Hvetur til innleiðingar á óháðri innlendri greiðslulausn

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir kerfisáhættu vera vaxandi í hagkerfinu vegna hækkandi skulda og íbúðaverðs. Þó vill hún ekki breyta eiginfjárkröfum bankanna í bráð, en telur brýnt að innleiða óháða innlenda greiðslulausn sem fyrst.

seðlabankinn
Auglýsing

Brýnt er að óháð inn­lend greiðslu­lausn sem hefur ekki teng­ingu við alþjóð­lega korta­inn­viði verði inn­leidd hér­lend­is, svo að rekstr­ar­ör­yggi greiðslu­kerfa verði tryggt hér­lend­is. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd Seðla­banka Íslands sem birt­ist á vef bank­ans í morg­un.

Sveiflu­jöfn­un­ar­auki óbreytt­ur, en tryggja þarf rekstr­ar­sam­fellu

Í yfir­lýs­ingu sinni segir nefndin að staða fjár­mála­stöð­ug­leika sé góð þegar á heild­ina sé lit­ið, þótt enn sé óvissa vegna far­ald­urs­ins. Hins vegar bætir hún við að kerf­is­á­hætta hafi vaxið vegna hækk­andi skulda og íbúða­verðs, en segir þó við­náms­þrótt stóru bank­anna þriggja vera mik­inn, þar sem eig­in­fjár- og lausa­fjár­staða þeirra sé vel yfir lög­bundnum mörkum og þeir hafi greiðan aðgang að fjár­mögn­un.

Nefndin minnt­ist þó á rekstr­ar­ör­yggi greiðslu­kerfa hér­lend­is, sem hún sagði að huga ætti að og minnti rekstr­ar­að­ila á mik­il­vægi þess að tryggja sam­fellu í rekstri. Þar að auki sagði nefndin að brýnt sé að áfram verði unnið að inn­leið­ingu á óháðri inn­lendri smá­greiðslu­lausn án teng­ingar við alþjóð­lega korta­inn­viði.

Auglýsing

Raf­króna mögu­leg greiðslu­lausn

Líkt og Kjarn­inn hefur áður fjallað um vinnur Seðla­bank­inn að slíkri lausn þessa stund­ina, en hún gæti falið í sér útgáfu svo­kall­aðrar raf­krónu. Sam­kvæmt Guð­mundi Kr. Tómassyni, sem situr í fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd bank­ans, yrði slík lausn í raun raf­rænt reiðufé sem hægt væri að nota t.d. úr raf­veski í síma til að kaupa vörur og þjón­ustu beint og milli­liða­laust. Í við­tali í hlað­varps­þætt­inum Ekon í sumar sagði hann að vinna að slíkri lausn væri komin langt á veg í Sví­þjóð, þótt engin form­leg ákvörðun hafi verið tekin þar í landi enn sem komið er.

Í síð­asta riti Fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika kemur fram að Seðla­­bank­inn hafi skoðað útgáfu raf­­krónu sem vara­greiðslu­mið­l­un­­ar­­leið. Hins vegar segir bank­inn að mörg álita­efni þarfn­­ast frek­­ari skoð­unar áður en til ákvörð­unar kemur um slíka útgáfu, en hann kannar nú mög­u­­leg áhrif hennar á pen­inga­­stefnu og fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent