Húsnæðismarkaðurinn þjóni frekar spákaupmönnum en fólkinu

Forseti ASÍ segir að réttur fjármagnseigenda og verktaka að búa til peninga á húsnæðismarkaði sé metinn framar rétti fólks til að lifa við öryggi. „Heimilið á að vera griðastaður og þarf að vera öruggt.“

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

„Það er hús­næð­is­mark­aður sem þjónar frekar spá­kaup­mönnum en þeirri grund­vall­ar­þörf fólks að eiga sér heim­ili. Réttur fjár­magns­eig­enda og verk­taka að búa til pen­inga á þessum mark­aði er met­inn framar rétti fólks til að lifa við öryggi. Sam­kvæmt öllum helstu spám má vænta tölu­verðra hækk­ana á þessum óhefta mark­aði, ef ekk­ert verður að gert.“

Þetta segir Drífa Snæ­dal for­seti ASÍ í viku­legum pistli sínum í dag.

Pistill­inn hefst á því að hún rifjar upp að fyrr á árum hafi hún unnið hjá Kvenna­at­hvarf­inu og eftir þá reynslu sé hún sann­færð um að ekk­ert sé verra en að njóta ekki heim­il­is­ör­ygg­is. „Heim­ilið á að vera griða­staður og þarf að vera öruggt. Þetta grund­vall­ar­sjón­ar­mið rifj­að­ist upp fyrir mér þegar ég heim­sótti nýtt fjöl­býl­is­hús sem Sam­tök um kvenna­at­hvarf hafa látið reisa til þess að auð­velda konum og börnum leið­ina aftur út í lífið eftir dvöl í athvarf­inu sjálfu. Bygg­ing þessa húss er nauð­syn­leg, en líka afleið­ing af grimmum hús­næð­is­mark­aði þar sem tekju­lítið fólk hefur fá tæki­færi til að koma sér upp þaki yfir höf­uð­ið.“

Auglýsing

Drífa segir að það sé skýr krafa verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar að stjórn­völd breyti við­horfum sínum og hús­næð­is­málin verði eitt af stóru mál­unum við myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar. Rétt­ur­inn til öryggis verði að vera í for­grunni og stór­felld upp­bygg­ing hús­næðis án hagn­að­ar­sjón­ar­miða verði að eiga sér stað.

Nauð­syn­legt sé að koma hús­næð­is­eig­endum í skjól fyrir verð­bólgu og vaxta­breyt­ingum þannig að fólk hafi mögu­leika á að skipu­leggja fram­tíð­ina. Rétt­indi leigj­enda verði að tryggja með nýjum lögum og binda verði endi á búsetu í atvinnu­hús­næði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent