139 tilkynningar borist vegna gruns um alvarlega aukaverkun bólusetninga

26 tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19 bárust Lyfjastofnun á fyrstu sex mánuðum ársins. Að svo komnu er að mati stofnunarinnar ekkert sem bendir til orsakasamhengis milli tilkynntra andláta og bólusetninga.

Um 85 prósent fullorðinna á Íslandi eru fullbólusettir.
Um 85 prósent fullorðinna á Íslandi eru fullbólusettir.
Auglýsing

Til þessa hafa 139 tilkynningar borist Lyfjastofnun vegna gruns um alvarlega aukaverkun vegna bólusetningar gegn COVID-19, þar af 26 um andlát. Að svo komnu er að mati stofnunarinnar ekkert sem bendir til orsakasamhengis milli tilkynntra andláta og bólusetninganna.

Stofnunin hefur hvatt alla, jafnt heilbrigðisstarfsfólk sem einstaklinga og aðstandendur til að tilkynna grun um aukaverkun. Á vef hennar er bent á að mikilvægt sé að hafa hugfast að fjöldi tilkynninga vegna gruns um aukaverkun segir ekki til um tíðni raunverulegra aukaverkana eftir bólusetningu eða öryggi bóluefna.

Auglýsing

Slíkar tilkynningar eru notaðar til að fylgjast með öryggi lyfja eftir að notkun þeirra hefst og er það gert m.a. með því að meta hvort líkur séu á því að orsakasamband sé milli lyfjanotkunar og þess tilviks sem tilkynnt er. Þannig er ekki víst að tilkynningarnar endurspegli raunverulegar aukaverkanir af bóluefnunum.

Alvarleg aukaverkun er aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum.

Í samantekt á vef Lyfjastofnunar eru tilkynningar sem henni hafa borist flokkaðar eftir hverju bóluefni fyrir sig. Tekið er fram að þar sem bóluefnin bárust hingað á mismunandi tímum, og því gefin ólíkum hópum, sé ekki hægt að bera tilkynningar um aukaverkanir saman á milli bóluefna.

Fram kemur í samantektinni að 61 alvarleg tilkynning um bóluefni Pfizer-BioNtech hafi borist. Þar af 21 vegna andláts, fyrst og fremst hjá öldruðum einstaklingum með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. 29 tilkynningar um sjúkrahúsvist eftir bólusetningu með efninu hafa borist, þar af átta um lífshættulegt ástand.

Langflestir hafa fengið þetta bóluefni hér á landi eða tæplega 134 þúsund manns. Þá er það einnig það algengasta sem aldraðir hafa fengið.

56 alvarlegar tilkynningar um bóluefni AstraZeneca hafa borist Lyfjastofnun. Fjórar varða andlát, þar af tvær andlát eldri einstaklinga með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. 44 tilkynningar sneru að sjúkrahúsvist, þar af fimmtán um lífshættulegt ástand. Um 20 þúsund manns hafa fengið bóluefni Moderna hér á landi.

Sjö alvarlegar tilkynningar hafa borist stofnuninni í kjölfar bólusetningar með bóluefni Janssen. Ein varðar andlát eldri einstaklings og fimm sjúkrahúsvist.

Tvær rannsóknir framkvæmdar

Flestar tilkynningar um andlát bárust Lyfjastofnun í janúar eða átta talsins. Þá var verið að bólusetja elsta og hrumasta hópinn. Sérstök rannsókn var framkvæmd af embætti landlæknis í kjölfar fyrstu fimm alvarlegu tilkynninganna. Niðurstaðan var sú að í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl með vissu þótt líklegt þyki að andlátið hafi verið af völdum undirliggjandi ástands.

Í lok maí var ákveðið að framkvæma nýja rannsókn á fimm tilkynningum um andlát og jafnmörgum tilkynningum um myndun blóðtappa í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú að í 4 af 5 tilkynningum er varða dauðsföll var ólíklegt að bólusetning hefði leitt til andláts. Í einu tilviki var það talið ólíklegt en mögulegt.

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur skorið úr um að aukin tíðni gollurshússbólgu (e. pericardititis) og hjartavöðvabólgu (e. myocarditis) sé eftir bólusetningu með mRNA bóluefnunum Comirnaty (Pfizer/BioNTech) og Spikevax (Moderna).

Þótt þessar aukaverkanir virðist fátíðar (u.þ.b. 1 tilvik/100.000 skammta) þá hafa fáein tilvik komið upp hér á landi, sagði í tilkynningu sóttvarnalæknis í vikunni. Slík atvik virðist algengust hjá ungum karlmönnum og eftir seinni skammt en eru til hjá öllum kynjum, á öllum aldri og hafa komið upp eftir fyrri skammt.

Rúmlega 250 þúsund manns á Íslandi eru fullbólusettir. Um 85 prósent allra fullorðinna, sextán ára og eldri, eru fullbólusettir og bólusetning er hafin hjá tæplega 5 prósentum til viðbótar eða um 15 þúsund manns.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent