Segir breytingartillögu ákveðinn öryggisventil

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur samþykkt breytingartillögu minnihlutans við frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir tillöguna vera ákveðinn öryggisventil.

Seðlabankinn Mynd: Seðlabankinn
Auglýsing

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis sam­þykkti breyt­ing­ar­til­lögu minni­hlut­ans við frum­varp til laga um Seðla­banka Íslands í dag. Minni­hlut­inn sam­anstendur af Odd­nýju G. Harð­ar­dótt­ur, þing­manni og þing­flokks­for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Smára McCart­hy, þing­manni Pírata, og Þor­gerði K. Gunn­ars­dótt­ur, þing­manni Við­reisnar og for­manni flokks­ins.

Í breyt­ing­ar­til­lög­unni felst í fyrsta lagi að kröfur til hæfni full­trúa í banka­ráði Seðla­bank­ans verði aukn­ar, í öðru lagi að verk­efni banka­ráðs verði nánar skil­greind, í þriðja lagi að for­mennska fjár­mála­eft­ir­lits­nefndar verði að jafn­aði í höndum vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­eft­ir­lits í stað seðla­banka­stjóra, í fjórða lagi að fjallað skuli um árangur mark­miða í árs­skýrslu Seðla­bank­ans, í fimmta lagi að fram skuli fara ytra mat á starf­semi Seðla­bank­ans á fimm ára fresti og í sjötta lagi að innan tveggja ára frá gild­is­töku lag­anna skuli vinna skýrslu um reynsl­una af starfi nefnda Seðla­bank­ans með nánar til­greindum hætti.

Auglýsing

Vilja að ytra mat fari fram á fimm ára fresti

Varð­andi ytra matið þá er lagt til að á fimm ára fresti skuli ráð­herra fela þremur óháðum sér­fræð­ingum á sviði pen­inga- og fjár­mála­hag­fræði að gera úttekt um hvernig Seðla­banka Íslands hefur tek­ist að upp­fylla mark­mið um stöðugt verð­lag, fjár­mála­stöð­ug­leika og fram­kvæmd fjár­mála­eft­ir­lits. 

Jafn­framt skuli litið til ann­arra þátta í starf­semi bank­ans, svo sem skipu­lags, verka­skipt­ingar og valds­viðs. Einn sér­fræð­ing­anna skuli hafa hald­góða þekk­ingu á íslensku efna­hags­lífi en hinir tveir skuli hafa víð­tæka þekk­ingu og reynslu af alþjóð­legri fjár­mála­starf­semi og rekstri seðla­banka utan Íslands.

Hefðu kosið að hafa frum­varpið öðru­vísi

Oddný Harðardóttir Mynd: Birgir ÞórOddný Harð­ar­dóttir segir í sam­tali við Kjarn­ann að þau í Sam­fylk­ing­unni hafi gagn­rýnt frum­varpið mikið en að þessi breyt­ing­ar­til­laga sé ákveð­inn örygg­is­vent­ill. „Við hefðum kosið að hafa frum­varpið með öðrum hætti, en það var ekki í boð­i,“ segir hún. Þá hafi þau í minni­hlut­anum frekar viljað fara þá leið að koma með breyt­ing­ar­til­lögu og fá sam­þykki meiri­hlut­ans við henni.

Hún bætir því við að í fram­hald­inu verði að gæta vel að Seðla­bank­anum þegar hann er orð­inn svo mik­ill og vold­ug­ur. „Hann á svo mikið undir trausti, hann á lítið ann­að,“ segir hún. Þá skipti miklu máli að bank­inn starfi undir skýrum mark­miðum og að gætt sé að því að orð­sporið skað­ist ekki.

Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent