Vantraust hentar sumum stjórnmálamönnum

Vantraust á Alþingi mælist hátt á Íslandi, en slíkt vantraust getur hentað sumum stjórnmálamönnum að mati stjórnmálasálfræðings.

alþingi þing althingi
Auglýsing

Íslend­ingar treysta ekki stjórn­völdum en félags­legt traust helst hátt. Lítið er vitað hvað virkar í raun til þess að auka traust til stjórn­valda og van­traust hentar sumum stjórn­mála­mönn­um. Þetta kom fram í máli Huldu Þór­is­dótt­ur, dós­ents í stjórn­mála­sál­fræði á mál­stofu á Degi stjórn­mála­fræð­innar þriðju­dag­inn síð­ast­lið­inn.

Í fyr­ir­lestri sínum benti Hulda á að traust almenn­ings á stjórn­völdum hafi raun­veru­leg áhrif á mögu­leika þeirra til að koma stefnu­málum sínum í fram­kvæmd. Sam­kvæmt tölum OECD hafi hrun orðið víða um heim í trausti til stjórn­valda eftir efna­hag­skrís­una 2008.

Auglýsing
Hulda benti á að OECD hafi lagt fram til­lögur til þess að auka traust á stjórn­völd­um. Mik­il­vægt sé að yfir­völd haldi siða­reglur í heiðri, sýn­i heið­ar­leika í fram­kvæmd til dæmis þegar kemur að stórum verk­efn­um, stjórn­mála­menn leiði með góðu for­dæmi og tryggi að góðir stjórn­sýslu­hættir nái niður á öll stjórn­sýslu­stig.

Til þess að auka traust þurfi borg­arar að upp­lifa sann­girni ferla og vinnu­bragða, sann­gjarnar nið­ur­stöður og opið aðgengi að upp­lýs­ing­um, að því er kom fram í máli Huldu.

Lítið vitað hvað virkar í raun

Hulda vís­aði til skýrslu starfs­hóps um efl­ingu trausts á stjórn­málum og stjórn­sýslu sem birt­ist síð­ast­liðið haust. Sam­kvæmt nið­ur­stöðum hennar er skortur á heild­ar­stefnu stjórn­valda og slæg eft­ir­fylgni til­mæla aljþóð­legra stofn­ana.

Starfs­hóp­ur­inn lagði til úrbóta­til­lög­ur, til dæmis að stjórn­völdum væru settar siða­regl­ur, auk þess sem virkni þeirra og eft­ir­fylgd væru tryggð. Nauð­syn­legt væri að efla hags­muna­skrán­ingu stjórn­valda, betri rammi væri byggður um hags­muna­vörslu og upp­ljóstr­arar vernd­að­ir.

Hulda sagði að lítið væri um emp­írískar rann­sóknir á því hvað virki í raun, það er að segja hvað geti raun­veru­lega eflt traust almenn­ings til stjórn­sýsl­unn­ar.

Félags­legt traust á Íslandi er hátt

Félags­legt traust, það er traust sem borg­arar bera til sam­borg­ara sinna, hafi ávallt mælst hátt á Íslandi og hagg­að­ist ekki við hrun­ið, að því er kom fram í máli Huldu.

Því var hrun í trausti til stjórn­valda, en ekki hrun í félags­legu trausti eftir efna­hag­skrís­una 2008. Hulda sagði það vera hálm­stráið sem hún grípi til þegar hún hugsi hvort hægt sé að auka traust til Alþing­is.

Van­traust hentar sumum stjórn­mála­mönnum

Hulda sagði ýmsar ástæður geta legið að baki auknu van­trausti, til að mynda auknar kröfur almenn­ings, aukin menntun og að ekki væri sama virð­ing borin fyrir vald­inu og áður. Stjórn­mála­menn væru einnig ber­skjald­aðri en áður.

Hulda nefndi í pall­borði að van­traust geti hentað sumum stjórn­mála­mönn­um, sér­stak­lega hægri popúl­ískum flokk­um. Hún sagði suma stjórn­mála­menn nær­ast á van­trausti og jafn­vel ýta undir það.

„Það er vitað mál að mál­þóf eykur van­traust til þinga en það virð­ist ekki skipta máli. Það nærir þá ákvæðið fylgi, óánægju­fylgi, við þá sem eru óánægðir við ríkj­andi stjórn­kerf­i,“ sagði Hulda.

Auglýsing
Hulda sagði að í nið­ur­stöðum skýrslna OECD væri áber­andi að traust hafi hrunið gagn­vart þeim hluta yfir­valda sem lúti að stjórn­mála­mönn­um. Það er að segja, traustið hrundi í þeim hluta sem hafi eins konar and­lit út á við sem hægt sé að tengja við ákveðna ein­stak­linga.

Hulda sagði að traust væri að stórum hluta „ímynd­ar­vandi“ sem er mögu­lega stuð­andi nið­ur­staða fyrir marga. Hún telji að stjórn­mála­menn og Alþingi þurfi að reyna að virkja mark­miða­drifna hugsun sér í hag og haga sér eins og þau eigi von á því að fólk treysti þeim, það er að reikna með því að þau séu trausts­ins verð, vilji þau auka traust til Alþing­is. Vissu­lega verði það að vera í bland við reglur sem taki með skýrum hætti á þeim sem aug­ljós­lega fara yfir strik­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent