Hvetur til innleiðingar á óháðri innlendri greiðslulausn

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir kerfisáhættu vera vaxandi í hagkerfinu vegna hækkandi skulda og íbúðaverðs. Þó vill hún ekki breyta eiginfjárkröfum bankanna í bráð, en telur brýnt að innleiða óháða innlenda greiðslulausn sem fyrst.

seðlabankinn
Auglýsing

Brýnt er að óháð inn­lend greiðslu­lausn sem hefur ekki teng­ingu við alþjóð­lega korta­inn­viði verði inn­leidd hér­lend­is, svo að rekstr­ar­ör­yggi greiðslu­kerfa verði tryggt hér­lend­is. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd Seðla­banka Íslands sem birt­ist á vef bank­ans í morg­un.

Sveiflu­jöfn­un­ar­auki óbreytt­ur, en tryggja þarf rekstr­ar­sam­fellu

Í yfir­lýs­ingu sinni segir nefndin að staða fjár­mála­stöð­ug­leika sé góð þegar á heild­ina sé lit­ið, þótt enn sé óvissa vegna far­ald­urs­ins. Hins vegar bætir hún við að kerf­is­á­hætta hafi vaxið vegna hækk­andi skulda og íbúða­verðs, en segir þó við­náms­þrótt stóru bank­anna þriggja vera mik­inn, þar sem eig­in­fjár- og lausa­fjár­staða þeirra sé vel yfir lög­bundnum mörkum og þeir hafi greiðan aðgang að fjár­mögn­un.

Nefndin minnt­ist þó á rekstr­ar­ör­yggi greiðslu­kerfa hér­lend­is, sem hún sagði að huga ætti að og minnti rekstr­ar­að­ila á mik­il­vægi þess að tryggja sam­fellu í rekstri. Þar að auki sagði nefndin að brýnt sé að áfram verði unnið að inn­leið­ingu á óháðri inn­lendri smá­greiðslu­lausn án teng­ingar við alþjóð­lega korta­inn­viði.

Auglýsing

Raf­króna mögu­leg greiðslu­lausn

Líkt og Kjarn­inn hefur áður fjallað um vinnur Seðla­bank­inn að slíkri lausn þessa stund­ina, en hún gæti falið í sér útgáfu svo­kall­aðrar raf­krónu. Sam­kvæmt Guð­mundi Kr. Tómassyni, sem situr í fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd bank­ans, yrði slík lausn í raun raf­rænt reiðufé sem hægt væri að nota t.d. úr raf­veski í síma til að kaupa vörur og þjón­ustu beint og milli­liða­laust. Í við­tali í hlað­varps­þætt­inum Ekon í sumar sagði hann að vinna að slíkri lausn væri komin langt á veg í Sví­þjóð, þótt engin form­leg ákvörðun hafi verið tekin þar í landi enn sem komið er.

Í síð­asta riti Fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika kemur fram að Seðla­­bank­inn hafi skoðað útgáfu raf­­krónu sem vara­greiðslu­mið­l­un­­ar­­leið. Hins vegar segir bank­inn að mörg álita­efni þarfn­­ast frek­­ari skoð­unar áður en til ákvörð­unar kemur um slíka útgáfu, en hann kannar nú mög­u­­leg áhrif hennar á pen­inga­­stefnu og fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent