Húsaleiga framhaldsskólanna

Unnar Þór Bachmann telur fullt tilefni til þess að skora enn og aftur á yfirvöld menntamála að opna aðgang að reiknilíkani framhaldsskólanna.

Auglýsing

Heild­ar­út­gjöld til fram­halds­skóla­stigs­ins hafa auk­ist á und­an­förnum árum. Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­eytið hefur verið dug­legt að benda á þessa aukn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins (sjá hérhér og hér). Það er hins vegar erfitt að meta styrk fram­halds­skól­anna út frá heild­ar­út­gjöld­um. Nauð­syn­legt er að taka með í reikn­ing­inn ýmsar breytur svo sem eins og það að ríkið hækk­aði húsa­leigu skól­anna um 2.353 millj­ónir árið 2019. Í svari ráð­herra er hækk­unin skýrð með breyttri leigu (mark­aðs­leigu) og vegna verð­lags­bóta.

Heildarútgjöld til framhaldsskólastigsins Tafla: Aðsend

Með húsa­leigu fram­halds­skól­anna er átt við leigu­gjöld 27 rík­is­rek­inna fram­halds­skóla, sem ríkið rukkar fyrir afnot af eigin hús­næði. Þessir skólar eru í staf­rófs­röð: Borg­ar­holts­skóli, Fjöl­brauta­skóli Norð­ur­lands vestra, Fjöl­brauta­skóli Snæ­fell­inga, Fjöl­brauta­skóli Suð­ur­lands, Fjöl­brauta­skóli Suð­ur­nesja, Fjöl­brauta­skóli Vest­ur­lands, Fjöl­brauta­skól­inn við Ármúla, Fjöl­brauta­skól­inn í Breið­holti, Fjöl­brauta­skól­inn í Garða­bæ, Flens­borg­ar­skóli, Fram­halds­skól­inn á Húsa­vík, Fram­halds­skól­inn á Laug­um, Fram­halds­skól­inn í A-Skafta­fells­sýslu, Fram­halds­skól­inn í Mos­fells­bæ, Fram­halds­skól­inn í Vest­manna­eyj­um, Kvenna­skól­inn í Reykja­vík, Mennta­skól­inn að Laug­ar­vatni, Mennta­skól­inn við Hamra­hlíð, Mennta­skól­inn við Sund, Mennta­skól­inn á Akur­eyri, Mennta­skól­inn á Egils­stöð­um, Mennta­skól­inn á Trölla­skaga, Mennta­skól­inn á Ísa­firði, Mennta­skól­inn í Kópa­vogi, Mennta­skól­inn í Reykja­vík, Verk­mennta­skóli Aust­ur­lands, Verk­mennta­skól­inn á Akur­eyri.

Ný gögn á heima­síðu Fjár­sýslu rík­is­ins stað­festa þessar leigu­hækk­anir til skól­anna.

Þróun húsaleigu framhaldsskólanna

Grænu súl­urnar fást með sund­ur­liðun á tekjum og gjöldum í opnum gögnum Fjár­sýslu rík­is­ins. Gráu súl­urnar 2017 og 2018 byggja á liðnum leigu­gjöld í árs­reikn­ingum skól­anna. Síð­asta súlan byggir á áður­nefndri hækkun á leigu skól­anna. Ekki hafa allir árs­reikn­ingar skól­anna verið birtir á vef Fjár­sýsl­unnar fyrir árið 2019. Þegar þetta er ritað þá á ein­ungis eftir að birta árs­reikn­inga MS og Borg­ar­holts­skóla. Sam­tala leigu­gjalda hinna skól­anna 25 skv. þeirra árs­reikn­ingum er um 4 millj­arðar sem passar við áður­nefnt svar ráð­herra.

Auglýsing

Það er erfitt að átta sig á því af hverju húsa­leiga (mark­aðs­leiga) Mennta­skól­ans á Akur­eyri fer úr 111 millj­ónum árið 2018 í 189 millj­ónir (70%) árið 2019 en húsa­leiga Verk­mennta­skól­ans á Akur­eyri (VMA) úr 150 millj­ónum í 385 millj­ónir (157%)! Skýra mark­aðs­að­stæður á Akur­eyri þennan mun? Þegar reglu­gerð um reikni­líkan fram­halds­skól­anna var gefin út fyrir 20 árum síðan var alltaf gert ráð fyrir því að það væri opið öllum sem vildu kynna sér. Reikni­líkanið er í dag harð­læst og lokað og ein­ungis hægt að skyggn­ast inn í fjár­mál fram­halds­skól­anna í mis­að­gengi­legum upp­gjörs­skýrsl­um.

Að þessu sögðu þá verður ekki full­yrt að fram­lög til skól­anna séu of lág. Hins vegar er óvíst að skóla­stigið sé í stór­sókn þegar kemur að fjár­veit­ing­um. Útgjöld til 19 fram­halds­skóla af 30 munu aukast árið 2021 um innan við 3,0%. Það svarar til verð­lags­þró­unar í anda Lífs­kjara­samn­ing­anna. Það er mögu­lega heldur rýrt ef haft er í huga það álag sem er á kerf­inu vegna covid-19 og er fyr­ir­sjá­an­legt í náinni fram­tíð vegna atvinnu­leys­is. Atvinnu­lausir karlar eru mun lík­legri til þess að sækja nám í fram­halds­skólum en háskólum (Fjár­lög bls. 119). Samt er engin sjá­an­leg for­gangs­röðun þegar kemur að fjár­veit­ingum til verk­náms­skóla. Fram­lög til VMA hækka svo dæmi sé nefnt minnst allra eða ein­ungis um 1,2% milli áranna 2020 og 2021 skv. fjár­lög­um.

Það er greini­lega full ástæða til þess að kafa ofan í kjöl­inn á fjár­lögum fram­halds­skóla lands­ins. Það er einnig fullt til­efni til þess að skora enn og aftur á yfir­völd mennta­mála að opna aðgang að reikni­lík­ani fram­halds­skól­anna eftir 20 ár.

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar