Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót

Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Hag­fræði­deild Lands­bank­ans telur að pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands muni halda áfram að lækka stýri­vexti þegar næsta vaxta­á­kvörðun hennar verður kynnt á mið­viku­dag í næstu viku. Gangi það eftir munu vextir bank­ans fara undir fjögur pró­sent í fyrsta sinn frá því seint á árinu 2011.

Í nýrri Hag­sjá bank­ans segir að lík­legt sé að vext­irnir eigi eftir að lækka um eitt pró­sentu­stig til við­bótar frá því sem nú er og verða þrjú pró­sent. Það muni þó ger­ast í nokkrum skrefum á næstu miss­er­um. „ Við teljum að það sem helst muni hafa áhrif á ákvörð­un­ina nú sé ann­ars vegar veik­ing krón­unn­ar, sem dregur heldur úr líkum á vaxta­lækk­un, og hins vegar lækkun verð­bólgu­vænt­inga fyr­ir­tækja, sem styður við að næsta skref í lækkun vaxta verði tek­ið. Þessir tveir þættir munu veg­ast á en við teljum að lækkun verð­bólgu­vænt­inga í átt að mark­miði muni vega þyngra. Lík­legt má telja að nefnd­inni sé mjög umhugað um að hvorki dýpka né lengja fyr­ir­séðan sam­drátt í hag­kerf­inu með því að draga ekki nægi­lega mikið úr aðhaldi pen­inga­stefn­unn­ar, að því gefnu að lang­tíma­verð­bólgu­vænt­ingar hald­ist nálægt mark­miði. Það mun einnig lita ákvörð­un­ina nú.“

Ná mark­miði lífskjarna­samn­inga

Pen­inga­­­stefn­u­­­nefnd Seðla­­­banka Íslands ákvað í maí að lækka vexti bank­ans um 0,5 pró­­sent­u­­stig. Meg­in­vextir bank­ans, vextir á sjö daga bundnum inn­­­lán­um, voru 4,5 pró­­­sent en urðu fjögur pró­­sent.

Auglýsing
Ein af for­­sendum nýgerðra Lífs­kjara­­samn­inga voru að meg­in­vextir Seðla­­­banka Íslands myndu lækka um 0,75 pró­­­sent­u­­­stig fyrir sept­­­em­ber 2020. Ef það myndi ekki ger­­ast væru for­­­sendur kjara­­­samn­inga sem und­ir­­­rit­aðir voru í nótt brostn­­­ar. For­m­­lega kemur lækk­­un­­ar­krafan ekki fram í kjara­­samn­ing­unum en svo­­nefnt skúffu­­sam­komu­lag var gert um að vext­irnir yrðu að lækka um 0,75 pró­­sent­u­­stig á tíma­bil­inu.

Verði þeir lækk­aðir um að minnsta kosti 0,25 pró­sentu­stig í næstu viku verður því mark­miði náð nú þeg­ar, að minnsta kosti tíma­bund­ið.

Vextir á lánum sem standa neyt­endum til boða hafa líka lækkað mjög skarpt und­an­farin ár. Nú eru til að mynda lægstu breyti­legu verð­tryggðu vextir á hús­næð­is­lánum 2,06 pró­sent hjá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna. Til stendur að breyta þeim vöxtum sjóðs­ins í 2,26 pró­sent frá og með 1. ágúst næst­kom­andi. Eftir breyt­ing­una munu bæði Frjálsi líf­eyr­is­­­­sjóð­­­­ur­inn (2,15 pró­­­­sent) og Almenni líf­eyr­is­­­­sjóð­­­­ur­inn (2,18 pró­­­­sent) bjóða sínum félögum upp á lægri breyt­i­­­­leg vaxta­­­­kjör á verð­­­­tryggðum lán­­­um, breyti þeir ekki vöxtum sínum þangað til. 

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent