Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót

Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Hag­fræði­deild Lands­bank­ans telur að pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands muni halda áfram að lækka stýri­vexti þegar næsta vaxta­á­kvörðun hennar verður kynnt á mið­viku­dag í næstu viku. Gangi það eftir munu vextir bank­ans fara undir fjögur pró­sent í fyrsta sinn frá því seint á árinu 2011.

Í nýrri Hag­sjá bank­ans segir að lík­legt sé að vext­irnir eigi eftir að lækka um eitt pró­sentu­stig til við­bótar frá því sem nú er og verða þrjú pró­sent. Það muni þó ger­ast í nokkrum skrefum á næstu miss­er­um. „ Við teljum að það sem helst muni hafa áhrif á ákvörð­un­ina nú sé ann­ars vegar veik­ing krón­unn­ar, sem dregur heldur úr líkum á vaxta­lækk­un, og hins vegar lækkun verð­bólgu­vænt­inga fyr­ir­tækja, sem styður við að næsta skref í lækkun vaxta verði tek­ið. Þessir tveir þættir munu veg­ast á en við teljum að lækkun verð­bólgu­vænt­inga í átt að mark­miði muni vega þyngra. Lík­legt má telja að nefnd­inni sé mjög umhugað um að hvorki dýpka né lengja fyr­ir­séðan sam­drátt í hag­kerf­inu með því að draga ekki nægi­lega mikið úr aðhaldi pen­inga­stefn­unn­ar, að því gefnu að lang­tíma­verð­bólgu­vænt­ingar hald­ist nálægt mark­miði. Það mun einnig lita ákvörð­un­ina nú.“

Ná mark­miði lífskjarna­samn­inga

Pen­inga­­­stefn­u­­­nefnd Seðla­­­banka Íslands ákvað í maí að lækka vexti bank­ans um 0,5 pró­­sent­u­­stig. Meg­in­vextir bank­ans, vextir á sjö daga bundnum inn­­­lán­um, voru 4,5 pró­­­sent en urðu fjögur pró­­sent.

Auglýsing
Ein af for­­sendum nýgerðra Lífs­kjara­­samn­inga voru að meg­in­vextir Seðla­­­banka Íslands myndu lækka um 0,75 pró­­­sent­u­­­stig fyrir sept­­­em­ber 2020. Ef það myndi ekki ger­­ast væru for­­­sendur kjara­­­samn­inga sem und­ir­­­rit­aðir voru í nótt brostn­­­ar. For­m­­lega kemur lækk­­un­­ar­krafan ekki fram í kjara­­samn­ing­unum en svo­­nefnt skúffu­­sam­komu­lag var gert um að vext­irnir yrðu að lækka um 0,75 pró­­sent­u­­stig á tíma­bil­inu.

Verði þeir lækk­aðir um að minnsta kosti 0,25 pró­sentu­stig í næstu viku verður því mark­miði náð nú þeg­ar, að minnsta kosti tíma­bund­ið.

Vextir á lánum sem standa neyt­endum til boða hafa líka lækkað mjög skarpt und­an­farin ár. Nú eru til að mynda lægstu breyti­legu verð­tryggðu vextir á hús­næð­is­lánum 2,06 pró­sent hjá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna. Til stendur að breyta þeim vöxtum sjóðs­ins í 2,26 pró­sent frá og með 1. ágúst næst­kom­andi. Eftir breyt­ing­una munu bæði Frjálsi líf­eyr­is­­­­sjóð­­­­ur­inn (2,15 pró­­­­sent) og Almenni líf­eyr­is­­­­sjóð­­­­ur­inn (2,18 pró­­­­sent) bjóða sínum félögum upp á lægri breyt­i­­­­leg vaxta­­­­kjör á verð­­­­tryggðum lán­­­um, breyti þeir ekki vöxtum sínum þangað til. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent