Svona ætlar ríkisstjórnin að efla traust á stjórnmálum

Starfshópur vill láta „lobbyista“ skrá sig og gera samskipti þeirra við stjórnvöld gegnsæ, setja reglur um störf stjórnmála- og embættismanna fyrir aðra ogr auka hagsmunaskráningu. Þá vill hann að fleiri setji sér siðareglur.

Jón Ólafsson var formaður starfshópsins.
Jón Ólafsson var formaður starfshópsins.
Auglýsing

Hags­muna­vörð­um, á ensku „lobbyistar“, sem eiga sam­skipti við stjórn­mála­menn og stjórn­sýslu verður gert að skrá sig sem slíka, hags­muna­skrán­ing ráð­herra verður útvíkkuð til maka og ólög­ráða barna og reglur verðar settar um starfs­val eftir opin­ber störf sem koma eiga í veg fyrir að „starfs­fólk stjórn­sýslu eða kjörnir full­trúar gangi inn í störf hjá einka­að­ilum vegna aðgangs að upp­lýs­ingum úr opin­beru starf­i“.

Þetta er á meðal þess sem verður að veru­leika ef þær 25 til­lögur sem starfs­hópur um efl­ingu trausts á stjórn­málum og stjórn­sýslu, sem skip­aður var í upp­hafi árs, verða inn­leidd­ar. Skýrsla hóps­ins var kynnt í rík­is­stjórn í gær og gerð opin­ber í dag.

Hóp­ur­inn var skip­aður í byrjun jan­úar síð­ast­lið­ins. Þá kom fram að hann ætti meðal ann­ars að taka mið af starfi sem unnið hefur verið í tengslum við opin­ber heil­indi hér­­­lendis og erlend­is, til dæmis vænt­an­­legri fimmtu úttekt­­ar­­skýrslu GRECO, sem fjallar meðal ann­­ars um vernd gegn spill­ingu meðal æðstu hand­hafa fram­­kvæmda­­valds. Hann átti að skila af sér í síð­asta lagi 1. sept­em­ber, sem var síð­asta laug­ar­dag.

Traust á Alþingi hefur þok­ast upp á við und­an­farið og mælist nú 29 pró­sent. Það er mesta traust sem mælst hefur gagn­vart lög­gjaf­ar­þing­inu í ára­tug.

Siða­reglur end­ur­skoð­aðar

Til­lögur hóps­ins skipt­ast í átta meg­in­svið og um er að ræða, líkt og áður sagði, 25 ein­stakar til­lög­ur. Á meðal þess sem hóp­ur­inn leggur til er að rík­is­stjórnin setji fram stefnu­skjal sem lýsi mark­miðum hennar um heil­indi, svo­kall­aðan heil­ind­ara­mma. Hann á að mót­ast af þeim atriðum sem fjallað verður um hér að neð­an.

Lagt er til að siða­reglur ráð­herra verði end­ur­skoð­að­ar, að slíkar verði settar fyrir aðstoð­ar­menn ráð­herra og mögu­lega fleiri hópa innan stjórn­sýsl­unn­ar, að gagn­sæi verði auk­ið, miðlun upp­lýs­inga verði bætt og upp­lýs­inga­réttur almenn­ings styrkt­ur, meðal ann­ars með því að stytta afgreiðslu­tíma úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mála og ráð­ast í heild­ar­stefnu­mótun til almenn­ings, þar með talin upp­lýs­inga­gjöf hand­hafa dóms­valds og lög­gjaf­ar­valds.  

Staða „lobbyista“ gjör­breyt­ist

Þá er lagt til að reglur um hags­muna­skrán­ingu ráð­herra muni ná til fleiri þátta, meðal ann­ars skulda og að hún taki einnig til maka og ólög­ráða barna ráð­herr­ans.

Ein stærsta breyt­ingin sem hóp­ur­inn leggur til snýr að sam­skiptum stjórn­mála og stjórn­sýslu við aðila sem stunda hags­muna­vörslu, sem á ensku kall­ast „lobby­is­m“. Í til­lögum hóps­ins er lagt til að þeir aðilar sem „hafa atvinnu af því að tala máli hags­muna­að­ila gagn­vart stjórn­mála- og emb­ætt­is­mönnum verði gert að skrá sig sem hags­muna­verði (e. lobby­ist)“. Þá er lagt til að reglur verði settar um hvernig sam­skiptum við hags­muna­að­ila verði háttar til að tryggja fullt gagn­sæi um sam­skipt­in.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði hópinn í janúar síðastliðnum. MYND: Birgir Þór HarðarsonAðgengi hags­muna­vörslu­afla, t.d. hags­muna­sam­taka ein­stakra starfs­stétta, að stefnu­mótun og frum­varps­gerð innan stjórn­sýsl­unnar hefur lengi þótt, í sumum til­vik­um, í besta falli á gráu svæði.

Reglur um starfs­val eftir opin­ber störf

Mikla athygli vekur síðan til­laga um að setja þurfi reglur um „starfs­val eftir opin­ber störf sem koma í veg fyrir að starfs­fólk stjórn­sýslu eða kjörnir full­trúar gangi inn í störf hjá einka­að­ilum vegna aðgangs að upp­lýs­ingum úr opin­beru starfi. Slíkar reglur varða einkum tíma sem nauð­syn­legt er að líði frá starfs­lokum og þar til starf fyrir einka­að­ila hefst.“ Engar reglur eru sem stendur í gildi hér­lendis um starfs­val í kjöl­far starfa fyrir hið opin­bera.

Í skýrsl­unni segir að hætta sé „ann­ars vegar á hags­muna­á­rekstrum; að hags­munir verð­andi vinnu­veit­anda geti haft áhrif á ákvarð­anir á meðan ein­stak­lingur starfar enn fyrir hið opin­bera. Hins vegar er sá mögu­leiki fyrir hendi að upp­lýs­ingar sem við­kom­andi öðl­ast í starfi sínu séu nýttar á ótil­hlýði­legan hátt í þágu einka­að­ila þegar skipt er um starfs­vett­vang, en slíkt getur bæði haft ólög­mæt áhrif á sam­keppni og gengið gegn opin­berum hags­mun­um.“

Fjöl­mörg dæmi er um það að ein­stak­lingar hafi farið úr trún­að­ar­störfum í stjórn­málum og hafið störf fyrir hags­muna­að­ila. Nægir þar að nefna Einar K. Guð­finns­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og for­seta Alþing­is, sem er í dag stjórn­ar­for­maður og helsti tals­maður Lands­sam­bands fisk­eld­is­stöðva, Katrínu Júl­í­us­dótt­ir, sem var fjár­mála­ráð­herra en hóf störf sem fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja þegar hún hætti í stjórn­mál­um, og Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, sem var mennta­mála­ráð­herra, en starf­aði sem for­stöðu­maður mennta- og nýsköp­un­ar­sviðs Sam­taka atvinnu­lífs­ins á meðan að á póli­tískri útlegð hennar stóð.

Þá eru dæmi eru um að ein­stak­lingar hafi farið úr störfum fyrir hið opin­bera þar sem þeir höfðu miklar trún­að­ar­upp­lýs­ingar undir hönd­um, og í störf fyrir aðra hags­muna­að­ila sem hafa gagn­stæða hags­muni en hið opin­bera í sama mála­flokki. Skýrasta dæmi þess var þegar Bene­dikt Gísla­son, sem var lyk­il­maður í fram­kvæmd­ar­hópi um afnám hafta og kom að gerð stöð­ug­leika­samn­inga við kröfu­hafa föllnu bank­anna, réð sig til starfa sem ráð­gjafi hjá Kaup­þingi. Bene­dikt hefur þó ætið full­yrt að hann hafi ekki nýtt sér trún­að­ar­upp­lýs­ingar í því starfi.

Lög­gjöf til að vernda upp­ljóstr­ara

Hóp­ur­inn leggur líka til að heild­stæð lög­gjöf verði unnin sem fyrst um upp­ljóstr­ara­vernd fyrir opin­bera starfs­menn og einka­geir­ann. Þar væri hægt að taka mið af nýlegri lög­gjöf í Nor­egi.

Stjórn­völd ættu að auka sam­ráð við almenn­ing og setja sé skýr mark­mið þar um. Auk þess er lagt til að sam­ráðs­gátt stjórn­valda verði efld og hún kynnt bet­ur. „Stjórn­völd leggi sig fram um að nýta hug­búnað og vef­lausnir til að auka þátt­töku almenn­ings og stefni að því að Ísland verði í hópi þeirra landa sem fremst standa í nýsköpun á sviði lýð­ræð­is,“ segir í skýrsl­unni. Hóp­ur­inn vill líka að Ísland sæki um Open Govern­ment Partners­hip í sam­vinnu við félaga­sam­tök og að unnið verði að því að styrkja borg­ara­legan vett­vang t.d. með föstum styrkjum til félaga­sam­taka sem upp­fylla til­tekin skil­yrði um starf­semi og skipu­lag.

Sið­fræði­stofnun ann­ist eft­ir­fylgni og fái fjár­veit­ingu til þess

Starfs­hóp­ur­inn vill að símenntun starfs­fólks verði efld, fræðsla verði aukin og að stuðlað verði að því að efla gagn­rýna umræðu innan stjórn­sýsl­unnar þar sem „slík umræða er for­senda þess að ráðu­neyti og ein­stakar starfsein­ingar beri kennsl á brotala­mir í starf­sem­inni til að hægt sé að breyta stofn­ana­menn­ingu þegar nauð­syn kref­ur.“

Auglýsing
Að lokum er lagt til að Sið­fræði­stofnun Háskóla Íslands verði falið það verk­efni, tíma­bundið til að byrja með, að veita stjórn­völdum ráð­gjöf um sið­ferð­is­leg álita­mál og þannig verði stofna­naum­gjörð styrkt. Stofn­un­inni verði einnig falið að ann­ast eft­ir­fylgni með skýrsl­unni. Tryggja þurfi fjár­veit­ingu til þeirrar starf­semi.

Þá verði sett á  fót „nefnd eða ein­ing innan stjórn­sýsl­unnar með það sér­hæfða hlut­verk að veita ein­stökum starfs­mönn­um, þ.m.t. ráð­herrum, ráð­gjöf í trún­aði um sið­ferði­leg álita­mál.“

Starfs­hóp­inn skip­uðu Jón Ólafs­son, pró­fessor við Háskóla Íslands, sem jafn­framt var for­maður hóps­ins, Ólöf Embla Eyj­ólfs­dótt­ir, MSt í heim­speki, Páll Þór­halls­son, skrif­stofu­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyti, Ragna Árna­dótt­ir, lög­fræð­ingur og Sig­urður Krist­ins­son, pró­fessor við Háskól­ann á Akur­eyri. Með hópnum starf­aði Oddur Þorri Við­ars­son, lög­fræð­ingur í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Lúalegt bragð“ að ala á samviskubiti foreldra
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent borgarráði opið bréf vegna fyrirhugaðrar styttingar opnunartíma leikskóla í Reykjavíkurborg.
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður spyr Katrínu um hverjar skaðabótakröfur stórútgerðarinnar séu
Búið er að leggja fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra um hversu háa upphæð stórútgerðir eru að krefja íslenska ríkið vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kjarninn óskaði fyrst eftir þeim upplýsingum í fyrrasumar en ríkið vill ekki afhenda þær.
Kjarninn 21. janúar 2020
Rúmur hálfur milljarður í utanlandsferðir þingmanna og forseta þingsins á tíu árum
Rúmar 60 milljónir fóru í utanlandsferðir embættis forseta Alþingis og þingmanna árið 2018. Kostnaðurinn var minnstur árið 2009 – rétt eftir hrun.
Kjarninn 21. janúar 2020
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar