Þingveturinn framundan: „Takmörkun á arðgreiðslum hjá veitendum heilbrigðisþjónustu“

Nýtt þing hefst þriðju­dag­inn 11. sept­em­ber. Kjarn­inn tók nokkra þing­menn úr mis­mun­andi flokkum tali um þing­vet­ur­inn framundan og áherslu­mál flokk­anna þetta árið. Í þetta skiptið var það Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður VG.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Alþingi
Auglýsing

Nýtt þing hefst fljót­­­­lega, nánar til­­­­­­­tekið þriðju­dag­inn 11. sept­­­­em­ber. Rík­­­­is­­­­stjórnin mun leggja fram fjár­­­­lög á fyrsta fundi, sem segja má að verði í raun fyrstu fjár­­­­lög þess­­­­arar rík­­­­is­­­­stjórnar þar sem vænt­an­­­­lega má sjá stefn­u­­­­mótun hennar þar sem fjár­­­­lög síð­­­­asta árs voru lögð fram sér­­­­stak­­­­lega seint vegna rík­­­­is­­­­stjórn­­­­­­­ar­slit­anna og kosn­­­­inga.

Kjarn­inn tók nokkra þing­­­­menn úr mis­­­­mun­andi flokkum tali um þing­vet­­­­ur­inn framundan og áherslu­­­­mál flokk­anna þetta árið. Í þetta skiptið var það Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir þing­flokks­for­maður Vinstri hreyf­ing­ar­innar - græns fram­boðs.

Bóka­skatt­ur­inn að koma

Það eru mjög mörg góð mál sem eru á leið­inni frá rík­is­stjórn­inni. Til dæmis bóka­skatt­ur­inn, breyt­ingar á skatta- og bóta­kerf­inu til lægri og milli­tekju­hópa. Ég held að það komi til með að svara ákveðnu ákall­i,“ segir Bjarkey sem er nefnd­ar­maður í fjár­laga­nefnd en von á er á fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar strax á fyrsta degi þings­ins.

Auglýsing

Bjarkey segir mörg önnur mál muni koma í fram­hald­inu sem ættu að vekja bæði umræðu og athygli. „Sam­göngu­á­ætl­un­in, lög um kyn­rænt sjálf­ræði sem hefur verið lengi í und­ir­bún­ingi, vinnu­mark­aðs­málin verða einnig eflaust fyr­ir­ferð­ar­mikil á kom­andi haust­i,“ segir Bjarkey og bætir því við aðspurð að hún ætli að leyfa sér að vera bjart­sýn þegar komi að kjara­mál­un­um. „Þetta er eitt­hvað sem kemur upp með reglu­bu­dnum hætti og við höfum þurft að takast við á hverjum tíma. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að sú aðkoma sem að hefur verið kallað eftir af hálfu rík­is­ins, að hún verði alla­vega eitt­hvað í þá veru að hún geti orðið til góða.“

Við­búið að hægt gæti snögg­lega á í ferða­þjón­ust­unni

Um aðstæður í efna­hags­líf­inu nefnir Bjarkey ferða­þjón­ust­una sér­stak­lega. „Auð­vitað er með ferða­þjón­ust­una eins og aðrar atvinnu­gri­enar að ef að þetta stækkar mjög hratt þá er alltaf við­búið að það geti hægt snögg­lega á. Maður verður að vona sama hvort það er flugið eða aðrir angar ferða­þjón­ust­unnar að það ekki mikið högg. Aukn­ingin gat auð­vitað aldrei orðið 30 pró­sent til var­an­legrar fram­tíð­ar. Við þurfum að hafa var­ann á og aðal­lega þeir sem að þessu standa. Það er auð­vitað fylgst með þessu.“

Tak­marka arð­greiðslur í heil­brigð­is­þjón­ustu

Bjarkey segir þing­flokk Vinstri grænna ætla að leggja áherslu á fjöl­mörg spenn­andi mál í vet­ur. „Það eru nokkur mál sem okkur finnst mik­il­væg­ari en önn­ur. Til dæmis tak­mörkun á arð­greiðslum hjá veit­endum heil­brigð­is­þjón­ustu. Einnig viljum við breyta hluta­fé­laga­lögum þannig að heim­iluð verði við­ur­lög ef brotið er á lögum um kynja­hlut­fall í stjórnum fyr­ir­tækja. Við munum leggja fram frum­varp um end­ur­skoðun á lagaum­hverfi er varða upp­kaup á landi, þar verður eign­ar­hald­ið, ábúðin og lög­heim­il­is­skrán­ingar undir svo eitt­hvað sé nefnt. Við ætlum að reyna að kom­ast eins langt í þessu og við komumst.“

Bjarkey segir VG einnig vilja segja á stofn svo­kall­aða Inn­flytj­enda­stofu. „Snýr almennt að inn­flytj­endum á Íslandi, ekki bara hæl­is­leit­end­um, heldur bara öllum þeim sem flytja til lands­ins í lengri eða skemmri tíma. Þetta verði ein­hvers konar upp­lýs­inga­mið­stöð þar sem fólk fær upp­lýs­ingar um sinn rétt.“

Halda lýð­ræðiskarni­val

Þá vilja VG-liðar leggja sér­staka áherslu á frek­ari mót­töku flótta­manna vegna umhverf­is­á­hrifa, halda „lýð­ræðiskarni­val“ sem er hugsað fyrir þá sem fá sinn kosn­inga­rétt 18 ára eða nýja rík­is­borgra. „Við sjáum þetta fyrir okkur sem dag á hverju áru þar sem öllum þeim sem fá kosn­inga­rétt það árið fengju fræðslu um hvað felst í þessum nýju rétt­ind­um, hvernig á að kjósa, lýð­ræðið kynnt fyrir þeim og gert aðgengi­leg­t.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“
Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar