KSÍ vissi af fjórum frásögnum er vörðuðu kyn­bundið eða kyn­ferð­is­legt ofbeldi

Niðurstöður úttektar á við­brögðum og máls­með­ferð KSÍ vegna kyn­ferð­is­of­beld­is­mála sem tengst hafa leik­mönnum í lands­liðum Íslands liggja nú fyrir.

Rán Ingvarsdóttir, Kjartan Bjarni Björgvinsson og Hafrún Kristjánsdóttir sátu í nefndinni.
Rán Ingvarsdóttir, Kjartan Bjarni Björgvinsson og Hafrún Kristjánsdóttir sátu í nefndinni.
Auglýsing

Vit­neskja var innan KSÍ um alls fjórar frá­sagnir um að leik­menn eða aðrir sem starfa fyrir sam­bandið hefðu beitt kyn­bundnu eða kyn­ferð­is­legu ofbeldi árin 2010 til 2021. Þetta kemur fram í nið­ur­stöðum nefndar sem fengin var til að gera úttekt á við­brögðum og máls­með­ferð KSÍ vegna kyn­ferð­is­of­beld­is­mála sem tengst hafa leik­mönnum í lands­liðum Íslands. Í nefnd­inni sitja Kjartan Bjarni Björg­vins­son, hér­aðs­dóm­ari, Rán Ingv­ars­dóttir og Hafrún Krist­jáns­dóttir en þau kynntu nið­ur­stöð­urnar í beinni útsend­ingu á RÚV klukkan 14 í dag.

Nefndin telur ljóst að KSÍ hafi brugð­ist strax við þremur þess­ara frá­sagna. Ann­að­hvort með því að leik­mað­ur­inn sem átti í hlut hafi verið sendur heim úr lands­liðs­verk­efnum eða þannig að við­kom­andi hafi ekki starfað aftur fyrir hönd KSÍ.

Kjartan Bjarni hóf mál sitt á að segja að nefndin hefði fengið óheftan aðgang að skjala­söfnum KSÍ við vinnu sína og kannað hund­ruð skjala, tölvu­pósta og gagna sem ekki hefðu birst opin­ber­lega.

„Eðli máls­ins sam­kvæmt er ekki hægt að rann­saka hvort þögg­un­ar­menn­ing hafi ríkt um kyn­ferð­is­legt eða ann­ars­konar ofbeldi innan KSÍ eða hvort KSÍ hefði reynt að kveða slíkt niður án þess að ræða við sem flesta aðila sem hefðu mögu­lega vit­nesku um frá­sagnir af slíkum brot­u­m.“

Tal­aði nefndin við yfir fimm­tíu ein­stak­linga sem tengj­ast KSÍ frá árinu 2010, suma oftar en einu sinni. Nefndin ræddi einnig við tugi ann­arra ein­stak­linga sem tengj­ast þess­ari atburða­rás sem nefndin hefur haft til athug­un­ar. Allir hafi verið vilj­ugir til að tala við nefnd­ina.

Auglýsing

Í skýrslu úttekt­ar­nefnd­ar­innar eru gerðar athuga­semdir við að upp­lýs­ingar sem þáver­andi for­maður KSÍ, Guðni Bergs­son, veitti fjöl­miðlum og almenn­ingi í ágúst síð­ast­liðnum um vit­neskju KSÍ af frá­sögn um ofbeld­is­mál hafi verið vill­andi enda hafi for­mað­ur­inn á sama tíma haft vit­neskju um frá­sögn starfs­manns KSÍ um alvar­legt kyn­ferð­is­of­beldi gagn­vart tengda­dóttur starfs­manns. Yfir­lýs­ing­arnar hafi heldur ekki sam­ræmst vit­neskju um eldri til­kynn­ingu frá árinu 2018 um kæru á hendur öðrum leik­manni vegna ofbeld­is.

For­mað­ur­inn sagði af sér

Málið hefur heldur betur valdið titr­ingi innan KSÍ en það hófst þegar Hanna Björg Vil­hjálms­dóttir skrif­aði grein í Vísi þar sem hún sak­aði KSÍ um þöggun varð­andi kyn­­ferð­is­of­beldi af hendi lands­liðs­­manna. Vís­aði hún til frá­­­sagnar ungrar konu af kyn­­ferð­is­­legu ofbeldi sem hún varð fyrir árið 2010 sem hún birti á sam­­fé­lags­miðlum í byrjun maí en ger­end­­urnir voru sagðir hafa verið lands­liðs­­menn Íslands í fót­­bolta. „Fleiri frá­­sagnir eru um lands­liðs­­menn sem eru sagðir beita konur ofbeldi – bæði kyn­­ferð­is­­legu og heim­il­is­of­beldi. Þetta virð­ist ekki hafa haft nein áhrif á vel­­gengni þess­­ara manna. Þeim er hampað og njóta mik­illa vin­­sælda meðal þjóð­­ar­inn­­ar. Þögg­unin er alger, og KSÍ ber vita­skuld ábyrgð á henn­i,“ sagði meðal ann­­ars í grein Hönnu Bjarg­­ar.

Guðni Bergs­­son, þáver­andi for­maður KSÍ, sagði í sam­tali við fjöl­miðla dag­ana 25. og 26. ágúst að sam­­bandið hefði ekki fengið inn á sitt borð til­­kynn­ingar um að leik­­menn lands­liða Íslands hefðu und­an­farin ár beitt ein­hvers konar ofbeldi. „Við höfum ekki fengið neinar til­­kynn­ingar né ábend­ingar um slíkt inn á okkar borð síðan ég tók við for­­mennsku en hins vegar erum við með­­vituð um frá­­sagnir á sam­­fé­lags­mið­l­u­m,“ sagði hann við Frétta­­blað­ið.

Guðni Bergsson Mynd: Skjáskot RÚV

Í Kast­­ljós­við­tali á RÚV end­­ur­tók Guðni þá stað­hæf­ingu að engar kvart­­anir eða til­­kynn­ingar um kyn­­ferð­is­brot hefðu komið inn á borð KSÍ. „Okkur er mjög umhugað um öryggi okkar iðk­enda og almenn­ings og hegðun okkar iðk­enda gagn­vart umhverf­inu. Við höfum vissu­­lega ekk­ert farið var­hluta af þeirri umræðu sem hefur verið upp á síðkastið og und­an­farin ár, við tökum mið af því, en við verðum að fá ein­hvers konar til­­kynn­ingu eða eitt­hvað slíkt, frá vitnum eða þolend­um, og ef það ger­ist gætum við þess að þol­and­inn fái ákveðna aðstoð og hjálp og við tökum á því af ábyrgð og festu, og við stöndum svo sann­­ar­­lega gegn öllu ofbeldi, ekki síst kyn­bundnu og kyn­­ferð­is­of­beldi, við gerum það.“

Guðni sagði enn fremur að gagn­rýni á KSÍ vegna þessa væri ómak­­leg. Eftir krísufund stjórnar KSÍ vegna máls­ins í lok ágúst sagði Guðni af sér for­­mennsku eftir að hafa gegnt emb­ætt­inu síðan árið 2017.

Fram­ganga stjórnar og fram­kvæmda­stjóra beri ekki ein­kenni þögg­unar

Úttekt­ar­nefndin telur ekki til­efni til að full­yrða að fram­ganga stjórn­ar, fram­kvæmda­stjóra eða ann­arra starfs­manna KSÍ um málið beri ein­kenni þögg­unar og/eða nauðg­un­ar­menn­ingar umfram „það sem almennt ger­ist í íslensku sam­fé­lag­i“.

Fyrir liggur að stjórn­ar­fólk, fram­kvæmda­stjóri KSÍ og starfs­fólks sem kom að mál­inu hafi gert „veru­legar athuga­semdir við þær yfir­lýs­ingar sem for­maður þáver­andi lét frá sér,“ að því er fram kemur hjá nefnd­inni.

Að öðru leyti telur nefndin ekki for­sendur til þess að segja að fyrir hendi séu atvik í for­mann­s­tíð Guðna Bergs­sonar sem beri sér­stök ein­kenni þögg­unar og nauðg­un­ar­menn­ing­ar. Úttekt­ar­nefndin hafi til dæmis engin gögn fundið eða aðrar vís­bend­ingar fengið sem gefa til kynna að KSÍ hafi boðið kær­anda í ákveðnu máli sem kom til kasta KSÍ í mars 2018 þagna­skyldu­samn­ing eða komið með öðrum hætti að slíkum til­boð­um.

Úttekt­ar­nefndin gerir þó athuga­semd við að Geir Þor­steins­son þáver­andi for­maður KSÍ hafi árið 2016 leitað til almanna­teng­ils í kjöl­far þess að hann frétti af því að lög­regla hafi verið kölluð að dval­ar­stað lands­liðs­manns með grun­semd um heim­il­is­of­beldi. „Rétt er þó að taka fram að nefndin telur sig þó ekki hafa stað­reynt að Geir hafi haft vit­neskju um ofbeld­i,“ sagði Kjartan Bjarni að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent