Segir breytingartillögu ákveðinn öryggisventil

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur samþykkt breytingartillögu minnihlutans við frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir tillöguna vera ákveðinn öryggisventil.

Seðlabankinn Mynd: Seðlabankinn
Auglýsing

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis sam­þykkti breyt­ing­ar­til­lögu minni­hlut­ans við frum­varp til laga um Seðla­banka Íslands í dag. Minni­hlut­inn sam­anstendur af Odd­nýju G. Harð­ar­dótt­ur, þing­manni og þing­flokks­for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Smára McCart­hy, þing­manni Pírata, og Þor­gerði K. Gunn­ars­dótt­ur, þing­manni Við­reisnar og for­manni flokks­ins.

Í breyt­ing­ar­til­lög­unni felst í fyrsta lagi að kröfur til hæfni full­trúa í banka­ráði Seðla­bank­ans verði aukn­ar, í öðru lagi að verk­efni banka­ráðs verði nánar skil­greind, í þriðja lagi að for­mennska fjár­mála­eft­ir­lits­nefndar verði að jafn­aði í höndum vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­eft­ir­lits í stað seðla­banka­stjóra, í fjórða lagi að fjallað skuli um árangur mark­miða í árs­skýrslu Seðla­bank­ans, í fimmta lagi að fram skuli fara ytra mat á starf­semi Seðla­bank­ans á fimm ára fresti og í sjötta lagi að innan tveggja ára frá gild­is­töku lag­anna skuli vinna skýrslu um reynsl­una af starfi nefnda Seðla­bank­ans með nánar til­greindum hætti.

Auglýsing

Vilja að ytra mat fari fram á fimm ára fresti

Varð­andi ytra matið þá er lagt til að á fimm ára fresti skuli ráð­herra fela þremur óháðum sér­fræð­ingum á sviði pen­inga- og fjár­mála­hag­fræði að gera úttekt um hvernig Seðla­banka Íslands hefur tek­ist að upp­fylla mark­mið um stöðugt verð­lag, fjár­mála­stöð­ug­leika og fram­kvæmd fjár­mála­eft­ir­lits. 

Jafn­framt skuli litið til ann­arra þátta í starf­semi bank­ans, svo sem skipu­lags, verka­skipt­ingar og valds­viðs. Einn sér­fræð­ing­anna skuli hafa hald­góða þekk­ingu á íslensku efna­hags­lífi en hinir tveir skuli hafa víð­tæka þekk­ingu og reynslu af alþjóð­legri fjár­mála­starf­semi og rekstri seðla­banka utan Íslands.

Hefðu kosið að hafa frum­varpið öðru­vísi

Oddný Harðardóttir Mynd: Birgir ÞórOddný Harð­ar­dóttir segir í sam­tali við Kjarn­ann að þau í Sam­fylk­ing­unni hafi gagn­rýnt frum­varpið mikið en að þessi breyt­ing­ar­til­laga sé ákveð­inn örygg­is­vent­ill. „Við hefðum kosið að hafa frum­varpið með öðrum hætti, en það var ekki í boð­i,“ segir hún. Þá hafi þau í minni­hlut­anum frekar viljað fara þá leið að koma með breyt­ing­ar­til­lögu og fá sam­þykki meiri­hlut­ans við henni.

Hún bætir því við að í fram­hald­inu verði að gæta vel að Seðla­bank­anum þegar hann er orð­inn svo mik­ill og vold­ug­ur. „Hann á svo mikið undir trausti, hann á lítið ann­að,“ segir hún. Þá skipti miklu máli að bank­inn starfi undir skýrum mark­miðum og að gætt sé að því að orð­sporið skað­ist ekki.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent