Söngfuglavá

Úlfar Þormóðsson skrifar til þeirra sem vilja að til sé gott útvarp, heiðarlegt og vitrænt, fræðandi og skemmtilegt.

Auglýsing

Það var fagur morgun í höf­uð­borg­inni. Þessi. Er það enn og komið hádegi. Ég var að leita uppi villur í nýút­kominni bók, Fyrir augliti. Hún er um allt mögu­legt, byggð upp sem daga­tal. Þar las ég þennan texta:

16-593 (16. ágúst 2019)

10-11° hiti, vind­sperr­ing­ur. 10-11° hiti. Í dag ber­ast fréttir af því að mennta­mála­ráð­herra hafi í hyggju að vega að tekju­stofni Rík­is­út­varps­ins með því að taka það af aug­lýs­inga­mark­aði - banna öllum þeim sem þurfa að láta vita af sér að nota áhrifa­mesta aug­lýs­inga­miðil lands­ins. Væri slík gjörð ekki brot á stjórn­ar­skrár­vörðu frelsi ein­stak­lings­ins? Að baki liggur krafa „frjálsu” fjöl­miðl­anna sem vilja hirða aug­lýs­inga­tekj­urn­ar. Ein aug­ljós afleið­ing þessa yrði sú að Rík­is­út­varpið verður háð­ara fjár­veit­ingum frá alþingi en nokkru sinni, og þegar ást­menn „frjálsu” fjöl­miðl­anna fá meiri­hluta á þing­inu mun útvarpið verða svelt í öngvit. 

Auglýsing
Og í dag, dag vondra frétta, hleypti Rík­is­út­varp­ið, Rás 1, af stokk­unum þætt­inum Heimskviður þar sem fjallað var og verður áfram um tíð­indi utan úr heimi og fluttar fag­lega unnar frétta­skýr­ing­ar, nokkuð sem engin „frjáls” frétta­mið­ill getur haldið úti eða vill halda úti. Þáttur dags­ins var skýr. Hann var fróð­leg­ur. Hann var þarf­ur. Og: Slíkur þáttur get­ur, ef hann fær að lifa, hjálpað til við að kveða niður fals­fréttir sem ríða „frjálsu” fjöl­miðl­unum hér og erlend­is.

Við lest­ur­inn datt ég inn í sam­tím­ann því þeir eru enn að féndur Rík­is­út­varps­ins 15.11.2020. Þeir hafa myndað tríó. Það skipa Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi opin­ber starfs­maður með meiru, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins og loks þræll gróða­hyggj­unn­ar, Óli Björn Kára­son, opin­ber starfs­mað­ur. Þeir syngja nýtt lag við gamlan texta; leggjum Rúv í rúst. Dag eftir dag og birta hann með örlitlum til­brigðum á blogg­síðum og í Mogg­an­um. Og vitna hver í ann­an. 

Þetta er skrifað til þeirra sem vilja að til sé gott útvarp, heið­ar­legt og vit­rænt, fræð­andi og skemmti­legt; hvatn­ing til þeirra að þeir haldi vöku sinni. Þeir þurfa að vera á verði gagn­vart þessum söng­fugl­um. Alveg stöðug­t.  

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar