Geti ákveðið að leikmenn sem hlotið hafa dóm – eða hafa stöðu sakbornings – komi ekki til greina í landsliðið

Úttektarnefnd ÍSÍ telur KSÍ hafa verulegt svigrúm um hvaða siðferðilegu reglur eða viðmið sambandið setur um val á leikmönnum sem spila fyrir hönd KSÍ.

7DM_2943_raw_170611.jpg Ísland mætir Króatíu í undankeppni HM2018
Auglýsing

Nefnd Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bandi Íslands (ÍSÍ) telur Knatt­spyrnu­sam­band Íslands (KSÍ) hafa veru­legt svig­rúm um hvaða sið­ferði­legu reglur eða við­mið sam­bandið setur um val á leik­mönnum sem spila fyrir hönd KSÍ. KSÍ geti þannig ákveðið að leik­menn sem hafa hlotið dóm fyrir kyn­ferð­is­legt eða kyn­bundið ofbeldi komi ekki til greina í lands­lið Íslands. Þá geti KSÍ einnig mælt fyrir um að hið sama gildi um leik­menn á meðan þeir hafa stöðu sak­born­ings í sams konar málum í refsi­vörslu­kerf­inu.

Þetta kemur fram í skýrslu nefnd­ar­innar en nið­ur­stöður hennar voru kynntar fyrr í dag.

Þá gæti KSÍ að öllum lík­indum einnig sett sér það við­mið að ef fram kemur frá­sögn þol­anda um brot leik­manns sem KSÍ telur trú­verð­uga komi hann heldur ekki til greina í lands­lið.

Auglýsing

KSÍ hefur ekki frjálsar hendur varð­andi per­sónu­upp­lýs­ingar

„Að sama skapi er mik­il­vægt að hafa í huga að KSÍ hefur ekki frjálsar hendur um hvernig það aflar og vinnur með upp­lýs­ingar þar sem fram koma full­yrð­ingar eða grun­semdir um að ein­stak­ling­ar, þar á meðal leik­menn, hafi gerst sekir um refsi­verða hátt­semi.

Þegar KSÍ fær inn á sitt borð til­kynn­ingar og ábend­ingar um refsi­verða hátt­semi á borð við kyn­ferð­is­brot verður sam­bandið að fylgja þeim lögum og reglum sem í gildi eru við með­ferð slíkra upp­lýs­inga. Ef með­ferð upp­lýs­inga fellur undir gild­is­svið per­sónu­vernd­ar­laga er KSÍ skylt að gæta að meg­in­reglum lag­anna um að vinnslan sé sann­gjörn og gagn­sæ, og að upp­lýs­ing­arnar séu áreið­an­leg­ar. Þá er veru­legur vafi um að KSÍ geti gert þeim sem koma til greina í lands­lið Íslands skylt að leggja fram upp­lýs­ingar um kærur úr mála­skrá lög­reglu eða sam­þykkja að KSÍ geti aflað slíkra upp­lýs­inga,“ segir í skýrsl­unni.

Sam­bandið getur ekki unnið með nafn­lausar upp­lýs­ingar

Það leiði af þessum reglum per­sónu­vernd­ar­laga að KSÍ geti að jafn­aði ekki unnið með upp­lýs­ingar sem sendar eru inn nafn­laust eða í öðrum þeim bún­ingi þar sem ekki sé unnt að kanna frekar hvert sann­leiks­gildi upp­lýs­ing­anna er. Þá kunni að vera tak­mark­anir á því að hvaða leyti KSÍ gæti átt frum­kvæði að opin­berri umfjöllun um að leik­maður hafi ekki verið val­inn í lands­liðs­hóp vegna þess að hann hafi ann­að­hvort verið kærður fyrir kyn­bundið eða kyn­ferð­is­legt ofbeldi eða að KSÍ hafi borist frá­sögn um slíkt brot.

Úttekt­ar­nefndin telur að draga megi þann lær­dóm af við­brögðum KSÍ við þeim frá­sögnum sem bár­ust um kyn­ferð­is­legt og kyn­bundið ofbeldi leik­manna að það hafi veru­lega þýð­ingu við með­ferð þess­ara mála að ákveðin grund­vall­ar­at­riði liggi fyrir í aðgengi­legum reglum eða leið­bein­ing­um. Þannig telur nefndin mik­il­vægt að KSÍ geri upp við sig hvaða afleið­ingar slíkar upp­lýs­ingar geti haft fyrir stöðu leik­manns og hvaða við­mið séu sett í því sam­bandi.

Yrðu að geta sann­reynt upp­lýs­ing­arnar

Að öðrum kosti sé óvíst í hvaða til­gangi KSÍ vinni með slíkar upp­lýs­ingar sem sé til þess fallið að gera við­brögð sam­bands­ins ómark­viss og ófyr­ir­sjá­an­leg, þar sem bæði til­kynn­anda og þeim sem til­kynn­ingin bein­ist að sé það óljóst hvers vænta megi í fram­hald­inu. Slík með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga án skýrs til­gangs kunni enn fremur að orka tví­mælis út frá per­sónu­vernd­ar­lög­um.

Nefndin telur einnig ljóst að ef KSÍ setur sér reglur eða við­mið um með­ferð til­kynn­inga um kyn­bundið og kyn­ferð­is­legt ofbeldi verði að liggja fyrir hvaða kröfur verði gerðar til efnis upp­lýs­inga til þess að KSÍ geti fjallað um málið í sam­ræmi við áreið­an­leik­a­reglu per­sónu­vernd­ar­laga. Í því fælist þá að KSÍ myndi ekki taka til með­ferðar upp­lýs­ingar sem sendar væru inn nafn­laust eða í öðrum þeim bún­ingi að KSÍ hefði ekki tök á að stað­reyna þær.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent