Kaupmáttur ungra karlmanna hefur minnkað á síðustu áratugum

Á meðan heildarlaun fólks yfir fertugt hefur aukist myndarlega frá árinu 1994 mátti ekki greina neina aukningu í kaupmætti hjá körlum undir þrítugu, samkvæmt grein í nýjasta tölublaði Vísbendingar.

Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra.
Auglýsing

Karlar undir þrítugu höfðu ýmist lakari eða jafngóð laun að raunvirði árið 2018, miðað við árið 1994. Á sama tíma jókst kaupmáttur fólks á aldrinum 40-64 ára að jafnaði um rúmlega 2 prósent á ári. Þetta kemur fram í grein sem Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra, skrifar í nýjasta tölublaði Vísbendingar.

Samkvæmt greininni er mikill munur á kaupmáttaraukningu síðustu áratuga eftir aldurshópum, þar sem kaupmáttur ungra hefur aukist mun minna en þeirra sem eldri eru. Þá hefur kaupmáttur kvenna aukist meira en karla, en Benedikt segir það skýrast af aukinni atvinnuþátttöku kvenna, auk þess sem laun kvennastétta hafi líklega hækkað meira en annara.

Að mati Benedikts gefur kaupmáttaraukning karla á sama tíma þó betra spágildi um hækkun raunlauna í framtíðinni, þar sem atvinnuþátttaka þeirra breyttist ekki mikið á milli 1994 og 2018. Samkvæmt henni má búast við stöðugri 1,5 prósent hækkun heildarlauna að raungildi fyrir fólk á aldrinum 40-67 ára.

Auglýsing

Kaupmáttaraukning á meðal yngri karla var aftur á móti nokkuð minni, sem gæti gefið til kynna að ekki ætti að búast við jafnháum raunlaunahækkunum í þeim aldurshópum. Fyrir karla undir 27 ára aldri dróst kaupmátturinn meira að segja saman á tímabilinu og fyrir karla um þrítugt hélst hann nær óbreyttur.

Þó bætir Benedikt við að lakari staða karla fyrir þrítugt kunni að endurspegla breyttan vinnumarkað, þar sem störfum í ferðaþjónustunni, sem eru yfirleitt í lægri launaþrepum, fjölgaði mikið á þessu tímabili.

Hægt er að lesa grein Benedikts í heild sinni með því að gerast áskrifandi að Vísbendingu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent