Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót

Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.

Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið og Seðla­banki Íslands sam­ein­ast í eina stofnun frá og með næstu ára­mót­um. 32 þing­menn greiddu með breyt­ing­unni, 15 gegn, tíu greiddu ekki atkvæði og voru sex þing­menn fjar­ver­andi.

Breyt­ingar munu ekki vera á verk­efnum stofn­an­anna heldur lúta breyt­ing­arnar að sam­ein­ingu verk­efna hjá einni stofn­un, fyr­ir­komu­lagi ákvarð­ana­töku og stjórn­skip­an, að því er kemur fram í frétta­til­kynn­ingu For­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins.

Í til­kynn­ing­unni segir að laga­setn­ingin eigi sér langan aðdrag­anda, stjórn­völd hafi fengið ráð­gjöf margra sér­fræð­inga und­an­farin ár, auk þess sem skýrsla starfs­hóps skip­aðan af for­sæt­is­ráð­herra 2017 hafi lagt fram 11 til­lögur um umgjörð þjóð­hags­var­úð­ar, end­ur­bætt verð­bólgu­mark­mið og beit­ingu stjórn­tækja Seðla­bank­ans.

Breyt­ing­ar­til­laga sam­þykkt

Fjórtán þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, ell­efu þing­menn Vinstri grænna, auk sjö þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins greiddu með til­lög­unni.  

Auglýsing
Þingmenn Við­reisnar og Pírata greiddu gegn til­lög­unni, auk sex þing­manna Mið­flokks­ins en einn þeirra sat hjá. Þing­menn Flokks fólks­ins og Sam­fylk­ing­ar­innar sátu einnig hjá.

Frum­varpið var gagn­rýnt úr ýmsum áttum og var eitt þeirra deilu­mála sem var undir þegar rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir reyndu að semja um þing­lok við stjórn­ar­and­stöð­una. Á end­anum náð­ist sátt um að sam­þykkja breyt­ing­­ar­til­lögu minn­i­hlut­a efna­hags- og við­skipta­nefndar í mál­inu sem sam­an­stóð af  Odd­nýju G. Harð­­ar­dótt­­ur, þing­­manni og þing­­flokks­­for­­manni Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, Smára McCart­hy, þing­­manni Pírata, og Þor­­gerði K. Gunn­­ar­s­dótt­­ur, þing­­manni Við­reisnar og for­­manni flokks­ins.

Í breyt­ing­­ar­til­lög­unni fólst í fyrsta lagi að kröfur til hæfni full­­trúa í banka­ráði Seðla­­bank­ans verði aukn­­ar, í öðru lagi að verk­efni banka­ráðs verði nánar skil­­greind, í þriðja lagi að for­­mennska fjár­­­mála­eft­ir­lits­­nefndar verði að jafn­­aði í höndum vara­­seðla­­banka­­stjóra fjár­­­mála­eft­ir­lits í stað seðla­­banka­­stjóra, í fjórða lagi að fjallað skuli um árangur mark­miða í árs­­skýrslu Seðla­­bank­ans, í fimmta lagi að fram skuli fara ytra mat á starf­­semi Seðla­­bank­ans á fimm ára fresti og í sjötta lagi að innan tveggja ára frá gild­is­­töku lag­anna skuli vinna skýrslu um reynsl­una af starfi nefnda Seðla­­bank­ans með nánar til­­­greindum hætti.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent