Húsaleiga framhaldsskólanna

Unnar Þór Bachmann telur fullt tilefni til þess að skora enn og aftur á yfirvöld menntamála að opna aðgang að reiknilíkani framhaldsskólanna.

Auglýsing

Heild­ar­út­gjöld til fram­halds­skóla­stigs­ins hafa auk­ist á und­an­förnum árum. Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­eytið hefur verið dug­legt að benda á þessa aukn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins (sjá hérhér og hér). Það er hins vegar erfitt að meta styrk fram­halds­skól­anna út frá heild­ar­út­gjöld­um. Nauð­syn­legt er að taka með í reikn­ing­inn ýmsar breytur svo sem eins og það að ríkið hækk­aði húsa­leigu skól­anna um 2.353 millj­ónir árið 2019. Í svari ráð­herra er hækk­unin skýrð með breyttri leigu (mark­aðs­leigu) og vegna verð­lags­bóta.

Heildarútgjöld til framhaldsskólastigsins Tafla: Aðsend

Með húsa­leigu fram­halds­skól­anna er átt við leigu­gjöld 27 rík­is­rek­inna fram­halds­skóla, sem ríkið rukkar fyrir afnot af eigin hús­næði. Þessir skólar eru í staf­rófs­röð: Borg­ar­holts­skóli, Fjöl­brauta­skóli Norð­ur­lands vestra, Fjöl­brauta­skóli Snæ­fell­inga, Fjöl­brauta­skóli Suð­ur­lands, Fjöl­brauta­skóli Suð­ur­nesja, Fjöl­brauta­skóli Vest­ur­lands, Fjöl­brauta­skól­inn við Ármúla, Fjöl­brauta­skól­inn í Breið­holti, Fjöl­brauta­skól­inn í Garða­bæ, Flens­borg­ar­skóli, Fram­halds­skól­inn á Húsa­vík, Fram­halds­skól­inn á Laug­um, Fram­halds­skól­inn í A-Skafta­fells­sýslu, Fram­halds­skól­inn í Mos­fells­bæ, Fram­halds­skól­inn í Vest­manna­eyj­um, Kvenna­skól­inn í Reykja­vík, Mennta­skól­inn að Laug­ar­vatni, Mennta­skól­inn við Hamra­hlíð, Mennta­skól­inn við Sund, Mennta­skól­inn á Akur­eyri, Mennta­skól­inn á Egils­stöð­um, Mennta­skól­inn á Trölla­skaga, Mennta­skól­inn á Ísa­firði, Mennta­skól­inn í Kópa­vogi, Mennta­skól­inn í Reykja­vík, Verk­mennta­skóli Aust­ur­lands, Verk­mennta­skól­inn á Akur­eyri.

Ný gögn á heima­síðu Fjár­sýslu rík­is­ins stað­festa þessar leigu­hækk­anir til skól­anna.

Þróun húsaleigu framhaldsskólanna

Grænu súl­urnar fást með sund­ur­liðun á tekjum og gjöldum í opnum gögnum Fjár­sýslu rík­is­ins. Gráu súl­urnar 2017 og 2018 byggja á liðnum leigu­gjöld í árs­reikn­ingum skól­anna. Síð­asta súlan byggir á áður­nefndri hækkun á leigu skól­anna. Ekki hafa allir árs­reikn­ingar skól­anna verið birtir á vef Fjár­sýsl­unnar fyrir árið 2019. Þegar þetta er ritað þá á ein­ungis eftir að birta árs­reikn­inga MS og Borg­ar­holts­skóla. Sam­tala leigu­gjalda hinna skól­anna 25 skv. þeirra árs­reikn­ingum er um 4 millj­arðar sem passar við áður­nefnt svar ráð­herra.

Auglýsing

Það er erfitt að átta sig á því af hverju húsa­leiga (mark­aðs­leiga) Mennta­skól­ans á Akur­eyri fer úr 111 millj­ónum árið 2018 í 189 millj­ónir (70%) árið 2019 en húsa­leiga Verk­mennta­skól­ans á Akur­eyri (VMA) úr 150 millj­ónum í 385 millj­ónir (157%)! Skýra mark­aðs­að­stæður á Akur­eyri þennan mun? Þegar reglu­gerð um reikni­líkan fram­halds­skól­anna var gefin út fyrir 20 árum síðan var alltaf gert ráð fyrir því að það væri opið öllum sem vildu kynna sér. Reikni­líkanið er í dag harð­læst og lokað og ein­ungis hægt að skyggn­ast inn í fjár­mál fram­halds­skól­anna í mis­að­gengi­legum upp­gjörs­skýrsl­um.

Að þessu sögðu þá verður ekki full­yrt að fram­lög til skól­anna séu of lág. Hins vegar er óvíst að skóla­stigið sé í stór­sókn þegar kemur að fjár­veit­ing­um. Útgjöld til 19 fram­halds­skóla af 30 munu aukast árið 2021 um innan við 3,0%. Það svarar til verð­lags­þró­unar í anda Lífs­kjara­samn­ing­anna. Það er mögu­lega heldur rýrt ef haft er í huga það álag sem er á kerf­inu vegna covid-19 og er fyr­ir­sjá­an­legt í náinni fram­tíð vegna atvinnu­leys­is. Atvinnu­lausir karlar eru mun lík­legri til þess að sækja nám í fram­halds­skólum en háskólum (Fjár­lög bls. 119). Samt er engin sjá­an­leg for­gangs­röðun þegar kemur að fjár­veit­ingum til verk­náms­skóla. Fram­lög til VMA hækka svo dæmi sé nefnt minnst allra eða ein­ungis um 1,2% milli áranna 2020 og 2021 skv. fjár­lög­um.

Það er greini­lega full ástæða til þess að kafa ofan í kjöl­inn á fjár­lögum fram­halds­skóla lands­ins. Það er einnig fullt til­efni til þess að skora enn og aftur á yfir­völd mennta­mála að opna aðgang að reikni­lík­ani fram­halds­skól­anna eftir 20 ár.

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar