Geti ákveðið að leikmenn sem hlotið hafa dóm – eða hafa stöðu sakbornings – komi ekki til greina í landsliðið

Úttektarnefnd ÍSÍ telur KSÍ hafa verulegt svigrúm um hvaða siðferðilegu reglur eða viðmið sambandið setur um val á leikmönnum sem spila fyrir hönd KSÍ.

7DM_2943_raw_170611.jpg Ísland mætir Króatíu í undankeppni HM2018
Auglýsing

Nefnd Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bandi Íslands (ÍSÍ) telur Knatt­spyrnu­sam­band Íslands (KSÍ) hafa veru­legt svig­rúm um hvaða sið­ferði­legu reglur eða við­mið sam­bandið setur um val á leik­mönnum sem spila fyrir hönd KSÍ. KSÍ geti þannig ákveðið að leik­menn sem hafa hlotið dóm fyrir kyn­ferð­is­legt eða kyn­bundið ofbeldi komi ekki til greina í lands­lið Íslands. Þá geti KSÍ einnig mælt fyrir um að hið sama gildi um leik­menn á meðan þeir hafa stöðu sak­born­ings í sams konar málum í refsi­vörslu­kerf­inu.

Þetta kemur fram í skýrslu nefnd­ar­innar en nið­ur­stöður hennar voru kynntar fyrr í dag.

Þá gæti KSÍ að öllum lík­indum einnig sett sér það við­mið að ef fram kemur frá­sögn þol­anda um brot leik­manns sem KSÍ telur trú­verð­uga komi hann heldur ekki til greina í lands­lið.

Auglýsing

KSÍ hefur ekki frjálsar hendur varð­andi per­sónu­upp­lýs­ingar

„Að sama skapi er mik­il­vægt að hafa í huga að KSÍ hefur ekki frjálsar hendur um hvernig það aflar og vinnur með upp­lýs­ingar þar sem fram koma full­yrð­ingar eða grun­semdir um að ein­stak­ling­ar, þar á meðal leik­menn, hafi gerst sekir um refsi­verða hátt­semi.

Þegar KSÍ fær inn á sitt borð til­kynn­ingar og ábend­ingar um refsi­verða hátt­semi á borð við kyn­ferð­is­brot verður sam­bandið að fylgja þeim lögum og reglum sem í gildi eru við með­ferð slíkra upp­lýs­inga. Ef með­ferð upp­lýs­inga fellur undir gild­is­svið per­sónu­vernd­ar­laga er KSÍ skylt að gæta að meg­in­reglum lag­anna um að vinnslan sé sann­gjörn og gagn­sæ, og að upp­lýs­ing­arnar séu áreið­an­leg­ar. Þá er veru­legur vafi um að KSÍ geti gert þeim sem koma til greina í lands­lið Íslands skylt að leggja fram upp­lýs­ingar um kærur úr mála­skrá lög­reglu eða sam­þykkja að KSÍ geti aflað slíkra upp­lýs­inga,“ segir í skýrsl­unni.

Sam­bandið getur ekki unnið með nafn­lausar upp­lýs­ingar

Það leiði af þessum reglum per­sónu­vernd­ar­laga að KSÍ geti að jafn­aði ekki unnið með upp­lýs­ingar sem sendar eru inn nafn­laust eða í öðrum þeim bún­ingi þar sem ekki sé unnt að kanna frekar hvert sann­leiks­gildi upp­lýs­ing­anna er. Þá kunni að vera tak­mark­anir á því að hvaða leyti KSÍ gæti átt frum­kvæði að opin­berri umfjöllun um að leik­maður hafi ekki verið val­inn í lands­liðs­hóp vegna þess að hann hafi ann­að­hvort verið kærður fyrir kyn­bundið eða kyn­ferð­is­legt ofbeldi eða að KSÍ hafi borist frá­sögn um slíkt brot.

Úttekt­ar­nefndin telur að draga megi þann lær­dóm af við­brögðum KSÍ við þeim frá­sögnum sem bár­ust um kyn­ferð­is­legt og kyn­bundið ofbeldi leik­manna að það hafi veru­lega þýð­ingu við með­ferð þess­ara mála að ákveðin grund­vall­ar­at­riði liggi fyrir í aðgengi­legum reglum eða leið­bein­ing­um. Þannig telur nefndin mik­il­vægt að KSÍ geri upp við sig hvaða afleið­ingar slíkar upp­lýs­ingar geti haft fyrir stöðu leik­manns og hvaða við­mið séu sett í því sam­bandi.

Yrðu að geta sann­reynt upp­lýs­ing­arnar

Að öðrum kosti sé óvíst í hvaða til­gangi KSÍ vinni með slíkar upp­lýs­ingar sem sé til þess fallið að gera við­brögð sam­bands­ins ómark­viss og ófyr­ir­sjá­an­leg, þar sem bæði til­kynn­anda og þeim sem til­kynn­ingin bein­ist að sé það óljóst hvers vænta megi í fram­hald­inu. Slík með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga án skýrs til­gangs kunni enn fremur að orka tví­mælis út frá per­sónu­vernd­ar­lög­um.

Nefndin telur einnig ljóst að ef KSÍ setur sér reglur eða við­mið um með­ferð til­kynn­inga um kyn­bundið og kyn­ferð­is­legt ofbeldi verði að liggja fyrir hvaða kröfur verði gerðar til efnis upp­lýs­inga til þess að KSÍ geti fjallað um málið í sam­ræmi við áreið­an­leik­a­reglu per­sónu­vernd­ar­laga. Í því fælist þá að KSÍ myndi ekki taka til með­ferðar upp­lýs­ingar sem sendar væru inn nafn­laust eða í öðrum þeim bún­ingi að KSÍ hefði ekki tök á að stað­reyna þær.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent