Þingveturinn framundan: „Takmörkun á arðgreiðslum hjá veitendum heilbrigðisþjónustu“

Nýtt þing hefst þriðju­dag­inn 11. sept­em­ber. Kjarn­inn tók nokkra þing­menn úr mis­mun­andi flokkum tali um þing­vet­ur­inn framundan og áherslu­mál flokk­anna þetta árið. Í þetta skiptið var það Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður VG.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Alþingi
Auglýsing

Nýtt þing hefst fljót­­­­lega, nánar til­­­­­­­tekið þriðju­dag­inn 11. sept­­­­em­ber. Rík­­­­is­­­­stjórnin mun leggja fram fjár­­­­lög á fyrsta fundi, sem segja má að verði í raun fyrstu fjár­­­­lög þess­­­­arar rík­­­­is­­­­stjórnar þar sem vænt­an­­­­lega má sjá stefn­u­­­­mótun hennar þar sem fjár­­­­lög síð­­­­asta árs voru lögð fram sér­­­­stak­­­­lega seint vegna rík­­­­is­­­­stjórn­­­­­­­ar­slit­anna og kosn­­­­inga.

Kjarn­inn tók nokkra þing­­­­menn úr mis­­­­mun­andi flokkum tali um þing­vet­­­­ur­inn framundan og áherslu­­­­mál flokk­anna þetta árið. Í þetta skiptið var það Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir þing­flokks­for­maður Vinstri hreyf­ing­ar­innar - græns fram­boðs.

Bóka­skatt­ur­inn að koma

Það eru mjög mörg góð mál sem eru á leið­inni frá rík­is­stjórn­inni. Til dæmis bóka­skatt­ur­inn, breyt­ingar á skatta- og bóta­kerf­inu til lægri og milli­tekju­hópa. Ég held að það komi til með að svara ákveðnu ákall­i,“ segir Bjarkey sem er nefnd­ar­maður í fjár­laga­nefnd en von á er á fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar strax á fyrsta degi þings­ins.

Auglýsing

Bjarkey segir mörg önnur mál muni koma í fram­hald­inu sem ættu að vekja bæði umræðu og athygli. „Sam­göngu­á­ætl­un­in, lög um kyn­rænt sjálf­ræði sem hefur verið lengi í und­ir­bún­ingi, vinnu­mark­aðs­málin verða einnig eflaust fyr­ir­ferð­ar­mikil á kom­andi haust­i,“ segir Bjarkey og bætir því við aðspurð að hún ætli að leyfa sér að vera bjart­sýn þegar komi að kjara­mál­un­um. „Þetta er eitt­hvað sem kemur upp með reglu­bu­dnum hætti og við höfum þurft að takast við á hverjum tíma. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að sú aðkoma sem að hefur verið kallað eftir af hálfu rík­is­ins, að hún verði alla­vega eitt­hvað í þá veru að hún geti orðið til góða.“

Við­búið að hægt gæti snögg­lega á í ferða­þjón­ust­unni

Um aðstæður í efna­hags­líf­inu nefnir Bjarkey ferða­þjón­ust­una sér­stak­lega. „Auð­vitað er með ferða­þjón­ust­una eins og aðrar atvinnu­gri­enar að ef að þetta stækkar mjög hratt þá er alltaf við­búið að það geti hægt snögg­lega á. Maður verður að vona sama hvort það er flugið eða aðrir angar ferða­þjón­ust­unnar að það ekki mikið högg. Aukn­ingin gat auð­vitað aldrei orðið 30 pró­sent til var­an­legrar fram­tíð­ar. Við þurfum að hafa var­ann á og aðal­lega þeir sem að þessu standa. Það er auð­vitað fylgst með þessu.“

Tak­marka arð­greiðslur í heil­brigð­is­þjón­ustu

Bjarkey segir þing­flokk Vinstri grænna ætla að leggja áherslu á fjöl­mörg spenn­andi mál í vet­ur. „Það eru nokkur mál sem okkur finnst mik­il­væg­ari en önn­ur. Til dæmis tak­mörkun á arð­greiðslum hjá veit­endum heil­brigð­is­þjón­ustu. Einnig viljum við breyta hluta­fé­laga­lögum þannig að heim­iluð verði við­ur­lög ef brotið er á lögum um kynja­hlut­fall í stjórnum fyr­ir­tækja. Við munum leggja fram frum­varp um end­ur­skoðun á lagaum­hverfi er varða upp­kaup á landi, þar verður eign­ar­hald­ið, ábúðin og lög­heim­il­is­skrán­ingar undir svo eitt­hvað sé nefnt. Við ætlum að reyna að kom­ast eins langt í þessu og við komumst.“

Bjarkey segir VG einnig vilja segja á stofn svo­kall­aða Inn­flytj­enda­stofu. „Snýr almennt að inn­flytj­endum á Íslandi, ekki bara hæl­is­leit­end­um, heldur bara öllum þeim sem flytja til lands­ins í lengri eða skemmri tíma. Þetta verði ein­hvers konar upp­lýs­inga­mið­stöð þar sem fólk fær upp­lýs­ingar um sinn rétt.“

Halda lýð­ræðiskarni­val

Þá vilja VG-liðar leggja sér­staka áherslu á frek­ari mót­töku flótta­manna vegna umhverf­is­á­hrifa, halda „lýð­ræðiskarni­val“ sem er hugsað fyrir þá sem fá sinn kosn­inga­rétt 18 ára eða nýja rík­is­borgra. „Við sjáum þetta fyrir okkur sem dag á hverju áru þar sem öllum þeim sem fá kosn­inga­rétt það árið fengju fræðslu um hvað felst í þessum nýju rétt­ind­um, hvernig á að kjósa, lýð­ræðið kynnt fyrir þeim og gert aðgengi­leg­t.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar