Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót

Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Hag­fræði­deild Lands­bank­ans telur að pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands muni halda áfram að lækka stýri­vexti þegar næsta vaxta­á­kvörðun hennar verður kynnt á mið­viku­dag í næstu viku. Gangi það eftir munu vextir bank­ans fara undir fjögur pró­sent í fyrsta sinn frá því seint á árinu 2011.

Í nýrri Hag­sjá bank­ans segir að lík­legt sé að vext­irnir eigi eftir að lækka um eitt pró­sentu­stig til við­bótar frá því sem nú er og verða þrjú pró­sent. Það muni þó ger­ast í nokkrum skrefum á næstu miss­er­um. „ Við teljum að það sem helst muni hafa áhrif á ákvörð­un­ina nú sé ann­ars vegar veik­ing krón­unn­ar, sem dregur heldur úr líkum á vaxta­lækk­un, og hins vegar lækkun verð­bólgu­vænt­inga fyr­ir­tækja, sem styður við að næsta skref í lækkun vaxta verði tek­ið. Þessir tveir þættir munu veg­ast á en við teljum að lækkun verð­bólgu­vænt­inga í átt að mark­miði muni vega þyngra. Lík­legt má telja að nefnd­inni sé mjög umhugað um að hvorki dýpka né lengja fyr­ir­séðan sam­drátt í hag­kerf­inu með því að draga ekki nægi­lega mikið úr aðhaldi pen­inga­stefn­unn­ar, að því gefnu að lang­tíma­verð­bólgu­vænt­ingar hald­ist nálægt mark­miði. Það mun einnig lita ákvörð­un­ina nú.“

Ná mark­miði lífskjarna­samn­inga

Pen­inga­­­stefn­u­­­nefnd Seðla­­­banka Íslands ákvað í maí að lækka vexti bank­ans um 0,5 pró­­sent­u­­stig. Meg­in­vextir bank­ans, vextir á sjö daga bundnum inn­­­lán­um, voru 4,5 pró­­­sent en urðu fjögur pró­­sent.

Auglýsing
Ein af for­­sendum nýgerðra Lífs­kjara­­samn­inga voru að meg­in­vextir Seðla­­­banka Íslands myndu lækka um 0,75 pró­­­sent­u­­­stig fyrir sept­­­em­ber 2020. Ef það myndi ekki ger­­ast væru for­­­sendur kjara­­­samn­inga sem und­ir­­­rit­aðir voru í nótt brostn­­­ar. For­m­­lega kemur lækk­­un­­ar­krafan ekki fram í kjara­­samn­ing­unum en svo­­nefnt skúffu­­sam­komu­lag var gert um að vext­irnir yrðu að lækka um 0,75 pró­­sent­u­­stig á tíma­bil­inu.

Verði þeir lækk­aðir um að minnsta kosti 0,25 pró­sentu­stig í næstu viku verður því mark­miði náð nú þeg­ar, að minnsta kosti tíma­bund­ið.

Vextir á lánum sem standa neyt­endum til boða hafa líka lækkað mjög skarpt und­an­farin ár. Nú eru til að mynda lægstu breyti­legu verð­tryggðu vextir á hús­næð­is­lánum 2,06 pró­sent hjá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna. Til stendur að breyta þeim vöxtum sjóðs­ins í 2,26 pró­sent frá og með 1. ágúst næst­kom­andi. Eftir breyt­ing­una munu bæði Frjálsi líf­eyr­is­­­­sjóð­­­­ur­inn (2,15 pró­­­­sent) og Almenni líf­eyr­is­­­­sjóð­­­­ur­inn (2,18 pró­­­­sent) bjóða sínum félögum upp á lægri breyt­i­­­­leg vaxta­­­­kjör á verð­­­­tryggðum lán­­­um, breyti þeir ekki vöxtum sínum þangað til. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól félaginu að vinna úr stöðugleikaeignum.
Fara fram á úttekt á starfsemi Lindahvols
Félag sem stofnað var utan um sölu á stöðugleikaeignum sem ríkið fékk í sinn hlut eftir að hafa gert samkomulag við kröfuhafa gömlu bankanna hefur lengi verið umdeilt. Nú vilja þingmenn úr þremur flokkum láta gera úttekt á félaginu.
Kjarninn 9. desember 2019
Tryggvi Felixson
Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni
Kjarninn 9. desember 2019
Milla Ósk hættir á RÚV og gerist aðstoðarmaður Lilju
Milla Ósk Magnúsdóttir tekur við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem annar aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Kjarninn 9. desember 2019
Sanna Marin verður næsti forsætisráðherra Finnlands.
Bætist í hóp þeirra kvenna sem leiðir Norðurlöndin
Sanna Marin hefur verið valin næsta forsætisráðherra Finnlands og eru því fjórir af fimm forsætisráðherrum Norðurlandanna nú konur. Marin verður jafnframt yngsti forsætisráðherra landsins og yngsti sitjandi forsætisráðherra heims.
Kjarninn 9. desember 2019
Heinaste
Togarinn Heinaste enn kyrrsettur
Unnið er að því að aflétta kyrrsetningu togarans í Namibíu.
Kjarninn 9. desember 2019
Húbert Nói Jóhannesson
Jarð-Kúlu-Kapítalisminn
Kjarninn 9. desember 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
„Meiri ansvítans vitleysan sem vellur upp úr stjórnarheimilinu þessa dagana“
Þingmaður Pírata bendir á ósamræmi í málflutningi sem kemur frá dómsmálaráðuneytinu varðandi svokallað Landsréttarmál. Hún segir dómsmálaráðherra beita hentisemisrökum í málinu.
Kjarninn 9. desember 2019
Birta niðurstöðu athugana á peningaþvættisvörnum ríkisbanka fyrir jól
Fjármálaeftirlitið mun birta niðurstöðu athugana á peningaþvættisvörnum Landsbankans og Íslandsbanka, sem báðir eru í ríkiseigu, og Kviku banka, sem er einkabanki, á næstu tveimur vikum. Áður hefur eftirlitið birt niðurstöðu Arion banka.
Kjarninn 9. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent