Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum

Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.

Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Auglýsing

Með­al­fer­metra­verð leigu­í­búða á stúd­enta­görðum nam 2.545 krónum í sept­em­ber og var hærra en á nokkrum öðrum leigu­mark­aði hér­lendis á sama tíma. Þetta kemur fram í nýlegri leigu­mark­aðs­könnun Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS).

Greint var frá nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar í frétt á vef HMS, en sam­kvæmt þeim greiða leigj­endur sem eru búsettir í stúd­enta­görðum 17 pró­sent meiri leigu fyrir hvern fer­metra heldur en þeir sem leigja af ein­stak­lingi á almennum leigu­mark­aði. Verð­mun­ur­inn er 18 pró­sent ef leigt er af einka­reknu leigu­fé­lagi, en 37 pró­sent ef leigt er af óhagn­að­ar­drifnu leigu­fé­lagi.

Þeir sem leigja af ætt­ingjum og vinum greiða svo 38 pró­sent minna fyrir fer­metr­ann heldur en leigj­endur á stúd­enta­görð­um, á meðan þeir sem leigja af sveit­ar­fé­lagi greiða rúm­lega helm­ingi minna.

Auglýsing

Borga þó lægstu leig­una

Þrátt fyrir hátt fer­metra­verð greiða leigj­endur á stúd­enta­görðum lægstu upp­hæð­ina í leigu, sökum þess hversu litlar íbúðir þeirra eru. Með­al­stærð íbúða á stúd­enta­görð­unum er 48 fer­metr­ar, á meðan stærð íbúða á öðrum leigu­mörk­uðum er vana­lega í kringum 80 fer­metra.

Heild­ar­upp­hæðin er mest hjá þeim sem leigja hjá einka­reknu leigu­fé­lagi, en þeir greiddu að með­al­tali tæpar 200 þús­und krónur í leigu í sept­em­ber. Leigj­endur á almennum leigu­mark­aði greiddu aftur á móti að með­al­tali 178 þús­und krónur í leigu og þeir sem leigðu hjá óhagn­að­ar­drifnum leigu­fé­lögum eða hjá ætt­ingjum og vinum gátu vænst þess að greiða um 140 þús­und krónur í leigu. Leigj­endur á stúd­enta­görð­unum greiddu hins vegar að með­al­tali 122 þús­und krónur í leigu í sept­em­ber.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent