Geti ákveðið að leikmenn sem hlotið hafa dóm – eða hafa stöðu sakbornings – komi ekki til greina í landsliðið

Úttektarnefnd ÍSÍ telur KSÍ hafa verulegt svigrúm um hvaða siðferðilegu reglur eða viðmið sambandið setur um val á leikmönnum sem spila fyrir hönd KSÍ.

7DM_2943_raw_170611.jpg Ísland mætir Króatíu í undankeppni HM2018
Auglýsing

Nefnd Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bandi Íslands (ÍSÍ) telur Knatt­spyrnu­sam­band Íslands (KSÍ) hafa veru­legt svig­rúm um hvaða sið­ferði­legu reglur eða við­mið sam­bandið setur um val á leik­mönnum sem spila fyrir hönd KSÍ. KSÍ geti þannig ákveðið að leik­menn sem hafa hlotið dóm fyrir kyn­ferð­is­legt eða kyn­bundið ofbeldi komi ekki til greina í lands­lið Íslands. Þá geti KSÍ einnig mælt fyrir um að hið sama gildi um leik­menn á meðan þeir hafa stöðu sak­born­ings í sams konar málum í refsi­vörslu­kerf­inu.

Þetta kemur fram í skýrslu nefnd­ar­innar en nið­ur­stöður hennar voru kynntar fyrr í dag.

Þá gæti KSÍ að öllum lík­indum einnig sett sér það við­mið að ef fram kemur frá­sögn þol­anda um brot leik­manns sem KSÍ telur trú­verð­uga komi hann heldur ekki til greina í lands­lið.

Auglýsing

KSÍ hefur ekki frjálsar hendur varð­andi per­sónu­upp­lýs­ingar

„Að sama skapi er mik­il­vægt að hafa í huga að KSÍ hefur ekki frjálsar hendur um hvernig það aflar og vinnur með upp­lýs­ingar þar sem fram koma full­yrð­ingar eða grun­semdir um að ein­stak­ling­ar, þar á meðal leik­menn, hafi gerst sekir um refsi­verða hátt­semi.

Þegar KSÍ fær inn á sitt borð til­kynn­ingar og ábend­ingar um refsi­verða hátt­semi á borð við kyn­ferð­is­brot verður sam­bandið að fylgja þeim lögum og reglum sem í gildi eru við með­ferð slíkra upp­lýs­inga. Ef með­ferð upp­lýs­inga fellur undir gild­is­svið per­sónu­vernd­ar­laga er KSÍ skylt að gæta að meg­in­reglum lag­anna um að vinnslan sé sann­gjörn og gagn­sæ, og að upp­lýs­ing­arnar séu áreið­an­leg­ar. Þá er veru­legur vafi um að KSÍ geti gert þeim sem koma til greina í lands­lið Íslands skylt að leggja fram upp­lýs­ingar um kærur úr mála­skrá lög­reglu eða sam­þykkja að KSÍ geti aflað slíkra upp­lýs­inga,“ segir í skýrsl­unni.

Sam­bandið getur ekki unnið með nafn­lausar upp­lýs­ingar

Það leiði af þessum reglum per­sónu­vernd­ar­laga að KSÍ geti að jafn­aði ekki unnið með upp­lýs­ingar sem sendar eru inn nafn­laust eða í öðrum þeim bún­ingi þar sem ekki sé unnt að kanna frekar hvert sann­leiks­gildi upp­lýs­ing­anna er. Þá kunni að vera tak­mark­anir á því að hvaða leyti KSÍ gæti átt frum­kvæði að opin­berri umfjöllun um að leik­maður hafi ekki verið val­inn í lands­liðs­hóp vegna þess að hann hafi ann­að­hvort verið kærður fyrir kyn­bundið eða kyn­ferð­is­legt ofbeldi eða að KSÍ hafi borist frá­sögn um slíkt brot.

Úttekt­ar­nefndin telur að draga megi þann lær­dóm af við­brögðum KSÍ við þeim frá­sögnum sem bár­ust um kyn­ferð­is­legt og kyn­bundið ofbeldi leik­manna að það hafi veru­lega þýð­ingu við með­ferð þess­ara mála að ákveðin grund­vall­ar­at­riði liggi fyrir í aðgengi­legum reglum eða leið­bein­ing­um. Þannig telur nefndin mik­il­vægt að KSÍ geri upp við sig hvaða afleið­ingar slíkar upp­lýs­ingar geti haft fyrir stöðu leik­manns og hvaða við­mið séu sett í því sam­bandi.

Yrðu að geta sann­reynt upp­lýs­ing­arnar

Að öðrum kosti sé óvíst í hvaða til­gangi KSÍ vinni með slíkar upp­lýs­ingar sem sé til þess fallið að gera við­brögð sam­bands­ins ómark­viss og ófyr­ir­sjá­an­leg, þar sem bæði til­kynn­anda og þeim sem til­kynn­ingin bein­ist að sé það óljóst hvers vænta megi í fram­hald­inu. Slík með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga án skýrs til­gangs kunni enn fremur að orka tví­mælis út frá per­sónu­vernd­ar­lög­um.

Nefndin telur einnig ljóst að ef KSÍ setur sér reglur eða við­mið um með­ferð til­kynn­inga um kyn­bundið og kyn­ferð­is­legt ofbeldi verði að liggja fyrir hvaða kröfur verði gerðar til efnis upp­lýs­inga til þess að KSÍ geti fjallað um málið í sam­ræmi við áreið­an­leik­a­reglu per­sónu­vernd­ar­laga. Í því fælist þá að KSÍ myndi ekki taka til með­ferðar upp­lýs­ingar sem sendar væru inn nafn­laust eða í öðrum þeim bún­ingi að KSÍ hefði ekki tök á að stað­reyna þær.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent