Húsnæðismarkaðurinn þjóni frekar spákaupmönnum en fólkinu

Forseti ASÍ segir að réttur fjármagnseigenda og verktaka að búa til peninga á húsnæðismarkaði sé metinn framar rétti fólks til að lifa við öryggi. „Heimilið á að vera griðastaður og þarf að vera öruggt.“

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

„Það er hús­næð­is­mark­aður sem þjónar frekar spá­kaup­mönnum en þeirri grund­vall­ar­þörf fólks að eiga sér heim­ili. Réttur fjár­magns­eig­enda og verk­taka að búa til pen­inga á þessum mark­aði er met­inn framar rétti fólks til að lifa við öryggi. Sam­kvæmt öllum helstu spám má vænta tölu­verðra hækk­ana á þessum óhefta mark­aði, ef ekk­ert verður að gert.“

Þetta segir Drífa Snæ­dal for­seti ASÍ í viku­legum pistli sínum í dag.

Pistill­inn hefst á því að hún rifjar upp að fyrr á árum hafi hún unnið hjá Kvenna­at­hvarf­inu og eftir þá reynslu sé hún sann­færð um að ekk­ert sé verra en að njóta ekki heim­il­is­ör­ygg­is. „Heim­ilið á að vera griða­staður og þarf að vera öruggt. Þetta grund­vall­ar­sjón­ar­mið rifj­að­ist upp fyrir mér þegar ég heim­sótti nýtt fjöl­býl­is­hús sem Sam­tök um kvenna­at­hvarf hafa látið reisa til þess að auð­velda konum og börnum leið­ina aftur út í lífið eftir dvöl í athvarf­inu sjálfu. Bygg­ing þessa húss er nauð­syn­leg, en líka afleið­ing af grimmum hús­næð­is­mark­aði þar sem tekju­lítið fólk hefur fá tæki­færi til að koma sér upp þaki yfir höf­uð­ið.“

Auglýsing

Drífa segir að það sé skýr krafa verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar að stjórn­völd breyti við­horfum sínum og hús­næð­is­málin verði eitt af stóru mál­unum við myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar. Rétt­ur­inn til öryggis verði að vera í for­grunni og stór­felld upp­bygg­ing hús­næðis án hagn­að­ar­sjón­ar­miða verði að eiga sér stað.

Nauð­syn­legt sé að koma hús­næð­is­eig­endum í skjól fyrir verð­bólgu og vaxta­breyt­ingum þannig að fólk hafi mögu­leika á að skipu­leggja fram­tíð­ina. Rétt­indi leigj­enda verði að tryggja með nýjum lögum og binda verði endi á búsetu í atvinnu­hús­næði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent