Milla hætt að aðstoða Lilju og aðstoðar nú Willum – Margar aðstoðarmannastöður lausar

Aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar geta orðið allt að 27 miðað við núverandi fjölda ráðuneyta. Þó nokkrir ráðherrar eiga eftir að manna aðstoðarmannastöður sínar.

Willum Þór Þórsson ásamt aðstoðarmanni sínum, Millu Ósk Magnúsdóttur, við opnun á hjúkrunardeild fyrir COVID-sjúklinga á hjúkrunarheimilinu EIR fyrr í dag.
Willum Þór Þórsson ásamt aðstoðarmanni sínum, Millu Ósk Magnúsdóttur, við opnun á hjúkrunardeild fyrir COVID-sjúklinga á hjúkrunarheimilinu EIR fyrr í dag.
Auglýsing

Milla Ósk Magn­ús­dóttir er orðin aðstoð­ar­maður nýs heil­brigð­is­ráð­herra, Will­ums Þórs Þórs­son­ar, sam­kvæmt starfs­manna­skrá heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins. 

Hún var ráðin aðstoð­ar­maður Lilju Alfreðs­dóttur í mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu á síð­asta kjör­tíma­bili eftir að hafa verið ráðin þangað fyrir tveimur árum síð­an. Áður hafði Milla starfað hjá RÚV í ára­tug sem frétta­­mað­ur, aðstoð­­ar­fram­­leið­andi frétta og dag­­skrár­­gerð­­ar­­kona í útvarpi og sjón­­varpi.

Hrannar Pét­urs­son, hinn aðstoð­ar­maður Lilju á síð­asta kjör­tíma­bili, hefur horfið til ann­arra starfa og því er Lilja án opin­berra aðstoð­ar­manna sem stend­ur. 

Breyt­ingar hjá Katrínu

Að minnsta kosti þrír ráð­herrar halda báðum sínum aðstoð­ar­mönnum frá síð­asta kjör­tíma­bili. Það eru Bjarni Bene­dikts­son, Sig­urður Ingi Jóhanns­son og Ásmundur Einar Daða­son. Hersir Aron Sig­ur­geirs­son og Páll Ásgeir Guð­munds­son eru aðstoð­ar­menn Bjarna, Ing­veldur Sæmunds­dóttir og Sig­tryggur Magna­son aðstoða Sig­urð Inga og Sóley Ragn­ars­dóttir og Arnar Þór Sæv­ars­son eru áfram aðstoð­ar­menn Ásmundar Ein­ars.

Auglýsing
Jón Gunn­ars­son, nýr dóms­mála­ráð­herra, hefur þegar til­kynnt um ráðn­ingu á Hreini Lofts­syni og Brynj­ari Níels­syni í hlut­verk aðstoð­ar­manna sinna. 

Iðunn Garð­ars­dóttir mun halda áfram að aðstoða Svandísi Svav­ars­dóttur í ráðu­neyti sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­mála en Birgir Jak­obs­son, fyrr­ver­andi land­læknir sem aðstoð­aði hana í heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu, er ekki lengur á starfs­manna­skrá stjórn­ar­ráðs­ins. 

Katrín Jak­obs­dóttir hefur misst annan aðstoð­ar­mann sinn, Lísu Krist­jáns­dótt­ur, á önnur mið en Berg­þóra Bene­dikts­dóttir heldur áfram sem hinn aðstoð­ar­maður for­sæt­is­ráð­herra. Auk þess eru þrír aðrir aðstoð­ar­menn rík­is­stjórnar starf­andi í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu sam­kvæmt starfs­manna­skrá:  Henný Hinz er aðstoð­ar­maður rík­is­stjórnar á sviði vinnu­mark­aðs-, efna­hags- og loft­lags­mála, Lára Björg Björns­dóttir er aðstoð­ar­maður rík­is­stjórn­ar­innar í jafn­rétt­is­málum og Róbert Mars­hall er upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Guð­laugur Þór og Guð­mundur Ingi án aðstoð­ar­manna

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, ráð­herra lofts­lags-, umhverf­is- og orku­mála, þarf að finna sér tvo nýja aðstoð­ar­menn þar sem báðir hans hafa hætt störf­um. Diljá Mist Ein­ars­dóttir er orðin þing­maður og Borgar Þór Ein­ars­son var skip­aður vara­fram­kvæmda­stjóri Upp­bygg­inga­sjóðs EES skömmu eftir síð­ustu kosn­ingar og áður en ráð­herrakap­all­inn var lagð­ur. 

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, nú utan­rík­is­ráð­herra, missti líka báða aðstoð­ar­menn sína þegar Hildur Sverr­is­dóttir var kjörin á þing og Ólafur Teitur Guðna­son ákvað að láta gott heita. Hún réð Þór­lind Kjart­ans­son í aðra stöð­una í gær. 

Eydís Arna Lín­dal fylgir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur áfram í vís­inda-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu en hún þarf að ráða annan aðstoð­ar­mann í stað Hreins Lofts­son­ar, sem varð eftir í dóms­mála­ráðu­neyt­in­u. 

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son á einnig eftir að manna aðstoð­ar­manna­stöður sínar í nýju ráðu­neyti en Orri Páll Jóhanns­son, sem aðstoð­aði hann í umhverf­is­ráðu­neyt­inu á síð­asta kjör­tíma­bili, var kjör­inn á þing fyrir Vinstri græna í nýliðnum kosn­ing­um.

Geta orðið allt að 27 tals­ins

Lögum um Stjórn­­­­­ar­ráð Íslands var breytt árið 2011 með þeim hætti að heim­ild til að fjölga aðstoð­­­ar­­­mönnum ráð­herra var útvíkkuð þannig að hver og einn þeirra má ráða tvo slíka. Auk þess var sett inn heim­ild fyrir rík­­­is­­­stjórn­­­ina að ráða þrjá aðstoð­­­ar­­­menn til við­­­bótar ef þörf kref­­­ur.  Alls má rík­­­is­­­stjórnin því ráða 27 aðstoð­­­ar­­­menn sem stend­­ur. Laun og starfs­­­kjör aðstoð­­­ar­­­manna ráð­herra mið­­­ast við kjör skrif­­­stofu­­­stjóra í ráðu­­­neytum sam­­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.

­Rekstur rík­­­is­­­stjórnar Íslands, sem í fel­­­ast launa­greiðslur ráð­herra og aðstoð­­­ar­­­manna þeirra, er áætl­­­aður 714,9 millj­­ónir króna á næsta ári sam­­kvæmt fyr­ir­liggj­andi fjár­­laga­frum­varpi. Það er um fimm pró­­sent meiri kostn­aður en áætlun vegna árs­ins 2021 gerir ráð fyr­ir, en þá á rekst­­ur­inn að kosta 681,3 millj­­ónir króna.

Á fyrsta heila ári fyrri rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­innar Katrínar Jak­obs­dóttur við völd, árið 2018, var kostn­aður vegna launa ráð­herra og aðstoð­­­ar­­­manna áætl­­aður 461 millj­­­ónir króna. Kostn­að­­ur­inn á næsta ári er því 55 pró­­sent hærri í krónum talið. 

Kostn­að­­ur­inn á þessu fyrsta starfs­ári rík­­is­­stjórnar Vinstri grænna, Sjálf­­stæð­is­­flokks og Fram­­sókn­­ar­­flokks reynd­ist á end­­anum hærri, eða 597 millj­­ónir króna. Því hefur kostn­að­­ur­inn vegna launa ráð­herra og aðstoð­­ar­­manna þeirra alls vaxið um 117,9 millj­­ónir króna frá 2018, eða 20 pró­­sent. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent