139 tilkynningar borist vegna gruns um alvarlega aukaverkun bólusetninga

26 tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19 bárust Lyfjastofnun á fyrstu sex mánuðum ársins. Að svo komnu er að mati stofnunarinnar ekkert sem bendir til orsakasamhengis milli tilkynntra andláta og bólusetninga.

Um 85 prósent fullorðinna á Íslandi eru fullbólusettir.
Um 85 prósent fullorðinna á Íslandi eru fullbólusettir.
Auglýsing

Til þessa hafa 139 til­kynn­ingar borist Lyfja­stofnun vegna gruns um alvar­lega auka­verkun vegna bólu­setn­ingar gegn COVID-19, þar af 26 um and­lát. Að svo komnu er að mati stofn­un­ar­innar ekk­ert sem bendir til orsaka­sam­hengis milli til­kynntra and­láta og bólu­setn­ing­anna.

Stofn­unin hefur hvatt alla, jafnt heil­brigð­is­starfs­fólk sem ein­stak­linga og aðstand­endur til að til­kynna grun um auka­verk­un. Á vef hennar er bent á að mik­il­vægt sé að hafa hug­fast að fjöldi til­kynn­inga vegna gruns um auka­verkun segir ekki til um tíðni raun­veru­legra auka­verk­ana eftir bólu­setn­ingu eða öryggi bólu­efna.

Auglýsing

Slíkar til­kynn­ingar eru not­aðar til að fylgj­ast með öryggi lyfja eftir að notkun þeirra hefst og er það gert m.a. með því að meta hvort líkur séu á því að orsaka­sam­band sé milli lyfja­notk­unar og þess til­viks sem til­kynnt er. Þannig er ekki víst að til­kynn­ing­arnar end­ur­spegli raun­veru­legar auka­verk­anir af bólu­efn­un­um.

Alvar­leg auka­verkun er auka­verkun eða óæski­leg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífs­hættu­legs ástands, sjúkra­hús­vistar eða leng­ingar á sjúkra­hús­vist, veldur fötlun eða fæð­ing­argalla hjá mönn­um.

Í sam­an­tekt á vef Lyfja­stofn­unar eru til­kynn­ingar sem henni hafa borist flokk­aðar eftir hverju bólu­efni fyrir sig. Tekið er fram að þar sem bólu­efnin bár­ust hingað á mis­mun­andi tím­um, og því gefin ólíkum hóp­um, sé ekki hægt að bera til­kynn­ingar um auka­verk­anir saman á milli bólu­efna.

Fram kemur í sam­an­tekt­inni að 61 alvar­leg til­kynn­ing um bólu­efni Pfiz­er-BioNtech hafi borist. Þar af 21 vegna and­láts, fyrst og fremst hjá öldruðum ein­stak­lingum með stað­festa und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. 29 til­kynn­ingar um sjúkra­hús­vist eftir bólu­setn­ingu með efn­inu hafa borist, þar af átta um lífs­hættu­legt ástand.

Lang­flestir hafa fengið þetta bólu­efni hér á landi eða tæp­lega 134 þús­und manns. Þá er það einnig það algeng­asta sem aldr­aðir hafa feng­ið.

56 alvar­legar til­kynn­ingar um bólu­efni Astr­aZeneca hafa borist Lyfja­stofn­un. Fjórar varða and­lát, þar af tvær and­lát eldri ein­stak­linga með stað­festa und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. 44 til­kynn­ingar sneru að sjúkra­hús­vist, þar af fimmtán um lífs­hættu­legt ástand. Um 20 þús­und manns hafa fengið bólu­efni Moderna hér á landi.

Sjö alvar­legar til­kynn­ingar hafa borist stofn­un­inni í kjöl­far bólu­setn­ingar með bólu­efni Jans­sen. Ein varðar and­lát eldri ein­stak­lings og fimm sjúkra­hús­vist.

Tvær rann­sóknir fram­kvæmdar

Flestar til­kynn­ingar um and­lát bár­ust Lyfja­stofnun í jan­úar eða átta tals­ins. Þá var verið að bólu­setja elsta og hrumasta hóp­inn. Sér­stök rann­sókn var fram­kvæmd af emb­ætti land­læknis í kjöl­far fyrstu fimm alvar­legu til­kynn­ing­anna. Nið­ur­staðan var sú að í einu til­viki var ekki hægt að úti­loka tengsl með vissu þótt lík­legt þyki að and­látið hafi verið af völdum und­ir­liggj­andi ástands.

Í lok maí var ákveðið að fram­kvæma nýja rann­sókn á fimm til­kynn­ingum um and­lát og jafn­mörgum til­kynn­ingum um myndun blóð­tappa í kjöl­far bólu­setn­ingar gegn COVID-19. Nið­ur­staða þeirrar rann­sóknar var sú að í 4 af 5 til­kynn­ingum er varða dauðs­föll var ólík­legt að bólu­setn­ing hefði leitt til and­láts. Í einu til­viki var það talið ólík­legt en mögu­legt.

Lyfja­stofnun Evr­ópu (EMA) hefur skorið úr um að aukin tíðni goll­urs­húss­bólgu (e. per­icar­di­tit­is) og hjarta­vöðva­bólgu (e. myocar­dit­is) sé eftir bólu­setn­ingu með mRNA bólu­efn­unum Com­irnaty (Pfiz­er/BioNTech) og Spi­ke­vax (Moderna).

Þótt þessar auka­verk­anir virð­ist fátíðar (u.þ.b. 1 til­vik/100.000 skammta) þá hafa fáein til­vik komið upp hér á landi, sagði í til­kynn­ingu sótt­varna­læknis í vik­unni. Slík atvik virð­ist algeng­ust hjá ungum karl­mönnum og eftir seinni skammt en eru til hjá öllum kynj­um, á öllum aldri og hafa komið upp eftir fyrri skammt.

Rúm­lega 250 þús­und manns á Íslandi eru full­bólu­sett­ir. Um 85 pró­sent allra full­orð­inna, sextán ára og eldri, eru full­bólu­settir og bólu­setn­ing er hafin hjá tæp­lega 5 pró­sentum til við­bótar eða um 15 þús­und manns.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent