Seðlabankinn gerir ráð fyrir sjö prósent samdrætti landsframleiðslu í ár

Samdráttur landsframleiðslu milli ára á öðrum ársfjórðungi er sá mesti frá upphafi ársfjórðungslegra þjóðhagsreikninga. Samdrátturinn er samt sem áður minni en gert hafði verið ráð fyrir í maí en uppfærð grunnspá SÍ var birt í Peningamálum í dag.

Peningamál Seðlabanka Íslands komu út í dag samhliða stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar.
Peningamál Seðlabanka Íslands komu út í dag samhliða stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar.
Auglýsing

Útlit er fyrir að sam­dráttur á öðrum árs­fjórð­ungi árs­ins hafi verið sá mesti frá upp­hafi árs­fjórð­ungs­legra þjóð­hags­reikn­inga. Þetta kemur fram í nýjum Pen­inga­málum Seðla­banka Íslands sem komu út í dag sam­hliða stýri­vaxta­á­kvörðun pen­inga­stefnu­nefndar en nefndin ákvað að halda stýri­vöxtum í einu pró­senti.Í yfir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefndar segir að horfur fyrir seinni hluta árs­ins séu lak­ari heldur en spáð var í maí. Nefndin gerir hins vegar ráð fyrir að sam­drátt­ur­inn á árinu öllu verði nokkru minni en þá var gert ráð fyr­ir. Þar vegur þyngst að einka­neysla var kröft­ugri í vor og sum­ar. Óvissan sé hins vegar óvenju mik­il.

AuglýsingGera ráð fyrir sjö pró­senta sam­drætti lands­fram­leiðslu

Í Pen­inga­málum kemur fram að talið sé að þjóð­ar­út­gjöld hafi dreg­ist saman um átta pró­sent á öðrum fjórð­ungi árs­ins pró­sent milli ára. Við þetta bæt­ist nei­kvætt fram­lag utan­rík­is­við­skipta svo í heild er gert ráð fyrir að lands­fram­leiðsla hafi dreg­ist saman um tæp­lega ell­efu pró­sent. „Gangi þetta eftir yrði það mesti sam­dráttur á einum árs­fjórð­ungi frá upp­hafi árs­fjórð­ungs­legra þjóð­hags­reikn­inga,“ segir í Pen­inga­mál­um.Þrátt fyrir met­sam­drátt er hann minni en búist var við í maí­spá Seðla­bank­ans. Þá var gert ráð fyrir að sam­drátt­ur­inn yrði tæp­lega 15 pró­sent. Í Pen­inga­málum segir að það sem helst hafði áhrif á að sam­dráttur á fjórð­ungnum hafi ekki orðið jafn mik­ill og við var búist hafi verið neyslu­út­gjöld heim­ila, Þau hafi ekki gefið eins mikið eftir á fyrri hluta árs­ins og ótt­ast var í maí.Horf­urnar fyrir árið í heild eru einnig betri í nýj­ustu spá Seðla­bank­ans heldur en í spánni frá því í maí. Búist er við því að sam­dráttur fyrir árið í heild verði sjö pró­sent en í maí var búist við því að sam­drátt­ur­inn yrði átta pró­sent á árinu. Engu að síður eru horfir fyrir seinni hluta árs­ins lak­ari nú heldur en gert var ráð fyrir í maí. Ástæðan fyrir því er sú að far­ald­ur­inn hefur víða færst í auk­ana á ný.

Einka­neyslan niður um tíu pró­sent

Líkt og áður segir var sam­dráttur í einka­neyslu minni en spáð hafði verið fyrir um í maí. Talið er að einka­neysla hafi dreg­ist saman um tíu pró­sent milli ára á öðrum árs­fjórð­ungi. Sam­drátt­ur­inn hafi ekki orðið jafn mik­ill vegna þess hve hratt far­ald­ur­inn gekk niður í vor. Auk þess gekk vel að mæta eft­ir­spurn heim­ila í gegnum net­verslun heldur en gert hafði verið ráð fyr­ir. Þróun einka­neyslu það sem eftir lifir árs mun ráð­ast að miklu leyti af því hversu vel tekst til með að halda far­aldr­inum í skefjum að mati Seðla­bank­ans. Gert er ráð fyrir því að hún drag­ist saman um sjö pró­sent á milli ára á seinni helm­ingi árs­ins og að heild­ar­sam­dráttur einka­neyslu í ár verði 5,8 pró­sent. Það er minni sam­dráttur en gert hafði verið fyrir í maí. Bat­inn á næsta ári verði hins vegar hæg­ari.

Gera ráð fyrir tíu pró­sent atvinnu­leysi

Í spá Seðla­bank­ans er talið að atvinnu­leysi verði um tíu pró­sent undir lok árs og rúm­lega sjö pró­sent að með­al­tali á árinu öllu. „Vegna hag­stæð­ari þró­unar efna­hags­mála á fyrri hluta árs­ins hefur atvinnu­leysi ekki auk­ist eins mikið og ótt­ast var í maí en hluta­bóta­leið stjórn­valda, minnk­andi atvinnu­þátt­taka og fjölgun hluta­starfa hafa einnig átt þátt í því að atvinnu­leysi jókst minna en ella,“ segir í sam­an­tekt spár­inn­ar.Í spánni segir enn fremur að heild­ar­vinnu­stundum hafi fækkað um 7,2 pró­sent á milli ára á öðrum árs­fjórð­ungi sam­kvæmt vinnu­mark­aðs­könnun Hag­stof­unnar og er það mesta fækkun heild­ar­vinnu­stunda sem mælst hefur á einum árs­fjórð­ungi frá þriðja fjórð­ungi árs­ins 2009. Vinnu­stunda­fækk­unin sé þó minni en gert var ráð fyrir í maí.

Sam­dráttur útflutn­ings verði 28 pró­sent á árinu

„Á heild­ina litið er talið að útflutn­ingur hafi dreg­ist saman um tæp­lega 40% milli ára á öðrum fjórð­ungi árs­ins og að sam­drátt­ur­inn á árinu öllu verði ríf­lega 28% sem er aðeins minni sam­dráttur en spáð var í maí. Horfur fyrir næstu tvö ár hafa hins vegar lítið breyst,“ segir um þróun útflutn­ings í spá Seðla­bank­ans.Á fyrsta árs­fjórð­ungi dróst útflutn­ingur á vörum og þjón­ustu um 17,2 pró­sent sem var mesti sam­dráttur útflutn­ings í einum fjórð­ungi frá upp­hafi árs­fjórð­ungs­legra þjóð­hags­reikn­inga árið 1995. Þjón­ustu­út­flutn­ingur dróst saman um 16,2 pró­sent á fyrsta fjórð­ungi. Áhrif far­sótt­ar­innar á vöru­út­flutn­ing var minni en á þjón­ustu­út­flutn­ing. „Ef horft er fram hjá útflutn­ingi skipa og flug­véla dróst vöru­út­flutn­ingur saman um 4,5% á fjórð­ungn­um, einkum vegna sam­dráttar í útflutn­ingi sjáv­ar­af­urða,“ segir í Pen­inga­mál­um. Í spá bank­ans er engu að síð­ur  gert ráð fyrir að sam­dráttur í útflutn­ingi sjáv­ar­af­urða verði minni en áætlað var. Dreif­ing á alþjóða­mark­aði hefi gengið betur en ótt­ast var og eft­ir­spurn meiri en spáð var.

Mik­ill sam­dráttur í helstu við­skipta­löndum Íslands

Þá segir í Pen­inga­málum að lands­fram­leiðsla helstu við­skipta­landa Íslands hafi dreg­ist saman um 1,9 pró­sent á milli ára á fyrsta árs­fjórð­ungi og áætlað er að sam­drátt­ur­inn verði tæp­lega 13 pró­sent á örðum fjórð­ungi árs­ins. Sam­drátt­ur­inn hafi því orðið meiri en gert var ráð fyrir í maí­spá bank­ans. „Það er mesti sam­dráttur sem mælst hefur í þró­uðum ríkjum frá upp­hafi árs­fjórð­ungs­legra þjóð­hags­reikn­inga og er hátt í þrisvar sinnum meiri sam­dráttur á einum árs­fjórð­ungi en mest varð í alþjóð­legu fjár­málakrepp­unni fyrir lið­lega ára­tug,“ segir í Pen­inga­málum um sam­drátt helstu við­skipta­landa Íslands.Í Pen­inga­málum er sagt frá örv­un­ar­að­gerðum seðla­banka helstu iðn­ríkja til þess að reyna að sporna við áhrifum far­ald­urs­ins. Þeir hafa haldið vöxtum sínum óbreyttum eftir að hafa lækkað þá tölu­vert við upp­haf heims­far­ald­urs. Þá hafa þeir beitt örv­un­ar­að­gerðum sem leitt hafa til stór­felldrar stækk­unar á efna­hags­reikn­ingi þeirra.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lítil eru geð guma – Um Landsrétt og Sjálfstæðisflokkinn
Kjarninn 3. desember 2020
Borgarfulltrúi vill ráðningarbann hjá Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg ætlar að verja milljarði króna til að búa til ný störf fyrir fólk sem annars þyrfti fjárhagsaðstoð eða færi á atvinnuleysisbætur. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, vill ráðningarbann í borginni.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent