Segir breytingartillögu ákveðinn öryggisventil

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur samþykkt breytingartillögu minnihlutans við frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir tillöguna vera ákveðinn öryggisventil.

Seðlabankinn Mynd: Seðlabankinn
Auglýsing

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis sam­þykkti breyt­ing­ar­til­lögu minni­hlut­ans við frum­varp til laga um Seðla­banka Íslands í dag. Minni­hlut­inn sam­anstendur af Odd­nýju G. Harð­ar­dótt­ur, þing­manni og þing­flokks­for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Smára McCart­hy, þing­manni Pírata, og Þor­gerði K. Gunn­ars­dótt­ur, þing­manni Við­reisnar og for­manni flokks­ins.

Í breyt­ing­ar­til­lög­unni felst í fyrsta lagi að kröfur til hæfni full­trúa í banka­ráði Seðla­bank­ans verði aukn­ar, í öðru lagi að verk­efni banka­ráðs verði nánar skil­greind, í þriðja lagi að for­mennska fjár­mála­eft­ir­lits­nefndar verði að jafn­aði í höndum vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­eft­ir­lits í stað seðla­banka­stjóra, í fjórða lagi að fjallað skuli um árangur mark­miða í árs­skýrslu Seðla­bank­ans, í fimmta lagi að fram skuli fara ytra mat á starf­semi Seðla­bank­ans á fimm ára fresti og í sjötta lagi að innan tveggja ára frá gild­is­töku lag­anna skuli vinna skýrslu um reynsl­una af starfi nefnda Seðla­bank­ans með nánar til­greindum hætti.

Auglýsing

Vilja að ytra mat fari fram á fimm ára fresti

Varð­andi ytra matið þá er lagt til að á fimm ára fresti skuli ráð­herra fela þremur óháðum sér­fræð­ingum á sviði pen­inga- og fjár­mála­hag­fræði að gera úttekt um hvernig Seðla­banka Íslands hefur tek­ist að upp­fylla mark­mið um stöðugt verð­lag, fjár­mála­stöð­ug­leika og fram­kvæmd fjár­mála­eft­ir­lits. 

Jafn­framt skuli litið til ann­arra þátta í starf­semi bank­ans, svo sem skipu­lags, verka­skipt­ingar og valds­viðs. Einn sér­fræð­ing­anna skuli hafa hald­góða þekk­ingu á íslensku efna­hags­lífi en hinir tveir skuli hafa víð­tæka þekk­ingu og reynslu af alþjóð­legri fjár­mála­starf­semi og rekstri seðla­banka utan Íslands.

Hefðu kosið að hafa frum­varpið öðru­vísi

Oddný Harðardóttir Mynd: Birgir ÞórOddný Harð­ar­dóttir segir í sam­tali við Kjarn­ann að þau í Sam­fylk­ing­unni hafi gagn­rýnt frum­varpið mikið en að þessi breyt­ing­ar­til­laga sé ákveð­inn örygg­is­vent­ill. „Við hefðum kosið að hafa frum­varpið með öðrum hætti, en það var ekki í boð­i,“ segir hún. Þá hafi þau í minni­hlut­anum frekar viljað fara þá leið að koma með breyt­ing­ar­til­lögu og fá sam­þykki meiri­hlut­ans við henni.

Hún bætir því við að í fram­hald­inu verði að gæta vel að Seðla­bank­anum þegar hann er orð­inn svo mik­ill og vold­ug­ur. „Hann á svo mikið undir trausti, hann á lítið ann­að,“ segir hún. Þá skipti miklu máli að bank­inn starfi undir skýrum mark­miðum og að gætt sé að því að orð­sporið skað­ist ekki.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent