Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót

Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.

Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið og Seðla­banki Íslands sam­ein­ast í eina stofnun frá og með næstu ára­mót­um. 32 þing­menn greiddu með breyt­ing­unni, 15 gegn, tíu greiddu ekki atkvæði og voru sex þing­menn fjar­ver­andi.

Breyt­ingar munu ekki vera á verk­efnum stofn­an­anna heldur lúta breyt­ing­arnar að sam­ein­ingu verk­efna hjá einni stofn­un, fyr­ir­komu­lagi ákvarð­ana­töku og stjórn­skip­an, að því er kemur fram í frétta­til­kynn­ingu For­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins.

Í til­kynn­ing­unni segir að laga­setn­ingin eigi sér langan aðdrag­anda, stjórn­völd hafi fengið ráð­gjöf margra sér­fræð­inga und­an­farin ár, auk þess sem skýrsla starfs­hóps skip­aðan af for­sæt­is­ráð­herra 2017 hafi lagt fram 11 til­lögur um umgjörð þjóð­hags­var­úð­ar, end­ur­bætt verð­bólgu­mark­mið og beit­ingu stjórn­tækja Seðla­bank­ans.

Breyt­ing­ar­til­laga sam­þykkt

Fjórtán þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, ell­efu þing­menn Vinstri grænna, auk sjö þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins greiddu með til­lög­unni.  

Auglýsing
Þingmenn Við­reisnar og Pírata greiddu gegn til­lög­unni, auk sex þing­manna Mið­flokks­ins en einn þeirra sat hjá. Þing­menn Flokks fólks­ins og Sam­fylk­ing­ar­innar sátu einnig hjá.

Frum­varpið var gagn­rýnt úr ýmsum áttum og var eitt þeirra deilu­mála sem var undir þegar rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir reyndu að semja um þing­lok við stjórn­ar­and­stöð­una. Á end­anum náð­ist sátt um að sam­þykkja breyt­ing­­ar­til­lögu minn­i­hlut­a efna­hags- og við­skipta­nefndar í mál­inu sem sam­an­stóð af  Odd­nýju G. Harð­­ar­dótt­­ur, þing­­manni og þing­­flokks­­for­­manni Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, Smára McCart­hy, þing­­manni Pírata, og Þor­­gerði K. Gunn­­ar­s­dótt­­ur, þing­­manni Við­reisnar og for­­manni flokks­ins.

Í breyt­ing­­ar­til­lög­unni fólst í fyrsta lagi að kröfur til hæfni full­­trúa í banka­ráði Seðla­­bank­ans verði aukn­­ar, í öðru lagi að verk­efni banka­ráðs verði nánar skil­­greind, í þriðja lagi að for­­mennska fjár­­­mála­eft­ir­lits­­nefndar verði að jafn­­aði í höndum vara­­seðla­­banka­­stjóra fjár­­­mála­eft­ir­lits í stað seðla­­banka­­stjóra, í fjórða lagi að fjallað skuli um árangur mark­miða í árs­­skýrslu Seðla­­bank­ans, í fimmta lagi að fram skuli fara ytra mat á starf­­semi Seðla­­bank­ans á fimm ára fresti og í sjötta lagi að innan tveggja ára frá gild­is­­töku lag­anna skuli vinna skýrslu um reynsl­una af starfi nefnda Seðla­­bank­ans með nánar til­­­greindum hætti.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent