Fermetraverðið lægra á stúdentagörðunum borið saman við íbúðir í sambærilegri stærð

Nýleg könnun sýndi að fermetraverð leiguíbúða var hæst á stúdentagörðunum. Þær íbúðir eru 48 fermetrar að jafnaði en íbúðir á öðrum samanburðarmörkuðum um 80 fermetrar. Í samanburði við sambærilegar íbúðir eru stúdentagarðar mun ódýrari kostur.

Stúdentagarðar.
Stúdentagarðar.
Auglýsing

Í nýlegri leigu­mark­aðs­könnun Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) kom fram að með­al­fer­metra­verð leigu­í­búða á stúd­enta­görðum væri hærra en á nokkrum öðrum leigu­mark­aði hér­lend­is. Með­al­fer­metra­verð þeirra var 2.545 krónur í sept­em­ber. 

Þrátt fyrir hátt fer­­metra­verð greiða leigj­endur á stúd­­enta­­görðum lægstu upp­­hæð­ina í leigu, sökum þess hversu litlar íbúðir þeirra eru. Með­­al­­stærð íbúða á stúd­­enta­­görð­unum er 48 fer­­metr­­ar, á meðan stærð íbúða á öðrum leig­u­­mörk­uðum er vana­­lega í kringum 80 fer­­metra.

Í kjöl­far þess að nið­ur­stöður könn­un­ar­innar voru birtar kall­aði Félags­stofnun stúd­enta, sem rekur stúd­enta­garð­anna, eftir upp­lýs­ingum frá HMS um með­alleigu­verð á íbúðum í sam­bæri­legri stærð og þær sem í boði eru á stúd­enta­görð­u­m. 

Auglýsing
Í svari stofn­un­ar­innar kemur fram að hún hafi fundið til tölur um þing­lýsta leigu­samn­inga á íbúðum af slíkri stærð (á bil­inu 40 til 55 fer­metr­ar) í póst­núm­erum 101, 102, 103 og 105. Þar sé með­alleigu­verð per fer­metra 3.496 krón­ur. 

Því er með­al­fer­metra­verð leigu­í­búða á stúd­enta­görðum rúm­lega fjórð­ungi lægra en það er á almenna mark­aðnum í þeim póst­núm­erum sem stúd­enta­garða er að finna. 

Leigan lægst á stúd­enta­görð­unum

Í könnun HMS, sem birt var í lok síð­ustu viku, kom fram að leigj­endur sem eru búsettir í stúd­­enta­­görðum greiði 17 pró­­sent hærri leigu fyrir hvern fer­­metra heldur en þeir sem leigja af ein­stak­l­ingi á almennum leig­u­­mark­aði. Verð­mun­­ur­inn er 18 pró­­sent ef leigt er af einka­reknu leigu­fé­lagi, en 37 pró­­sent ef leigt er af óhagn­að­­ar­drifnu leigu­fé­lagi.

Þeir sem leigja af ætt­­ingjum og vinum greiða svo 38 pró­­sent minna fyrir fer­­metr­ann heldur en leigj­endur á stúd­­enta­­görð­um, á meðan þeir sem leigja af sveit­­ar­­fé­lagi greiða rúm­­lega helm­ingi minna.

líkt og kemur fram að ofan er þó mik­ill munur á stærðum þeirra íbúða sem verið er að bera sam­an. Með­al­stærðin á stúd­enta­görðum er 48 fer­metrar á meðan að stærð íbúða á öðrum leigu­mörk­uðum er almennt í kringum 80 fer­metra. 

Heild­­ar­­upp­­hæðin sem greidd er í leigu er mest hjá þeim sem leigja hjá einka­reknu leigu­fé­lagi, en þeir greiddu að með­­al­tali tæpar 200 þús­und krónur í leigu í sept­­em­ber. Leigj­endur á almennum leig­u­­mark­aði greiddu aftur á móti að með­­al­tali 178 þús­und krónur í leigu og þeir sem leigðu hjá óhagn­að­­ar­drifnum leigu­fé­lögum eða hjá ætt­­ingjum og vinum gátu vænst þess að greiða um 140 þús­und krónur í leigu. Leigj­endur á stúd­­enta­­görð­unum greiddu hins vegar að með­­al­tali 122 þús­und krónur í leigu í sept­­em­ber.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent