Þingveturinn framundan: „Árangur í efnahagsmálum forsenda alls góðs á öðrum sviðum“

Nýtt þing hefst þriðju­dag­inn 11. sept­em­ber. Kjarn­inn tók nokkra þing­menn úr mis­mun­andi flokkum tali um þing­vet­ur­inn framundan og áherslu­mál flokk­anna þetta árið. Í þetta skiptið var það Birgir Ármannsson þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Bixter Birgir Ármannsson Alþingi
Auglýsing

Nýtt þing hefst fljót­­lega, nánar til­­­tekið þriðju­dag­inn 11. sept­­em­ber. Rík­­is­­stjórnin mun leggja fram fjár­­lög á fyrsta fundi, sem segja má að verði í raun fyrstu fjár­­lög þess­­arar rík­­is­­stjórnar þar sem vænt­an­­lega má sjá stefn­u­­mótun hennar þar sem fjár­­lög síð­­asta árs voru lögð fram sér­­stak­­lega seint vegna rík­­is­­stjórn­­­ar­slit­anna og kosn­­inga.

Kjarn­inn tók nokkra þing­­menn úr mis­­mun­andi flokkum tali um þing­vet­­ur­inn framundan og áherslu­­mál flokk­anna þetta árið. Í þetta skiptið var það Birgir Ármanns­son þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Fjár­lögin stóra verk­efnið

„Til ára­móta er fjár­laga­frum­varpið stóra verk­efn­ið. Við sjáum fyrir okkur að það og frum­vörp sem því tengj­ast verði megin við­fangs­efnið á haust­dög­um. Lín­urnar í þeim efnum hafa að nokkru leyti verið lagðar með fjár­mála­á­ætlun í vor og fjár­mála­stefnu síð­asta vetur þannig að það má segja að útlín­urnar liggja fyr­ir. En það bryetir auð­vitað ekki því að það eru fjár­lögin sem slík sem eru sam­þykkt fyrir ára­mót sem gilda og menn geta hnikað til ein­hverjum atriðum þó búið sé að leggja ákveðnar lín­ur. Það eru fjár­lögin á end­anum sem ráða því hvaða fjár­veit­ingar renna til mála­flokka og hvernig tekna er aflað fyrir rík­ið,“ segir Birg­ir.

Auglýsing

Hann segir tekju­öfl­un­ar­frum­vörpin nú um nokk­urra ára skeið hafa þurft að koma fram sam­hliða fjár­laga­frum­varp­inu, þannig að báðar hlið­arn­ar, tekju- og gjalda, verða mikið til umræðu núna strax á fyrstu dögum þings­ins.

Lyk­il­at­riði í stefnu­mörkun

Birgir býst bara við hefð­bund­inni mót­stöðu stjórn­ar­and­stöð­unnar við fjár­laga­frum­varp­inu, hvorki meiri né minni en áður. „Þetta er auð­vitað alltaf, fjár­lögin og skyld mál, lyk­il­at­riði í stefnu­mörkun hverrar rík­is­stjórn­ar. Þannig að það kemur ekk­ert á óvart að þar eigi sér stað póli­tísk átök milli stjórnar og stjórn­ar­and­stöð­u.“

Stjórn­völd geti skapað skil­yrði

Birgir segir að hitt stóra málið sem hann sér fyrir sér að muni verða fyr­ir­ferð­ar­mikið á nýju þingi verði kjara­mál­in. „Þessi mál [fjár­lögin og tengd frum­vörp] tengj­ast auð­vitað með sínum hætti öðru stóru við­fangs­efni á vett­vangi stjórn­mál­anna næstu miss­erin sem eru kjara­mál­in. Auð­vitað er það þannig að kjara­samn­ingar aðila á vinnu­mark­aði eru í öllum atriðum samn­inga­mál þeirra á milli, á milli atvinnu­rek­enda og laun­þega. En auð­vitað koma stjórn­völd að þeim málum með einum eða öðrum hætti og geta átt þátt í því að skapa skil­yrði fyrir ásætt­an­legri nið­ur­stöð­u.“

Eitt­hvað svig­rúm til staðar

Aðspurður um hvort þing­flokk­ur­inn ræði stöðu kjara­mál­anna mikið og hafi áhyggjur af fram­hald­inu segir Birgir að auð­vitað sé staðan rætt í hópnum og fólk sé að velta fyrir sér hver þró­unin verði.

„Það hefur auð­vitað verið töl­vert her­skár tónn í hluta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Menn eru að velta fyrir sér hvernig það rímar við veru­leik­ann í ljósi þess hvernig kaup­máttur og lífs­kjör hafa þró­ast hér á und­an­förnum miss­er­um. Þar hefur verið um veru­lega jákvæða þróun að ræða og hins vegar velta menn fyrir sér auð­vitað mögu­leik­anum á frek­ari kaup­mátt­ar­aukn­ingu og kjara­bótum á næst­unni, þar sem að menn meta það svo að það sé vissu­lega fyrir hendi eitt­hvað svig­rúm en alls ekki í þeim mæli sem hávær­ustu tals­menn verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar tala um. Þetta auð­vitað verður til umræðu áfram.“

Rík­is­fjár­málin og efna­hags­málin verði að vera í lagi

Um helstu mál sem þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins mun leggja áherslu á á kom­andi þing­vetri segir Birgir að þau líti þannig á það sé alltaf lyk­il­at­riði í þeirra huga að tryggja að rík­is­fjár­málin og efna­hags­málin verði áfram í lagi.

„Það er líka mik­il­vægt frá okkar bæj­ar­dyrum séð að það náist ein­hvern skyn­sam­leg lend­ing á vett­vangi kjara­mál­anna, sem bæði færir laun­þeg­unum auknar kjara­bætur en þó þannig að það sé inni­stæða til fyrir þeim. Við lítum á okkar rík­is­stjórnar þátt­töku út frá því að ná þessum stóru mark­miðum og svo auð­vitað eins og gengur eru ein­stakir þing­menn eða ein­stakir ráð­herrar með sín áherslu­mál en þetta eru stóru mál­in. Efna­hags­málin og þró­unin á þeim. Árangur á því sviði er for­senda fyrir öllu því góða sem menn vilja gera á öðrum svið­u­m.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar