Þingveturinn framundan: „Takmörkun á arðgreiðslum hjá veitendum heilbrigðisþjónustu“

Nýtt þing hefst þriðju­dag­inn 11. sept­em­ber. Kjarn­inn tók nokkra þing­menn úr mis­mun­andi flokkum tali um þing­vet­ur­inn framundan og áherslu­mál flokk­anna þetta árið. Í þetta skiptið var það Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður VG.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Alþingi
Auglýsing

Nýtt þing hefst fljót­­­­lega, nánar til­­­­­­­tekið þriðju­dag­inn 11. sept­­­­em­ber. Rík­­­­is­­­­stjórnin mun leggja fram fjár­­­­lög á fyrsta fundi, sem segja má að verði í raun fyrstu fjár­­­­lög þess­­­­arar rík­­­­is­­­­stjórnar þar sem vænt­an­­­­lega má sjá stefn­u­­­­mótun hennar þar sem fjár­­­­lög síð­­­­asta árs voru lögð fram sér­­­­stak­­­­lega seint vegna rík­­­­is­­­­stjórn­­­­­­­ar­slit­anna og kosn­­­­inga.

Kjarn­inn tók nokkra þing­­­­menn úr mis­­­­mun­andi flokkum tali um þing­vet­­­­ur­inn framundan og áherslu­­­­mál flokk­anna þetta árið. Í þetta skiptið var það Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir þing­flokks­for­maður Vinstri hreyf­ing­ar­innar - græns fram­boðs.

Bóka­skatt­ur­inn að koma

Það eru mjög mörg góð mál sem eru á leið­inni frá rík­is­stjórn­inni. Til dæmis bóka­skatt­ur­inn, breyt­ingar á skatta- og bóta­kerf­inu til lægri og milli­tekju­hópa. Ég held að það komi til með að svara ákveðnu ákall­i,“ segir Bjarkey sem er nefnd­ar­maður í fjár­laga­nefnd en von á er á fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar strax á fyrsta degi þings­ins.

Auglýsing

Bjarkey segir mörg önnur mál muni koma í fram­hald­inu sem ættu að vekja bæði umræðu og athygli. „Sam­göngu­á­ætl­un­in, lög um kyn­rænt sjálf­ræði sem hefur verið lengi í und­ir­bún­ingi, vinnu­mark­aðs­málin verða einnig eflaust fyr­ir­ferð­ar­mikil á kom­andi haust­i,“ segir Bjarkey og bætir því við aðspurð að hún ætli að leyfa sér að vera bjart­sýn þegar komi að kjara­mál­un­um. „Þetta er eitt­hvað sem kemur upp með reglu­bu­dnum hætti og við höfum þurft að takast við á hverjum tíma. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að sú aðkoma sem að hefur verið kallað eftir af hálfu rík­is­ins, að hún verði alla­vega eitt­hvað í þá veru að hún geti orðið til góða.“

Við­búið að hægt gæti snögg­lega á í ferða­þjón­ust­unni

Um aðstæður í efna­hags­líf­inu nefnir Bjarkey ferða­þjón­ust­una sér­stak­lega. „Auð­vitað er með ferða­þjón­ust­una eins og aðrar atvinnu­gri­enar að ef að þetta stækkar mjög hratt þá er alltaf við­búið að það geti hægt snögg­lega á. Maður verður að vona sama hvort það er flugið eða aðrir angar ferða­þjón­ust­unnar að það ekki mikið högg. Aukn­ingin gat auð­vitað aldrei orðið 30 pró­sent til var­an­legrar fram­tíð­ar. Við þurfum að hafa var­ann á og aðal­lega þeir sem að þessu standa. Það er auð­vitað fylgst með þessu.“

Tak­marka arð­greiðslur í heil­brigð­is­þjón­ustu

Bjarkey segir þing­flokk Vinstri grænna ætla að leggja áherslu á fjöl­mörg spenn­andi mál í vet­ur. „Það eru nokkur mál sem okkur finnst mik­il­væg­ari en önn­ur. Til dæmis tak­mörkun á arð­greiðslum hjá veit­endum heil­brigð­is­þjón­ustu. Einnig viljum við breyta hluta­fé­laga­lögum þannig að heim­iluð verði við­ur­lög ef brotið er á lögum um kynja­hlut­fall í stjórnum fyr­ir­tækja. Við munum leggja fram frum­varp um end­ur­skoðun á lagaum­hverfi er varða upp­kaup á landi, þar verður eign­ar­hald­ið, ábúðin og lög­heim­il­is­skrán­ingar undir svo eitt­hvað sé nefnt. Við ætlum að reyna að kom­ast eins langt í þessu og við komumst.“

Bjarkey segir VG einnig vilja segja á stofn svo­kall­aða Inn­flytj­enda­stofu. „Snýr almennt að inn­flytj­endum á Íslandi, ekki bara hæl­is­leit­end­um, heldur bara öllum þeim sem flytja til lands­ins í lengri eða skemmri tíma. Þetta verði ein­hvers konar upp­lýs­inga­mið­stöð þar sem fólk fær upp­lýs­ingar um sinn rétt.“

Halda lýð­ræðiskarni­val

Þá vilja VG-liðar leggja sér­staka áherslu á frek­ari mót­töku flótta­manna vegna umhverf­is­á­hrifa, halda „lýð­ræðiskarni­val“ sem er hugsað fyrir þá sem fá sinn kosn­inga­rétt 18 ára eða nýja rík­is­borgra. „Við sjáum þetta fyrir okkur sem dag á hverju áru þar sem öllum þeim sem fá kosn­inga­rétt það árið fengju fræðslu um hvað felst í þessum nýju rétt­ind­um, hvernig á að kjósa, lýð­ræðið kynnt fyrir þeim og gert aðgengi­leg­t.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar