AGS mælir með þrengri skilyrðum á húsnæðislánum

Seðlabankinn ætti að beita þjóðhagsvarúðartækjum sínum til að takmarka hlut íbúðalána hjá bönkunum eða tryggja endurgreiðslugetu lánanna, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Auglýsing

Bregðast ætti við verðhækkunum á húsnæðismarkaði og vaxandi hluti íbúðalána hjá bönkum með beitingu þjóðhagsvarúðartækja, til dæmis með reglum um hámark lánagreiðslna sem hlutfall af tekjum lántakenda eða hámarkshlut lánanna í eignasafni bankanna. Þetta kom fram í áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um efnahagsleg viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum, sem birtist á mánudaginn.

Fjármálakerfið sterkt en hættur víða

Í matinu kom fram að fjármálakerfið hérlendis væri í góðri stöðu, þar sem hátt eiginfjárhlutfall og góð lausafjárstaða bankanna styrkti viðnámsþrótt þeirra við vænt högg á lánasafn þeirra í framtíðinni. Hins vegar væri nauðsynlegt að fylgjast náið með mögulegum hættum sem gætu sprottið upp.

Fylgjast ætti með að kröfur bankanna á fyrirtæki sem hafa komið illa út úr faraldrinum séu rétt verðmetnar, að mati AGS. Þar bæri helst að nefna útistandandi lán fyrirtækja í ferðaþjónustugeiranum. Einnig bætir sjóðurinn við að styðja þurfi við lífvænleg fyrirtæki í greininni með skilvikum hætti.

Auglýsing

Varúðartækjum beitt á íbúðamarkaði

Til viðbótar við óvissu um verðmæti eigna bankanna bætir sjóðurinn við að miklar verðhækkanir á húsnæðismarkaðnum og vaxandi hluti íbúðalána í eignasafni þeirra séu hættumerki fyrir fjármálakerfið. Slíkri hættu væri best að mæta með þjóðhagsvarúðartækjum sem miðuðu að endurgreiðslugetu lántakenda og hversu stór hluti eignasafns bankanna væri í húsnæðislánum. Samkvæmt AGS gætu þessar aðgerðir einnig veitt bönkunum andrými til að styðja við vöxt fyrirtækja þegar efnahagsóvisunni lýkur.

Svokölluð þjóðhagsvarúðartækiSeðlabankans eru reglur sem bankinn getur sett á til að varðveita stöðugleika fjármálakerfisins í heild. Þeirra á meðal eru reglur um eiginfjárauka á fjármálafyrirtæki, gjaldeyrisjöfnuð, laust fé og stöðuga fjármögnun.

Einnig getur Seðlabankinn komið á frekari takmörkunum á fasteignalánum ef vöxtur húsnæðislána verður óhóflegur eða verðhækkanir verða of miklar á fasteignamarkaði.Undir þessar takmarkanir heyra breytingar á veðsetningarhlutfalli á nýjum íbúðalánum og reglur sem takmarka fasteignalán til neytenda í hlutfalli við tekjur lántaka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent