Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót

Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.

Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið og Seðla­banki Íslands sam­ein­ast í eina stofnun frá og með næstu ára­mót­um. 32 þing­menn greiddu með breyt­ing­unni, 15 gegn, tíu greiddu ekki atkvæði og voru sex þing­menn fjar­ver­andi.

Breyt­ingar munu ekki vera á verk­efnum stofn­an­anna heldur lúta breyt­ing­arnar að sam­ein­ingu verk­efna hjá einni stofn­un, fyr­ir­komu­lagi ákvarð­ana­töku og stjórn­skip­an, að því er kemur fram í frétta­til­kynn­ingu For­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins.

Í til­kynn­ing­unni segir að laga­setn­ingin eigi sér langan aðdrag­anda, stjórn­völd hafi fengið ráð­gjöf margra sér­fræð­inga und­an­farin ár, auk þess sem skýrsla starfs­hóps skip­aðan af for­sæt­is­ráð­herra 2017 hafi lagt fram 11 til­lögur um umgjörð þjóð­hags­var­úð­ar, end­ur­bætt verð­bólgu­mark­mið og beit­ingu stjórn­tækja Seðla­bank­ans.

Breyt­ing­ar­til­laga sam­þykkt

Fjórtán þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, ell­efu þing­menn Vinstri grænna, auk sjö þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins greiddu með til­lög­unni.  

Auglýsing
Þingmenn Við­reisnar og Pírata greiddu gegn til­lög­unni, auk sex þing­manna Mið­flokks­ins en einn þeirra sat hjá. Þing­menn Flokks fólks­ins og Sam­fylk­ing­ar­innar sátu einnig hjá.

Frum­varpið var gagn­rýnt úr ýmsum áttum og var eitt þeirra deilu­mála sem var undir þegar rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir reyndu að semja um þing­lok við stjórn­ar­and­stöð­una. Á end­anum náð­ist sátt um að sam­þykkja breyt­ing­­ar­til­lögu minn­i­hlut­a efna­hags- og við­skipta­nefndar í mál­inu sem sam­an­stóð af  Odd­nýju G. Harð­­ar­dótt­­ur, þing­­manni og þing­­flokks­­for­­manni Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, Smára McCart­hy, þing­­manni Pírata, og Þor­­gerði K. Gunn­­ar­s­dótt­­ur, þing­­manni Við­reisnar og for­­manni flokks­ins.

Í breyt­ing­­ar­til­lög­unni fólst í fyrsta lagi að kröfur til hæfni full­­trúa í banka­ráði Seðla­­bank­ans verði aukn­­ar, í öðru lagi að verk­efni banka­ráðs verði nánar skil­­greind, í þriðja lagi að for­­mennska fjár­­­mála­eft­ir­lits­­nefndar verði að jafn­­aði í höndum vara­­seðla­­banka­­stjóra fjár­­­mála­eft­ir­lits í stað seðla­­banka­­stjóra, í fjórða lagi að fjallað skuli um árangur mark­miða í árs­­skýrslu Seðla­­bank­ans, í fimmta lagi að fram skuli fara ytra mat á starf­­semi Seðla­­bank­ans á fimm ára fresti og í sjötta lagi að innan tveggja ára frá gild­is­­töku lag­anna skuli vinna skýrslu um reynsl­una af starfi nefnda Seðla­­bank­ans með nánar til­­­greindum hætti.

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent