Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót

Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.

Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið og Seðla­banki Íslands sam­ein­ast í eina stofnun frá og með næstu ára­mót­um. 32 þing­menn greiddu með breyt­ing­unni, 15 gegn, tíu greiddu ekki atkvæði og voru sex þing­menn fjar­ver­andi.

Breyt­ingar munu ekki vera á verk­efnum stofn­an­anna heldur lúta breyt­ing­arnar að sam­ein­ingu verk­efna hjá einni stofn­un, fyr­ir­komu­lagi ákvarð­ana­töku og stjórn­skip­an, að því er kemur fram í frétta­til­kynn­ingu For­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins.

Í til­kynn­ing­unni segir að laga­setn­ingin eigi sér langan aðdrag­anda, stjórn­völd hafi fengið ráð­gjöf margra sér­fræð­inga und­an­farin ár, auk þess sem skýrsla starfs­hóps skip­aðan af for­sæt­is­ráð­herra 2017 hafi lagt fram 11 til­lögur um umgjörð þjóð­hags­var­úð­ar, end­ur­bætt verð­bólgu­mark­mið og beit­ingu stjórn­tækja Seðla­bank­ans.

Breyt­ing­ar­til­laga sam­þykkt

Fjórtán þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, ell­efu þing­menn Vinstri grænna, auk sjö þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins greiddu með til­lög­unni.  

Auglýsing
Þingmenn Við­reisnar og Pírata greiddu gegn til­lög­unni, auk sex þing­manna Mið­flokks­ins en einn þeirra sat hjá. Þing­menn Flokks fólks­ins og Sam­fylk­ing­ar­innar sátu einnig hjá.

Frum­varpið var gagn­rýnt úr ýmsum áttum og var eitt þeirra deilu­mála sem var undir þegar rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir reyndu að semja um þing­lok við stjórn­ar­and­stöð­una. Á end­anum náð­ist sátt um að sam­þykkja breyt­ing­­ar­til­lögu minn­i­hlut­a efna­hags- og við­skipta­nefndar í mál­inu sem sam­an­stóð af  Odd­nýju G. Harð­­ar­dótt­­ur, þing­­manni og þing­­flokks­­for­­manni Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, Smára McCart­hy, þing­­manni Pírata, og Þor­­gerði K. Gunn­­ar­s­dótt­­ur, þing­­manni Við­reisnar og for­­manni flokks­ins.

Í breyt­ing­­ar­til­lög­unni fólst í fyrsta lagi að kröfur til hæfni full­­trúa í banka­ráði Seðla­­bank­ans verði aukn­­ar, í öðru lagi að verk­efni banka­ráðs verði nánar skil­­greind, í þriðja lagi að for­­mennska fjár­­­mála­eft­ir­lits­­nefndar verði að jafn­­aði í höndum vara­­seðla­­banka­­stjóra fjár­­­mála­eft­ir­lits í stað seðla­­banka­­stjóra, í fjórða lagi að fjallað skuli um árangur mark­miða í árs­­skýrslu Seðla­­bank­ans, í fimmta lagi að fram skuli fara ytra mat á starf­­semi Seðla­­bank­ans á fimm ára fresti og í sjötta lagi að innan tveggja ára frá gild­is­­töku lag­anna skuli vinna skýrslu um reynsl­una af starfi nefnda Seðla­­bank­ans með nánar til­­­greindum hætti.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Þögnin hættulegri
Kjarninn 21. október 2019
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent