Greiðslumiðlun tæplega þrefalt dýrari hér heldur en á öðrum Norðurlöndum

Emil Dagsson ræðir við Guðmund Kr. Tómasson um greiðslumiðlun á Íslandi í nýjasta þætti Ekon. Samkvæmt Guðmundi borga Íslendingar mun meira fyrir greiðslumiðlun heldur en íbúar annara Norðurlanda.

kreditkort viðskipti
Auglýsing

Kostnaður við greiðslumiðlun er tæplega þrisvar sinnum hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Enn fremur hefur Ísland dregist verulega aftur úr öðrum þjóðum þegar kemur að þróun greiðslumiðlunar frá fjármálahruninu árið 2008, en möguleg upptaka svokallaðrar rafkrónu gæti bætt úr því. Þetta kemur fram í nýlegri greiningu eftir Guðmundur Kr. Tómasson sem situr í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.

Guðmundur er annar viðmælandi í þáttaröðinni Ekon, þar sem hagfræðingurinn Emil Dagsson fær til sín sérfræðinga úr ýmsum áttum til að fjalla um hagfræðileg málefni ásamt málefnum tengdum íslenskum efnahag. Þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan, auk þess sem hlusta má á hann í Hlaðvarpi Kjarnans.

Hefur orðið öruggari og ódýrari

Samkvæmt Guðmundi hefur þróun greiðslumiðlunar síðustu ára gert greiðslukerfi öruggari og ódýrari víða erlendis. Í því samhengi megi nefna aukna áherslu á greiðslum á milli bankareikninga án milliliða (e. Account-to-account), en þær eru notaðar víða á hinum Norðurlöndunum. Einnig hafa ýmis lönd, t.a.m. Noregur og Danmörk, komið á legg sínum eigin greiðslukortum sem lækkar kostnað.

Auglýsing

Á sama tíma hefur orðið aukning á notkun greiðsluforrita sem tengjast kreditkortum á Íslandi, en hún er frekar til þess fallin að auka kostnað við greiðslumiðlun. Einnig eru ekki til sérstök greiðslukort fyrir Íslendinga, en samkvæmt Guðmundi gæti þó verið að sú leið henti ekki hér þar sem kortainnviðir gætu verið að deyja út.

Miðlunin gæti bæst með útgáfu rafkrónu

Guðmundur telur leið Íslendinga til að gera greiðslumiðlun ódýrari og öruggari geta falist í útgáfu á rafkrónu. Önnur lönd á borð við Svíþjóð eru komin vel á veg með vinnu á slíkri lausn þó engin formleg ákvörðun hafi verið tekin þar í landi. Hann útskýrir að slíkur rafeyrir sé frábrugðinn öðrum rafmyntum á borð við Bitcoin á þann veg að Seðlabankinn sé þá ábyrgur fyrir útgáfu og sinni reglulegu eftirliti rafeyrisins.

Samkvæmt Guðmundi yrði rafkrónan þá í raun rafrænt reiðufé sem hægt væri að nota, t.d. úr rafveski í síma, til að kaupa vörur og þjónustu beint og milliliðalaust. Hann segir engan geira í bankakerfinu vera með álíka þróun og dýnamík í dag og greiðslumiðlun.

Guðmundur starfaði sem framkvæmdastjóri á sviði fjármálastöðugleika og greiðslumiðlunar hjá Seðlabanka Íslands allt frá 2005 til síðustu áramóta. Hann situr nú í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans.

Þættirnir Ekon eru styrktir af Háskóla Íslands, sem styður vísindamenn til virkrar þátttöku í samfélaginu í krafti rannsókna þess og sérþekkingar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent