fjár­mála­ráð hefur því lagt áherslu á að ríkið geri ráð fyrir reglu­legri end­ur­skoðun aðgerð­anna til að forð­ast það. Undir þetta verður að taka.

Hjarð­ó­næmi í okkar helstu við­skipta­löndum um og eftir mitt næsta ár mun opna að nýju fyrir þau við­skipti sem lok­uð­ust þegar far­ald­ur­inn skall á. Nær­tæk­ustu tæki­færin til að auka verð­mæta­sköpun og skapa störf er að end­ur­vekja þau við­skipti. Því ætti að end­ur­skoða áætl­anir stjórn­valda með það að mark­miði að gera þessar atvinnu­greinar í stakk búnar til þess að grípa aftur þau tæki­færi sem hurfu með far­aldr­in­um.

Þrátt fyrir sam­drátt og mikla aukn­ingu í atvinnu­leysi hefur kaup­máttur hald­ist nokkuð stöð­ugur frá því far­ald­ur­inn hófst. Það þýðir að mörg fyr­ir­tæki og ein­stak­lingar finna lítið fyrir nei­kvæðum efna­hags­legum afleið­ingum far­ald­urs­ins. Óþarfi er að grípa til aðgerða sem styðja þennan hóp. Almennar skatta­lækk­anir sem og inn­spýt­ing fjár­magns inn í banka­kerfið eru dæmi um slíkar aðgerð­ir. Raunar virð­ist inn­spýt­ing fjár­magns inn í banka­kerfið fyrst of fremst hafa leitt til upp­gangs og verð­hækk­ana á fast­eigna­mark­aði. Fjár­fest­ingar hins opin­bera sem ekki koma til fram­kvæmda fyrr en eftir mitt næsta ár eru einnig því marki brennd að skapa fremur hættu á þenslu en að leysa aðsteðj­andi vanda.

Auglýsing
Sértækar aðgerð­ir, sem bein­ast að þeim fyr­ir­tækjum sem orðið hafa fyrir tjóni og þeim ein­stak­lingum sem misst hafa vinn­una eru lík­legri til að koma að gagni. Hluta­bæt­ur, tekju­teng­ing atvinnu­leys­is­bóta, hækkun bóta, mennt­un­ar­úr­ræði og félags­legur stuðn­ingur við atvinnu­lausa eru dæmi um aðgerðir í þágu þeirra sem lík­legar eru að draga úr nei­kvæðum áhrifum krepp­unn­ar. Gagn­vart sjálf­stætt starf­andi ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum þarf að beita beinum stuðn­ingi. Nágranna­lönd okk­ar, t.d. Dan­mörk og Þýska­land, hafa þegar hafið slíkar aðgerð­ir. Þeim er ætlað að við­halda getu fyr­ir­tækja til að bregð­ast við þegar eft­ir­spurn eftir fram­leiðslu þeirra tekur aftur við sér upp úr miðju næsta ári. Vísir að þessu er þegar til stað­ar, t.d. gagn­vart lista­mönn­um. Aðgerð af sam­bæri­legri stærð­argráðu gagn­vart ferða­þjón­ust­unni er lík­lega örugg­asta leiðin til þess að tryggja að kreppan verði stutt.

Þessar aðgerðir þarf að fjár­magna. Í því sam­hengi virð­ist aug­ljós­ast að stefnu Seðla­bank­ans verði breytt þannig að hann auki áherslu á að kaupa skulda­bréf ríkis og sveit­ar­fé­laga til að auka rými þeirra til aðgerða, fremur en að fjár­magna upp­gang á fast­eigna­mark­aði. Slík útfærsla magn­bund­innar íhlut­unar mundi auð­velda ríki og sveit­ar­fé­lögum að grípa til nauð­syn­legra aðgerða, nú þegar enda­markið er í aug­sýn.

Höf­undur er vara­­for­­maður Við­reisn­­­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar