Segir breytingartillögu ákveðinn öryggisventil

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur samþykkt breytingartillögu minnihlutans við frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir tillöguna vera ákveðinn öryggisventil.

Seðlabankinn Mynd: Seðlabankinn
Auglýsing

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis sam­þykkti breyt­ing­ar­til­lögu minni­hlut­ans við frum­varp til laga um Seðla­banka Íslands í dag. Minni­hlut­inn sam­anstendur af Odd­nýju G. Harð­ar­dótt­ur, þing­manni og þing­flokks­for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Smára McCart­hy, þing­manni Pírata, og Þor­gerði K. Gunn­ars­dótt­ur, þing­manni Við­reisnar og for­manni flokks­ins.

Í breyt­ing­ar­til­lög­unni felst í fyrsta lagi að kröfur til hæfni full­trúa í banka­ráði Seðla­bank­ans verði aukn­ar, í öðru lagi að verk­efni banka­ráðs verði nánar skil­greind, í þriðja lagi að for­mennska fjár­mála­eft­ir­lits­nefndar verði að jafn­aði í höndum vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­eft­ir­lits í stað seðla­banka­stjóra, í fjórða lagi að fjallað skuli um árangur mark­miða í árs­skýrslu Seðla­bank­ans, í fimmta lagi að fram skuli fara ytra mat á starf­semi Seðla­bank­ans á fimm ára fresti og í sjötta lagi að innan tveggja ára frá gild­is­töku lag­anna skuli vinna skýrslu um reynsl­una af starfi nefnda Seðla­bank­ans með nánar til­greindum hætti.

Auglýsing

Vilja að ytra mat fari fram á fimm ára fresti

Varð­andi ytra matið þá er lagt til að á fimm ára fresti skuli ráð­herra fela þremur óháðum sér­fræð­ingum á sviði pen­inga- og fjár­mála­hag­fræði að gera úttekt um hvernig Seðla­banka Íslands hefur tek­ist að upp­fylla mark­mið um stöðugt verð­lag, fjár­mála­stöð­ug­leika og fram­kvæmd fjár­mála­eft­ir­lits. 

Jafn­framt skuli litið til ann­arra þátta í starf­semi bank­ans, svo sem skipu­lags, verka­skipt­ingar og valds­viðs. Einn sér­fræð­ing­anna skuli hafa hald­góða þekk­ingu á íslensku efna­hags­lífi en hinir tveir skuli hafa víð­tæka þekk­ingu og reynslu af alþjóð­legri fjár­mála­starf­semi og rekstri seðla­banka utan Íslands.

Hefðu kosið að hafa frum­varpið öðru­vísi

Oddný Harðardóttir Mynd: Birgir ÞórOddný Harð­ar­dóttir segir í sam­tali við Kjarn­ann að þau í Sam­fylk­ing­unni hafi gagn­rýnt frum­varpið mikið en að þessi breyt­ing­ar­til­laga sé ákveð­inn örygg­is­vent­ill. „Við hefðum kosið að hafa frum­varpið með öðrum hætti, en það var ekki í boð­i,“ segir hún. Þá hafi þau í minni­hlut­anum frekar viljað fara þá leið að koma með breyt­ing­ar­til­lögu og fá sam­þykki meiri­hlut­ans við henni.

Hún bætir því við að í fram­hald­inu verði að gæta vel að Seðla­bank­anum þegar hann er orð­inn svo mik­ill og vold­ug­ur. „Hann á svo mikið undir trausti, hann á lítið ann­að,“ segir hún. Þá skipti miklu máli að bank­inn starfi undir skýrum mark­miðum og að gætt sé að því að orð­sporið skað­ist ekki.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ottó Tynes
Nútímavæðing nýfrjálshyggjunnar
Leslistinn 22. nóvember 2019
Marel og Össur draga vagninn í ávöxtun hlutabréfa Gildis
Hagnaður Gildis af bréfum sjóðsins í Marel og Össur nam 16,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2019. Ef sú hlutabréfaeign er undanskilin var samtals tap á eign sjóðsins á bréfum í hinum 16 félögunum sem hann átti í á Íslandi.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent