Hægt að ná „heilmikilli orkuframleiðslu“ með virkjanakostum í nýtingarflokki

Forsætisráðherra segir hægt að ná fram „heilmikilli orkuframleiðslu“ með þeim virkjanakostum sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar sem og með stækkun núverandi virkjana.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Afhend­ingar­ör­yggi raf­orkunn­ar, virkj­ana­kostir sem þegar eru í nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætl­unar og stækkun núver­andi virkj­ana eru atriði sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs nefnir þegar hún er spurð út í þau orð Sig­urðar Inga Jóhans­sonar inn­við­a­ráð­herra að virkja þurfi meira á Íslandi.

Katrín sagði í sam­tali við blaða­mann Vísi í beinni útsend­ingu eftir rík­is­stjórn­ar­fund í morgun að Guð­laugur Þór Þórð­ar­son umhverf­is­ráð­herra hefði tekið afhend­ingar­ör­yggi raf­orku upp á fund­in­um. „Að sjálf­sögðu er það okkar allra hagur að það sé hægt að keyra fiski­mjöls­verk­smiðj­urnar á grænni orku,“ sagði Katrín þegar hún var spurð hvort að virkja þyrfti meira m.a. í ljósi þeirra tíð­inda að Lands­virkjun hefði orðið að skerða afhend­ingu á raf­orku til verk­smiðj­anna. „Hins vegar má ekk­ert gleyma því að við erum auð­vitað með ákveðna kosti í nýt­ing­ar­flokki og það er hægt að ná fram heil­mik­illi orku­fram­leiðslu með þeim kostum sem þar eru og líka með stækkun á núver­andi virkj­un­um.“

Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra sagði það þjóna „mjög litlum til­gangi að reyna alltaf að færa þessa umræðu í skot­graf­ir. Við erum með tól og tæki til að geta tryggt þetta fram­boð en hins vegar hef ég haft áhyggjur af flutn­ings­kerf­inu og að þar megi ráð­ast í úrbæt­ur.“ Benti hún á að á síð­asta þingi hefði verið lagt fram frum­varp til að ein­falda ákveðnar ákvarð­ana­tökur í kringum lagn­ingu á háspennu­lín­um. Það hafi ekki náð fram að ganga.

Hún sagð­ist taka því alvar­lega „að sjálf­sögðu“ að skerða hafi þurft orku til fiski­mjöls­verk­smiðja. „Það er yfir­lýst mark­mið rík­is­stjórn­ar­innar að færa sig yfir í græna orku“.

Orku­skort­ur­inn sem veldur því að skerða þarf afhend­ingu raf­magns til fiski­mjöls­verk­smiðja og nokk­urra stórnot­enda m.a. álvera og gagna­vera, er að sögn Lands­virkj­unar til­kom­inn vegna nokk­urra þátta.

Í til­kynn­ingu sem fyr­ir­tækið sendi frá sér í gær var í fyrsta lagi nefnt að raf­orku­vinnsla hjá öðrum fram­leið­anda, sem átti að koma inn í vik­unni, kæmi ekki inn í kerfið fyrr en í lok næstu viku. Þá nægi full keyrsla í Vatns­fells­virkjun ekki til að halda uppi orku­fram­leiðslu á Þjórs­ár­svæði. „Krókslón hefur lækkað það mikið að byrjað var að hleypa vatni fram­hjá Vatns­felli í dag til að stöðva lækk­un, en einnig verður að draga úr orku­sölu til að draga úr vinnslu,“ sagði í til­kynn­ing­unni. Þar var einnig tekið fram að bilun hefði komið upp í vél í Búr­felli og fyr­ir­séð væri að hún kæmi ekki í rekstur fyrr en með vor­inu.

Flutn­ings­kerfið flösku­háls

Lands­virkjun hefur full­nýtt getu flutn­ings­kerf­is­ins til að flytja orku frá Norð­aust­ur­landi til álags­punkta á Suð­vest­ur­landi, en flutn­ings­kerfið ræður ekki við að flytja alla þá orku sem hægt væri að færa milli lands­hluta, sagði enn­fremur í til­kynn­ing­unni. „Hinn 23. ágúst sl. fyllt­ist Háls­lón á Kára­hnjúkum og þremur dögum síðar nam afl yfir­falls­ins um 2000 MW. Á 10 dögum rann því fram­hjá orka, sem sam­svarar heils­ár­notkun allra bræðslna á land­inu, þegar ver­tíð er góð. Með sterkara flutn­ings­kerfi hefði mátt nýta stóran hluta þeirrar orku sem rann fram hjá. Áætla má að tak­mark­anir í flutn­ings­kerf­inu dragi úr vinnslu­getu kerf­is­ins sem nemur allt að 500 GWh. Að loknu sumri með jafn ójafnri dreif­ingu góð­viðr­is­daga og raun bar vitni koma áhrifin fram með sér­stak­lega sterkum hætt­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent