Guðni Bergsson: Ég hefði getað gert betur

Úttektarnefnd­ gerði athuga­semdir við að upp­lýs­ingar sem fyrrverandi formaður KSÍ veitti um vit­neskju sambandsins af frá­sögn um ofbeld­is­mál hefðu verið vill­andi. Hann segist hafa „einblínt um of á formið og trúnað við málsaðila“.

Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson.
Auglýsing

Guðni Bergs­son, fyrr­ver­andi for­maður Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ) segir í yfir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér nú síð­degis að hann hafi borið ábyrgð á við­brögðum sam­bands­ins, vegna þeirra ofbeld­is­mála sem komu upp í for­mann­s­tíð hans. Sömu sögu sé að segja um miðlun upp­lýs­inga til fjöl­miðla og almenn­ings. „Þar hefði ég getað gert bet­ur.“

Guðni seg­ist hafa ein­blínt um of á formið og trúnað við máls­að­ila. „Ég reyndi þó eftir bestu getu í þeim tveimur málum sem komu til minnar vit­undar að finna þeim réttan far­veg. Annað var leyst með sátt á milli máls­að­il­anna sjálfra en hitt málið er nú loks komið í far­veg hjá lög­reglu. Sem sam­fé­lag erum við að stíga erfið en mik­il­væg skref í sam­tal­inu um kyn­ferð­is­brot og hvernig við tök­umst á við þau. Verk­efnið framundan hjá knatt­spyrnu­hreyf­ing­unni er að taka umræðu og fræðslu um það hvernig við fyr­ir­byggjum kyn­ferð­is­of­beldi, og að brugð­ist verði við þeim málum sem upp kunna að koma af fest­u.“

Í nið­­ur­­stöðum nefndar sem fengin var til gera úttekt á við­brögðum og máls­­með­­­ferð KSÍ vegna kyn­­ferð­is­of­beld­is­­mála sem tengst hafa leik­­mönnum í lands­liðum Íslands, og kynnt var í dag, kom fram að vit­­neskja hafi verið innan KSÍ um alls fjórar frá­­sagnir um að leik­­menn eða aðrir sem starfa fyrir sam­­bandið hefðu beitt kyn­bundnu eða kyn­­ferð­is­­legu ofbeldi árin 2010 til 2021. Í nefnd­inni sátu Kjartan Bjarni Björg­vins­­son, hér­­aðs­­dóm­­ari, Rán Ing­v­­ar­s­dóttir og Hafrún Krist­jáns­dótt­ir.

Nefndin taldi ljóst að KSÍ hafi brugð­ist strax við þremur þess­­ara frá­­­sagna. Ann­að­hvort með því að leik­­mað­­ur­inn sem átti í hlut hafi verið sendur heim úr lands­liðs­verk­efnum eða þannig að við­kom­andi hafi ekki starfað aftur fyrir hönd KSÍ.

Auglýsing
Í skýrslu úttekt­­ar­­nefnd­­ar­innar eru gerðar athuga­­semdir við að upp­­lýs­ingar sem Guðni veitti fjöl­miðlum og almenn­ingi í ágúst síð­­ast­liðnum um vit­­neskju KSÍ af frá­­­sögn um ofbeld­is­­mál hafi verið vill­andi enda hafi for­­mað­­ur­inn á sama tíma vit­­neskju um frá­­­sögn starfs­­manns KSÍ um alvar­­legt kyn­­ferð­is­of­beldi gagn­vart tengda­dóttur starfs­­manns. 

Yfir­lýs­ing Guðna Bergs­sonar í heild sinn­i: 

„Skýrsla úttekt­ar­nefndar ÍSÍ er nú komin út. Þau mál sem þar eru tekin fyrir hafa reynt á knatt­spyrnu­hreyf­ing­una og alla við­kom­andi. Við viljum öll berj­ast gegn ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist, og ekki síst kyn­ferð­is- og kyn­bundnu ofbeldi.

Þessi mál eru alltaf erfið og ég sem for­maður KSÍ bar ábyrgð á við­brögðum sam­bands­ins í þessum málum og miðlun upp­lýs­inga um þau til fjöl­miðla og almenn­ings. Þar hefði ég getað gert bet­ur. Ég ein­blíndi um of á formið og trúnað við máls­að­ila. Ég reyndi þó eftir bestu getu í þeim tveimur málum sem komu til minnar vit­undar að finna þeim réttan far­veg. Annað var leyst með sátt á milli máls­að­il­anna sjálfra en hitt málið er nú loks komið í far­veg hjá lög­reglu.

Sem sam­fé­lag erum við að stíga erfið en mik­il­væg skref í sam­tal­inu um kyn­ferð­is­brot og hvernig við tök­umst á við þau. Verk­efnið framundan hjá knatt­spyrnu­hreyf­ing­unni er að taka umræðu og fræðslu um það hvernig við fyr­ir­byggjum kyn­ferð­is­of­beldi, og að brugð­ist verði við þeim málum sem upp kunna að koma af festu.

Að lokum vil ég segja þetta: Við getum verið stolt af því starfi sem unnið er í knatt­spyrnu­hreyf­ing­unni. Á sama tíma og við erum ávallt gagn­rýnin á okkar starf innan vallar sem utan þá er líka mik­il­vægt að til­einka sér jákvæðni og bjart­sýni sem drífur okkur áfram til betri árang­urs og í þessu sam­hengi til betra sam­fé­lags.

Ég mun ekki tjá mig frekar um skýrslu úttekt­ar­nefnd­ar­innar að svo stödd­u.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent