Sex af hverjum tíu treysta niðurstöðum nýafstaðinna þingkosninga

Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa mest traust á niðurstöðum nýafstaðinna þingkosninga. Kjósendur Sósíalistaflokks Ísland og Pírata bera minnst traust til þeirrar niðurstöðu.

Mynd af kjörgögnum í Borgarnesi eftir fyrstu talningu, en fyrir endurtalningu.
Mynd af kjörgögnum í Borgarnesi eftir fyrstu talningu, en fyrir endurtalningu.
Auglýsing

Ein­ungis 61,3 pró­sent lands­manna treysta nið­ur­stöðum nýaf­stað­inna þing­kosn­inga vel, 15,4 pró­sent þeirra segj­ast treysta þeim í með­al­lagi en 23,3 pró­sent segj­ast treysta þeim illa. 

Þetta kemur fram í könnun sem Mask­ína fram­kvæmdi dag­anna 27. sept­em­ber til 7. októ­ber síð­ast­lið­inn. Alls voru svar­endur í könn­un­inni 946 tals­ins, af land­inu öllu og yfir 18 ára gaml­ir. Gögnin voru vegin til að end­ur­spegla þjóð­ina út frá kyni, aldri og búset­u. 

Könn­unin sýnir að fólk undir fimm­tugu er lík­legra til að van­treysta nið­ur­stöðum þing­kosn­ing­anna en þeir sem eldri eru. Þá treysta kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks (94,6 pró­sent) og Fram­sókn­ar­flokks (77,3 pró­sent) nið­ur­stöð­unum mun betur en kjós­endur ann­arra flokka en kjós­endur þriðja stjórn­ar­flokks­ins, Vinstri grænna (59 pró­sent), eru ólík­legri til að treysta nið­ur­stöð­un­um. ­Rík­is­stjórnin hélt í kosn­ing­unum og flokk­arnir sem standa að henni eru með 37 þing­menn. Þeir reyna nú að kom­ast að sam­komu­lagi um áfram­hald­andi sam­starf.

Auglýsing
Minnst er traustið hjá kjós­endum Sós­í­alista­flokks Íslands, sem náði ekki inn á þing, þar sem 28,4 pró­sent svar­enda sögð­ust treysta nið­ur­stöð­unum og Pírötum þar sem 29,8 pró­sent sögð­ust gera það. 

Með­ferð kjör­gagna ekki full­nægj­andi

Enn liggur ekki ljóst fyrir hverjar end­an­legar nið­ur­stöður kosn­ing­anna verða. Ástæðan er sú að end­ur­taln­ing fór fram í Norð­vest­ur­kjör­dæmi sem sýndi umtals­vert breytta nið­ur­stöðu frá því sem fyrri taln­ing hafði sýnt. Í milli­tíð­inni, frá því að fyrri taln­ingu lauk og þar til sú síð­ari fór fram, var öryggi kjör­gagna ekki trygg­t.  

Af­leið­ing þessa varð meðal ann­ars sú að fimm fram­bjóð­endur sem töldu sig vera orðna jafn­að­ar­sæta­þing­menn misstu þau sæti, og þau fóru til fimm ann­arra fram­bjóð­enda sömu flokka. 

Lands­­kjör­­stjórn greindi frá því á þriðju­dag í síð­ustu viku að ekki hefði borist stað­­fest­ing á því frá yfir­­­kjör­­stjórn Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmis að með­­­ferð kjör­­gagna hafi verið full­nægj­andi. Það er í fyrsta sinn í Íslands­­­sög­unni sem slík yfir­­lýs­ing er gefin eftir þing­­kosn­­ing­­ar. Síðar hafa bæst við upp­lýs­ingar sem sýna að víða var pottur brot­inn í fram­kvæmd­inni, meðal ann­ars var for­maður yfir­kjör­stjórnar í kjör­dæm­inu einn með óinn­sigl­uðum kjör­gögnum í 29 mín­útur í aðdrag­anda seinni taln­ing­ar. 

Fjórir af þeim fimm fram­bjóð­endum sem duttu út eftir end­ur­taln­ingu hafa skilað inn kæru til kjör­bréfa­nefndar Alþingis vegna kosn­ing­anna í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. 

Und­ir­bún­ings­kjör­bréfa­nefnd er nú að störfum og reynir að kom­ast að nið­ur­stöðu um kjör­bréf þing­manna. Mögu­leik­arnir sem hún stendur frammi fyrir er að láta fyrstu taln­ingu gilda, láta end­ur­taln­ing­una gilda, láta fara fram upp­kosn­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi eða láta kjósa upp á nýtt á öllu land­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokki