Útgáfa rafkrónu til skoðunar sem óháð innlend greiðslulausn

Seðlabankinn vinnur nú að uppbyggingu óháðrar greiðslulausnar innanlands sem þyrfti ekki að reiða sig á alþjóðlega greiðsluinnviði. Samkvæmt honum gæti útgáfa svokallaðrar rafkrónu þjónað þessum tilgangi.

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.
Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.
Auglýsing

Óháð inn­lend smá­greiðslu­lausn sem er án teng­inga við alþjóð­lega korta­inn­viði þarf að vera til staðar hér á landi, að mati fjár­mála­stöð­ug­leika­nefndar Seðla­bank­ans. Bank­inn vinnur nú að upp­bygg­ingu slíkrar lausnar hér­lend­is, en hún gæti falið í sér útgáfu svo­kall­aðrar raf­krónu. Þetta kemur fram í nýjasta riti Fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­bank­ans sem kom út í síð­ustu viku.

Sam­kvæmt Seðla­bank­anum fara allar kredit­korta­færslur inn­lendra greiðslu­korta í gegnum alþjóð­lega inn­viði. Sömu­leiðis fara nú 95% debet­korta­færslna í gegnum slíka inn­viði, en þetta hlut­fall var um 9% fyrir þremur árum síð­an.

Áhyggjur af erlendu eign­ar­haldi

Morg­un­blaðið greindi frá því í ágúst síð­ast­liðnum að Seðla­bank­inn hafi viðrað áhyggjur sínar við þjóðar­ör­ygg­is­ráð af eign­ar­haldi og yfir­ráðum á þeim greiðslu­miðl­un­ar­kerfum sem not­ast er við hér á landi. Í við­tali við mið­il­inn sagði Gunnar Jak­obs­son, vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika, að bank­inn ynni að upp­bygg­ingu nýs óháðs kerfis í sam­starfi við Reikni­stofu bank­anna.

Auglýsing

Í nýjasta hefti Fjár­mála­stöð­ug­leika var farið nánar í þessa vinnu, en þar segir bank­inn að óháð inn­lend raf­ræn smá­greiðslu­lausn sem væri ótengd alþjóð­legum innviðum gæti meðal ann­ars þjónað sem vara­leið í inn­lendri smá­greiðslu­miðlun á tímum neyð­ar.

Raf­króna mögu­leg lausn

Guð­mundur Kr. Tóm­as­son, sem situr í fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd, sagði útgáfu svo­kall­aðrar raf­krónu vera eina leið til að gera greiðslu­miðlun ódýr­ari hér­lendis í hlað­varps­þætt­inum Ekon sem kom út í júlí. Finna má þátt­inn í Hlað­varpi Kjarn­ans.

Sam­kvæmt Guð­mundi yrði raf­krón­an, sem gefin yrði út af Seðla­bank­an­um, í raun raf­rænt reiðufé sem hægt væri að nota, t.d. úr raf­veski í síma, til að kaupa vörur og þjón­ustu beint og milli­liða­laust. Hann bætir við að vinna að slíkri lausn væri komin langt á veg í Sví­þjóð, en engin form­leg ákvörðun hafi þó verið tekin þar í landi enn sem komið er.

Í Fjár­mála­stöð­ug­leika kemur fram að Seðla­bank­inn hafi skoðað útgáfu raf­krónu sem vara­greiðslu­miðl­un­ar­leið. Hins vegar segir bank­inn að mörg álita­efni þarfn­ast frek­ari skoð­unar áður en til ákvörð­unar kemur um slíka útgáfu, en hann kannar nú mögu­leg áhrif hennar á pen­inga­stefnu og fjár­mála­stöð­ug­leika.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spennan magnast fyrir 70 ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar sem fagnað verður með ýmsum hætti 2. - 5. júní.
Konungssinnar eyða mörgum milljörðum í varning vegna krýningarafmælis drottningar
Áætlað er að Bretar muni eyða yfir 60 milljörðum króna í konunglegan varning vegna krýningarafmælis drottningar sem haldið verður upp á með fjögurra daga hátíðarhöldum. Tebollar, diskar með gyllingu og spiladósir eru meðal konunglegra muna sem rjúka út.
Kjarninn 29. maí 2022
Claus Hjort Frederiksen verður ekki ákærður, að minnsta kosti ekki meðan hann er þingmaður.
Fyrrverandi ráðherra slapp fyrir horn
Claus Hjort Frederiksen þingmaður og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Danmerkur slapp fyrir horn þegar danska þingið felldi tillögu um að afnema þinghelgi hans. Ríkisstjórn og ríkislögmaður vildu ákæra Claus Hjort fyrir landráð.
Kjarninn 29. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson funda stíft þessa dagana.
Nýr meirihluti verði klár í slaginn áður en fyrsti borgarstjórnarfundur hefst
Viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa staðið yfir í fjóra daga en Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Píratar og Viðreisn stefna að því að ljúka þeim áður en fyrsti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður settur þann 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 28. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Um Pútín, fáveldi og fasisma
Kjarninn 28. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 28. maí 2022
Icelandair beri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda bóki þau flug fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Icelandair svarar því ekki hvort flugfélagið muni flytja þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem til stendur að vísa úr landi á næstunni. Því sé ekki heimilt að svara fyrir hönd viðskiptavina sinna um möguleg eða fyrirhuguð flug.
Kjarninn 28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent