Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót

Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Hag­fræði­deild Lands­bank­ans telur að pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands muni halda áfram að lækka stýri­vexti þegar næsta vaxta­á­kvörðun hennar verður kynnt á mið­viku­dag í næstu viku. Gangi það eftir munu vextir bank­ans fara undir fjögur pró­sent í fyrsta sinn frá því seint á árinu 2011.

Í nýrri Hag­sjá bank­ans segir að lík­legt sé að vext­irnir eigi eftir að lækka um eitt pró­sentu­stig til við­bótar frá því sem nú er og verða þrjú pró­sent. Það muni þó ger­ast í nokkrum skrefum á næstu miss­er­um. „ Við teljum að það sem helst muni hafa áhrif á ákvörð­un­ina nú sé ann­ars vegar veik­ing krón­unn­ar, sem dregur heldur úr líkum á vaxta­lækk­un, og hins vegar lækkun verð­bólgu­vænt­inga fyr­ir­tækja, sem styður við að næsta skref í lækkun vaxta verði tek­ið. Þessir tveir þættir munu veg­ast á en við teljum að lækkun verð­bólgu­vænt­inga í átt að mark­miði muni vega þyngra. Lík­legt má telja að nefnd­inni sé mjög umhugað um að hvorki dýpka né lengja fyr­ir­séðan sam­drátt í hag­kerf­inu með því að draga ekki nægi­lega mikið úr aðhaldi pen­inga­stefn­unn­ar, að því gefnu að lang­tíma­verð­bólgu­vænt­ingar hald­ist nálægt mark­miði. Það mun einnig lita ákvörð­un­ina nú.“

Ná mark­miði lífskjarna­samn­inga

Pen­inga­­­stefn­u­­­nefnd Seðla­­­banka Íslands ákvað í maí að lækka vexti bank­ans um 0,5 pró­­sent­u­­stig. Meg­in­vextir bank­ans, vextir á sjö daga bundnum inn­­­lán­um, voru 4,5 pró­­­sent en urðu fjögur pró­­sent.

Auglýsing
Ein af for­­sendum nýgerðra Lífs­kjara­­samn­inga voru að meg­in­vextir Seðla­­­banka Íslands myndu lækka um 0,75 pró­­­sent­u­­­stig fyrir sept­­­em­ber 2020. Ef það myndi ekki ger­­ast væru for­­­sendur kjara­­­samn­inga sem und­ir­­­rit­aðir voru í nótt brostn­­­ar. For­m­­lega kemur lækk­­un­­ar­krafan ekki fram í kjara­­samn­ing­unum en svo­­nefnt skúffu­­sam­komu­lag var gert um að vext­irnir yrðu að lækka um 0,75 pró­­sent­u­­stig á tíma­bil­inu.

Verði þeir lækk­aðir um að minnsta kosti 0,25 pró­sentu­stig í næstu viku verður því mark­miði náð nú þeg­ar, að minnsta kosti tíma­bund­ið.

Vextir á lánum sem standa neyt­endum til boða hafa líka lækkað mjög skarpt und­an­farin ár. Nú eru til að mynda lægstu breyti­legu verð­tryggðu vextir á hús­næð­is­lánum 2,06 pró­sent hjá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna. Til stendur að breyta þeim vöxtum sjóðs­ins í 2,26 pró­sent frá og með 1. ágúst næst­kom­andi. Eftir breyt­ing­una munu bæði Frjálsi líf­eyr­is­­­­sjóð­­­­ur­inn (2,15 pró­­­­sent) og Almenni líf­eyr­is­­­­sjóð­­­­ur­inn (2,18 pró­­­­sent) bjóða sínum félögum upp á lægri breyt­i­­­­leg vaxta­­­­kjör á verð­­­­tryggðum lán­­­um, breyti þeir ekki vöxtum sínum þangað til. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent