Einstaklingar og fyrirtæki minnkuðu samdráttinn

Seðlabankinn telur nú að samdrátturinn í landsframleiðslu hafi ekki verið jafnmikill í fyrra og búist var við fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ekki er það þó hinu opinbera að þakka, heldur neyslu og fjárfestingu einstaklinga og fyrirtækja.

Neysla Íslendinga minnkaði samdráttinn í hagkerfinu í fyrra
Neysla Íslendinga minnkaði samdráttinn í hagkerfinu í fyrra
Auglýsing

Lands­fram­leiðsla er talin hafa dreg­ist saman um 7,7 pró­sent í fyrra, sam­kvæmt nýút­gefnum Pen­inga­málum Seðla­banka Íslands. Þetta er minni sam­dráttur en bank­inn bjóst við í fyrra­haust, þrátt fyrir að fjár­fest­ing hins opin­bera hafi verið langt undir vænt­ing­um. Aftur á móti virð­ist neysla og fjár­fest­ing ein­stak­linga og fyr­ir­tækja hafa verið kröft­ugri en áður var spáð.

Hvað varð um fjár­fest­ing­una?

Líkt og Kjarn­inn fjall­aði um í síð­ustu viku nið­ur­færði Íslands­banki spá sína um opin­berar fjár­fest­ingar á tíma­bil­inu 2020-2022, þar sem ekki var ráð­ist í jafn­mörg fjár­fest­ing­ar­verk­efni í fyrra og áður var búist við. Nú telur bank­inn að heild­ar­um­fang opin­berra fjár­fest­inga á tíma­bil­inu verði 38 millj­örðum krónum minna en þeir töldu í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. 

Svip­aðan mun má sjá í Pen­inga­mál­um, þar sem búist var við fimmt­ungs­aukn­ingu í opin­berum fjár­fest­ingum í lok fyrra­sum­ars, en taldi hana svo ein­ungis munu aukast um þrjú pró­sent í lok nóv­em­ber. Nú telur bank­inn að fjár­fest­ingar hins opin­bera hafi dreg­ist saman um 7 pró­sent. 

Auglýsing

Sam­kvæmt Seðla­bank­anum eru vís­bend­ingar um að tafir hafi orðið umfram áætl­anir á fjár­fest­ingu ríkis og sveit­ar­fé­laga á fyrri helm­ingi árs­ins. Fjár­hags­á­ætl­anir stærstu sveit­ar­fé­lag­anna gefa til kynna að fjár­fest­ing hafi svo gengið betur á seinni helm­ingi árs­ins þó að mörg sveit­ar­fé­lög hafi í reynd skorið fjár­fest­ingu mikið niður á meðan önnur bættu í. 

Bank­inn segir að hliðrun í tíma á fjár­fest­ing­ar­á­ætl­unum stjórn­valda sé meg­in­á­stæðan fyrir þess­ari miklu minnkun, en bætir við að sam­dráttur í fjár­fest­ingum sé þvert á áætl­anir þeirra.

Ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki til bjargar

Þrátt fyrir minni fjár­fest­ingar hins opin­bera er Seðla­bank­inn nú bjart­sýnni á stöðu heild­ar­fjár­fest­ingar í hag­kerf­inu en hann var áður, þökk sé minni sam­drætti í atvinnu­vega- og íbúða­fjár­fest­ingu. Sér­stak­lega minn­ist bank­inn á fjár­fest­ingu í atvinnu­vegum utan stór­iðju, skipa og flug­véla, sem dróst minna saman en stór­iðju­fjár­fest­ing­ar. 

Einka­neysla dróst líka minna saman en áður var ætl­að, sér­stak­lega síð­sum­ars og í byrjun hausts­ins. Sam­kvæmt Pen­inga­málum gefur þetta til kynna að heim­ilin hafi í meira mæli gengið á þann sparnað sem þau söfn­uðu upp í kjöl­far far­sótt­ar­inn­ar.

Aftur á móti telur Seðla­bank­inn að neyslan hafi minnkað tölu­vert í fyrra­haust, sam­hliða þriðju bylgju far­ald­urs­ins og sótt­varn­ar­ráð­stöf­unum sem henni fylgdi. Hins vegar er talið að neyslan hafi auk­ist aftur á ný á síð­ustu vikum árs­ins, eftir því sem smitum fækk­aði og létt var á ýmsum tak­mörk­un­um. Bank­inn áætlar að einka­neysla hafi dreg­ist saman um 4,4 pró­sent í fyrra miðað við árið 2019, sem er heilu pró­sentu­stigi minni sam­dráttur en hann taldi áður.

Vegna minni sam­dráttar í neyslu og fjár­fest­ingu einka­að­ila telur Seðla­bank­inn því að lands­fram­leiðsla hafi dreg­ist saman um 7,7 pró­sent í fyrra, en ekki 8,5 pró­sent líkt og hann spáði í síð­asta hefti Pen­inga­mála fyrir þremur mán­uðum síð­an.

Erfið við­spyrna fram undan

Þrátt fyrir jákvæð­ari áætl­anir um árið 2020 er Seðla­bank­inn ekki bjart­sýnni um við­spyrn­una sem er fram undan í efna­hags­líf­inu. Nýjasta hefti Pen­inga­mála gerir ráð fyrir komu um 700 þús­und ferða­manna til lands­ins í ár, en það er nokkuð minna en bank­inn spáði fyrir þremur mán­uðum síð­an. Spáin rímar þó vel við nýj­ustu þjóð­hags­spá Íslands­banka, þar sem einnig er gert ráð fyrir að 700 þús­und ferða­menn komi hingað í ár. 

Búist er við að slakað verði smám saman á sótt­vörnum er líður á árið þótt gert sé ráð fyrir að tak­mark­anir verði við lýði í ein­hverri mynd fram á síð­asta fjórð­ung árs­ins. Því er talið að einka­neyslan verði nokkuð hæg að taka við sér, sér­stak­lega á fyrri helm­ingi árs­ins. Bank­inn spáir því að lands­fram­leiðslan auk­ist um 2,5 pró­sent í ár, sem er svipuð spá og birt­ist í síð­asta hefti Pen­inga­mála.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar