Segir breytingartillögu ákveðinn öryggisventil

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur samþykkt breytingartillögu minnihlutans við frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir tillöguna vera ákveðinn öryggisventil.

Seðlabankinn Mynd: Seðlabankinn
Auglýsing

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis samþykkti breytingartillögu minnihlutans við frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands í dag. Minnihlutinn samanstendur af Oddnýju G. Harðardóttur, þingmanni og þingflokksformanni Samfylkingarinnar, Smára McCarthy, þingmanni Pírata, og Þorgerði K. Gunnarsdóttur, þingmanni Viðreisnar og formanni flokksins.

Í breytingartillögunni felst í fyrsta lagi að kröfur til hæfni fulltrúa í bankaráði Seðlabankans verði auknar, í öðru lagi að verkefni bankaráðs verði nánar skilgreind, í þriðja lagi að formennska fjármálaeftirlitsnefndar verði að jafnaði í höndum varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits í stað seðlabankastjóra, í fjórða lagi að fjallað skuli um árangur markmiða í ársskýrslu Seðlabankans, í fimmta lagi að fram skuli fara ytra mat á starfsemi Seðlabankans á fimm ára fresti og í sjötta lagi að innan tveggja ára frá gildistöku laganna skuli vinna skýrslu um reynsluna af starfi nefnda Seðlabankans með nánar tilgreindum hætti.

Auglýsing

Vilja að ytra mat fari fram á fimm ára fresti

Varðandi ytra matið þá er lagt til að á fimm ára fresti skuli ráðherra fela þremur óháðum sérfræðingum á sviði peninga- og fjármálahagfræði að gera úttekt um hvernig Seðlabanka Íslands hefur tekist að uppfylla markmið um stöðugt verðlag, fjármálastöðugleika og framkvæmd fjármálaeftirlits. 

Jafnframt skuli litið til annarra þátta í starfsemi bankans, svo sem skipulags, verkaskiptingar og valdsviðs. Einn sérfræðinganna skuli hafa haldgóða þekkingu á íslensku efnahagslífi en hinir tveir skuli hafa víðtæka þekkingu og reynslu af alþjóðlegri fjármálastarfsemi og rekstri seðlabanka utan Íslands.

Hefðu kosið að hafa frumvarpið öðruvísi

Oddný Harðardóttir Mynd: Birgir ÞórOddný Harðardóttir segir í samtali við Kjarnann að þau í Samfylkingunni hafi gagnrýnt frumvarpið mikið en að þessi breytingartillaga sé ákveðinn öryggisventill. „Við hefðum kosið að hafa frumvarpið með öðrum hætti, en það var ekki í boði,“ segir hún. Þá hafi þau í minnihlutanum frekar viljað fara þá leið að koma með breytingartillögu og fá samþykki meirihlutans við henni.

Hún bætir því við að í framhaldinu verði að gæta vel að Seðlabankanum þegar hann er orðinn svo mikill og voldugur. „Hann á svo mikið undir trausti, hann á lítið annað,“ segir hún. Þá skipti miklu máli að bankinn starfi undir skýrum markmiðum og að gætt sé að því að orðsporið skaðist ekki.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent